Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 38

Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 38
Langflestir hlutir eiga það sam-eiginlegt að missa að lokum notagildi sitt í lífi okkar. Þeir ýmis slitna, eyðast og eyðileggjast, hætta að passa inn eða þeirra er ekki þörf lengur þar sem notendur og aðstæður breytast. Geymslan fyllist og svo er farið í Sorpu með hluti sem ekki henta okkur lengur en bera samt í sér minningar sem oft er erfitt að segja skilið við. Það er hins vegar minna mál en margur heldur að gefa gömlu hlutunum sínum nýtt líf með því að setja þá í nýtt samhengi og jafnvel gefa þeim nýtt nafn. Blómakoppur Á flestum heimilum kemur að því að þarfasti þjónninn, koppurinn, verður óþarfur og þarf þá að fá nýtt hlutverk. Flestir koppar eru úr plasti og líður því prýðilega utan- dyra og það er kjörið að setja hann út í garð og gefa honum annað líf sem potti undir blóm eða nytja- plöntur eins og graslauk. Bókanáttborð Veistu ekkert hvað þú átt að gera við allar bækurnar þínar? Vantar þig náttborð? Þá er lausnin komin. Staflaðu bókum í ferhyrning og settu svo þægilegan leslampa ofan á. Þá verðurðu aldrei uppiskroppa með lesefni og hefur fundið not fyrir bækur sem eiga ekki lengur heima í hillunni. Skrautskór Hver á ekki stakan skó sem enginn veit hvað á að gera við? Tja, kannski ekki margir en á flestum heimilum má finna skó sem ekki eru í notkun af ýmsum ástæðum, orðnir of litlir, hafa slitnað handan ráða skósmiðs- ins eða eru og voru bara alltaf fal- legir en allt of óþægilegir. Þessa skó er hægt að nýta í ýmsum tilgangi, til dæmis sem blómapotta. Mandarínuhillur Eftir aðventuna og jólin fyrirfinnast mandarínukassar á hverju heimili í töluverðu magni og enginn veit almennilega hvað er hægt að gera við þá. En örvæntið ekki. Mandar- ínukassa er hægt að nýta sem skemmtilegar umbúðir utan um gjafir ef þú ætlar til dæmis að gefa einhverjum marga litla pakka eða eitthvað huggulegt matarkyns. Það er einnig skemmtilegt að mála þá í fallegum litum og festa á vegg sem smádótahillu, jafnvel raða mörgum saman. Fatamottur Það er einfalt að losa sig við föt sem eru ónýt eða ekki lengur áhugi á að nota. Það eina sem þarf er að setja þau í poka og fara með í einn af fatagámum Rauða krossins sem fyrirfinnast vítt og breitt um borgina. Ef hins vegar er áhugi á að nýta lök, gardínur, sokkabuxur eða bara slitin uppáhaldsföt er kjörið að grípa heklunálina og ráðast til atlögu. Hekl er bæði róandi og skapandi og svo er einkar notalegt að drepa niður fæti á sjálfheklaða mottu úr persónulegu efni. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is Ef það er áhugi á að nýta lök, gardínur, sokkabuxur eða bara slitin uppáhaldsföt er kjörið að grípa heklu- nálina og ráðast til atlögu. Bókanáttborð fyrir þá sem ekki geta ákveðið hvað þeir eru að lesa. MYND/gettY trékassa undan mandarínum má mála og búa til skemmtilegar smáhillur, jafnvel raða mörgum saman. Úr sér gengnir spariskór verða eins og nýir þegar lífið fer að blómstra í þeim. gamlir hlutir í öðrum tilgangi Það er alltaf hægt að finna ný not fyrir gamla og úr sér gengna hluti sem til falla á öllum heimilum. Mjúk hekluð motta úr slitnum uppá- haldsflíkum eða öðrum tilfallandi efnis- bútum gleður á hverjum morgni. Flokkum saman fyrir umhverfið og betri framtíð Berghellu 1• 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is 21 .3 26 3/ 11 .1 7 6 KYNNINgARBLAÐ 2 0 . N óv e M B e R 2 0 1 7 M Á N U DAG U RNýtNIvIKAN 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 1 -5 2 7 C 1 E 4 1 -5 1 4 0 1 E 4 1 -5 0 0 4 1 E 4 1 -4 E C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.