Fréttablaðið - 20.11.2017, Page 16

Fréttablaðið - 20.11.2017, Page 16
Halldór Ingi Stefánsson, sölu-stjóri hjá Hirzlunni, segir að nýlega hafi húsnæði Hirzlunnar fengið andlitslyftingu. „Við ætlum að vera með opið hús á morgun og bjóða gestum að kynna sér ýmsar lausnir fyrir skrifstofuna. Þemað er „Work and Play“. Við bjóðum arkitektum og hönnuðum til okkar og kynnum alla þá frábæru möguleika sem eru í boði fyrir skrifstofuna. Meðal annarra verða fulltrúar frá Wagner og Nowy Styl á staðn- um og kynna hvaða nýjungar þeir eru með í boði. Einnig verður kírópraktor frá Kírópraktor- stofu Íslands á staðnum og gefur ráðleggingar um val á skrifborðs- stólum og E&E gólfefni kynna sínar vörur. Við verðum sömu- leiðis með glæsilegt happdrætti þar sem tveir heppnir gestir geta unnið ferð í innblástursal Nowy Styl í Kraká. Auk þess ætlum við að gefa tveimur öðrum gestum Sitness 6 heilsukoll. Veitingar verða í boði og ýmsir sérfræðingar verða á staðnum og kynna lausnir sínar,“ segir Halldór Ingi. Framsækið fyrirtæki Húsgagnaverslunin Hirzlan hefur verið starfrækt frá árinu 1993 og hefur nú síðustu misseri gengið í gegnum algera endurnýjun lífdaga. „Við höfum lagt áherslu og metnað í því að veita heildar- lausnir fyrir skrifstofuna hvort sem viðskiptin eru stór eða smá. „Sumir vilja breyta og bæta smám saman á meðan aðrir skipta út öllu til að endurnýja eða eru að opna nýja skrifstofu. Við veitum persónulega ráðgjöf fyrir hvern og einn og bjóðum sanngjörn verð,“ segir Halldór Ingi og bætir við: „Lykilatriðið er að notandinn sé ánægður, það er starfsfólkið sem notar húsgögnin. Það má alltaf bæta við húsgögnum eftir því sem þarfir aukast. Við bjóðum ávallt sömu grunnhúsgögnin þannig að það er einfalt að bæta við í sömu línu þótt árin líði,“ segir hann. „Hirzlan leggur mikla áherslu á gæðahúsgögn þar sem fallegt útlit og vandaður frágangur fara saman. Við erum í mjög góðu sam- bandi við framleiðendur og getum í staðinn boðið hagstæð verð á húsgögnunum. Hirzlan er með vörur frá eftirfarandi fyrirtækjum. Wagner er frábært þýskt fyrirtæki sem framleiðir meðal annars skrifborðs- stóla sem eru með hinni frábæru 360°Dondola veltitækni, en hún stuðlar að betri bakheilsu. Hafa rannsóknir sannað gagnsemi þessarar tækni. Þessir stólar hljóta lof kírópraktora og sjúkraþjálfara. Nowy Styl er nýr framleiðandi hjá Hirzlunni síðan í vor. Þetta er eitt stærsta fyrir- tæki í Evrópu á sviði stóla og húsgagnaframleiðslu. Nowy Styl valdi Hirzluna sem umboðsmann sinn á Íslandi og sjá þeir mörg tækifæri fyrir Íslendinga til að kaupa hágæða skrif- stofuhúsgögn á samkeppnishæfu verði. Með tilkomu Nowy Styl til Hirzlunnar er hægt að segja að allar dyr að heildstæðum lausnum hafi opnast. Nowy Styl framleiðir stóla fyrir öll tilefni, skrif- stofuhúsgögn, sófa, bíósæti og sæti fyrir íþróttaleikvanga, svo eitthvað sé nefnt. Tvilum og Topstar eru partur af grunnhugmynd Hirzlunnar og hafa fylgt fyrirtækinu í áratugi. Tvilum framleiðir vörur sínar í Danmörku og frá þeim getur Hirzlan selt t.a.m. rafmagnsborð á aðeins 56.000 krónur. Topstar er þekktur fram- leiðandi frá Þýskalandi. Hirzlan er til húsa að Síðu- múla 37 og er opin mánudaga til fimmtudaga frá 9 til 18, föstudaga frá 9 til 17 og laugar- daga frá 12 til 16. Fyrir viðskiptavini sem leita eftir ráðgjöf er gott að hringja í síma 564 5040 eða einfald- lega senda tölvupóst á hirzlan@ hirzlan.is. Starfsmenn Hirzlunnar heimsækja þá fyrirtækið og veita ráðgjöf um mótun og uppsetningu skrifstofunn- ar. Hirzlan er einnig með Facebook-síðu þar sem ýmsar upplýsingar eru settar inn fyrir viðskiptavini. Á morgun verða sérfræðingar í versluninni og aðstoða með rétt val á skrifborðsstólum og öðrum húsgögnum. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Framhald af forsíðu ➛ Hirzlan er í Síðumúla 37. MYNDIR/EYÞÓR Nútímaleg skrifstofa með öllum þægindum. Stefán Axel Stefánsson og Lilja Björg Guðmundsdóttir, starfsmenn Hirzlunnar. Hljóðstóll. Kíktu við til að fá að vita meira. Áríðandi er að skrifborðsstólar séu þægilegir. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . N ÓV E M B E R 2 0 1 7 M Á N U DAG U R 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 1 -2 F E C 1 E 4 1 -2 E B 0 1 E 4 1 -2 D 7 4 1 E 4 1 -2 C 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.