Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 42
Enn hefur ekki verið svarað kröfu frá Verndarsjóði villtra laxastofna, NASF, sem Orri heitinn Vigfússon sendi til verk­ efnis stjórnar rammaáætlunar 27.  júlí 2016. Krafan fólst í að til­ lögur um að setja virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk yrðu dregnar til baka. Ástæða kröfunnar var sú að tillaga verkefnisstjórnar hafði byggt á ófullnægjandi for­ sendum og haft að engu þau skil­ yrði sem sett höfðu verið frá upp­ hafi um takmörkuð umhverfisáhrif virkjananna. Erindi NASF var einnig sent til Skipulagsstofnunar þann 28. september 2015 og til úrskurðar nefndar umhverfis­ og auðlindamála. Nefndin hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins. Í málflutningi sínum benti Orri á veigamiklar rangfærslur í málsmeð­ ferð verkefnisstjórnar. Frumfor­ senda fyrir því að hugmyndum um virkjanir í neðri hluta Þjórsár var hleypt af stað var sú að laxfiskum í ánni stafaði engin hætta af virkjun­ unum. Í hinu lögboðna umsagnar­ ferli kom fram að mikil óvissa væri uppi um afdrif laxfiska í Þjórsá. Alþingi ákvað því að setja þessar virkjanir í biðflokk uns þeirri óvissu væri eytt. Verkefnisstjórnin skipaði þá sérstakan faghóp 22.  október 2013 undir forystu Skúla Skúlason­ ar líffræðings: Hilmar Malmquist, Sigurð Má Einarsson og Sigurð S. Snorrason. Þessi hópur komst að þeirri ótvíræðu niðurstöðu að engri óvissu hefði verið eytt um afdrif lax­ fiska í Þjórsá ef af virkjunum í neðri hluta árinnar yrði. Uppástungan affærð og misnotuð Hópurinn tók síðan upp hjá sjálfum sér að skipta Þjórsá upp í náttúruleg og ónáttúruleg búsvæði laxfiska og réttlæta þannig að stinga upp á til­ raun með Hvammsvirkjun til að sjá hvernig til tækist. Þessi uppástunga faghópsins var utan verksviðs hans og breytti engu um niðurstöðuna. Uppástungan var þó hent á lofti og affærð og misnotuð með ósannind­ um í málflutningi verkefnisstjórnar rammaáætlunar og Landsvirkjunar, sem lugu því beinlínis í Greinargerð verkefnisstjórnar rammaáætlunar til Alþingis 21. mars 2014 að fag­ hópurinn hefði komist „að þeirri niðurstöðu að óvissa varðandi áhrif Hvammsvirkjunar á laxfiska hefði minnkað nægjanlega til að rétt­ lætanlegt væri að færa virkjunina í nýtingarflokk á nýjan leik“  – og því væri réttlætanlegt að ráðast í Hvammsvirkjun. Þessi blekkinga­ leikur leiddi Skipulagsstofnun og Alþingi á villigötur og dró athyglina frá aðalatriðum málsins. Við hjá NASF mótmæltum þessum ósannindum verkefnis­ stjórnar strax en „svar“ hennar með gögnum málsins til Alþingis var svohljóðandi: „Því er mótmælt harðlega að Hvammsvirkjun verði reist sem eins konar tilraunastofa til að kanna virkni mótvægisaðgerða í virkjunum neðar í ánni. Verkefnisstjórn telur að í þessum umsögnum komi ekki fram nýjar upplýsingar sem gefi tilefni til að endurskoða fyrri afgreiðslu verk­ efnisstjórnarinnar.“ Þetta „svar“ verkefnisstjórnar tekur ekki tillit til þess að það er ósatt að faghópurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að óvissu hafi verið eytt. Það er erfitt að koma með nýjar upplýsingar til að hrekja það. Það stendur og blasir við í skýrslu faghópsins. Hin upphaflegu ósannindi um niðurstöðu faghópsins gengu aftur í allri meðferð málsins og voru síðast ítrekuð í lokaskýrslu Lands­ virkjunar, sem Landsvirkjun lagði fyrir Skipulagsstofnun eftir að allar athugasemdir höfðu komið fram. Skipulagsstofnun vann sína umsögn vandlega og af fag­ mennsku, miðað við fyrirliggjandi forsendur, en varaðist ekki þær lygar sem voru bornar fyrir hana. Verkefnisstjórn rammaáætl­ unar og Landsvirkjun affærðu og lugu til um niðurstöðu faghópsins frá 4. nóvember 2013 um að engri óvissu hefði verið eytt um afdrif laxfiska í Þjórsá, ef af virkjunum yrði. Þá hefur verkefnisstjórnin aldrei svarað fram komnum athuga­ semdum með öðru en ofangreind­ um útúrsnúningi um að ekki hafi komið „fram nýjar upplýsingar sem gefi tilefni til að endurskoða fyrri afgreiðslu verkefnisstjórnarinnar“. Það eru því engin málefnaleg rök fyrir tillögum verkefnisstjórnar um að færa virkjanir í neðri hluta Þjórsár í nýtingarflokk. Fái máls­ meðferð af þessu tagi að standa er ekkert að marka þær leikreglur sem lýðræðinu eru settar hér á landi í umhverfismálum. Er ekkert að marka leikreglur lýðræðisins? Gísli Sigurðsson íslensku­ fræðingur Hin upphaflegu ósannindi um niðurstöðu faghópsins gengu aftur í allri meðferð málsins og voru síðast ítrek- uð í lokaskýrslu Landsvirkj- unar, sem Landsvirkjun lagði fyrir Skipulagsstofnun eftir að allar athugasemdir höfðu komið fram. Skipulags- stofnun vann sína umsögn vandlega og af fagmennsku, miðað við fyrirliggjandi for- sendur, en varaðist ekki þær lygar sem voru bornar fyrir hana. Á tímamótum stjórnarskipta er gott að staldra aðeins við og velta fyrir sér hvaða skila­ boðum er gott að koma til nýrra ráðamanna Íslands. Viðskiptaráð birti á dögunum skoðun um hvaða mál væru ofar­ lega í huga aðildarfélaga og hvernig þau samræmdust stefnu flokkanna. Ég ætla að gefa mér að í nýjum stjórnarsáttmála verði hugað að góðum rekstrargrundvelli fyrir­ tækja í landinu með sanngjarnri skattlagningu og að peningamála­ stefnunni verði hagað þannig að hún auki ekki viðskiptakostnað fyrirtækja landsins. Það skapar hag­ sæld fyrir alla. Hér langar mig að ræða málefni sem sjaldan sést á borði stjórn­ valda og það er stefnumótun fyrir Ísland. Mér hefur orðið tíðrætt um, bæði í ræðum mínum í tilefni 100 ára afmælis Viðskiptaráðs, sem og í flestum þeim viðtölum sem tekin hafa verið við mig í gegnum tíðina, að Ísland skorti framtíðarsýn og að of mikið sé horft til skamms tíma í stað lengri. Þar sem ég kem úr rekstrar­ umhverfi fyrirtækja, sæki ég í smiðju reynslunnar þar. Innan fyrirtækja er skoðað hver sérstaða fyrirtækis er og hún nýtt til að ná samkeppnislegu forskoti á mark­ aði. Ég hef því velt fyrir mér sömu nálgun fyrir Ísland og spurt sjálfa mig hver aðgreining okkar sem land sé, sem við gætum nýtt okkur þegar kemur að því að ná samkeppnisfor­ skoti á aðrar þjóðir. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðgreining Íslands liggi í þremur þáttum, þ.e. í jafnréttismálum, í friðarmálum og í sjálfbærum orkumálum. Jafnrétti Hér skorar Ísland hæst í heimi í öllum mælikvörðum sem teknir eru varðandi þennan málaflokk, og á erlendri grundu er þetta mjög hátt metið hvar sem komið er. Því finnst mér að við ættum að taka af skarið og gera Ísland að miðstöð jafnréttis­ mála, eins og Davos er miðstöð fyrir atburð er lýtur að viðskiptum eða The World Economic Forum. Hér gætum við verið með stóran við­ burð eins og Davos stendur fyrir einu sinni á ári, og síðan verði allt árið um kring viðburðir er varða jafnréttismál á heimsgrundvelli. Friður Tökum því næst friðarmálin. Þar skorum við einnig hæst. Friður og friðsæld eru ekki gefin þó að frið­ sældarvísitalan hafi aldrei verið hærri í heiminum. Ísland trónir á toppnum með tiltölulega lága tíðni ofbeldisglæpa, lítill hluti þjóðarinnar er fangelsaður og aðgengi að vopnum er ekki gott. Þetta ættum við að nýta okkur í sérstöðu Íslands umfram aðrar þjóðir. Sjálfbær orka Þá kemur að þriðja þættinum, sem er sjálfbær orka – sem mig langar að taka enn lengra og tala um sjálf­ bærni yfirhöfuð. Við höfum vitað um þessa sérstöðu okkar lengi og það má leiða að því líkur að sjálfbær orka og gott aðgengi að orku hafi fært okkur til nútímans á sínum tíma. Sjálfbær orka gefur okkur tækifæri á að vera það land sem er í fararbroddi hvað varðar sjálfbærni og horft verði til landsins sem fyrirmyndar, bæði hvað varðar lífshætti, tækni og tækni­ þróun. Þess má geta að í heimsmark­ miðum Sameinuðu þjóðanna eru allir þessir þrír þættir með sinn flokk. Ég hvet því ráðamenn þjóðarinnar til að huga að þessum þáttum til fram­ tíðar – fara í gang með verkefni þar sem horft er á Ísland til lengri tíma litið. Greina nánar hvort þessir þættir, sem ég nefni hér, séu þeir þættir sem aðgreina Ísland og ef svo er, hvernig við getum unnið með þá. Á sama tíma er mjög mikilvægt að huga að þeim miklu breytingum sem eru að verða í samfélagi okkar með truflun á hinum hefðbundnu viðskipta­ og samfélags­ legu módelum sem endurspeglast í 4. iðnbyltingunni. En það er tilefni til annarrar greinar – enda verkefnið þar jafnmikilvægt og að horfa til framtíð­ ar og móta stefnu íslenskrar þjóðar. Sérstaða Íslands: Jafnrétti – friður – sjálfbærni Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs Íslands Íslenzki refurinn, pólarrefurinn, er einstök tegund refs, minni og öðruvísi byggður en rauðrefurinn, og kom hann til Íslands á seinni ísöld. Er hann því fyrsta náttúrulega spen­ dýrið, frumbygginn, hér. Í dag eru ekki nema um 200 pólar­ refir annars staðar á Norðurlöndum, og eru þeir alfriðaðir. Er allt gert til að reyna að ná stofninum upp aftur. Er engin hætta talin stafa af pólarref fyrir umhverfi, lífríki eða búfénað, enda er hann lítið dýr, 3 til 5 kg að þyngd. Er hann minnsta undirtegund „hunda“. Pólarrefurinn er alæta, lifir á berjum, þangi, dýrahræjum í fjöru og á landi, eggjum, hagamúsum, nag­ dýrum og fuglum. Hefur hann verið eðlilegur hlekkur lífskeðjunnar hér í árþúsundir. Þegar ær voru látnar bera lömb sín úti, voru einhver brögð að því, að pólarrefurinn réðist á nýfædd og varnarlaus lömb, einkum í harðæri, og fékk hann þá á sig það óorð, að hann væri grimmdarseggur – vargur – en í þá daga skipti hvert eitt lamb máli. Árum saman hafa bændur hins vegar látið ær sínar bera í húsi, og varð það endir þess, að pólarrefur­ inn kæmist í bjargarlaus lömb. Af einhverjum ástæðum hafa ýmsir þó haldið áfram að úthrópa pólarrefinn, eins og af gömlum vana, og mætti helzt halda, að hann væri afkvæmi skrattans sjálfs. Ég hef átt tal við bændur, refaveiði­ menn, sveitarstjórnarmenn og odd­ vita, líka þá vísindamenn, sem mest vita um pólarrefinn, og er niður­ staðan í öllum tilvikum hin sama: Árum eða áratugum saman hefur pólarrefurinn engum teljandi skaða valdið á sauðfé. Það er því ekkert samhengi milli þess veiðiæðis og þeirra ofsókna, sem eru í gangi gegn pólarrefnum, og þess tjóns, sem hann veldur. 100 milljónir í árásir Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 millj­ ónum. Fara þannig 100 milljónir af almannafé í botnlausar og þindar­ lausar árásir á pólarrefinn. Eru sögusagnir og rangfærslur sumra refahatara með ólíkindum. Bóndi á Vestfjörðum fullyrti, að í friðlandi refa á Hornströndum hefðu 10.000 dýr farið um frá 1994, en vís­ indamenn segja mér, að þar búi 250 til 300 dýr. Kannast menn við sögu H.C. Andersen, þar sem ein fjöður varð að 5 hænum? Miklar sögur fara af því, að refur­ inn ráðist á lömb á fjalli, og komi þau með afétnar kinnar og afskræmd af fjalli. Einn bóndi, sem sagði mér slíka sögu, varð að viðurkenna, að hún væri 30 ára gömul. Einn grenjaveiði­ maður, sem stundað hafði grenja­ veiðar í 20 ár, legið á hundruðum grenja, sagðist þrisvar hafa orðið var við leifar lambs við greni. Hefði refur líka getað hafa hirt hræ. Ef litið er til peningahliðar málsins, blasir þetta við: 1) Bóndinn fær 5.000 krónur fyrir haustlamb. 2.) 100 millj­ ónum króna er varið til útrýmingar­ tilrauna refsins, en það tilsvarar verð­ gildi 20.000 haustlamba. Grenjaveiðarnar eru þó versti hluti málsins. Hvolpar fæðast um mánaðamótin apríl/maí, og hefjast grenjaveiðar í byrjun júni. Læða og steggur lifa saman ævilangt, og er steggur í því á daginn að færa björg í bú, meðan læða gætir og fæðir hvolpana. Leggjast veiðimenn við greni, bíða komu steggs og skjóta. Þegar matar­ birgðir þrjóta í greni, neyðist læða til að yfirgefa yrðlinga í fæðuleit. Er hún þá skotin. Eftir eru þá litlir yrðlingar, 4­5 vikna gamlir, eins og litlir hunds­ hvolpar, og þegar hungrið sverfur að, freista þeir þess, að fara úr greni. Eru þeir þá handsamaðir og barðir til dauða með steini eða skotnir. Sumir yrðlingar þráast við í greni, þrátt fyrir kvöl hungurs og einsemd­ ar, og læða þá veiðimenn fótaboga inn í greni, sem er festur á bandi, og þegar boginn smellur, limlestir, jafnvel brýtur litinn fót, kippir veiði­ maður í og lemur svo þessa litlu og hrjáðu veru til bana eða skýtur. Húnaþing vestra varði 7,7 millj­ ónum króna til refa og minkadráps síðustu 12 mánuði, þar af voru 234 yrðlingar drepnir þar með þeim hætti, sem hér greinir. Kæru lesendur, erum við í menn­ ingarlandinu Íslandi eða hrukkum við með einverjum hætti aftur til miðalda!? 234 litlir tófuhvolpar – yrðlingar – drepnir í Húnaþingi vestra; margir barðir til dauða Ole Anton Bieltvedt alþjóðlegur kaupsýslu­ maður Íslenzka ríkið leggur til 30 milljónir króna árlega til að herja á pólarrefinn og bæta sveitarfélög við 70 millj- ónum. visir.is Sjá má lengri útgáfu greinarinnar á Vísi. 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r40 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 1 -1 8 2 0 1 E 5 1 -1 6 E 4 1 E 5 1 -1 5 A 8 1 E 5 1 -1 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.