Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2017, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 20.11.2017, Qupperneq 39
Bland les bílnúmer af mynd sem not- andi tekur á símann sinn og nær sjálfkrafa í allar upplýsingar um bílinn. Ingi Gauti Ragnarsson Yfir 25.000 auglýsingar eru nú inni á Bland sem er stærsta markaðstorg landsins. Ingi Gauti Ragnarsson, forritari og tæknistjóri Blands. mYND/eYþóR Kaupferlið á Bland.is er einfalt og þægilgt. þar er hægt að selja og kaupa vörur í ótal vöruflokkum. Allir Íslendingar þekkja Bland sem hefur verið starfandi í fjölmörg ár en á síðunni eru um 190.000 flettingar í hverri viku. Ingi Gauti Ragnarsson, forritari og tæknistjóri Blands, segir að umhverfisvitund fólks hafi greini- lega aukist. „Umhverfismál skipta fólk mjög miklu máli og það vill selja eða gefa frekar en að henda en nú eru yfir 25.000 auglýsingar á síðunni. Dekkin eru mjög vinsæl núna en fólk er að selja allt milli himins og jarðar, leikföng, antik, gæludýr, skíði og úlpur. Fyrir utan umhverfisvernd- ina sem felst í því að gefa hlutum framhaldslíf þá er auðvitað fínt að fá smá pening og spara sér ferð í endur- vinnsluna.“ Les bílnúmerin sjálfkrafa Sölusíður á Facebook hafa notið vax- andi vinsælda en hefur Bland ekki fundið fyrir þeirri samkeppni? „Um leið og sölusíðum fjölgar eykst bara notkun á Bland. Síðan er í stöðugri þróun því ef hlutirnir ganga ekki upp í nokkrum smellum fer fólk annað,“ segir Ingi Gauti sem sér um tækni- legar uppfærslur fyrir Bland. „Við leggjum því gríðarlega mikið upp úr einfaldri og þægilegri upplifun notenda, t.d. með nýrri myndgrein- ingartækni. Bland les t.d. bílnúmer af mynd sem notandi tekur á símann sinn og nær sjálfkrafa í allar upp- lýsingar um bílinn. Eina sem þú þarft að gera er að skrifa fyrirsögn og verð. Bland getur líka greint aðra hluti á myndum, s.s Lego, sófa eða eitthvað annað og náð í upplýsingar.“ Vaktarinn er vinsæll „Í vinsælum og stórum flokkum höfum við sett inn þægilegar síur svo fólk finni strax það sem það leitar að, svo sem í bílaflokknum, en þar er hægt að velja verðbil, hve mikið bíllinn er ekinn, tegund, fjölda dyra og margt fleira,“ segir Ingi Gauti. „Á síðasta ári settum við líka Vaktarann svokallaða á síðuna og margir hafa tekið hann í sína þjónustu. Segjum að ég sé að leita að Samsung Galaxy 7 og finni ekki þann rétta, þá slæ ég orðið „Samsung Galaxy 7“ inn í Vaktarann og um leið og einhver setur inn auglýsingu fæ ég tilkynn- ingu og get strax skoðað símann.“ ekki henda! Það er sama hvernig litið er á það, það er alltaf umhverfisvænna að kaupa notað segir Ingi Gauti. „Það getur verið að mörgum finnist hús- gagnið eða leikfangið svo lúið eða „ómerkilegt“ að það sé ekki þess virði að selja það en þá er líka upp- lagt að setja það í „gefins“ flokkinn, en vinsælasta leitarorðið á Bland er einmitt „gefins“. „Það er frítt að setja inn auglýsingu á Bland. Nóg er að taka mynd með símanum og sjá hvort einhver vilji ekki koma og sækja í stað þess að henda hlutnum. Að gefa eða fá gefins er skemmti- legt, einfalt og umhverfisvænt. Sama hvað þú gerir, bara ekki henda,“ segir Ingi Gauti. Stærsta markaðstorg Íslendinga Bland er stærsta markaðstorg landsins með um 190.000 flett- ingar á viku. Þar er mikið lagt upp úr einfaldri og þægi- legri upplifun not- enda. KYNNINGARBLAÐ 7 m Á N U DAG U R 2 0 . n óv e m B e r 2 0 1 7 NýtNIVIKAN 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 1 -4 3 A C 1 E 4 1 -4 2 7 0 1 E 4 1 -4 1 3 4 1 E 4 1 -3 F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.