Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 8
WINONA RYDER var einhver mest áberandi leikkona tíunda áratugarins og átti endurkomu síðasta árs eða jafnvel síðustu ára, allt frá því að John Travolta steig fram í Pulp Fiction. Hún var tilnefnd til Golden Globe- verðlauna fyrir leik sinn í hinni vinsælu Netflix-þáttaröð, Stranger Things, en þetta eru spennuþættir með yfirnáttúrulegu ívafi. Ryder fæddist 29. október árið 1971 og er því 45 ára gömul. Hún er dótt- ir tveggja rithöfunda og var uppeldi hennar frekar óvenjulegt. Hún eyddi nokkrum uppvaxtarárum sínum í kommúnu en fjölskyldan flutti síðan í smábæinn Petaluma í Kaliforníu. Timothy Leary, sem var mikill talsmaður LSD-notkunar, var guðfaðir hennar. Skáldið Allen Ginsberg var fjöl- skylduvinur. Ryder hefur greint frá því að hún hafi verið alin upp til að vera á varðbergi gagnvart fjölmiðlum og ríkisstjórninni. Hún var sumsé al- in upp til þess að ganga gegn meginstraumnum og endurspeglar hlutverka- val hennar þetta. Hún hefur leikið fjölbreytt hlutverk en þekktust er hún í hlutverki konu sem sker sig úr hópnum og er svolítið uppreisnargjörn. Fyrsta myndin sem hún lék í var kvikmyndin Lucas en hún vakti meiri athygli sem Lydia Deetz í mynd Tims Burton, Beetlejuice. Myndin Heathers fylgdi í kjölfarið og árið 1990 fékk hún Golden Globe-tilnefningu fyrir Mermaids. Sama ár birtist hún á hvíta tjaldinu við hlið Johnny Depp í annarri mynd eftir Burton, Edward Scissorhands. Það var enginn skortur á eftirsóttum mótleikurum hjá Ryder því skömmu síðar lék hún á móti Keanu Reeves í vampírumyndinni Dracula í leikstjórn Francis Ford Coppola. Leikferill hennar blómstraði snemma á tíunda áratugnum og hreppti hún Golden Globe-verðlaun sem besta leikkonan í aukahlutverki og Óskarstiln- efningu í sama flokki fyrir hlutverk sitt í The Age of Innocence árið 1993. Hún fékk aðra Óskarstilnefningu fyrir hlutverk sitt sem Jo March í kvik- myndinni Little Women sem var gerð eftir samnefndri bók Louisu May Alcott. Hún lék í Reality Bites árið 1994 en sú mynd er fyrir löngu orðin sígild meðal X-kynslóðarinnar. Þar lék hún á móti öðrum hjartaknúsara, hinum heillandi Ethan Hawke. Eftir þetta komu ólíkar myndir, Alien: Res- urrection árið 1997 og gamanmyndin Celebrity eftir Woody Allen árið 1998. Árið eftir lék hún bæði í og framleiddi myndina Girl, Interrupted þar sem hún lék á móti Angelinu Jolie. Árið 2000 fékk hún stjörnu á frægðargangstéttina í Hollywood, til heið- urs glæstum kvikmyndaferli. ingarun@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 HANDTAKAN Þann 12. desember 2001 var Ryder handtekin fyrir búð- arhnupl í Beverly Hills. Hún var ásökuð um að hafa stolið hönnunarvarningi fyrir 650.000 kr. úr stórverslun Saks Fifth Avenue. Ári síðar var hún dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi, 480 klukku- stundir af samfélagsþjónustu og til að greiða sektir, stolna varninginn greiddi hún einnig að fullu. Henni var skipað að leita sér sálfræðihjálpar og leita hjálpar við eiturlyfjafíkn. Á meðan á réttarhöldum stóð var hún ásökuð um að neyta kódínlyfja án lyfseð- ils. Í viðtali við Interview sagði hún að at- vikið hefði átt sér stað þegar hún var þunglynd og að vafasamur læknir hefði skrifað upp á sterk verkjalyf sem hefðu haft áhrif á dómgreind hennar. Það er ekki hægt að kenna Johnny Depp um vandræði Ryder en þau voru saman í nokkur ár. Búðarhnupl í Beverly Hills UNGLINGAMYND Ryder lék aðal- hlutverkið í myndinni Heathers frá 1988. Myndin er háðsádeila á líf ung- linga en Ryder leikur Veronicu Sa- wyer og er Christian Slater í hlutverki J.D. kærasta hennar, sem fer að drepa vinsælu nemendurna í skólanum. Umboðsmaður Ryder hvatti hana til að taka ekki þetta hlutverk og sagði að myndin myndi eyðileggja fer- il hennar. Það var nú aldeilis ekki nið- urstaðan og fékk Ryder góða dóma fyrir leik sinn. Þó myndin hafi ekki gengið neitt sérlega vel hvað miða- sölu varðar á sínum tíma er hún nú orðin að „költ“ mynd. Háðsádeila á líf unglinga Ryder ásamt mótleikara sínum Christian Slater í Heathers. ÁSTIN Ryder hefur reynt að halda einkalífi sínu fyrir sjálfa sig, sem er erfitt þegar kærastarnir eru frægir líka. Hún trúlofaðist Johnny Depp ár- ið 1990 og var með Matt Damon í tvö ár, frá 1998-2000. Í viðtali við The Edit frá Net-a- Porter útskýrði hún af hverju hún hefur hingað til beðið með brúð- kaup og af hverju hún vill heldur vera í sambandi. „Ég var einhleyp um tíma og fór á stefnumót og ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að bera mig að,“ sagði hún. „Að vera gift? Ég veit ekki með það. Heldur vil ég aldrei giftast en að skilja nokkrum sinn- um,“ sagði hún í sama viðtali. Kærasti Ryder er fatahönnuðurinn Scott Mackinlay Hahn en þau hafa verið saman frá 2011. Kærasti Ryder er fathönnuðurinn Scott Mackinlay Hahn. AFP Vill heldur aldrei giftast en að skilja Endurkoma áratugarins ’ Ryder hefur leikið fjöl-breytt hlutverk en þekkt-ust er hún í hlutverki konusem sker sig úr hópnum og er svolítið uppreisnargjörn. Ethan Hawke og Winona Ryder í hlutverkum sínum í Reality Bites. Svartur er einkennislitur Winonu Ryder. Í hlutverki sínu sem Joyce Byers í Stranger Things. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.