Fréttablaðið - 20.11.2017, Síða 14
Öskubuskuævintýri Burnley er ekki lokið
Burnley er með jafnmörg stig og Liverpool og Arsenal eftir tólf leiki í ensku úrvalsdeildinni. Burnley er þess utan aðeins einu stigi á eftir Tottenham Hotspur.
fótbolti Gengi Burnley í ensku
úrvalsdeildinni í ár er með hreinum
ólíkindum. Liðið er í hópi efstu liða
deildarinnar sem hafa þegar slitið
sig frá liðunum sem eru neðar í
töflunni.
Það er í raun algjörlega sturlað
að Burnley sé með jafnmörg stig
og Liverpool og Arsenal. Sem og að
liðið sé aðeins stigi á eftir Totten-
ham sem hefur fengið mikið hrós
fyrir frábæran leik í vetur.
Það er ekki þykkt veskið hjá Burn-
ley og því eðlilegt að stjóra liðsins,
Sean Dyche, sé hrósað mikið. Það er
kraftaverki líkast að hans hræódýra
lið sé á pari við stærstu og ríkustu lið
deildarinnar.
Ekki má heldur gleyma því að
Burnley missti tvo lykilmenn frá
félaginu síðasta sumar er þeir Mic-
hael Keane og Andre Gray voru
seldir fyrir tæplega fimmtíu millj-
ónur punda. Mikið högg fyrir lið
sem var ekki með breiðan hóp fyrir.
Finna bestu leiðina
Að þessu sinni náði Burnley að
skella Swansea, 2-0. Óvenju mikið
skorað enda er Burnley aðeins búið
að skora tólf mörk í tólf leikjum.
Liðið hefur aftur á móti aðeins feng-
ið á sig níu mörk. Allt byrjar þetta
með traustum og vel skipulögðum
varnarleik.
„Ég stýri mínum liðum þannig
að ég reyni að finna bestu leiðina
til þess að vinna leiki. Tímabilið er
mjög langt en eðlilega er ég mjög
ánægður með þessa byrjun,“
sagði Dyche sem er enn orðaður
við stjórastarfið hjá Everton þar
Leikmaður helgarinnar
Callum Wilson, framherji Bournemouth, fór á kostum gegn
Huddersfield og skoraði þrennu. Þetta er fyrsta þrenna
Englendings í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Þetta var
fyrsti leikur hans í byrjunarliði eftir að hafa verið lengi
frá vegna meiðsla.
Wilson er 25 ára gamall og ólst upp hjá Coventry.
Hann spilaði með félaginu til 2014 og náði alls að spila
55 leiki fyrir aðallið félagsins og skoraði í þeim leikjum
23 mörk. Áður hafði hann verið lánaður til litlu liðanna
Kettering Town og Tamworth.
Árið 2014 var hann svo seldur til Bournemouth. Hann
skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið en það
var einmitt gegn Huddersfield. Hann augljóslega elskar að
spila gegn Huddersfield.
Wilson er nú búinn að skora 34 mörk í 81 leik fyrir Bourne
mouth og spurning hvort hann fái tækifæri með enska lands
liðinu ef hann heldur uppteknum hætti en hann á einn leik að
baki með U21 árs liði Englendinga.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Arsenal hélt sér á lífi í baráttunni
með því að leggja nágranna sína
í Tottenham. Algjörlega lífsnauð
synlegur sigur hjá sveinum Arsene
Wenger sem voru undir mikilli
pressu fyrir leikinn. Skytturnar
eru því aðeins rétt fyrir aftan liðin
fyrir ofan þó svo liðið hafi ekki
þótt vera að gera merkilega hluti
á þessari leiktíð.
Hvað kom á óvart?
Það kom lítið á óvart þessa
helgina en kannski helst að Man.
City skildi aðeins skora tvö mörk
að þessu sinni. Fólk er farið að
búast við 45 mörkum í hverjum
leik hjá liðinu enda hefur byrjun
liðsins á tímabilinu verið sögulega
góð og ekkert lið sem hefur getað
stöðvað City.
Mestu vonbrigðin
Everton nældi í loksins í stig þessa
helgina en það var reyndar gegn
botnliði deildarinnar og því ekki
merkilegt að liðið hafi aðeins
fengið eitt stig þessa helgina. Það
ætlar að ganga illa hjá liði Gylfa
Þórs Sigurðssonar að komast
almennilega í gang á þessari
leiktíð og leikur liðsins veldur
vonbrigðum í hverri einustu viku.
Okkar maður fékk að heyra frá
aðdáendum eftir leikinn þó svo
hann hafi lagt upp mark.
sem hann er sagður vera efstur á
óskalista félagsins og er endalaust
spurður út í áhuga Everton á sér og
er augljóslega orðinn þreyttur á því.
Hann reynir þó að halda umræð-
unni á sínu liði eins og hann getur.
Skiljanlega og er nóg að tala um þar.
„Ég hef aldrei haft áhyggjur af
því þegar það er verið að gagn-
rýna okkar leikstíl. Eina sem ég veit
um fótbolta er að maður reynir að
finna leiðir að því að vinna leiki með
þann mannskap sem maður hefur í
höndunum hverju sinni. Það hefur
gengið mjög vel hjá okkur það sem
af er vetri. Leikmennirnir hafa trú á
kerfinu og vinna vel saman í því sem
við viljum gera.“
Sefur ekki á verðinum
Þó svo staða Burnley sé góð í augna-
blikinu og liðið sé rúmlega hálfnað á
leið sinni að 40 stiga markinu, sem
á að tryggja öruggt sæti í deildinni,
þá er Dyche ekkert farinn að halla
sér aftur og taka því rólega.
„Við vinnum í raunheimum og
það væri galið af mér að segja að
við myndum vera á þessu flugi áfram
eins og ekkert sé eðlilegra. Fram
undan eru til að mynda mjög erf-
iðir útileikir. Ekki bara fyrir okkur
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 12. umferðar 2017-18
Watford - West Ham 2-0
10 Will Hughes (11.), 20 Richarlison (64.).
Man. Utd - Newcastle 4-1
01 Dwight Gayle (14.). 11 Anthony Martial
(37.), 21 Chris Smalling (45.), 31 Paul Pogba
(54.), 41 Romelu Lukaku (70.).
WBA - Chelsea 0-4
01 Alvaro Morata (17.), 02 Eden Hazard
(23.), 03 Marcos Alonso (38.), 04 Eden
Hazard (62.).
Liverpool - Southampt. 3-0
10 Mohamed Salah (31.), 20 Mohamed
Salah (41.), 30 Philippe Coutinho (68.).
Leicester - Man. City 0-2
01 Gabriel Jesus (45.), 02 Kevin de Bruyne
(49.).
C. Palace - Everton 2-2
10 James McArthur (1.), 11 Leighton
Baines, víti (6.), 21 Wilfried Zaha (35.), 22
Oumar Niasse (45.).
Burnley - Swansea 2-0
10 Jack Cork (29.), 20 Ashley Barnes (40.).
Bournem. - Huddersf. 4-0
10 Callum Wilson (26.), 20 Callum Wilson
(26.), 30 Harry Arter (70.), 40 Callum
Wilson (84.).
Arsenal - Tottenham 2-0
10 Shkodran Mustafi (36.), 20 Alexis
Sanchez (41.)
FÉLAG L U J T MÖRK S
Man. City 12 11 1 0 40-7 34
Man. Utd 12 8 2 2 27-6 26
Chelsea 12 8 1 3 23-10 25
Tottenham 12 7 2 3 20-9 23
Liverpool 12 6 4 2 24-17 22
Arsenal 12 7 1 4 22-16 22
Burnley 12 6 4 2 12-9 22
Watford 12 5 3 4 19-21 18
Brighton 12 4 3 4 11-11 15
Huddersf. 12 4 3 5 8-17 15
Newcastle 12 4 2 6 11-14 14
Leicester 12 3 4 5 16-18 13
Bournem. 12 4 1 7 11-14 13
So’ton 12 3 4 5 9-14 13
Stoke 11 3 3 5 13-22 12
Everton 12 3 3 6 12-24 12
WBA 12 2 4 6 9-18 10
West Ham 11 2 3 6 11-23 9
Swansea 12 2 2 8 7-15 8
C. Palace 12 1 2 9 6-24 5
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Lagði upp mark í 22 jafn
tefli við Crystal Palace.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Spilaði í rúmar 20 mínútur
í 20 sigri á Brentford.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Spilaði í níu mínútur í 02
tapi fyrir hans gamla liði,
Wolves.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Spilaði í uppbótartíma í
12 sigri á QPR.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Spilaði allan leikinn í
markalausu jafntefli við
Sheff. Wed.
Kátir. Jóhann Berg fagnar hér með Ashley Barnes eftir að sá síðarnefndi hafði skorað glæsilegt mark gegn Swansea. Burnley fær varla á sig mark og er að finna leiðir til þess að vinna sína leiki í úrvalsdeildinni. NoRDiC PHoToS/GETTy
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Var í byrjunarliði Burnley
sem vann enn einn
leikinn.
2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r14 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
2
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
1
-3
4
D
C
1
E
4
1
-3
3
A
0
1
E
4
1
-3
2
6
4
1
E
4
1
-3
1
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K