Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 20
LJÓSMYNDASÝNING 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 Þ ær mæta ein af annarri vel dúð- aðar í viðtalið, enda kalt í fok- heldu húsnæði Lækningaminja- safnsins þar sem lokasýning ljósmyndanema Ljósmyndaskól- ans er að taka á sig mynd. Hafið og Gróttu- vitinn blasa við út um stóra glugga og hentar rýmið vel til sýninga því nóg er plássið. Af sjö útskriftarnemum eru mættar í viðtal fimm konur auk skólastjórans og kennarans Sissu Ólafsdóttur. Sviðsettar senur af heimilisofbeldi Laufey Elíasdóttir leikkona er ein af nem- unum. Í verki hennar, Heima er best, sam- einar hún leiklistina og ljósmyndun en hún lék í verkinu Usss! sem sýnt var nýlega í Tjarnarbíói. Leikritið vakti mikla athygli en þar er ljósi beint að heimilisofbeldi og er verkið byggt á viðtölum við bæði þolendur og gerendur. Laufey ákvað að halda áfram að opna umræðuna um heimilisofbeldi og þróaði ljósmyndaverkið sitt út frá því. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að sameina þetta og þar af leiðandi verður verkið dýpra af því að ég er búin að kafa svo mikið ofan í þetta,“ segir Laufey sem vinnur myndirnar eins og senur úr kvikmynd. Allar myndirnar eiga rætur að rekja til alvöru sagna úr viðtölum sem tekin voru fyrir leikritið. „Ég tek bút úr viðtöl- unum og sviðset það,“ útskýrir hún og segist vinna í anda ljósmyndarans Gregory Crewd- son. Tekist á við föðurmissi Helgadóttir nefnist verk Þórdísar Óskar Helgadóttur og segir sögu um missi og sorg í kjölfar sjálfsmorðs föður hennar fyrir áratug. „Þetta var stöðug leit og þegar öllu var á botninn hvolft komst ég að því að það er eng- in ein leið til þess að vinna úr svona áfalli og engin ein leið sem væri beinlínis rétt til þess að túlka þetta í þessu verkefni. Þannig vel ég nokkrar mismunandi leiðir og er að sýna þær hér. En ég komst jafnframt að því að það er ekkert hægt að vinna svona verkefni á hálfu ári þannig ég ætla jafnvel að halda áfram,“ segir Þórdís sem gæti hugsað sér að verk- efnið endi í bók. Finnst þér að með þessu verkefni hafir þú náð ákveðinni sátt við það sem gerðist? „Já í rauninni því þetta er búið að vera ótrúlegt ferli. Ég er með þessu verkefni búin að koma mér í þá aðstöðu að þurfa að ræða þetta.“ Fegurðin í því litla Steinunn Gríma Kristinsdóttir fjallar um bændur sem bregða búi í verki sínu Mundi. Í verkinu fjallar hún annars vegar um fólks- flótta af landsbyggðinni og hins vegar þá til- finningu að vera sá sem verður eftir. Hún fékk að mynda feðga en þann yngri hitti hún á balli og bað um leyfi til að fá að fylgjast með þeim og mynda. „Þetta var bláókunnugt fólk sem tók mér opnum örmum,“ segir Gríma en hún myndaði þá feðga sem voru að leggja niður búskap og flytja til höfuðborgar- innar. „Við gerum okkur ekki grein fyrir þessum fjársjóði sem við höfum í litlum bændum og litlum býlum. Ég vil miðla því að við höfum einhvern annan stað að búa á held- ur en Stór-Reykjavíkursvæðið. Að það sé feg- urð í því litla og ég held að það sé stutt í það að þetta sé að fara að breytast,“ segir Gríma og á við að hún telji að fólk muni í framtíðinni sækja í öðruvísi líf í sveitum landsins. Trúnaðarmál gerð opinber Hinn þögli faraldur nefnist verk Elmu Kar- enar en í því vinnur hún upp úr persónulegri reynslu sinni. „Ég er vinna verkið upp úr skýrslum, lækna- og sálfræðiskýrslum. Þetta er mín eigin saga og mig hefur alltaf langað að segja sögu mína en ég vissi ekki alveg hvernig,“ segir Elma. „Ég er að tala um börn sem verða fyrir ofbeldi inni á heimili sínu og afleiðingar þess og ekki síst afleiðingar sem koma fram þegar þau eru fullorðin,“ segir Elma sem segist bæði vera að vinna með at- burði og tilfinningar. „Ég vinn út frá gömlum skýrslum og dagbókum, alveg frá því að ég var fjögurra ára og svo tók ég líka myndir. Ég er ekki beint að gera þetta til að reyna að vinna úr þessu, en það sem þetta hefur gert fyrir mig er að ég áttaði mig á því að ég er ekki það sem hefur komið fyrir mig. Það er gott að aðskilja þetta,“ útskýrir Elma sem vill opna á umræðuna. „Og að fyrirgefa sjálf- um sér, ég held að skömmin sé ótrúlega stór partur af öllu ofbeldi.“ Nú eru þetta í raun trúnaðarmálin þín sem þú ert að leggja á borð fyrir alþjóð. Er það ekkert ógnvekjandi? Þær horfa hvor á aðra og skella upp úr. „Auðvitað. Ég eiginlega get ekki hugsað um það því þá gæti ég bara hætt við. Ég held að það þurfi að leggja þetta fram, þetta er ekki endilega bara mín saga. Þegar fólk fer að skoða geta margir tengt við einhverja hluta.“ Kynþroski unglingsstúlkna Hanna Siv Bjarnadóttir nefnir verk sitt Pu- berty og fjallar það um kynþroskaaldurinn. Hún fylgist með dóttur sinni og rifjar um leið upp hvernig henni sjálfri leið á sínum tíma. „Ég fór að myndgera tilfinningarnar og þær breytingar sem eru í gangi. Ég fékk ung- lingsstúlkur og tók þær úr þeirra eigin um- hverfi og klæddi þær í föt og myndaði. Til þess að taka grímuna af þeim sem þær setja upp,“ segir hún. Að tjá sig og hafa áhrif Blaðamaður beinir spurningu til skólastjór- ans Sissu. Þau virðast öll vera að fjalla um alvarleg málefni, er engin gleði í samtímaljósmyndun í dag? „Jú, jú, þessi árgangur valdi sér bara þessi stóru verkefni. Þau eru að fjalla um eitthvað sem þeim finnst skipta máli. Það er svo gott að vinna út frá því sem plagar mann eða því sem manni finnst rangt í samfélaginu. Það er gott að nota ljósmyndina til að tjá sig og hafa áhrif.“ Sissa Ólafsdóttir er hér með nokkrum útskriftarnemum, þeim Hönnu Siv, Laufeyju, Elmu Karen, Þórdísi Ósk og Steinunni Grímu. Morgunblaðið/Ásdís Útskriftarnemar Ljósmyndaskólans ljúka námi sínu með sýningu sem opnuð verður klukkan 15 í dag, laugardag í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi. Sjö nemendur sýna ljósmyndaverk þar sem kafað er djúpt ofan í m.a. heimilisofbeldi, föðurmissi, kynþroska og einmanaleika. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Að myndgera tilfinningar ’Ég vinn út frá gömlum skýrslum og dagbókum, alveg frá því að égvar fjögurra ára og svo tók ég líka myndir. Ég er ekki beint að geraþetta til að reyna að vinna úr þessu, en það sem þetta hefur gert fyrirmig er að ég áttaði mig á því að ég er ekki það sem hefur komið fyrir mig.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.