Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 15
29.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Sindri Sigurðarson, 12 ára Hvað færðu þér í morgunmat? „Ég fæ mér nær alltaf Cheerios en stundum hafragraut. Ég tek stundum lýsi og fæ svo ávöxt í morgunhressingu í skólanum. Hvar áttu heima og hvernig eru matmáls- tímar hjá þér og hvað er í matinn? „Ég á heima í Garðabæ og er í Hofsstaða- skóla. Ég fæ heitan mat í hádeginu í skólanum en þar er alltaf fiskur tvisvar í viku. Hina dagana er alls konar í matinn, lasanja, pasta, súpa, kjötbollur og ýmislegt. Eftir skóla og áður en ég fer á fótboltaæfingu fæ ég mér annaðhvort Cheerios með bláberj- um eða brauð. Í kvöldmatinn er heitur matur sex daga vikunnar og snarl einn dag. Við erum til dæmis með fisk, kjúklingarétti, hakk og spa- gettí. Ég fæ oft lambakjöt um helgar hjá ömmu. Klukkan níu á kvöldin fæ ég mér alltaf skyrbúst sem ég útbý sjálfur í blandaranum. Ég drekk alltaf vatn með matnum og stundum mjólk.“ Hvaða grænmeti borðarðu með kvöldmatnum og hvaða ávexti borðarðu dagsdaglega? „Það er eiginlega alltaf brok- kolí í kvöldmatinn, gulrætur, kartöflur og sætar kartöflur. Ég borða mikið af ávöxtum á hverj- um einasta degi, bæði í skól- anum og heima. Þegar ég geri skyrbústið á kvöldin set ég alltaf bláber og banana út í og stundum jarðarber.“ Er eitthvað sem þú getur ekki hugsað þér að smakka og er einhver matur sem þú hefur smakkað sem þér finnst vondur? „Mig langar ekki að smakka tarantúlu en ég er opinn fyrir öllu öðru. Mér finnst rósakál og blómkál vont. “ MATARUPPELDI Í NÚTÍMANUM Skyrbúst á hverju kvöldi Kvöldnasl Sindra er hollur drykkur sem hann blandar. Sindri Sigurðarson fær tvær heitar máltíðir á dag. Þótt mismunandi aldur, bakgrunnur,efnahagur og búseta Íslendinga gerimatarvenjur þeirra að einhverju leyti ólíkar er sumt sameiginlegt. Við borðum til dæmis of mikið salt og tökum of lítið D- vítamín. Við eigum það flest sameiginlegt að versla í stórmörkuðum en ekki litlum sérversl- unum. Raunar eru um næstu helgi heil fjörutíu ár frá því að við hættum að kaupa mjólkina, ostinn og skyrið í sérstökum mjólkurbúðum þegar þeirri síðustu var lokað. Það er að sjálfsögðu ekki síst vegna meira framboðs sem matur okkar er fjölbreyttari. Vörur hafa bæst við og haslað sér völl en aðrar fokið aftur út af markaðnum þrátt fyrir tíma- bundnar vinsældir. Meðal þeirra sem héldu velli var AB-mjólk sem kom á markað í búðum hérlendis 1987 en þessi tegund mjólkur var fyrst sett á markað í Danmörku undir nafn- inu Cultura. Einstaka drykkir hafa líka komið og farið og á 9. áratugnum voru markaðssettir mjólkur- og mysudrykkir bland- aðir í litlum fernum, svo sem Sopi, Gosi, með epla- og appelsínubragði, og Mangósopi. Fram- leiðendur sögðu að mysu- drykkir væru viðbrögð við aukinni mysuneyslu þjóðarinnar á 8. áratugnum. Í Gosa var sett önnur nýjung ársins 1984 – Nutra Sweet, sætuefni sem við höfðum ekki þekkt áður en þekkjum í ýmsum myndum í dag. Á sama tíma kom hnetu- og karamellujóg- úrt á markað og ólíkt drykkjunum fæst það enn í verslunum. Mjólkurvörur hafa alltaf ver- ið áberandi í alls kyns tilraunum með nýjungar og hafa margar öðlast fastan sess í ísskápnum. Við höfum verið móttækileg fyrir ýmsum er- lendum áhrifum í matargerð okkar, kannski ekki síst ítölskum, og árið 1994 var ekki rætt um annað en pestó manna á milli og pestó- krukkur eru án efa í fjölmörgum ísskápum í dag. Alls kyns sósum höfum við fengið að kynnast smátt og smátt. HP-sósan enska varð vinsæl á 6. ára- tugnum, Tabasco-sósan fór að sjást mikið í upp- skriftum á 8. áratugnum, pítusósa og sojasósa áratuginn á eftir, salsasósa (við köllum hana það þótt það þýði sósa-sósa) á 10. áratugnum, satay og teryaki upp úr 2000 og majónesið hefur átt ákveðna endurkomu síðustu árin. Tískusósa dagsins í dag er án efa sú bragðsterka sriracha. Hvað kjötneyslu varðar þóttu það til dæmis mikil tíðindi og bylting þegar hið svokallaða London-lamb kom á markað í kringum 1960 þar sem kjötið var léttreykt en Íslendingar voru vanir að borða það steikt eða soðið, nú eða vel reykt. Mjög margar þekktar afurðir okkar hafa með tímanum farið að fást í alls kyns sykur- og fituskertum útgáfum og sýnist heilbrigðisstarfsfólki sitt hvað um það í gegn- um tíðina. Á 9. áratugnum risu ritdeilur um smjörlíki, hvort það væri hollara eða óhollara en smjör. Létt og laggott, léttmjólk, fituskert lifrarpylsa, sykurlausir gosdrykkir og fleira til þekkjum við öll og það er enn verið að rann- saka og reyna að skera úr um hvort við eigum að kaupa okkur þetta með gervisykrinum eða „alvöru sykrinum“. Við eigum það flest sameiginlegt að gera innkaup í stórmörkuðum en ekki litlum sérverslunum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ALLS KONAR NÝJABRUM Bára Dís Guðjónsdóttir, 28 ára: Hver var morgunmaturinn þinn sem barn? „Stundum hafragrautur, stundum All Bran, einhver trefjaríkur morgunmatur með engum sykri. Ég tók lýsi og Frískamín.“ Hver er morgunmaturinn þinn í dag? „Ég er ein af þeim sem borða ekki morg- unmat. Ef ég myndi borða hann væri það Che- erios.“ Hvar ólstu upp og hvernig voru matmáls- tímar þegar þúi varst að alast upp? „Ég ólst upp í Hafnarfirði og Reykjavík. Við héldum ekki fast í að kvöldmatur yrði að vera klukkan 7 eða á einhverjum nákvæmum tíma, ég var í miklu tómstundastarfi, mamma í skóla svo það var bara eldað þegar allir voru komnir heim. Í matinn var gjarnan grænmetissúpa, fiskur, eggjakaka, pastaréttir og grjónagrautur var vinsæll. Við vorum stundum með kjúk- lingarétti í ofni en það var lítið um kjöt, kannski bara á sunnudögum hjá ömmu og afa. Hvað hádeg- isverðinn varðar þá var það ekki fyrr en ég var komin í 9. bekk sem það var boðið upp á heitan mat í skólanum svo að í hádegismat fékk ég samloku með hnetu- smjöri sem ég kom með að heiman. Síðdegis fór ég stundum út í bakarí, stundum spældi ég mér egg eða mamma skar niður ávexti. Við drukkum alltaf vatn með kvöldmatnum. Stundum drakk ég mjólk og djús.“ Hvernig eru matmálstímarnir þínir í dag? „Ég er ekki með neina sérstaka matmáls- tíma, hugsa ekkert um hvað klukkan er heldur borða bara þegar ég er svöng. Þá finn ég mér yfirleitt einhvern stað sem býður upp á tilbúinn mat og er í næsta nágrenni svo ég geti fengið mér strax að borða og þurfi ekki að bíða. Ég er grænmetisæta og Pad-thai-núðlur eru í miklu eftirlæti. Það er þægi- legt að vera græn- metisæta í Reykjavík, nóg í boði. Ef það er vegan-valkostur í boði á staðnum, réttur án allra dýraafurða, vel ég hann yfirleitt. Ég drekk vatn með matnum og milli mála drekk ég mikið kaffi.“ Hvaða grænmeti borðaðirðu með kvöld- matnum þegar þú varst barn? „Mjög fjölbreytt og mikið grænmeti þar sem brokkolí var í eftirlæti. Við notuðum grænmetið mikið í réttina sjálfa og ef það var lítið græn- meti í réttunum sjálfum vorum við alltaf með salat og grænmeti með sem meðlæti. Það var líka alltaf mikið af fjölbreyttum ávöxtum sem mamma var dugleg að skera niður.“ Hvað er eftirminnilegast af því sem þú hefur smakkað sem var nýjabrum þá en sjálfsagð- ur matur í dag? „Sushi fannst mér mjög skrýtið þegar ég smakkaði það fyrst en finnst það mjög gott í dag. Að vísu vantar svolítið upp á fjölbreytnina í grænmetis-sushi hérlendis.“ MATARUPPELDIÐ Á 9. ÁRATUGNUM Bára Dís Guðjónsdóttir drekkur mikið kaffi. Grænmetis Pad-thai núðlur eru í eftirlæti hjá Báru. Engir matmálstímar lengur Við vinnslu greinarinnar var meðal annars stuðst við fjölmargar íslenskar fréttir og blaða- og tímaritagreinar um mataræði í gegnum tíðina og einnig var stuðst við niðurstöður ýmissa rannsókna og kannana, svo sem neyslukönnun Manneldisráðs Íslands frá 1979, könnun á mat- aræði Íslendinga 1990, könnun á mataræði Ís- lendinga 2002 og könnun á mataræði Íslendinga 2010-2011. Sérstaklega má nefna að skrif Laufeyjar Stein- grímsdóttur næringarfræðings síðustu áratugi í blöð og tímarit búa yfir miklum fróðleik sem eru upplýsandi fyrir svona samantekt enda hef- ur hún verið kölluð „næringarfræðingur Ís- lands“. Þá hafa Íslendingar greinilega mikinn áhuga á neytendamálum því mikil skrif er að finna í gegnum tíðina um matvörur í dagblöðum og tímaritum. HEIMILDIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.