Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 34
Gíneu er enginn en ferðalagið er samt sem áður langt. Hópurinn gisti í París eina nótt og síðan var millilent í Má- ritaníu á leiðinni til Conakry en þó ekki farið úr vélinni. Fyrsta upplifunin af stórborg í Vestur-Afríku var af ákveðinni óreiðu, eins og einkennir margar borgir í þróunarríkjum, margt fólk og engar umferðarreglur, segir Hanna Björk en rúmlega tvær milljónir manna búa í borginni. Allir í dansferðalaginu gistu saman Hanna Björk Valsdóttir er ný-komin heim úr rúmlegatveggja vikna ferð til Gíneu í Vestur-Afríku. Ferðin var farin með samheldnum hópi sem æfir afródansa í Kramhúsinu undir stjórn hjónanna Söndru og Mamady Sano. Þau fóru með hóp út í fyrra og stefna á að fara eftirleiðis á hverju ári. Mamady er frá Gíneu og starfaði sem dansari í heimalandinu og einnig í New York áður en hann kom hingað til lands. Með skipuleggjendunum voru ell- efu í ferðinni. „Svo komu nemendur frá Suður-Ameríku sem Mamady hefur verið að kenna þar,“ segir Hanna Björk, þannig að við hópinn bættust stelpur frá Mexíkó, Argent- ínu og Síle. Dönsuðu með gíneskum dansflokki Dagskráin var stíf og vel skipulögð og var dansað allan daginn, fimm daga vikunnar og svo frí um helgar. „Það voru æfingar tvisvar á dag, milli 9 og 11 og 16.30 til 19. Milli 13 og 16 fengum við síðan að fara á æfingar hjá Merveilles-dansflokkinum,“ segir Hanna Björk en þetta er þekktur dansflokkur í Gíneu, sem er að fara að sýna í New York í vor. „Við fengum að vera með í upp- hitun og línum á milli 13 og 15 og svo fór dansflokkurinn að æfa sína dansa,“ segir hún en í línum er verið að æfa ákveðin spor yfir dansgólf. Hanna Björk segir að þetta hafi verið heilmikil áskorun og gaman hafi verið að fylgjast með svona færum döns- urum. „Á dansæfingunum okkar voru síð- an sex Merveilles-dansarar og sex trommarar,“ segir Hanna Björk en á æfingum var líka sungið því „hver dans á sína sögu og lög, dansarnir eru alltaf um eitthvað.“ Tímamismunurinn milli Íslands og Ljósmyndir/Hanna Björk Valsdóttir Glaðar og sveittar eftir síðasta danstímann í Conakry. F.v. Sóley Stefánsdóttir, Hanna Björk Valsdóttir og Ásdís Halldórsdóttir. Afróferð til Gíneu Samheldinn hópur sem æfir afródans í Kramhúsinu fór til Gíneu í rúmlega tvær vikur í byrjun þessa árs. Dansað var frá morgni til kvölds alla virka daga og farið í vettvangsferðir um helgar. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Dansarar úr Merveilles-dansflokknum á æfingu. Danskennararnir Alpha og Aboubacar taka sporið á ströndinni á paradísareyjunni Room. FERÐALÖG Tripit er app sem hægt er að mæla með við ferðalanga. Tripit tekur ferðaupplýsingar úr tölvupóstinum þínum úr staðfestingarpóstum frá flugfélögum, hótelum og bílaleigum. Gott til að deila upplýsingum með öðrum. Flott ferðaapp 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 Hanna Björk er með heimildarmynd í bígerð um afríska dansa og tónlist og tengingu Íslands og Gíneu. „Það eru tuttugu ár síðan fyrstu trommararnir komu frá Gíneu til Íslands og það eru margir sem hafa dansað þessa afr- ísku dansa á Íslandi. Í myndinni ætla ég líka að fara meira út í dansana, tónlistina og þessa menningu. Það er lítið talað um afr- íska menningu í fjölmiðlum eða myndum. Það er yfirleitt verið að tala um eitthvað neikvætt, stríð og fátækt,“ segir Hanna Björk sem notaði ferðina til að taka upp efni fyrir myndina. Hún er búin að fá handrits- og þróunarstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og ætlar næst að sækja um framleiðslustyrk. „Þess vegna er ég að skipuleggja að fara aftur á næsta ári með tökumanni,“ segir Hanna Björk sem ætlar að reyna að finna tökumann sem talar frönsku enda geti tungumálið verið ákveðin hindrum. „Maður var reyndar orðinn nokkuð sleipur í menntaskólafrönsk- unni eftir tvær vikur.“ AFRÍSKIR DANSAR OG MENNING Heimildarmynd í bígerð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.