Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 6
 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–15 ÁHRIFARÍK SAMTÍMASAGA Venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi Brynhildur Björnsdóttir / Fréttablaðið „… hann er góður stílisti og frumlegur.“ Karl Blöndal / Morgunblaðið FIT hefur þannig mörg dæmi um stór verk þar sem ekki finnst einn einasti fagmenntaður iðnaðarmaður að störfum Hilmar Harðar- son, formaður FIT Vinnumarkaður Félag iðn- og tæknigreina (FIT) hefur í athugunum sínum á fagþekkingu starfsfólks í byggingariðnaði oft á síðustu árum komið að framkvæmdum þar sem enginn er skráður með fagþekkingu. Hilmar Harðarson, formaður félagsins, skrifaði um málið í frétta- bréfi félagsins sem kom út nú fyrir skömmu. „Fit hefur þannig mörg dæmi um stór verk þar sem ekki finnst einn einasti fagmenntaður iðnaðarmaður að störfum.“ Einn- ig segir Hilmar í grein sinni að „fáir kaupendur yrðu væntanlega að íbúðum í stórhýsum ef þeir yrðu upplýstir um að fagmenntaðir iðn- aðarmenn hefðu hvergi komið þar nærri.“ Þegar Hilmar er spurður út í þetta segir hann að FIT hafi í skoðunum sínum hingað og þangað fundið þó nokkuð mörg dæmi á síðustu árum þar sem þeir finna ekki nokkurn skráðan iðnaðarmann í stórum sem litlum verkefnum. Gerðar eru þær kröfur að menntaður iðnaðar- maður sé í öllum verkum og innan handar og að meistari sé skrifaður fyrir verki. „Já, það eru þó nokkur dæmi sem við höfum séð. Okkar verkefni sem ber heitið Einn réttur – ekkert svindl, snýst einmitt um að menn hafi allt á hreinu. Ég get ekki nafngreint fyrirtæki í þessum efnum en þessar upplýsingar eru hjá Vinnumálastofnun og ég skora á að menn skoði hverjir koma erlendis frá og hvernig þeir eru skráðir,“ bætir Hilmar við. Vinnumálastofnun gaf í október út 164 atvinnuleyfi til útlendinga til starfa hér á landi. Hefur stofnunin gefið út 1.546 atvinnuleyfi það sem af er árinu 2017 en það eru fleiri útgefin atvinnuleyfi en allt árið 2016 Svo virðist sem fyrirtæki sem fái til sín erlenda starfsmenn en skrái þá frekar sem verkamenn en iðn- aðarmenn þó þeir hafi iðnmenntun úr sínu heimalandi. Því veit FIT ekki hvort fyrirtæki séu með iðnaðar- menn á sínum snærum. „Það sem við erum að gagnrýna er að þessi fjöldi erlendra starfsmanna sem koma hingað til landsins eru langflestir skráðir verkamenn. Okkur þykir það einkennilegt. Þá þarf að greiða þeim eftir lágmarkstöxtum verkamanna en ekki iðnaðarmanna. Í raun og veru erum við að gæta hagsmuna skjólstæðinga okkar með því að skoða þessi mál náið,“ segir Hilmar. sveinn@frettabladid.is Ekki einn einasti fagmenntaður í stórum byggingarverkefnum Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina (FIT), segir einkennilegt að flestir erlendir starfs- menn séu skráðir sem verkamenn. Mörg stór verk hér á landi séu unnin án þess að skráður iðnaðarmaður komi nærri þeim. Fyrirtæki fá til sín erlenda starfsmenn en skrá þá sem verkamenn þrátt fyrir iðnmenntun. Fjöldi útlendinga sem fengið hafa atvinnuleyfi hér á landi á árinu er nú þegar orðinn meiri en 2016. Fréttablaðið/SteFán skipulagsmál „Það er svo mikið af staðreyndavillum sem virðast teknar sem sannleikur í þessu máli,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðing- ur sem stjórnaði fornleifauppgreftri á Landsímareitnum. Vala sakar í yfirlýsingu á Facebook menn úr hópi, sem kallar sig Varð- menn Víkurgarðs og berst gegn upp- byggingu hótels þar sem áður var bílastæði á Landsímareitnum, um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Þessa menn segir Vala hafa kallað hana unga, sæta „fornminjafræðing- inn“ og klipið hana svo í rassinn. Við Fréttablaðið segir Vala hótel- bygginguna tilfinningalegt mál fyrir þennan hóp. Hún hafi skilning á því. „En mér hefur fundist ábótavant að þeir fari rétt með staðreyndir.“ Að sögn Völu vill þessi hópur fyrst og fremst  ekki hótel á Landsíma- reitnum. „Það er rótin að þessu öllu saman. Það er ekki mitt að segja hvað þeim á að finnast um það en það hvernig þeir bera fyrir sig söguna og fornminjar er meðal sem mér finnst ekki helga tilganginn.“ Helstu rangfærslu hópsins segir Vala þá að jarðneskar leifar séu enn á svæðinu. Það sé ekki rétt. „Þeir halda því líka fram að nýja viðbyggingin sem var reist 1967 sé á súlum og að þar séu enn þá jarðnesk- ar minjar  – sem er ekki rétt vegna þess að sökkullinn nær alveg niður í gamla fjarðarbotninn,“ útskýrir Vala. Vala segir um að ræða um það bil fimmtán manna hóp. Flestir séu heiðursmenn eins og séra  Þórir Stephensen, Friðrik Ólafsson, Þór Magnússon og Helgi Þorláksson en sumir hreint ekki.  Nokkrir þeirra hafi skrifað í blöðin og kallað hana litla stelpu og stelpuskjátu. „Ég hef verið á fundum með tveim- ur mönnum, sem ég vil ekki nafn- greina, þar sem ég var spurð hvort ég vildi ekki bara hætta að tala og hlusta á mér eldri og vitrari menn og fékk svo nett klíp í rassinn þegar ég labb- aði út,“ lýsir Vala samskiptum sínum við þessa tvo menn. „Ég hef alltaf reynt að vera vitrari í þessari umræðu og sagði ekki neitt en leit á þá með illu augnaráði,“ segir Vala um viðbrögð sín við áreitninni. „Þetta gerist svo lítið ber á. Ef þetta væri sýnilegt þá myndu almennilegir menn kannski segja eitthvað við því.“ – gar Tveir Víkurgarðsmenn sagðir hafa klipið fornleifafræðing í rassinn Vala Garðarsdóttir hefur tuttugu ára reynslu við fornleifauppgröft. Fréttablaðið/SteFán lögreglumál Tveir menn voru handteknir, grunaðir um  að hafa ráðist á fimm ára dreng í höfuð- borginni í gær. Rannsókn málsins er vel á veg komin, en að sögn lög- reglu var ekki talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald. Menn- irnir tveir neita sök og bera fyrir sig minnisleysi. Í samtali við fréttastofu í gær lýsti Fanney Hólm Margrétardóttir, móðir drengsins, árásinni. „Maður- inn horfir svona á mig og ég sé að hann er að æða að bílnum. Ég reyni að læsa en næ því ekki, enda gerðist þetta allt svona hratt.“ Málið telst að mestu upplýst en ákæruvaldið mun taka afstöðu til þess hvort gefin verði út ákæra. – sks Ráðist á fimm ára dreng Veður Átta bíla árekstur varð á Holtavörðuheiði í gær og var heið- inni lokað í kjölfarið, bæði vegna óhappsins og vegna versnandi veð- urs. Minniháttar slys urðu á fólki en enginn er talinn alvarlega slasaður. Veðrið mun halda áfram að leika Íslendinga grátt í dag og verður appelsínugul viðvörun í gildi á Vest- fjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Aust- fjörðum og Suðausturlandi. Á Norðurlandi eystra er spáð tals- verðri snjókomu allan morgundaginn og verður skyggni lítið. Þar af leiðandi er ekkert ferðaveður á svæðinu. Svip- aða sögu er að segja af hinum svæð- unum þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi en vindhviður á Austfjörðum gætu meðal annars farið yfir fjörutíu metra á sekúndu. „Hættulegt að ferðast í ökutækj- um á svæðinu,“ segir í spánni fyrir Suðausturland aðfaranótt morgun- dagsins. – þea Óveðri spáð víða um land 2 4 . n ó V e m b e r 2 0 1 7 F ö s T u D a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 0 -E 1 D 0 1 E 5 0 -E 0 9 4 1 E 5 0 -D F 5 8 1 E 5 0 -D E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.