Fréttablaðið - 24.11.2017, Blaðsíða 48
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
Síðan í febrúar 2013 hef ég dvalist á Indlandi frá október og fram í apríl. Ég lenti í
ákveðnu áfalli á Flórída í Banda-
ríkjunum þar sem ég dvaldi vetrar-
langt á árum áður og vegna þess að
ég hef lengi haft áhuga á andlegum
málefnum fann ég að Indland
var rétti staðurinn til að byggja
sálina upp að nýju,“ segir Mar-
grét Kjartansdóttir, sem um árabil
rak húsgagnaverslunina Míru við
góðan orðstír.
Íslenskar
lopapeysur
á Indlandi
Björg t.v. og Margrét ásamt nágrannabörnunum í íslensku lopapeysunum.
Indverskar konur í byggingavinnu.
Þessi kona rekur verslun og saumar fyrir fólk.
„Stund milli stríða, konur hér vinna mikið og hljóta að nota hverja stund til
hvíldar,“ segir Margrét, sem býr á Indlandi frá október til apríl ár hvert.
ars staðar vera og finnst
yndislegt að dvelja hér á
Indlandi. Svo lengi sem
mér endist líf og heilsa
ætla ég að vera hérna
með annan fótinn,“ segir
hún.
Fyrsti veturinn erfiður
Upphaflega fór Margrét á búddískt
hugleiðslusetur á Suður-Indlandi
en síðan leiddi eitt af öðru og núna
býr hún í góðri íbúð við rætur
Mt. Abu í Rajasthan, í hverfi sem
tilheyrir virtum hugleiðsluskóla.
„Hér er mikið rennerí af fólki en
ég hef líka kynnst fólki frá öllum
heimsins hornum en fyrir utan
mig er aðeins einn útlendingur
búsettur hérna, það er pólsk kona
og á milli okkar hefur skapast góð
vinátta,“ segir hún.
Fyrsti veturinn á Indlandi var
ekki síst erfiður því hann var
kaldari en Margrét hafði átt von
á. Hún segir hitastigið iðulega fara
niður fyrir frostmark á veturna og
húsin eru ekki kynt. „Það getur því
orðið heldur kalt. Árið eftir var ég
betur undirbúin og tók dúnsæng-
ina mína með frá Íslandi og var vel
birg af hlýjum fötum.“
Prjónar peysur á börnin
Þegar Margrét áttaði sig á að
indverskir nágrannar hennar
áttu ekki mikið af hlýjum fatnaði
ákvað hún að taka til sinna ráða og
er nú búin að prjóna lopapeysur
handa börnunum í hverfinu. „Ég
hafði aldrei verið mikil prjóna-
kona en hafði þann grunn sem ég
fékk í barnaskóla á sínum tíma.
Ég fann uppskriftir og las mig í
gegnum þær og hef verið óstöðv-
andi síðan. Ég hef líka gaman af
því að prjóna þessar peysur því
það hefur einhvern tilgang. Ég
kem alltaf til Indlands með stút-
fullar ferðatöskur af íslenskum
lopa,“ segir hún hlæjandi en
Björg, systir hennar, hefur verið
góður liðsauki og einnig prjónað
nokkrar peysur.
Lopapeysurnar eru litríkar og
langt frá því að vera í íslensku
sauðalitunum. „Indverjar eru
hrifnir af skærum litum. Hér
eru allar konur í flottum sarí og
fallegum kjólum. Þótt þær séu
fátækar og vinni í byggingarvinnu
eru þær fallega klæddar og bera
sig einstaklega vel,“ segir Margrét
og minnist á hversu hrifin hún sé
af indversku börnunum. „Þau eru
sérlega glöð og kát þótt hér eigi
enginn neitt. Þau eiga ekki einu
sinni leikföng á meðan það flæðir
út úr dótakössunum hjá íslenskum
Indland er annað
heimili Margrétar
Kjartansdóttur.
Hún dvelur þar
hluta úr ári og
hefur notað tím-
ann til að prjóna
lopapeysur
handa nágranna-
börnum sínum.
börnum. Ég kom eitt sinn með litla
leikfangabíla handa þeim en þau
vissu ekki einu sinni hvað átti að
gera við þá. Ég held að þessi gleði
sé vegna þess að börnin eru alltaf
í fanginu á annaðhvort mæðrum
sínum eða eldri systkinum og fá
við það svo mikla öryggistilfinn-
ingu. Þau eru aldrei vælandi eða
vansæl,“ segir Margrét.
Eftir að Margrét birti myndir
af peysunum góðu í Facebook-
hópnum Handóðir prjónarar hafa
margir haft samband við hana og
vilja prjóna á indversku börnin.
Margrét segir sjálfsagt að bregðast
við því og bendir áhugasömum á
að senda sér tölvupóst á netfangið
mkjartansdottir@gmail.com.
„Ég hafði oft komið til Indlands
síðan árið 1992 og stundaði hér
viðskipti þannig að ég þekkti ágæt-
lega til landsins. Engu að síður var
fyrsti veturinn mjög erfiður og það
tók mig dálítinn tíma að aðlagast
nýju samfélagi, sem er mjög ólíkt
því sem við þekkjum. Hér eru aðrir
siðir, öðruvísi matur og annað
loftslag en við Íslendingar eigum
að venjast. Núna kann ég svo vel
við mig að ég vil helst hvergi ann-
Ung nágrannastúlka Marg
rétar
var kát með fallegu peysu
na sína.
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
20-40%
afsláttur
af öllum fatnaði í dag
Str. 36-56
Svartur
föstudagur
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . N Óv e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
2
4
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:2
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
5
1
-3
A
B
0
1
E
5
1
-3
9
7
4
1
E
5
1
-3
8
3
8
1
E
5
1
-3
6
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
2
3
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K