Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 44

Fréttablaðið - 20.11.2017, Side 44
Elskulegur bróðir okkar, frændi, mágur, afabróðir og vinur, Kristján Ottó Andrésson húsasmíðameistari og framkvæmdastjóri, Hátúni 6a, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 11. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 11. Guðrún Andrésdóttir Þórhallur Andrésson Sigríður Thorsteinsson Ragnar Þórhallsson Birna Ásbjörnsdóttir Dóra G. Þórhallsdóttir Atli S. Guðmundsson Áróra Sirrí Atladóttir Kári Jökull Atlason Sjötíu ár eru liðin frá því að Elísabet Englandsdrottning, þá prinsessa, gekk að eiga Fil­ippus Mountbatten. Hjónin eiga því platínubrauðkaup­safmæli í dag. Líkt og oft vildi vera með kóngafólk þá eru þau hjónakorn nokkuð skyld. Alex­ andra, eiginkona Játvarðs VII og dóttir Kristjáns IX Danakonungs og stjórnar­ skrárgjafa Íslendinga, er langamma Elísabetar og langalangamma Filipp­ usar. Þá eiga þau sameiginlega langa­ langömmu í Viktoríu drottningu. Filippus er af grískum og dönskum aðalsættum en gríska konungsfjölskyld­ an var gerð útlæg á millistríðsárunum. Árið 1939, þegar hann var átján ára, gekk hann í breska sjóherinn. Það var á þeim árum sem samskipti hans og Elísa­ betar hófust en þá var prinsessan aðeins þrettán ára gömul. Áttu þau í stöðugum bréfaskiptum í kjölfar þess. Sjö árum síðar bað hann Georg VI, föður Elísabetar, um hönd hennar. Fallist var á þá bón en þó beðið með að tilkynna trúlofunina þar til Elísabet var orðin 21 árs. Samhliða því afsalaði Filippus sér öllum titlum sem hann hafði sem meðlimur dönsku og grísku konungsfjölskyldnanna. Brúðkaupið var stórglæsilegt. Þjóðar­ leiðtogar víðsvegar að mættu og voru fjórir kóngar og drottningar viðstödd. Gjafaborðin voru fleiri en eitt, eða þá að það var alveg ofboðslega stórt, því þeim bárust alls um 2.500 brúðkaupsgjafir. Athöfnin var tekin upp af BBC og var hún send út til yfir 200 milljóna manna. „London var öll fánum skreytt í tilefni af brúðkaupinu, og mikill mannfjöldi hafði þegar eldsnemma í gærmorgun safnast saman við göturnar, sem brúðar­ fylgdin átti að fara um; höfðu sumir jafn­ vel beðið í sólarhring á götum úti til þess að vera vissir um að geta séð hana,“ sagði meðal annars í umfjöllun Alþýðublaðs­ ins þann 21. nóvember 1947. Bæði eru þau Elísabet og Filippus á lífi, drottningin er 91 árs en eiginmaður hennar er 96 ára. Filippus lagði opin­ berar skyldur á hilluna fyrr á árinu, hafði enda gegnt þeim við hlið konu sinnar í tæp sjötíu ár. Drottningin er hins vegar í fullu fjöri og lætur engan bilbug á sér finna. johannoli@frettabladid.is Platínubrúðkaupsafmæli Elísabetar og Filippusar Fyrir sléttum sjötíu árum gekk Elísabet Englandsdrottning að eiga Filippus hertoga af Edinborg. Athöfnin var hin stórkostlegasta og beið fólk í röðum eftir að berja brúðar- fylgdina augum. Drottningin varð ástfangin af manni sínum þegar hún var þrettán ára. Elísabet og Filippus á þessum degi fyrir sjötíu árum. NORDIC PHOTOS/GETTY Brúðhjónunum bárust um 2.500 gjafir. Athöfnin var tekin upp af BBC og henni útvarpað til 200 milljóna manns víðs- vegar um breska heimsveldið. 1275 Mongólskir hermenn reyna að hertaka Japan. Inn- rásin mistókst. 1695 Zumbi, síðasti leiðtogi brasilískra frumbyggja, gerður höfðinu styttri af portúgölskum landnemum. 1763 Dómkirkjan að Hólum í Hjaltadal vígð. Kirkjan stend- ur enn en hún var byggð fyrir norskt og danskt gjafafé. 1772 Fjórir menn farast í snjóflóði á Látraströnd. Einum manni var bjargað úr flóðinu eftir að hafa verið grafinn í snjó í tíu daga. 1805 Fidelio, eina ópera Beethovens, frumsýnd í Vínar- borg. 1815 Annar Parísarsáttmálinn bindur enda á Napóleons- styrjaldirnar. 1820 Búrhvalur ræðst á hvalveiðibátinn Essex um 2.000 sjómílur frá vesturströnd Suður-Afríku. Frásögn af atburð- inum veitti Herman Melville innblástur að sögunni um Moby Dick. 1910 Francisco Madero birtir Plan de San Luis Potosí yfir- lýsinguna þar sem hann fer hörðum orðum um Porfirio Díaz, forseta Mexíkó. Plaggið varð kveikjan að byltingu í landinu. 1936 José Antoni Primo de Rivera, stofnandi hinna spænsku Fa- langista, tekinn af lífi. 1959 Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna sam- þykktur. 1959 Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins tekur við völdum undir forystu Ólafs Thors. Stjórnin tók nokkrum breytingum á valdatíma sínum en sat í alls þrjú kjörtímabil. 1969 Amerískir frumbyggjar leggja Alcatraz-eyju undir sig. Þeir réðu þar ríkjum þar til þeir voru hraktir þaðan tveimur árum síðar. 1977 Anwar Sadat, forseti Egyptalands, verður fyrsti leið- togi arabaþjóðar til að fara í opinvera heimsókn til Ísrael. 1985 Stýrikerfið Windows 1.0 sett í loftið. 1990 Sovéski raðmorðinginn Andrei Chikatilo handtekinn. Hann játaði á sig 56 morð. 1991 Aserk-þyrla með nítján friðargæsluliða innanborðs, auk blaðamanna frá Rússlandi, Kasakstan og Aserbaídsjan, skotin niður af armenskum skæruliðum í Aserbaídsjan. 1993 Atkvæði greidd um sameiningu íslenskra sveitar- félaga. Tillögurnar stefndu að því að fækka þeim úr 196 í 43. Af 32 fyrirliggjandi tillögum hlaut aðeins ein brautargengi. Merkisatburðir Á þessum degi fyrir 72 árum hófust í Nürnberg réttarhöld yfir 24 leiðtogum nasista úr síðari heimsstyrjöldinni. Ell- efu hinna saksóttu hlutu dauðadóm. Dómstólnum var komið á laggirnar af bandamönnum til að sækja til saka eftirlifandi skipuleggjendur helfarar- innar og aðra leiðtoga úr röðum nasista. Menn á borð við Adolf Hitler, Heinrich Himmler, Wilhelm Burgdorf, Hans Krebs og Joseph Göbbels höfðu allir fyrirfarið sér til að forðast réttvísina. Réttarhöldin stóðu yfir í tæpa ellefu mánuði. Allir hinna saksóttu, að undanskildum Martin Bormann en hann hafði látist skömmu áður, voru viðstaddir réttarhöldinn. Einn hinna saksóttu, Robert Ley, svipti sig lífi eftir að þau hófust og hið sama gerði yfirmarskálkurinn Hermann Göring en hann var einn þeirra sem dæmdir voru til dauða. Alls voru tólf manns dæmdir til dauða en í þeim hópi voru áðurnefnd- ir Bormann og Göring. Aftökurnar fóru fram þann 16. október 1946 og var henging notuð til að binda enda á líf stríðsglæpamannanna. Fallið úr gálganum var hins vegar helst til stutt og drógust margar aftökurnar á langinn sökum þess. Háls hinna dæmdu brotn- aði ekki við fallið og sprikluðu sumir því í snörunni í yfir tuttugu mínútur. Þ EttA G E r ð I St 2 0 . n óV E M B E r 1 9 4 5  Nürnberg-réttarhöldin hófust 2 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 m Á n U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímAmót 2 0 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 1 -3 9 C C 1 E 4 1 -3 8 9 0 1 E 4 1 -3 7 5 4 1 E 4 1 -3 6 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.