Fréttablaðið - 20.11.2017, Síða 6
Veldu milli sjö mismunandi karfa og bættu við
annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Við sjáum
um pökkunina þér að kostnaðarlausu.
Frábær jólag jöf til viðskiptavina eða starfsmanna.
Kíktu á ms.is - einfalt og fljótlegt.
J Ó L A G J Ö F S Æ L K E R A N S
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Gómsætar jólagjafirGómsætar jólagjafir
Utanríkismál Kostnaður af komu
hælisleitenda og móttöku flótta
manna hingað til lands flokkast
sem alþjóðleg þróunarsamvinna.
Af þeim sjö milljörðum sem Íslend
ingar veittu til þróunarmála í fyrra
er kostnaður við móttöku hælisleit
enda um 1,6 milljarðar króna.
Árið 2015 vörðu Íslendingar 5,2
milljörðum króna til þróunarsam
vinnumála. Ári seinna voru fram
lög stjórnvalda komin upp í sjö
milljarða. Hækkun málaflokksins
ræðst að miklu leyti af þremur
liðum. Móttaka hælisleitenda
hækkaði um 1.150 milljónir milli
ára en einnig varð hækkun í mála
flokknum um móttöku flóttafólks.
Í þriðja lagi greiddi íslenska ríkið
150 milljónir króna í stofnframlag
asíska þróunar bankans AIIB.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan
ríkisráðherra segir flest öll ríki
innan nefndar OECD um þróunar
samvinnumál fara eins að í þessum
efnum. „Þróunarsamvinnunefnd
OECD setur reglur hvað þetta varð
ar. Langflest lönd innan nefndar
innar hafa þennan háttinn á. Við
verðum að vera samanburðarhæf
hvað tölurnar varðar,“ segir Guð
laugur Þór. „Við getum líka fært rök
fyrir því að móttaka flóttamanna
frá öðrum svæðum heimsins er
að sönnu þróunaraðstoð þar sem
íslensk stjórnvöld veita einstakl
ingum betra líf og betri aðstæður
en þeir ella hefðu fengið án aðstoðar
íslenskra stjórnvalda.“
Steinunn Þóra Árnadóttir, fulltrúi
VG í þróunarsamvinnunefnd utan
ríkisráðuneytisins, segir Ísland ekki
gera nægilega vel í þessum efnum.
„Þetta er eitt af því sem rætt hefur
verið í nefndinni. En þetta er leyfi
legt samkvæmt reglunum. Ég hef
bent á að þó það sé leyfilegt þýði
það ekki endilega að það eigi að
viðhafa þessi vinnubrögð. Ég setti
spurningamerki við þetta vinnulag.
Því þarna þurfum við að gera betur.“
Framlög til hælisleitenda hafa því
hækkað framlög okkar til þróunar
samvinnu án þess að pólitískur vilji
sé endilega fyrir þeirri hækkun.
Ísland hefur samt sem áður skuld
bundið sig til að hækka framlögin
upp í 0,7 prósent af vergri lands
framleiðslu eða á annan tug millj
arða króna að núvirði.
„Þjóðartekjur okkar hafa aukist
gríðarlega á síðustu árum og því
er ekki raunhæft að ætla á mjög
skömmum tíma að komast að
umræddu viðmiði um að leggja 0,7
prósent af vergum þjóðartekjum til
þróunarmála,“ segir Guðlaugur Þór
Þórðarson utanríkisráðherra.
„Útgjöld til þróunarmála hafa að
sama skapi aukist gríðarlega á mjög
skömmum tíma, eða úr þremur
milljörðum í sjö á fáum árum. Ef
við ætluðum að ná markmiðinu
þyrftum við að auka framlögin um
þrettán milljarða króna sem er nán
ast sama upphæð og við leggjum til
alls málaflokksins sem er utanríkis
mál. Því þurfum við að gera þetta í
skrefum og markmið okkar eru klár
í þeim efnum,“ segir hann.
sveinn@frettabladid.is
Móttaka flóttamanna
talin þróunarsamvinna
Kostnaður af komu hælisleitenda og móttöku flóttamanna hingað til lands
flokkast sem alþjóðleg þróunarsamvinna. Hækkun á framlagi til þróunarmála
skýrist að miklu leyti af komu flóttamanna og hælisleitenda hingað til lands.
2012 3.268 milljónir
2013 4.264 milljónir
2014 4.461 milljónir
2015 5.257 milljónir
2016 7.072 milljónir
2014 333,6 milljónir
2015 491,9 milljónir
2016 1.634 milljónir
2017* 965
2016 1.132
2014 354
*Fyrstu tíu mánuði ársins.
✿ Framlög íslands til
þróunarmála.
✿ kostnaður vegna
hælisleitenda
✿ Umsókn um hæli hér á
landi síðustu þrjú ár.
Guðlaugur Þór
Þórðarson utan-
ríkisráðherra.
dómsmál Hjón sem búa við Heið
vang í Hafnarfirði hafa kært Garða
bæ vegna áforma um að loka veg
tengingu á milli sveitarfélaganna.
Í bréfi til úrskurðarnefndar
umhverfis og auðlindamála krefj
ast hjónin þess að deiliskipulag fyrir
Garðahraun sem Garðabær sam
þykkti í haust verði fellt úr gildi hvað
snertir lokun vegtengingar milli
Herjólfsbrautar og Garðahrauns
vegar.
Hjónin segjast hafa verið meðal
þeirra sem árangurslaust hafi mót
mælt breytingunni á deiliskipulag
inu áður en hún var samþykkt. Segja
þau breytinguna verulega íþyngjandi
fyrir íbúa hverfisins.
„Ekki hafa verið færð nein rök
fyrir að loka tengingunni,“ segir
í kærunni. Vegur sem hafi verið
lagður fyrir opinbert fé og notaður
áratugum saman verði ekki lengur í
boði fyrir verulegan hluta þeirra sem
noti hann daglega.
„Þetta veldur því að umferð um
hverfi kæranda verður þyngri og
erfiðari þar sem lokað er á mikilvæga
tengingu milli samfélaga. Þetta felur
í sér veruleg óþægindi fyrir umrætt
hverfi með tilheyrandi afleiðingum,“
segja hjónin í kærunni og nefna
lækkun fasteignaverðs á svæðinu
sem dæmi um hugsanlega afleiðingu.
„Að mati kæranda er hér verið að
opna á þróun sem getur ekki talist
heppileg þar sem eitt sveitarfélag
fer þá leið að loka vegtengingu við
annað bæjarfélag án þess að þurfa
að taka á nokkurn hátt tillit til hags
muna íbúanna í hinu sveitarfélag
inu,“ segir áfram í kærunni. Hún
var lögð fram í bæjarráði Garða
bæjar sem fól Gunnari Einarssyni
bæjarstjóra meðferð málsins. – gar
Hjón kæra Garðabæ fyrir að loka vegi
Lokað verður á tengingu milli Herjólfsbrautar og Garðahraunsvegar. FréttabLaðið/EyÞór
2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m á n U d a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
2
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
1
-4
D
8
C
1
E
4
1
-4
C
5
0
1
E
4
1
-4
B
1
4
1
E
4
1
-4
9
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K