Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 54
Teppi úr hnausþykku garni er eitthvað sem margir hafa séð en virðist samt dálítið erfitt að eignast. Mig langaði til að prjóna teppi sjálf með handleggja­ prjóni en það virtist hvergi hægt að fá svona garn. Ég pantaði garn á netinu og heim komið kostaði það mig tugi þúsunda. Ég fór því að velta fyrir mér leiðum til að búa garnið til sjálf,“ segir Erla Svava Sigurðardóttir en hún prjónar úr íslenskri ull og er einn þátttakenda sýningar Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Erla Svava fjárfesti í rokk frá Nýja­Sjálandi til að spinna sérstak­ lega þykkt garn og koma hug­ myndum sínum í framkvæmd. „Ég hugsaði að nú yrði þetta lítið mál. Íslenska ullin er þó sérstök og miklu meira líf og karakter í henni en annarri svo þetta reyndist heil­ mikið mál þegar upp var staðið og ég skil núna af hverju enginn var að gera þetta á Íslandi,“ segir hún sposk. Hún gafst þó ekki upp og við tóku stífar tilraunir. „Það hefur tekið mig um það bil ár að þróa garnið þannig að ég sé ánægð með það. Nógu þétt en ekki um of, fari ekki úr hárum og fleira. Ég kaupi ullina frá Ístex en er að þreifa fyrir mér með að kaupa beint af bónda. Núna er garnvinnslan og prjónaskapurinn þó það mikil vinna að ég get ekki bætt því við að þvo ullina líka. En ég vonast til að komast í samvinnu við bændur um ull bæði til að nota í fyllingar og garn. Ég vil hafa allt eins náttúrulegt og ég get. Vöru­ merkið mitt, Yarm, sem ég sauma í teppin er úr íslensku nautsleðri sem sútað er á Sauðárkróki og brennt hjá litlu fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði.“ Erla segist ekki hafa verið mikil prjónakona áður en ævin­ týrið hófst, hafa aldrei klárað heila peysu. Nú sé hún hins vegar með ótal hugmyndir á teikniborðinu og prjónaskapurinn hafi algerlega tekið yfir. „Þetta vatt ótrúlega hratt upp á sig og eftirspurnin er mikil. Ég á ekkert teppi heima hjá mér, þau fara heim með gestum sem líta inn. Þetta er svo langt gengið að ég er búin að segja upp föstu starfi og hef snúið mér alfarið að þessu,“ segir Erla. „Þetta er eins og ótrúlegt ævintýri og sérstaklega gaman að fá að taka þátt í sýningu Handverks og hönnunar. Ég lánaði einnig teppi og púða í auglýsingu með leikkonunni Kate Hudson sem tekin var upp hér á landi. Ég er ekki búin að sjá hana sjálf en skilst að þau sjáist eitthvað í mynd.“ Nánar má forvitnast um Yarm á Facebook og Instagram. Spinnur íslenska ull í ofurþykkt Erla Svava Sigurðardóttir greip til sinna ráða þegar henni gekk erfiðlega að finna hnausþykkt garn til að prjóna úr. Hún spinnur garnið sjálf úr íslenskri ull og prjónar með höndunum. Erla tekur þátt í markaði Handverks og hönnunar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Erla Svava Sigurðardóttir varð sér úti um rokk til að spinna ofurþykkt garn úr íslenskri ull. Hún tekur þátt í sýningu Handverks og hönnunar sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. mynd/Anton BRink „Ég vonast til að komast í samvinnu við bændur um ull bæði til að nota í fyll- ingar og garn. Ég vil hafa allt eins náttúrulegt og ég get.“ mynd/yARm margra mánaða þróunarvinna liggur að baki þykka garninu en mikið líf og er í íslensku ullinni að sögn Erlu. mynd/Anton BRink Hnausþykk teppin hafa vakið mikla athygli. mynd/yARm Vörur Erlu eru í sauðalitunum. JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 28. nóvember. Áhugasamir auglýsendur hafið samband við auglýsingadeild sérblaða í síma 512 5402 Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum. 10 kynninGARBLAÐ FÓLk 2 4 . n ÓV E m B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 5 1 -2 6 F 0 1 E 5 1 -2 5 B 4 1 E 5 1 -2 4 7 8 1 E 5 1 -2 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.