Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 4

Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 4
 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 „Mikill fengur .. .“ ÞORVALDUR GYLFA SON / FR É T TA BL A ÐI Ð „.. . skemmtileg, vel skrifuð og fróðleg ... Þeir sem hafa áhuga á pólitík síðustu hundrað árin eða svo rífa hana í sig.“ S VAVA R GE S T S SON / S VAVA R . I S „.. . um stórmerkilega ævi og feril, og mjög áhugaverð fyrir alla þá sem eru forvitnir um okkar samtímasögu.“ E INA R K Á R A SON / DV MAROKKÓ Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í rysk­ ingum  bænum Sidi Boualaalam í vestur hluta Marokkó í gær. Flestir hinna látnu eru konur og eldri borg­ arar. Atburðurinn átti sér stað þegar verið var að útdeila mat og neyðar­ aðstoð í bænum. Upp hófst mikil múgæsing með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að um fjörutíu til viðbótar hafi særst í atganginum. Rannsókn á málinu er hafin en vistirnar komu frá sjálfstæðum hjálparsamtökum. Um 800 manns höfðu safnast saman til að fá mat. Mohammed VI, konungur Mar­ okkó, segir að ríkið muni veita fjölskyldum hinna látnu og særðu aðstoð vegna málsins. Þá mun hann persónulega greiða kostnað vegna útfara þeirra sem fórust. – jóe Fimmtán fórust í troðningi í Marokkó SlyS Strætisvagn ók aftan á vörubíl á Reykjanesbraut um hádegisbil í gær. Þrír voru fluttir á slysadeild til skoð­ unar, bílstjóri vörubifreiðarinnar, bílstjóri strætisvagnsins og einn farþegi úr vagninum. Litlu muna að enn verr færi en aðeins munaði nokkrum sentí­ metrum að pallur vörubílsins rækist í bílstjóra strætisvagnsins. – kó, srs Strætisvagn ók aftan á pallbíl Litlu munaði að pallur vörubílsins færi á bílstjóra strætisvagnsins. FréttabLaðið/Sigurjón óLaSon AlMANNAVARNIR Stefnt er að því að Almannavarnir, viðbragðsaðilar og íbúar í Öræfum fundi á morgun um hvernig skuli bregðast við þeim aðstæðum sem upp geta komið vegna hlaups eða eldgoss í Öræfa­ jökli. Óvissustigi vegna ástandsins verður viðhaldið að minnsta kosti þar til á morgun. Vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðhitastofnun Háskóla Íslands unnu í gær úr gögnum sem sótt voru í tveimur ferðum í og við jökulinn í fyrradag. Mikil óvissa er um hvert framhald atburðarásarinnar getur orðið. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á Suður landi segir að fyrir tveimur vikum hafi verið haldnir íbúafundir á svæðinu þar sem farið var yfir verkefni varðandi rýmingar­ og við­ bragðsáætlanir. Stefnt var að því að halda þeirri vinnu áfram á seinni hluta síðasta árs en vendingar síð­ ustu daga hafa gert það að verkum að allt kapp er lagt á að ljúka þeirri vinnu. „Þessir atburðir þýða það að við munum klára ársvinnu á nokkrum dögum,“ segir Víðir Reynisson, verk­ efnastjóri Almannavarna á Suður­ landi. Almannavarnir sendu frá sér yfirlýsingu með tilmælum í gær en stefnt er að því að meira kjöt verði komið á beinin í dag. „Við vinnum hörðum höndum að því að safna púsluspilum saman til að fá betri skilning og mynd á hvað er í gangi,“ segir Víðir. – jóe Stefnt að fundi með íbúum á morgun vegna ástands Öræfajökuls Öræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma, fyrst árið 1362 og síðan árið 1727. lögRegluMál „Einu sinni var það þannig að ef maður sagði löggunni að halda kjafti þá var ekkert hlust­ að á það. Í dag er ákært fyrir hvert einasta fyllirísröfl,“ segir Stefán Karl Kristjánsson hæstaréttarlögmaður um ákærur og dóma fyrir vald­ stjórnarbrot. Refsivernd lögreglumanna var aukin 2007 og refsirammi fyrir brot gegn valdstjórninni hækkaður úr sex í átta ár að hámarki. Síðan þá hefur umburðarlyndi lögreglu gagnvart hvers kyns hótunum og ofbeldi gegn lögreglumönnum snarminnkað og málafjöldi í vald­ stjórnarbrotum hefur aukist mjög. Fyrir breytinguna var að jafnaði ákært í innan við helmingi þeirra mála sem kærð voru en eftir breyt­ inguna fjölgaði málum mjög og að meðaltali er ákært í 80 prósentum kærðra mála. Ekki er gerður nægi­ legur greinarmunur á alvarleika mála í dómaframkvæmdinni að mati viðmælenda Fréttablaðsins. „Það er orðin til mjög fastmótuð dómvenja um 30 daga skilorðs­ bundið fangelsi fyrir að hóta lög­ reglumanni en 60 dagar fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni. Þetta eru mjög vægar refsingar miðað við að refsiramminn er átta ára fangelsi,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir vara­ héraðssaksóknari og bætir við: „Það mætti hífa refsingar fyrir alvarlegri brotin upp ef við myndum vinsa út þau brot sem eru í rauninni ekki alvarleg,“ segir Kolbrún og vísar til innihaldslausra hótana drukkinna ungmenna í garð lögreglu. Kolbrún segir að beita megi öðrum og vægari úrræðum eins og ákærufrestun til dæmis í vægum brotum ungmenna á aldrinum 15 til 21 árs og falla frá saksókn þegar menn sýna mikla iðrun. „Um tíma vorum við með þarna inni valdstjórnarbrotin í sátta­ miðlun og það fannst mér mjög gott. Þar komu ungir krakkar inn sem voru að stíga sín fyrstu skref út af sporinu og við erum að reyna að stoppa þá þróun,“ segir Kolbrún og nefnir dæmi um ungmenni í sáttamiðlun sem fékk að eyða tíma með forvarnardeild lögreglu og kynnast störfum og verkefnum lög­ reglunnar. „Þetta er svo miklu væn­ legra til árangurs held ég, varðandi til dæmis virðingu fyrir lögreglunni og störfum hennar,“ segir Kolbrún. „Við lögðumst alfarið gegn því að hluti þessara mála fari í sáttamiðl­ unarferli,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu­ manna. „Ástæðan er sú að lögreglu­ maðurinn, sem hótað er, er fulltrúi valdstjórnarinnar. Hann er full­ trúi valds sem honum er falið með lögum. Það er ekki verið að hóta persónunni heldur embættinu. Á þeim forsendum mótmæltum við því að þessi mál fari í svona sátta­ miðlun. Við hjá Landssambandi lög­ reglumanna höfum alltaf lagt á það mikla áherslu að þessi mál séu tekin alvarlega. Það er verið að hóta sam­ félaginu en ekki persónunni á bak við einkennisfatnaðinn.“ adalheidur@frettabladid.is Ekkert umburðarlyndi vegna hótana í garð lögreglumanna Ákærum og dómum vegna hótana og ofbeldis í garð lögreglu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Refsiramminn var hækkaður fyrir tíu árum. Málum fjölgar en dómar þyngjast ekki. Saksóknari vill vægari úrræði. Formaður Landssambands lögreglumanna er fastur fyrir og vill að öll mál séu tekin föstum tökum. brotum gegn valdstjórninni fjölgar og þolinmæði fyrir fyllirísrugli er lítil. FréttabLaðið/DaníeL Kolbrún bene­ diktsdóttir varahéraðs­ saksóknari. 2 0 . N Ó V e M b e R 2 0 1 7 M á N u D A g u R4 f R é t t I R ∙ f R é t t A b l A ð I ð 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 1 -3 9 C C 1 E 4 1 -3 8 9 0 1 E 4 1 -3 7 5 4 1 E 4 1 -3 6 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.