Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 13
neyslu en samkvæmt nýjustu könnun á mataræði Ís- lendinga virðist eitthvað vera að gerast þar sem þeim hefur fækkað um 30% sem drukku sykraða gosdrykki milli áranna 2002 og 2012. Neysla á ávaxtasafa snarjókst á 8. og 9. áratugnum og var hún hluti af heilsufarsvakningu. Margir héldu safann vera ígildi ávaxta nema að rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að sykurinn flyst mun hraðar í blóðrásin þegar við drekkum safann en þegar við borðum ávextina auk þess sem trefjar vantar þá í safann. Kaffi og mjólk voru langt fram eftir öldinni tveir að- aldrykkir þjóðarinnar. Kaffið var langt fram eftir síðustu öld sykrað og molakaffi var jafnsjálfsagður hluti tungu- málsins og vatnsglas. „Molakaffi“ er óðum að hverfa úr tungumálinu og orðið ber helst fyrir síðasta áratuginn þegar safnaðarheimili auglýsa kaffi að messu lokinni – og þar sé boðið upp á molakaffi. Mjólkurneysla hefur jafnt og þétt dregist saman síð- ustu áratugi og kynslóðum dagsins í dag sem drekka vatn með mat finnst mörgum stórfurðulegt að heyra um fólkið sem drakk mjólk með kvöldmatnum á ára- tugum áður. Neysla á drykkjarmjólk hefur dregist sam- an jafnt og þétt og tók stökk milli 2002 og 2012 þegar hún minnkaði um þriðjung. Þær kynslóðir vita kannski ekki sem er að fjölmörgum átökum hefur verið hrundið af stað til að auka vatnsdrykkju – reyndar oftast til að spyrna á móti gosdrykkjaneyslu. Tannvernd hefur farið í vatnsdrykkjarherferð, kvenfélög, einstök bæjarfélög, heilbrigðisráðuneytið og svo mætti áfram telja. Íslendingar fóru að þamba meira af gosdrykkjum á 10. áratugnum, svo mikið að ný gerð af tannskemmd- um, afar kostnaðarsömum, fór að sjást eða sýrueyðing tannanna. Það virtist erfitt að koma böndum á þessa SKOLAÐ NIÐUR MEÐ … Þrjá daga vikunnar var siginn fiskur í matinn á æskuheimili Kára, saltkjöt í aðra þrjá. Morgunblaðið/RAX Kári Valvesson, 74 ára Hver var morgunmaturinn þinn sem barn? „Mjólkurglas, brauð með smjöri, mjólkur- osti og kæfu.“ Hver er morgunmaturinn þinn í dag? „Lýsi, kaffi og gott brauð með alls konar áleggi.“ Hvar ólstu upp og hvernig voru matmáls- tímarnir þegar þú varst að alast upp? „Ég ólst upp í Sæborg á Litla-Árskógssandi. Aðalmáltíð dagsins að vetri var í hádeginu, sig- inn fiskur þrisvar í viku, saltkjöt þrisvar í viku og á laugardögum var steiktur blóðmör og þykkur grjónagrautur. Á eftir var alltaf graut- ur eða súpa. Á sumri var auðvitað nýr fiskur á boðstólum. Á kvöldin kom fjandans hafra- grauturinn með súrmeti sem var sótt ofan í kjallara og var geymt þar í stórri ámu eftir sláturtíðina á haustin. Ég var ekki hrifinn af kvöldverðinum og skal tala illa um hann eins lengi og ég má! Það var einkennilegt að í kaffitímum var alltaf nóg af sætabrauði enda löngu áður en það var talið óhollt. Og alltaf mikill sykur í kaffið. Kaffið var drukkið þangað til það kóln- aði og þá var það bara hitað upp aftur. Það var ekkert rafmagn og kjötið söltuðum við niður í tunnu á haustin, allir áttu nóg sauðfé til að hafa fyrir heimilið yfir árið, súr- metið fór í tunnur. Svo var belja á bás en mað- ur fór að róa til að fiska upp úr fermingu, stundum 15 tíma ferðir og þá tók maður bita- kassa með sér í róðurinn. Í honum var mjólk- urflaska, kaldur saltkjötsbiti, rúgbrauð, kannski franskbrauð og það eina heita sem við fengum var ketilkaffi sem var hitað í vatni á katli í kabyssunni. Kaffinu var sturtað út í, það sauð og þegar það var búið að sjóða settist korgurinn og þannig drukkum við.“ Hvaða grænmeti og ávexti borðaðirðu sem barn? „Kartöflur voru í boði allt árið en á haustin voru rófur, grænkál og gulrætur úr görðunum en það var ekki geymt lengi. Epli og appels- ínur fengum við um jólin, það var sælgæti. Einhver einstaka skipti man ég eftir að hafa fengið vínber og banana á sumrin. Ég sá papriku fyrst sem ungur maður í búð í Reykjavík og þegar ég fór að fara erlendis bragðaði ég fyrst hvítlauk í útlöndum. Það var svolítið sérstakt – að þarna var eitthvað svona bragðgott sem maður vissi ekki að væri til.“ Hvað er eftirminnilegt af þeim mat sem þú smakkaðir sem var nýjabrum þegar þú bragðaðir það? „Ég man sérstaklega eftir því þegar ég fór til ömmu minnar sem bjó í öðru byggðarlagi og hún sauð ærkjöt ofan í krukkur á haustin og geymdi þær í vatnsbrunni og þannig fraus það ekki. Ógleymanlegt bragð af því. Þar fékk ég líka í fyrsta skipti rifsber sem voru ógleymanleg. Auðvitað fannst manni líka merkilegt þegar maður fór að geta borðað kjúkling og svínakjöt en ekki bara ríkiskjöt. Mér finnst lambakjötið þó alltaf best og signi fiskurinn er magnaður, það besta sem ég fæ og hef hann stundum í mat- inn enn í dag. Svo man ég að þegar ég fór að fara í siglingar upp úr tvítugu þá fengum við farmennirnir alltaf beikon og egg á sunnudög- um.“ MATARUPPELDI Á 5. ÁRATUGNUM Siginn fiskur og saltkjöt Kári Valvesson hefur stundum siginn fisk í matinn, sérstaklega í góðu svalaveðri. 29.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Margrét Rósa Einarsdóttir, 59 ára Hver var morgunmaturinn þinn sem barn? „Mamma mín var heimavinnandi og ég lifði svolitlu lúxuslífi sem barn, gat pantað mér þann morgunmat sem mig langaði í hverju sinni. Að einhverju leyti var það hafragrautur en það gat líka verið ristað brauð með rækju- salati sem var eftirlætismorgunmaturinn minn. Þegar ég var hjá ömmu fékk ég ristað brauð með hunangi, te og mjólk. Svo fengum við lýsið í skólanum.“ Hver er morgunmaturinn þinn í dag? „Ég vil helst ekki borða á morgnana og drekk bara kaffi með mjólk. Ég hef ekki lyst á því og líður hálfilla allan daginn og finnst ég hálfsvöng alltaf. Mér er sagt að þetta sé vit- leysa og ég eigi bara að reyna en ég nenni þessu eiginlega ekki.“ Hvar ólstu upp og hvernig voru matmáls- tímar hjá þér þegar þú varst að alast upp? „Ég ólst upp í smáíbúðahverfinu í Reykja- vík. Pabbi kom alltaf heim í heita máltíð í há- deginu og á kvöldin var líka heitur matur. Á boðstólum var ýmis hefðbundinn matur þess tíma, kjöt í karrý, pylsur, medis- terpylsur og mikill fiskur, ýsa í raspi og plokkfiskur og mér fannst þetta allt æðislega gott. Um helgar var læri eða hryggur, kók að drekka með og emmess-krókantís í desert.Þeg- ar ég varð eldri gat ég bara pantað mér það sem mig langaði í hverju sinni, bræður mínir eru talsvert eldri svo að ég var svona hálfgerð prinsessa á bauninni þarna á heimilinu. Í milli- mál borðaði ég mikið ristað brauð og mér fannst gott að smyrja það með miklu smjöri og strá sykri yfir. Svo fór maður út í búð fyrir mömmu og keypti sælgæti í leiðinni, lindubuff, kókosbolla og krembrauð var vinsælast.“ Eru matmálstímarnir ólíkir þeim sem voru þarna og þeir sem þú ert með í dag? „Já, mjög. Ég lifði á samlokum með skinku og osti fyrstu árin eftir að ég byrjaði að vinna 15 ára gömul og þar sem ég starfaði í veit- ingageiranum voru þeir á öllum tímum sólar- hrings og helst ekki á matmálstímum. Ég reyni þó að borða ekkert eft- ir sjö á kvöldin en rækjusamlokur eru mjög vin- sælar á leiðinni heim úr vinnunni. Þegar ég elda eitthvað huggulegt fyrir mig og manninn minn þá er það bara á mánu- dögum, skelli þá í nautasteik og eitthvað fínerí. Þegar drengirnir mínir voru að alast upp var ég einstæð móðir og þeir nutu þess að mamma og pabbi hjálpuðu þar mikið til en við borð- uðum líka voðalega mikið úti, á Hard Rock og slíka staði.“ Hvaða grænmeti borðaðirðu með matnum þegar þú varst barn? „Rófur, kartöflur, gulrætur og hvítkál. Ég man ekki mikið eftir ávöxtum nema appels- ínum og eplum. Bestar voru appelsínurnar frá Suður-Afríku en þær vildi ekki pabbi kaupa út af aðskilnaðarstefnunni svo mamma var að stelast til að kaupa þær.“ Hvað er eftirminnilegast af því sem þú smakkaðir sem var nýjabrum þá en sjálfsagður matur í dag? „Ég man eftir því þegar ég smakkaði túnfisk í dós fyrst og það var mikil upplifun og frelsi að geta gert túnfisksalat með bugles sem ungling- ur. Mér finnst hann enn bestur, kann ekki að meta hann nema í dós með olíu. Ég man þá sérstaklega eftir því þegar blæjuberin fóru að sjást, þau voru sett sem skraut í alla eftirrétti og mér þóttu þau mjög spes. En maður var endalaust að sjá nýjar og nýjar tegundir af grænmeti og ávöxtum sem maður vissi ekki einu sinni hvað var.“ MATARUPPELDI Á 6. ÁRATUGNUM Túnfiskur í dós sló í gegn Margrét Rósa Einarsdóttir fékk rækjusalat í morgunmat sem barn. Túnfiskur var óspart notaður í majónessalöt. „Sá Íslendingur sem ekki á tök á molakaffi, annað hvort heima hjá sér eða þá á kaffi- húsi, er bilaður maður að manni finnst,“ sagði í les- andabréfi Vísis árið 1939. Fjölmargar herferðir til að fá Íslend- inga til að drekka vatn virðast hafa skilað sér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.