Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 26
Við erum með nýnorraænanmat með smá „fusion““, seg-ir kokkurinn og vaktstjórinn Jón Guðni Þórarinsson. „Við erum að vinna með íslenskt lamb og fisk og erum að leika okkur svolítið með það,“ segir hann. Ástarpungar vinsælir Matwerk opnaði í lok nóvember og hefur verið nóg að gera síðan. „Það var mjög mikið af túristum hér í des- ember en nú er smá lægð,“ segir Jón en opið er bæði í hádegismat og kvöldmat. Nokkrir réttir virðast falla vel í kramið hjá gestunum. „Ég myndi segja að hamborgarinn okkar sé mjög vinsæll á daginn en á kvöldin er það lambakórónan og heitreyktur lax.“ Eftirréttirnar hjá Matwerk eru Matwerk Morgunblaðið/Ásdís „Love balls“ í eftirrétt Matwerk heitir nýr veitingastaður á Lauga- vegi 96. Lögð er áhersla á nýnorrænan mat úr íslenskum hráefnum. Erlendir ferðamenn eru sólgnir í ástarpunga í eftirmat, sem Mat- werksmenn nefna „Love balls“. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is nokkuð óvenjulegir. „Við erum með ástarpunga, sandköku eins og amma gerði og bragðaref; ís sem hrærður er upp með nammi, þristi og oreo. Ég myndi segja að ísinn væri vin- sælasti desertinn, það og ástarpung- arnir. Við setjum saltaðan mjólkurís með þeim og stráum flórsykri yfir. Þetta er rosalega vinsælt, og líka hjá útlendingunum. Þetta heitir „love balls“ á ensku,“ segir hann og hlær. „Kannski er það nafnið sem heillar.“ Frystu gamla ávexti Þegar enginn vill lengur bananann sem liggur brúnn í skálinni eða mangóið sem er á síðasta snúningi, taktu þau og skerðu í litla bita, settu í litla plastpoka og frystu. Tilbúið í næsta smúðing! MATUR 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.1. 2017 Einn skammtur 200 g þorskhnakkar 50 g púðursykur 50 g fínt salt 1 stk. lime 1 msk. sítrónuolía Rífið ysta lagið af limeinu af með fínu rifjárni og blandið saman við saltið og sykurinn. Stráið hluta af blöndunni í bakka, nóg til að hylja botninn. Leggið þorskhnakkann á saltblönduna og stráið restinni af blöndunni jafnt yfir. Látið liggja við stofuhita í 20 mín. Skolið fiskinn vel með köldu vatni. Þerrið fiskinn áð- ur en honum er komið fyrir í zip lock-poka með sítrónuolíunni. Fisk- urinn er svo eldaður í vatnsbaði við 48°C í 12-16 mín., eftir þykkt bitans. NÍPUKREM 2 stk. nípa 100 ml bjór 50 g smjör Skrælið nípurnar og hreinsið kjarnann úr. Því næst eru þær skornar í litla bita. Hitið pott vel með 2 msk. af olíu áður en nípun- um er bætt út í. Þegar nípurnar eru orðnar vel steiktar er smjör- inu bætt út í og látið brúnast vel. Þá er bjórnum helt yfir og hitaður að suðu. Látið blönduna sjóða var- lega í um 2 mín. Öllu er svo komið fyrir í blandara og unnið saman á fullum krafti í u.þ.b. 6 mín. eða þar til jöfn og mjúk blanda fæst. Smakkið blönduna til með salti og hvítu súkkulaði. KREMAÐ BYGG 100 g soðið bygg 5 stk. sykurbaunir 1 msk. eplaedik 20 g smjör 50 g rjómi salt og pipar Steikið saman byggið og baun- irnar á pönnu áður en rjóma, ediki, salti, pipar og smjöri er bætt út á. Hitinn er lækkaður og bland- an látin sjóða rólega niður þar til rjóminn fer að þykkna. FENNELL SALAT 1 stk. fennell 1 msk. edik Sneiðið fennell mjög þunnt í man- dolini. Sneiðunum er komið fyrir í ísvatni með smá ediki út í. Léttsalt- aðir þorsk- hnakkar Fyrir 20 bollur 2 egg 75 g sykur 400 g hveiti 2 tsk lyftiduft 2 dl mjólk 100 g rúsínur Sláið saman eggin og sykurinn þar til blandan verður létt og ljós. Lækkið hraðann á hrærivélinni áð- ur en mjólkinni og rúsínunum er blandað saman við. Að lokum er hveiti og lyftiduft sigtað saman við eggjablönduna. Hyljið blönduna með blautum klút ef það á ekki að elda hana strax. Annars er olía hit- uð í potti að 170°C. Mótið litlar kúl- ur með tveimur skeiðum og leggið beint ofan í olíuna þar sem þær steikjast í um 4-7 mín eftir stærð. Best er að bera pungana fram á gamla mátann með rjómaís og flórsykri. Við á Matwerk kjósum að bæta við bökuðu hvítsúkkulaði-kremi. BAKAÐ HVÍTSÚKKULAÐI 100 g hvítsúkkulaði 30 g glúkósi 125 g rjómi 25 sykur Bakið súkkulaðið á smjörpappír í ofni við 140°C í 14 mín. Á meðan er rjóminn, sykurinn og glúkósinn hitað saman að suðu eða þar til sykurinn er uppleystur í potti. Súkkulaðinu og rjómablöndunni er svo blandað saman með töfra- sprota eða blender þar til jöfn blanda fæst. Kæla þarf blönduna til að hún nái æskilegri þykkt. Ástarpungar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.