Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 8
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1500 | rekstrarland.is SVARTUR FÖSTUDAGUR Í dag er kjörið tækifæri til að næla í Nilfisk ryksugu og úrvals hreingerningaefni fyrir jólahreingerningarnar eða Char Broil grillið sem þig hefur alltaf dreymt um. Opið kl. 9–18. AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Í VERSLUN 25% ítalía Skólayfirvöld eru í fullum rétti þegar þau gera bólusetningar að skilyrði fyrir skólavist barna. Þetta hefur stjórnlagadómstóll Ítalíu úrskurðað. Samkvæmt nýjum lögum geta skólar neitað börnum inngöngu í skólana hafi þau ekki fengið algeng­ ustu bólusetningar barna. Dóm­ stóllinn  tók meðal annars mið af því að færri börn eru nú bólusett en áður. Auk þess bendir dómstóllinn á að um sé að ræða landslög en ekki lög sem sett hafa verið í ákveðnu héraði en yfirvöld í héraðinu Veneto höfðu skotið málinu til hans. – ibs Mega krefjast bólusetninga Viðskipti Rífandi sala hefur verið á dýrari lúxusbifreiðum hjá bíla­ umboðum hér á landi það sem af er ári. Sölustjórar segja kaupendur dýrari bíla koma með miklu meira eigið fé til viðskiptanna en í síðasta góðæri og staðgreiða fremur en að slá bílalán. Bílgreinasamband Íslands (BGS) býst við metári í bílasölu en á þriðja tug þúsunda fólksbíla hafa verið nýskráðir það sem af er ári. Hlutfall bílaleigubíla í nýskráningum er um 40 prósent en bílasalar brosa út að eyrum og anna vart eftirspurn. Þó mest seldu bílar ársins það sem af  er séu  Toyota Yaris (721), Toyota Rav4 (631) og Kia Rio (574) þá gefa mun dýrari lúxusbílar þeim lítið eftir í sölutölum. BGS tók saman fjölda nýskráðra bíla til 18. nóvember eftir tegundum fyrir Fréttablaðið sem síðan fékk upp­ lýsingar hjá umboðunum um hvaða undirtegundir væru mest seldar. Toyota Land Cruiser er gríðarvin­ sæll meðal Íslendinga en 479 slíkir jeppar hafa selst á árinu samkvæmt BGS. Listaverð þeirra hjá umboði er á bilinu 8,1 til 13,2 milljónir króna, allt eftir gerðum og búnaði. Mercedes­Benz fylgir þar fast á hæla með 462 selda bíla. Ásgrímur H. Einarsson, sölustjóri Mercedes­Benz hjá Öskju, segir Benz­jeppana GLC og GLE þar vinsælasta. GLC kostar á bilinu 7,4 upp í 8,8 milljónir og GLE frá 8,9 milljónum upp í fimmtán. Range Rover jeppar  frá Land Rover voru stöðutákn velmegunar fyrir hrun en í ár hefur Discovery­ línan tekið yfir.  Af 343 seldum Land Rover­bílum hafa 140 þeirra verið Land Rover Discovery Sport sem kosta á bilinu 6,3­8,9 milljónir króna hjá BL. Hundrað stykki hafa selst  af stærri tegundinni, Land Rover Discov ery, sem kosta frá 9,4 og upp í 15,8 milljónir. Seld hafa verið tíu stykki af stærstu tegund Range Rover sem kosta frá 18 millj­ ónum króna. Staðgreiða lúxusbíla á metári Heilbrigðismál Óttarr Proppé heil­ brigðisráðherra hefur skipað starfs­ hóp til að kanna ávinning fyrir lýð­ heilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi til samræmis við gang sólar. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að miðað við sólargang og legu landsins sé klukkan á Íslandi of fljót. Þessi munur skekki þær upp­ lýsingar sem lífsklukkan nýtir til að samhæfa starfsemi líkamans eftir vöku­ eða svefntíma. Þetta valdi svokallaðri klukkuþreytu sem hafi neikvæð áhrif á svefnvenjur sem aftur auki líkur á ýmsum h e i l b r i g ð i s v a n d a ­ málum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta­ og æðasjúkdómum. S t a r f s h ó p u r i n n á að skila ráð­ herra minnisblaði með niðurstöð­ um sínum fyrir 1.  febrúar næst­ komandi. – jhh Skipar starfshóp um klukkuna Óttarr Proppé heilbrigðis ráðherra. Toyota Land Cruiser, Mercedes-Benz jeppar og Land Rover Discovery eru meðal mest seldu lúxusbíla ársins 2017. Umboðin segja kaup- endur dýrari bíla leggja meira eigið fé í kaupin nú en fyrir áratug og staðgreiða frekar en að taka bílalán. Stefnir í metár í bílasölu.  „Okkur hefur gengið vel á árinu,“ segir Karl Óskarsson, sölustjóri Land Rover og Jaguar hjá BL. „Ég var hérna 2007 og þetta er allt annað umhverfi en þá. Lánahlutfall er afar lágt og fólk á fyrir þessu núna,“ segir Karl Óskarsson, sölustjóri Land Rover og Jaguar hjá BL. Alls 299 Volvo­bifreiðar hafa selst á árinu en að sögn Gísla Jóns Bjarna­ sonar, sölustjóra Volvo, er dýrasti jeppinn, hinn glæsilegi XC90, sá mest seldi en þeir kosta frá 8,6 millj­ ónum upp í 10,5. „Við höfum verið í erfiðleikum með að anna eftirspurn eftir XC90,“ segir Gísli og bendir á að kaupendur Volvo séu sjaldan að sækja um lán. „Þetta er góður kaupendahópur.“ Af öðrum lúxusbílum má nefna að 101 bíll af tegundinni Porsche hefur verið seldur á árinu. Bene­ dikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna, segir tengiltvinnútgáfu lúx­ usjeppans Porsche Cayenne seljast mest. Þeir jeppar kosta tæpar 11 milljónir króna. Og Benni tekur eftir breyttri kauphegðun. „Þetta var komið í vitleysu fyrir hrun en fólk virðist ekki vera að kaupa á 90 prósent lánum, maður sér það ekki í dag,“ segir Benni. mikael@frettabladid.is ✿ mest seldu lúxusmerkin 2017 mercedes benz 462 stk. Verð: 7,4-15 milljónir Mest seldir: GLC og GLE land rover 343 stk. Verð: 6,3-15,8 milljónir Mest seldir: Discovery Sport og Discovery Volvo 299 stk. Verð: 8,6-10,5 milljónir Mest seldur: XC90 toyota land Cruiser 479 stk. Verð: 8,1-13,2 milljónir Dómsmál Héraðsdómur Reykja­ víkur dæmdi á mánudag karlmann til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að taka mynd­ band af konu í kvennaklefa á meðan hún var nakin í sturtu og fyrir til­ raun til að gera hið sama þegar önnur kona fór í sturtu. Maðurinn var starfsmaður Cross­ fit Reykjavík þegar hann framdi brotin. Fyrir dómi játaði hann brot sín skýlaust. – bo Myndaði í laumi og fékk dóm 2 4 . n ó V e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D a g U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 0 -F 5 9 0 1 E 5 0 -F 4 5 4 1 E 5 0 -F 3 1 8 1 E 5 0 -F 1 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.