Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 12
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við látum framtíðina rætast. 100% PALLBÍLL. 100% KRAFTUR. Volkswagen Amarok. Glæsilegur pallbíll með 3.0 lítra, 224 hestafla, V6 dísilvél og 550 Nm togi. Hann er með fullkomnu 4Motion fjórhjóladrifi og dráttargetan er 3.500 kg. Búnaður Amarok er einstaklega ríkulegur en Amarok sameinar kosti lúxusjeppa og pallbíls. Verð frá kr. 7.250.000 V6 3.0L TDI Viðskipti Saltvinnslufélagið Salt- verk Reykjaness ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota eftir áralangar deilur og átök innan eigendahóps félagsins. Það var Garðar Stefáns- son, einn stofnenda félagsins, sem fór fram á gjaldþrotaskiptin sem hann segir einu leiðina til að fá upp- lýsingar um ólögmæta sölu eigna út úr því árið 2013. Sölu sem gerð var án hans vitundar sem hluthafa en fyrrverandi viðskiptafélagar hans segja hafa verið nauðsynlega til að bjarga félaginu. Saltverk Reykjaness var stofnað árið 2011 af Garðari, Birni Steinari Jónssyni og Yngva Eiríkssyni og hugði á saltvinnslu á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. Ári síðar komu Jón Pálsson, faðir Björns Steinars, og Daníel Helgason fjárfestir inn í hluthafahópinn. Ágreiningur kom upp milli eigenda á árinu 2012 sem varð til þess að Yngvi seldi Daníel hlut sinn, Garðar lét af störfum sem framkvæmdastjóri og sagði sig frá trúnaðarstörfum. Haustið 2012 áttu Garðar og Björn Steinar sinn 34,5 prósenta hlutinn hvor í félaginu, Jón Pálsson 16 prósent og Daníel Helgason 15 prósent. Það var svo í febrúar 2013 sem Björn Steinar, Daníel og Jón tóku þá ákvörðun í krafti meirihluta síns að selja allar eignir út úr félag- inu, án vitundar Garðars, til Nordic Sea Salt ehf. sem stofnað hafði verið nokkrum mánuðum áður. Að þeirra sögn til að forða Saltverki frá gjald- þroti og gera upp við kröfuhafa. Eignirnar, meðal annars vörumerki, nafn, umbúðir, hönnun, viðskipta- vild og framleiðslutæki, voru síðar seldar áfram inn í annað nýtt félag í þeirra eigu, Saltverk ehf. Samkvæmt kaupsamningi var kaupverðið 22 milljónir króna, 12 milljónir með yfirtöku skulda og 10 milljónir í reiðufé. Hæstiréttur Íslands felldi þennan kaupsamning úr gildi þann 16. mars síðastliðinn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sala eignanna hafi verið ólögleg og þremenning- unum bæri að skila þeim aftur til Saltverks Reykjaness ehf. Dómurinn var athyglisverður en um var að ræða prófmál fyrir Hæsta- rétti þar sem reyndi í fyrsta sinn á minnihlutavernd samkvæmt reglu- verki sem sett var í kjölfar hrunsins. Dómurinn taldi að brotið hefði verið á réttindum minnihlutaeig- andans Garðars og að kaupsamn- ingurinn skyldi ógiltur. Garðar segir ljóst af fundargerð hluthafafundar Saltverks Reykja- ness frá 7. apríl síðastliðnum að meirihlutaeigendur hafi ekki haft í hyggju að verða við niðurstöðu Hæstaréttar og skila eignunum. Ásakanir hafa gengið á víxl í átökum deiluaðila. Björn Steinar segir Garðar hafa gerst sekan um trúnaðarbrot með því að fara í beina samkeppni við fyrirtækið sem hann átti í og undirbúa stofnun salt- vinnslufyrirtækisins Norðursalts þegar hann var framkvæmdastjóri. „Öll hans aðkoma að félaginu frá því að hann hætti hefur snúið að því að reyna að koma félaginu fyrir kattarnef,“ segir Björn Steinar. Garðar kveðst hafa verið hættur hjá Saltverki þegar hann fór út í samkeppnisrekstur. „Mín vara kemur ekki á markað fyrr en ári eftir að ég var hættur.“ Björn Steinar segir að með söl- unni hafi verið gert upp við alla kröfuhafa aðra en eigendur, þar á meðal Garðar sem á meðal annars kröfu á félagið í kjölfar dóms hér- aðsdóms frá 18. mars 2014 vegna ábyrgðar sem féll á hann vegna félagsins sem ekki hefur fengist greidd. Með gjaldþrotakröfunni vildi hann leiða upplýsingar um hina umdeildu sölu eignanna fram í dagsljósið, upplýsingar sem hann segir meirihlutaeigendur ekki hafa lagt fram þrátt fyrir áskoranir. „Ég er bara að verja hag minn sem hluthafi í þessu félagi. Það hafa engar upplýsingar verið gefnar upp um þessa sölu fyrir utan þennan kaupsamning. Þetta er búið að vera fjögurra ára barátta að fá þær, þrátt fyrir áskoranir fyrir dómstólum að þeir sýni fram á hvað fór þarna fram á bak við tjöldin hafa þeir ekki orðið við því.“ Sem kröfuhafi vonar Garðar að skiptastjóri muni endurheimta áðurnefndar eignir félagsins líkt og Hæstiréttur kvað á um og að for- sendur sölu þeirra verði skoðaðar. mikael@frettabladid.is Bitur saltvinnsludeila endar í gjaldþroti Saltverk Reykjaness ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota að beiðni eins stofnenda og eigenda félagsins. Hann taldi það einu leiðina til að fá upplýsingar um sölu eigna út úr félaginu. Meirihlutaeigendurnir segja söluna hafa verið nauðsynlega til að bjarga rekstrinum. Garðar Stefánsson var meðal stofnenda Saltverks Reykjaness sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta að hans beiðni. FRéttablaðið/SteFán Þetta er búið að vera fjögurra ára barátta að fá þær, þrátt fyrir áskor- anir fyrir dómstólum að þeir sýni fram á hvað fór þarna fram á bak við tjöldin hafa þeir ekki orðið við því. Garðar Stefánsson, einn stofnenda Saltverks Reykjaness ehf. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og hugði á salt- vinnslu á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. 2 4 . n ó V e m b e r 2 0 1 7 F Ö s t U D A G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 4 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :2 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 5 0 -D C E 0 1 E 5 0 -D B A 4 1 E 5 0 -D A 6 8 1 E 5 0 -D 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 3 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.