Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 45
Verða að bjóða upp á nýtt íslenskt efni Pálmi segir nýtt íslenskt efni skipta gríðarlegu máli í þessu sambandi. „Til að eiga möguleika á því að ná hylli áhorfenda verðum við að bjóða upp á nýtt íslenskt efni og um þessar mundir er engin íslensk sjónvarps- stöð með meira leikið íslenskt efni í pípunum en við,“ segir Pálmi. Samkeppnin í gerð leikins ís- lensks efnis er raunar mikil um þessar mundir sem hljóta að vera góð tíðindi fyrir áhorfendur. Menn hrista slíkt efni ekki fram úr erminni og fjögur ár eru síðan farið var að leggja drög að Stellu-þáttunum. Meðgöngutími Yrsu-þáttanna og Ferðalagsins er svipaður. Að sögn Pálma er ekki verra að efni af þessu tagi hafi sannað sig áður, eins og Stella og Yrsa á bók, en frum- sköpun geti auðvitað líka skilað góð- um árangri. „Það er ótrúlega gaman að vinna með grasrótinni við að búa til sjónvarp.“ Sjónvarp Símans Premium leggur sig fram um að bjóða upp á nýja er- lenda þætti daginn eftir að þeir eru frumsýndir erlendis. „Það er okkar svar við ólöglegu niðurhali og fyrir vikið finnum við minna fyrir því,“ segir Pálmi. Efnisveitur eru að vonum nýr auglýsingamiðill og segir Pálmi markaðinn meðvitaðan um það. „Ís- lenskir auglýsendur hafa tekið vel við sér og gera sér í auknum mæli grein fyrir því hvar framtíðin ligg- ur.“ Hugmyndin raungerist Til að draga þetta saman segir Pálmi vatnaskil hafa orðið á árinu 2016. „Það er framtíðin að horfa hvar sem er og hvenær sem er á sjónvarp; þessi hugmynd raungerðist á síðasta ári. Þetta hefur tekið sinn tíma; ég man eftir að hafa rætt um stafrænu byltinguna, sem þá stóð fyrir dyrum, í samtali við Vikuna árið 1995; að maður yrði sinn eigin sjónvarps- stjóri og allt það. Ég sá mikil tæki- færi í þessu á þeim tíma og það er magnað að við séum loksins komin á þann stað. Á þessum tíma var Ama- zon að selja raftæki og bækur; sjáðu þá núna!“ – Mun línuleg dagskrá þá senn heyra sögunni til? „Ég sé alla vega mikinn eðlismun frá því sem áður var. Auðvitað taka þessi umskipti ein- hvern tíma og fólk þarf að vita á hvað það vill horfa til þess að geta nýtt sér þjónustu efn- isveitunnar.“ Hér á Pálmi við að framvegis þarf fólk í auknum mæli á stóla á sjálft sig þegar kemur að því að velja sjón- varpsefni til að horfa á en ekki ein- hverja dagskrárstjóra úti í bæ. Mun alltaf finna sér farveg Pálmi er sammála því að íslenska þjóðin sé líklega meðfærilegri en flestar aðrar þjóðir í þessu sam- bandi enda sé hún jafnan fljót að til- einka sér nýjungar, ekki síst á tæknisviðinu. „Þegar fólk kemst upp á lagið með efnisveitur verður ekki aftur snúið. Sú tíð er liðin að sjónvarpstækið sé miðpunktur heimilisins. Núna hafa myndlykl- arnir og snjallsímarnir tekið við hlutverki þess og þegar þessi tæki ganga sér til húðar tekur eitthvað nýtt og spennandi við. Það er gang- ur lífsins. Sjónvarpsefni mun alltaf finna sér farveg.“ Heiða Rún Sigurðardóttir mun leika Stellu Blomkvist í fyrstu íslensku þátt- unum sem fara munu í heilu lagi inn á efnisveitu í haust. ’ Til að eiga mögu-leika á því að aukamarkaðshlutdeild okkarverðum við að bjóða upp á nýtt íslenskt efni og um þessar mundir er engin íslensk sjónvarps- stöð með meira íslenskt efni í pípunum en við. 29.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 SJÓNVARP Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan vandar ekki leikaranum Ewan McGregor kveðjurnar eftir að sá síðar- nefndi hætti á síðustu stundu við að koma fram í morgunþætti hans í Bretlandi á dögunum. Ástæða þess að McGregor sner- ist hugur var sú að honum þykir Morgan hafa farið niðrandi orðum um Kvennagönguna sem fram fer í Bretlandi í dag, laugardag. Morgan brást vondur við og hefur meðal annars kallað McGregor hræsnara og „barnanauðgarasleikju“ og vísar þar til lofsam- legra ummæla leikarans um hinn umdeilda kvik- myndaleikstjóra Roman Polanski. Morgan segir að McGregor hefði frekar átt að mæta í þáttinn og koma sjónarmiðum sínum um kvenfrelsi þar á framfæri. Það hefði verið „fullorðinslegra“. McGregor skammaður Ewan McGregor AFP MÁLMUR Feður málmsins, Black Sabbath, fá glimrandi dóma fyrir framgöngu sína á tónleikaferðinni „The End“ sem gæti orðið sú síðasta hjá sveitinni. Breska blaðið The Guardian fjallaði um tónleikana í vikunni og gaf þeim fimm stjörnur af fimm mögulegum. Að sögn blaðsins er Geezer Butler síkvikur á bassanum, Tony Iommi særir enn undra- hljóm fram úr gítarnum, þrátt fyrir að glíma við krabbamein, og Ozzy Osbourne syngur enn úr sér lifur og lungu enda þótt hann muni ekki textana lengur og þylji þá upp af skjá. Við lá að The Guardian kallaði eftir særingameistara að gjörningnum loknum. Neglir texta sem hann man ekki lengur Ozzy gamli Osbourne; hress en gleyminn. Reuters SJÓNVARP Leikkonan Mary Tyler Moore lést í vikunni, áttræð að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum The Dick Van Dyke Show (1961-66) og The Mary Tyler Moore Show (1970- 77). Síðarnefndu þættirnir, þar sem Moore lék konu á framabraut, nutu mikillar hylli og þótti Moore eiga þátt í því að breyta viðhorfi fólks til útivinnandi kvenna á þeim tíma. Í breska dagblaðinu The Guardian er persóna hennar sögð hafa verið „hið vinalega andlit femínismans“, síkát, bros- mild, sjarmerandi, hæfileikarík og harðdugleg. „Mary Richards [persóna Moore í þáttunum] sýndi að úti- vinnandi kona á fertugsaldri gat auðveldlega búið ein og verið hamingjusöm; slegið sér upp með mönnum án þess að vera stöðugt að leita að þeim eina rétta og verið örugg með sig í karllægu umhverfi,“ segir í frétt blaðsins. Moore var ekki bara fyrimynd sjálfstæðra kvenna, heldur ruddi hún einnig brautina fyrir aðrar konur í sjónvarpi; sýndi og sann- aði að konur gátu auðveldlega borið uppi heilu þættina og gert þá vinsæla meðal almennings. Moore hóf feril sinn í auglýs- ingum en var sagt upp störfum fyrir að verða ófrísk. Hún sló svo í gegn í þætti Dicks Van Dykes en hún var sextugasta og seinasta konan sem þreytti áheyrnarprufu vegna hlutverksins. Mary Tyler Moore var þrígift. Hún glímdi við vanheilsu sein- ustu árin. AFP MARY TYLER MOORE FALLIN FRÁ Hið vinalega andlit femínismans Mary Tyler Moore AFP Aðdáendur minnast stjörnunnar í Hollywood í vikunni. Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.