Fréttablaðið - 20.11.2017, Qupperneq 8
www.olafsson.is Endursöluaðilar um land allt
Snjöll lýsing!
OSRAM LIGHTIFY: Aðlagaðu ljósið
að þínum þörfum með Appi
LED lausnir frá
Lýsing fyrir götur,
göngustíga og bílastæði.
Ráðgjöf og nánari upplýsingar
má fá hjá sölumönnum.
Smart City
lausnir
Jóhann Ólafsson & Co.
Krókháls 3, 110 Reykjavík
533 1900
sala@olafsson.is
Þetta snýst um
betra grip
Vinur við veginn
Þú færð tjöruhreinsinn og allar hinar
vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís.
10%
afsláttur
af bílavörum
til lykil- og
korthafa
ENGLAND Bankastjóri bandaríska
stórbankans Goldman Sachs, Lloyd
Blankfein, hefur á Twitter-síðu sinni
hvatt til þess að haldin verði ný
þjóðar atkvæðagreiðsla í Bretlandi
um Brexit, útgönguna úr Evrópu-
sambandinu.
Goldman Sachs hefur þegar til-
kynnt að hundruð starfa verði flutt
frá London þegar Bretar ganga úr
Evrópusambandinu. Blankfein
segir marga vilja atkvæðagreiðslu
sem sýni hvort það sé í raun grund-
völlur fyrir jafn afgerandi og óaftur-
kallanlegri ákvörðun. Margt sé í
húfi. Hvers vegna ekki að tryggja
að þjóðin styðji enn Brexit? spyr
bankastjórinn. Fleiri aðilar hafa
hvatt til þess að ákvörðunin verði
endurskoðuð. – ibs
Vill kjósa á ný um Brexit
Lloyd Blankfein,
bankastjóri Gold-
man Sachs.
ÞÝSKALAND Fulltrúar Kristilegra
demókrata og systurflokks hans,
Frjálslyndra demókrata, og Græn-
ingja funduðu langt fram á kvöld í
gær í þeirri von að geta hafið form-
legar stjórnarmyndunarviðræður.
Náist slíkt samkomulag ekki verður
að boða til nýrra kosninga í Þýska-
landi. Niðurstaða fundarins lá ekki
fyrir þegar Fréttablaðið fór í prent.
Óformlegar viðræður flokkanna,
sem kallaðar hafa verið Jamaíku-
flokkarnir þar sem einkennislitir
þeirra eru hinir sömu og í þjóðfána
Jamaíku, hafa staðið yfir í rúmar
þrjár vikur. Síðasta fimmtudag var
gefið út að fundað skyldi til þrautar
og að niðurstaða myndi liggja fyrir
degi síðar. Það gekk ekki eftir og
héldu fundahöld áfram alla helgina.
„Viðræðurnar sigla hraðbyri í
framlengingu,“ sagði Cem Özdemir,
formaður Græningja, þegar fundar-
hlé var gert síðastliðinn föstudag.
Þingkosningar fóru fram í Þýska-
landi 24. september síðastliðinn.
Ríkisstjórnarflokkarnir Kristilegir
demókratar og Sósíaldemókrata-
flokkurinn héldu meirihluta sínum
á þinginu en síðarnefndi flokkurinn
hlaut sína verstu kosningu frá stríðs-
lokum. Útilokaði flokkurinn af þeim
sökum þátttöku í ríkisstjórn.
Verði niðurstaðan sú að ekki sé
grundvöllur fyrir formlegum viðræð-
um krefst stjórnskipan Þýskalands
þess að boðað sé til nýrra kosninga.
Enginn flokka á þingi er spenntur
fyrir þeirri niðurstöðu, þó helst þjóð-
ernissinnaði flokkurinn AfD. – jóe
Framlenging til að afstýra
nýjum þingkosningum
Angela Merkel mætir til fundar í Baden-Württemberg um helgina. Merkel
hefur verið kanslari í tólf ár og stefnir á fjögur ár í viðbót. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SIMBABVE Robert Mugabe, forseta
Simbabve, hafa verið settir afarkostir.
Annaðhvort segi hann af sér sem for-
seti landsins af sjálfsdáðum eða verði
ella hrakinn úr embætti með van-
trausti þingsins. Mugabe hefur verið
gefinn frestur til miðdegis í dag til að
segja af sér.
Forsetinn ávarpaði þjóð sína í
beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu
seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við
því að í ávarpinu myndi hann segja af
sér en öldungurinn skautaði alfarið
fram hjá því.
„Við verðum að læra að fyrirgefa
og jafna ágreining, raunverulegan
jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem
Simbabve hefur vanist. […] Ég er
sannfærður um, að frá og með kvöld-
inu í kvöld muni landið okkar setja
stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe
í ávarpinu.
Hann lauk því á orðunum „þakka
ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann
ekki minnst einu orði á mögulega
afsögn eða þá pressu sem flokkurinn
hafði sett á hann.
Simbabve hefur verið í hers hönd-
um frá því um miðja síðustu viku.
Hermenn á skriðdrekum óku þá
inn í höfuðborgina Harare og settu
forsetann í stofufangelsi. Í raun var
um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir
aðgerðinni var sú að forsetinn rak
varaforseta sinn, Emmerson Mnang-
agwa, úr embætti auk þess sem aðrar
hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru
illa í herinn.
„Við komum saman hér í dag af
illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe
og þeir sem standa henni næst hafa
nýtt sér bágt ástand forsetans til að
skara eld að sinni köku,“ sagði Opert
Mpofu, innanríkisráðherra, á mið-
stjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð
ykkur velkomna á þennan sögulega
fund sem mun marka þáttaskil, ekki
aðeins fyrir land vort heldur einnig
fyrir flokkinn.“
Fundurinn samþykkti yfirlýsingu
þar sem Mugabe var settur af sem
formaður og Mnangagwa gerður að
formanni í hans stað. Að auki voru
áðurnefndir afarkostir samþykktir
af fulltrúum fundarins og Grace
Mugabe, eiginkona forsetans, rekin
með skömm úr flokknum ásamt
sínum helstu samstarfsmönnum.
Um helgina flykktist fólk út á götur
og fagnaði því að valdatíð hins 93
ára gamla Mugabe væri brátt á enda.
Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt
óhugsandi. Mugabe hefur stýrt land-
inu, fyrst sem forsætisráðherra og
síðar sem forseti, frá því að Simbabve
fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980.
johannoli@frettabladid.is
Settur af sem formaður
en hyggst sitja áfram
Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af
sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans
og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum.
Það mátti greina mikla ánægju á miðstjórnarfundi Zanu-PF þegar forsetinn var settur af. NORDIC PHOTOS/AFP
Robert Mugabe,
forseti Simbabve.
2 0 . N ó V E M B E r 2 0 1 7 M Á N U D A G U r8 f r é t t I r ∙ f r é t t A B L A ð I ð
2
0
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
4
1
-6
1
4
C
1
E
4
1
-6
0
1
0
1
E
4
1
-5
E
D
4
1
E
4
1
-5
D
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K