Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 Easy2Clean Mött veggmálning sem létt er að þrífa Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Svansvottuð betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig VETTVANGUR Ég þekki það frá störfum mín-um sem lögmaður að þegartveir deila þá getur oft verið heppilegast að leysa málið með sam- komulagi, með því að báðir gefi eitt- hvað eftir af kröfum sínum. Þetta á einkum við þegar fjárhagslegir hagsmunir eru ekki slíkir að þeir réttlæti tímafrek og dýr málaferli. Jafnvel getur þetta átt við í málum sem varða grundvallarrétt einhvers konar en ekki fjárhagslega hags- muni. Mál eru nefnilega stundum þannig vaxin að deila um þau verður fljótt sjálfstætt vandamál og jafnvel meira en upphaflegi vandinn. Þá getur verið gott að semja sem fyrst. Við hrun bankanna 2008 kom upp það lögfræðilega álitaefni hvort Ís- land hefði „innleitt“ með nægilega vönduðum hætti þá tilskipun ESB sem kvað á um að til staðar þyrfti að vera tryggingasjóður, fjármagnaður með tilteknum hætti, sem tryggði allar innstæður í bönkunum. Ísland hafði vissulega sett á fót slíkan sjóð en við hrunið kom i ljós að hann gat ekki staðið undir kröfum allra inn- stæðueigenda. Í raun laut hið lög- fræðilega álita- efni að því hvort að íslenskir skattgreiðendur ættu að fylla á sjóð- inn en það var krafa erlendra inn- stæðueigenda. Kjörnir fulltrúar ákváðu að best væri að semja við út- lendingana. Var þá líklega lögð sú mælistika á málið sem ég reifaði hér í byrjun. Á Icesave málinu og hefð- bundnum lögfræðideilum er hins vegar sá reginmunur að í Icesave málinu var tekist á um hagsmuni skattgreiðenda sem kjörnum fulltrú- um ber ávallt að gæta til hins ýtr- asta. Hagsmunirnir í Icesave málinu voru ekki, og hefðu aldrei verið, ein- angraðir við það mál eitt og sér. Hvernig sem færi í því máli yrði nið- urstaðan fordæmisgefandi. Þetta var meðal þess sem rak okk- ur til að stofna Advice hópinn sem lagðist gegn samningi um málið. Þegar hópurinn kom saman í febr- úar 2011 var útlitið heldur dökkt fyr- ir málstað hans. Kannanir bentu til að um 2/3 myndu samþykkja Icesave III í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn fjölmiðlamaður mætti á fyrsta kynn- ingarfund hópsins en þeir mættu hins vegar á sambærilegan fund Áfram-hópsins sem vildi samþykkja samninginn. Og margt virtist mál- staðnum mótdrægt. Fréttablaðið, Ríkisútvarpið, helstu hagsmuna- samtök launþega og atvinnulífs, álitsgjafarnir, bankarnir, mats- fyrirtækin, seðlabankinn, mikill meirihluti Alþingis, ríkisstjórnin, samninga- nefndin og svo framvegis. En að lok- um komst mikill meirihluti kjósenda að þeirri niðurstöðu að best væri að hafna samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslunni 9. apríl. Tveimur árum síðar, 28. janúar 2013, hafnaði EFTA dómstóllinn svo kröfu um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda. Menn halda upp á marga daga af minna tilefni. Til hamingju með dag- inn í dag. Fleira en fé í húfi í Icesave ’ Viðurkenning áábyrgð skattgreiðendahefði verið vont fordæmi. Úr ólíkum áttum Sigríður Andersen sigga@sigridur.is Morgunblaðið/Golli Ýmislegt var rætt á samfélags- miðlum í vikunni. Áberandi var sam- hugur þjóðar en fjölmargir tjáðu samúð sína vegna láts Birnu Brjáns- dóttur. Af öðrum málum var rætt um bleikmerkta pelsa, pólitík, Trump og hrátt hakk Sigmundar Davíðs, og ýmis- legt annað líka. Alþingismað- urinn Kolbeinn Óttarsson Proppé bendir á sturlaða staðreynd á Facebook-síðunni sinni. „Sturluð staðreynd. 13 af 21 þing- manni Sjálfstæðisflokksins gegna embætti ráðherra, forseta Alþingis eða formennsku í nefnd. 13/21, ætli nokkurn tímann í sögunni hafi valda- hlutfallið verið svona einum flokki í hag? Kannski var þetta kerfisbreyt- ingin sem var boðuð fyrir kosn- ingar.“ Fjölmiðlamað- urinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson skrifar athugasemd við þessa færslu. „Þetta er vel athugað, eins og fótboltaleikur þar sem allir 22 eru í sama liðinu, þeir á móti rest!“ Alþingismaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom fés- bókarvinum á óvart og birti fremur ólystuga mynd af kexi og hráu nautahakki og ritaði þessa færslu: „Einn af mörgum kostum við ís- lenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill.“ Færslunni var deilt yfir hundrað sinnum og skapaði mikla umræðu á netinu. Sitt sýndist hverjum um ágæti þessa „réttar“. Illugi Jökulsson fylgist eins og fleiri með daglegum heimskulegum tvítum Donalds Trump og spyr á fésbókinni: „Jæja, nú er klukkan að verða ellefu hér. Hvað er hún í Ameríku? Um hvaða leyti byrjar Trump að tvíta?“ Leikkonan Brynhildur Guð- jónsdóttir setti inn færslu um síð- ustu helgi þar sem hún tjáir hug katt- arins: „Mjáll á af- mæli í dag, hann er 13 ára! Hann var mjög vonsvikinn að fá ekki neinar kveðjur á Facebook þangað til ég benti honum á að hann væri ekki á Facebook. Þá lagði hann sig bara aft- ur.“ Skemmst er frá því að segja að ýmsir kattavinir eru á meðal vina hennar því yfir sex hundruð manns lækuðu færsluna Mjáli til stuðnings og fékk hann langt yfir hundrað af- mæliskveðjur. Tveimur dögum síðar póstaði Brynhildur annarri færslu og birti mynd af Mjáli sitjandi á klósett- setunni. „Mjáll er bæði hrærður og upp með sér yfir öllum kveðjunum. Nú vill hann fá að vita hvar hann kynntist öllum og hvort þeir séu köttur, hundur eða maður. Þetta á eftir að taka tíma, við nýtum því hverja stund.“ Lára Björg Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Suðvestur, tvítar um örvhenta og jarðskjálfta: „Mig langar að stofna samtök: Örvhentir og bar- áttumál þeirra, fólk sem fílar ekki að eiga afmæli og fólk sem vill frekar salt en sykur.“ Hún bætir svo við stuttu síðar: „Langar að bæta við þetta: Fólk sem finnur alla jarð- skjálfta en enginn trúir fyrr en þeir koma í fréttunum.“ AF NETINU ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.