Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 44
Neytendur hljóta að fagna nýlegum dómi Eftirlitsstofn-unar EFTA (ESA) um að bann
við innflutningi á ferskri og unninni
kjötvöru, eggjum og mjólk samrým-
ist ekki ákvæðum EES-samningsins.
Ekki síður bera að fagna viðbrögðum
ráðuneytis atvinnuvega og nýsköp-
unar um að íslenska ríkinu beri að
gera nauðsynlegar ráðstafanir til að
framfylgja dómnum og breyta lögum
til samræmis við niðurstöðu dómsins.
Að sjálfsögðu skiptir heilsa fólks
meginmáli en lífskjör og lífsgleði
einnig, ef út í það er farið. Vandað
matvælaeftirlit verður að duga, hér
heima og hjá þeim sem við verslum
við. Sumar ráðstafanir kosta of mikið
og ganga of mikið á lífsgæði.
Við viljum geta ferðast til annarra
landa og fengið ferðamenn til okkar.
Hluti af góðu ferðalagi er að neyta
matar og upplifa það sem í boði er.
Einangrun er ekki málið, hvorki fyrir
menn né matvæli nema ef ágengir
smitsjúkdómar og farsóttir geisa, þá
er eðlilega gripið til tímabundinna
varúðarráðstafana svo sem einangr-
unar, ferðalög eru bönnuð og flutn-
ingur vöru af sýktum svæðum bann-
aður á meðan sóttin gengur yfir. Að
öðru leyti dugar fagmennska í með-
ferð matar og virkt eftirlit. Varanleg
einangrun manna og dýra dregur of
mikið úr lífsgæðum.
Matvælaviðskipti um allan heim
Þannig virkar þetta innan Evrópu og
í aðalatriðum um heim allan. Inn-
flutningur á ferskri matvöru er heim-
ill uppfylli hún skilyrði um vandaða
meðhöndlun. Einnig á Nýja-Sjálandi
og í Japan sem oft er vitnað til enda
eyjur eins og Ísland. Þau heimila
matvælainnflutning undir eðlilegu
eftirliti, banna bara tímabundið inn-
flutning frá viðkomandi svæði ef upp
kemur sýking svo sem salmonella eða
grunur um fuglaflensu.
Fyrir neytendur og almenning í
þessu landi bætir fersk vara og fjöl-
breytt frá öðrum löndum vörufram-
boð, líka með hollri samkeppni við
innlenda framleiðslu. Landsmenn og
gestir okkar njóta fjölbreyttari gæða-
matar á eðlilegra verði. Það verður
betra að eiga hér heima og ánægju-
legra að sækja okkur heim.
Tollverndin kostar of mikið
Næstu skref í þessum dúr hljóta svo
að vera afnám matartollanna og að
breyta landbúnaðarstefnunni þann-
ig að bændur geti keppt á markaði við
innflutning og bætt sinn hag. Í stað-
inn mætti jafnvel auka beina styrki til
bænda því hagur neytenda af niður-
fellingu tolla er það mikill.
Vísbendingar eru um að niðurfell-
ing matartolla af kjötvöru, eggjum og
mjólk lækki meðalverð þeirra vöru-
flokka um 35% og getur það sparað
okkur um 100.000 kr. á landsmann á
ári. Lægri kostnaður við Íslandsferð,
með lægra matarverði, styrkir einnig
þróun ferðaþjónustu um allt land, en
borið hefur á því að fleiri ferðamenn
spari við sig að ferðast um landið
vegna kostnaðar, láti nægja að ferðast
um suðvesturhorn landsins.
Sláum ekki framtíðinni á frest
Vonandi mun ný ríkisstjórn vinna
að hag neytenda í þessum málum en
ekki leita leiða til að slá framtíðinni
á frest. Augljóst er að tollamúrar og
tæknilegar viðskiptahindranir eru
á undanhaldi. Við þurfum að ná
nágrönnum okkar í Evrópu hvað
þetta varðar. Þeir eru fyrir löngu
búnir að fella niður tollamúra og
tæknilegar viðskiptahindranir sín á
milli, líka varðandi matvöru, enda
skiptir hún svo miklu máli bæði hvað
varðar lífskjör og lífsánægju.
Hagur neytenda
og dómur ESA
Í staðinn mætti jafnvel auka
beina styrki til bænda því
hagur neytenda af niðurfell-
ingu tolla er það mikill.
Guðjón
Sigurbjartsson
viðskiptafræð-
ingur í starfs-
hópi Neytenda-
samtakanna
um matvæli,
landbúnað og
umhverfismál
Ég, Valgeir Matthías Pálsson, hef barist fyrir því síðastliðin 2-3 ár að fá hjálp í heilbrigðiskerfinu
á Íslandi. Ég hef barist fyrir því að fá
viðurkenndan þann rétt minn sam-
kvæmt stjórnarskrá að fá hjálp, en án
árangurs.
Mál mitt hefur þvælst á milli stofn-
ana ríkisins eins og Embættis land-
læknis, Umboðsmanns Alþingis og
velferðarráðuneytisins með litlum
eða engum árangri.
Ég hef litla sem enga aðstoð fengið
á Landspítalanum frá árinu 2008.
Það ár tóku nýir læknar við meðferð
minni. Ég hef glímt við þunglyndi og
kvíða um margra ára skeið.
Oft spyr ég mig þeirrar spurningar
hvers vegna sumir fái hjálp en aðrir
ekki. Er það réttlátt á þeirri forsendu
að allir skuli vera jafnir gagnvart
stjórnarskránni og öllu því tilheyr-
andi?
Mannréttindi eru brotin á mér
vegna þessa máls og einnig er 76. grein
stjórnarskrárinnar þverbrotin gagn-
vart mér í þessu máli. Einnig má
benda á það að í sjúklingalögum eru
allmargar greinar brotnar á mér.
Mál mitt er ekki flókið. Það snýst
um það að ég fái hjálp á erfiðum
stundum eins og allir aðrir þegnar
þessa lands. Margir kunna að spyrja
sig þeirrar spurningar hvers konar
hjálp ég sé að sækjast eftir. Því er til
að svara að ef maður er með miklar
sjálfsvígshugsanir, þá á maður nátt-
úrlega að fá hjálp á geðsviði LSH!
Ég skrifa þennan pistil hér vegna
þess að ég hef barist, ég hef barist
einn og án mikils stuðnings í þessu
máli síðastliðin 2-3 ár. Ég hafði góðan
mann mér við hlið vegna þessa máls
allt þar til fyrir stuttu að hann fór
utan í námsleyfi. Mannréttindalög-
fræðingar á Íslandi hafa ekki sýnt
máli mínu mikinn skilning. Enda
kannski lagalega flókið í lögfræði-
legum skilningi.
Mér þykir eins og samfélagið,
Ísland, hafi brugðist mér. Hvers á ég
að gjalda? Setjið ykkur í mín spor. Ef
þið verðið veik, þá eigið þið að sjálf-
sögðu rétt á því að fá bestu og full-
komnustu heilbrigðisþjónustu sem
völ er á hverju sinni.
Ég blæs á allar sögur um það að
ekki sé til nægt fjármagn í heil-
brigðis kerfinu til að sinna málum
eins og þeim sem lúta að mér. Ég blæs
á það. Það eru til nægir peningar á
Íslandi. Þeim er bara ekki rétt varið.
Það á að vera sjálfsögð krafa allra
að eiga rétt á góðri og fullkominni
heilbrigðisþjónustu hvar í flokki sem
menn standa.
Ég hef ekki góða sögu að segja frá
stofnunum eins og Embætti land-
læknis og fleiri stofnunum ríkisins
sem sinna þessum málum. Land-
læknisembættið kóar með læknum
á Landspítalanum og alltaf hafa þeir
rétt fyrir sér. Aldrei sjúklingurinn.
Hjá Landlækni starfa margir
læknar sem sinnt hafa störfum á
Landspítalanum og hafa því góða
innsýn í störf spítalans.
Í lokin vil ég segja eftirfarandi: Það
er óeðlilegt og óafsakanlegt að láta
fólk sem líður andlegar vítiskvalir
vera heima hjá sér án alls stuðnings
og eftirlits. Það þekkist ekki í þjóð-
félögum sem við viljum bera okkur
saman við.
En ég vildi bara með þessum pistli
segja frá því að það er til fólk hér á
Íslandi sem ekki fær hjálp á erfiðustu
stundum lífs síns. Þegar veikindi
herja á.
Barátta mín fyrir því að fá hjálp
í heilbrigðiskerfinu á Íslandi
Það á að vera sjálfsögð krafa
allra að eiga rétt á góðri og
fullkominni heilbrigðisþjón-
ustu hvar í flokki sem menn
standa.
Glæpir hafa fylgt mannkyn-inu frá örófi alda, líka á litla Íslandi. Það er alveg sama
hvert litið er í heiminum, afbrot
eru alls staðar og verða í ókominni
framtíð. Glæpir koma alltaf til með
að þrífast í öllum samfélögum hvort
sem okkur líkar betur eða verr. Hins
vegar er mjög mismunandi hvern-
ig reynt er að stemma stigu við
glæpum. Ég tel mig þekkja aðeins
til þessa heims og sér í lagi þegar
kemur að ungum afbrotamönnum.
Ég vann aðeins lengur en einn vetur
í þeim málaflokki og hef farið víða
til að kynna mér hvað aðrar þjóðir
gera.
„Byrgjum brunninn áður en
barnið velur afbrot.“ Já, tókuð þið
eftir því sem ég skrifaði: „VELUR.“
Af hverju skyldi ég skrifa það? Jú,
vegna þess að ég kýs ekki að segja
að „lenda“ í afbrotum. Fyrir mér er
það eins og fallhlífarstökkvarinn
sem stekkur úr flugvél og lendir
einhvers staðar. Það sem hefur farið
hvað mest í taugarnar á mér er þegar
ábyrgðin er tekin af unga afbrota-
manninum og kerfið verður með-
virkt, allri ábyrgð einstaklingsins
er kastað burt. Viðkomandi jafn-
vel gefið umboð til að gera hitt og
þetta af því að hann átti svo bágt eða
vegna þess að hann er með hina og
þessa greininguna. Það var ósjaldan
að ég heyrði „ég er með mótþróa-
þrjóskuröskun, ADD eða ADHD og
þess vegna gerði ég þetta“.
Ég er talsmaður þess að nálgast
þennan málaflokk öðruvísi. Það
þarf ekki alltaf að finna upp hjólið
upp á nýtt eða taka inn rándýr
úrræði að utan sem ganga meira og
minna út á að skrá í möppu, fjölga
skrifborðum í fílabeinsturnum þar
sem fólk situr og talar um vandann
en ekki við unga afbrotamanninn.
Alvörufræðsla
Ég er talsmaður lifandi forvarna. Þar
sem einstaklingurinn fær alvöru-
fræðslu um hverjar orsakir og afleið-
ingar afbrota eru í raun og veru.
Það gerir maður ekki með því að
tala við þá yfir skrifborð heldur er
farið í vettvangsferðir og þeir aðilar
sem koma að úrvinnslu afbrota
kenna þeim hverjar raunverulegar
afleiðingar afbrota geta verið. Þarna
er ekki verið að uppfæra glæpafor-
ritið sem þeir gera reglulega með
jafningjafræðslu á götunni heldur
er verið að reyna koma fyrir vírus-
vörn gegn glæpum.
Ég tel að það séu mikil tækifæri í
úrvinnslu ungra afbrotamanna hér
á landi þar sem samvinna ýmissa
aðila gæti verið góð og svo býður
náttúran upp á marga möguleika.
Ég var sjálfur með lifandi hópastarf
þar sem ég var að reyna að vekja þá
til umhugsunar með lifandi hætti.
Sú vinna fór voðalega fyrir brjóstið
á diplómaprikunum í kerfinu og
var mér á endanum bannað að vera
með það starf, þó svo að árangurinn
hafi verið góður. Ég er þeirrar skoð-
unar að hérna þurfi að taka til hend-
inni. Ég vona að nýi félagsmálaráð-
herrann, hver sem hann verður, tali
við fólkið sem talar við börnin, en
ekki bara við þá sem tala um börnin
á fundum.
Uppfærsla
á glæpaforriti
Davíð Bergmann
fv. verkefnastjóri
og ráðgjafi
Valgeir
Matthías
Pálsson
öryrki
Dæmdur kynferðisbrota-maður sætir gæsluvarðhaldi grunaður um ítrekuð brot
gegn börnum. Lögreglustjórinn
á Suðurlandi segir að háttsemin
lúti að grófum og ítrekuðum kyn-
ferðisbrotum sem spanna yfir langt
tímabil og „sýni ákveðið hegðunar-
mynstur eða kenndir sem [maður-
inn] virðist ekki hafa stjórn á“.
Árið 2012 fullgilti Ísland bind-
andi Evrópuráðssamning um
vernd barna gegn kynferðisofbeldi,
Lanzarote-samninginn. Samkvæmt
honum eru stjórnvöld skuldbundin
til að tryggja að einstaklingar sem
óttast að þeir kunni að brjóta gegn
börnum kynferðislega hafi aðgang
að sálfræðingum og geðlæknum
með það að markmiði að koma í
veg fyrir slík brot. Í samningnum
er jafnframt lögð áhersla á að
áhættumat sé gert og meðferð veitt
á meðan dæmdir kynferðisbrota-
menn afplána dóma sína.
Hjá Fangelsismálastofnun starfa
fjórir sálfræðingar í þremur stöðu-
gildum og sinna sex hundruð skjól-
stæðingum, þ.e. föngum, fólki sem
gegnir samfélagsþjónustu eða er
á reynslulausn. Engir geðlæknar
starfa í fangelsum landsins, engar
meðferðir eru fyrir fanga sem haldn-
ir eru barnagirnd og engin betr-
unarstefna er rekin. Afstaða hefur
ítrekað bent á að á meðan ástandið
er með þessum hætti séu litlar líkur
á því að þeir sem dæmdir eru fyrir
barnaníð komi út betri menn.
Fyrir nokkrum árum ákváðu
stjórnvöld að fella niður tímabund-
ið fjármagn til Fangelsismálastofn-
unar sem notað var til þess að halda
úti forvarnaaðgerðum vegna kyn-
ferðisbrota gegn börnum. Fangar
með barnagirnd fá í dag enga með-
ferð og á meðan svo er munu þeir
eflaust halda áfram að sýna ákveðin
hegðunarmynstur eða kenndir sem
þeir virðast ekki hafa stjórn á.
Stjórnvöld verða að sýna að þau
hafi vilja til að koma í veg fyrir ítrek-
uð brot fanga.
Viljum við börnunum
ekki betur?
Guðmundur
Ingi Þóroddsson
formaður Af-
stöðu, félags
fanga á Íslandi
2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r42 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
1
-1
3
3
0
1
E
5
1
-1
1
F
4
1
E
5
1
-1
0
B
8
1
E
5
1
-0
F
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K