Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 20
Nýtni er Íslendingum í blóð borin sem má sennilega rekja til vöruskorts og þar
á undan harðbýlis og einangr-
unar. Sem betur fer á hvorugt við
í nútímasamfélagi á Íslandi og ein
helsta birtingarmynd nýtni nú
á dögum er fjöldi hópa á netinu
og samfélagsmiðlum eins og
Facebook þar sem fólk ýmis selur,
skiptist á eða gefur hluti sem það
hefur ekki lengur þörf fyrir.
Brask og brall
er opinn hópur með tæplega
112.000 félaga. Þar má þegar þetta
er skrifað finna auglýsingar um
barnavagna, eldavélar, fatnað á
börn og fullorðna, skrautmuni
og húsgögn. Síðan er ekki ætluð
innflutningsaðilum og gerðar eru
kröfur um kurteisi og vandaða
framsetningu á þeim varningi sem
er í boði
Húsgögn til sölu – BARA hús-
gögn og svoleiðis, ekki föt
Eins og nafnið gefur til kynna eru
eingöngu notuð húsgögn í boði í
þessum hópi sem hefur um 58.000
meðlimi. Í boði þegar þessi grein
er rituð eru borðstofuborð, lampar
og jólatré en húsgögn eru þó í
miklum meirihluta og eru allt frá
því að vera gefins gegn því að vera
sótt og yfir í vandaðar hönnunar-
vörur.
Sölusíða – Brúðkaupstengdir
hlutir
Flestir ganga út frá því að nota
ekki aftur það sem fjárfest er í til
brúðkaupsins svo þessi síða hentar
þeim vel sem langar til að selja lítt
notaðar vörur tengdar brúðkaupi.
Meðlimir síðunnar eru 2.716 en
til sölu eru meðal annars kjólar,
jakkaföt, brúðarmeyjakjólar, skór
og skreytingar. Og þar er eflaust
líka hægt að fá góðar hugmyndir.
Barnavörur – Til sölu/ Óska
eftir
Á þessari síðu er bannað að selja
fatnað og verslanir mega ekki
auglýsa. Enn fremur eru auglýs-
ingarnar flokkaðar eftir vörum til
hægðarauka fyrir meðlimi. Síðan
var stofnuð fyrir átta árum og er
lokuð öðrum en meðlimum sem
eru um 22.000 talsins.
Notaðar hönnunarvörur
Meðlimir eru um 24.000 og þar eru
eingöngu til sölu notaðar vörur
þekktra hönnuða. Skylda er að til-
greina hönnuð og ástand hlutarins
og oft er óskað eftir tilboðum því
hlutir geta haft allt annað vægi í
huga þess sem safnar en þess sem
vill losna við.
Notaður skíðamarkaður
Hefur um 19.000 meðlimi og síðan
gengur út á að selja notaðan skíða-
, bretta eða skautabúnað. Stjórn-
endum síðunnar er umhugað um
öryggismál og benda á nauðsyn
þess að fá álit fagmanns á því hvort
búnaðurinn sé söluhæfur áður en
hann er settur í sölu og að aldur
búnaðar sé tekinn fram í aug-
lýsingu.
Notuð matar- og bollastell
Hópurinn er stofnaður fyrir
þremur árum og er með um 18.000
meðlimi. Þar er hægt að óska eftir
og selja notuð matar- og bolla-
stell og annan borðbúnað eins og
hnífapör, teskeiðar, glös o.s.frv.
Notendum síðunnar er bent á að
sýna kurteisi og tillitssemi og enn
fremur að setja inn góðar upp-
lýsingar um vöruna, símanúmer,
staðsetningu og verðhugmynd.
Notuð verkfæri, varahlutir,
dekk og felgur til sölu
Vettvangur þar sem hægt er að
selja notuð verkfæri, vara-
hluti dekk og felgur. Í
hópnum eru um 10.000
manns og eru leið-
beiningar um tilgang
hópsins á þremur
tungumálum.
Gefins allt gefins
Í hópnum eru um
17.000 meðlimir
og í lýsingu stendur: „Hér er öllum
velkomið að auglýsa hluti, fatnað
og fleira GEFINS. Allir velkomnir
og bætið endilega vinum ykkar
í hópinn. Reglur í þessum hóp:
Þetta er GEFINS hópur … Ekki selja
ódýrt hópur … Vinsamlega virðið
það, ef auglýst er til sölu verður
auglýsingunni samstundis eytt.“
Þá má einnig geta svæðisbund-
inna síðna þar sem fólk á svip-
uðum stöðum á landinu skiptist
á hlutum. Meðal þeirra má nefna
Gefins á Akureyri sem er með
2.034 meðlimi, Gefins N- Vestfirðir
þar sem eru rúmlega 800 meðlimir
og Notað og nýtt í Eyjum þar sem
meðlimir eru tæplega 1.300.
Íslendingar eru því bæði gjaf-
mildir og nýtnir enda ekkert að því
að spara sér nokkrar krónur
og leggja til umhverfis-
verndar í leiðinni.
Brynhildur
Björnsdóttir
brynhildur@365.is
Hlutir geta
haft allt annað
vægi í huga þess
sem safnar en
þess sem vill
losna við.
Í hópnum Notuð matar - og bolla stell má finna falleg stell sem er kjörið að kaupa til dæmis fyrir veisluna frekar en
pappa- eða plastdiska. Góð hugmynd er til dæmis fyrir stórfjölskylduna að fjárfesta í stelli fyrir árlegan ættarhitting.
Síðan Notaður skíðamarkaður leggur áherslu á að fagmenn votti um notagildi
þess sem þar er til sölu.
Nýtnin
blómstrar á
Facebook
Á Facebook eru fjölmargir hópar sem
bjóða upp á notaða hluti ýmist til
sölu eða gefins. Íslendingar reynast
drjúgir þegar kemur að því að nýta
það sem til er frekar en að kaupa nýtt.
Á síðunni
Notaðar hönn-
unarvörur má
finna og lýsa
eftir vörum
eftir þekkta
hönnuði, til
dæmis jóla-
óróunum eftir
Georg Jensen.
4 KYNNINGARBLAÐ 2 0 . N Óv e m B e R 2 0 1 7 M Á N U DAG U RNýTNIvIKAN
2
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
1
-5
7
6
C
1
E
4
1
-5
6
3
0
1
E
4
1
-5
4
F
4
1
E
4
1
-5
3
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K