Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.01.2017, Blaðsíða 43
29.1. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Þessa dagana er ég að lesa ævi- sögu Maxwell Perkins, Editor of Genius, eftir A. Scott Berg. Perkins var bókmenntaritstjóri í New York snemma á síðustu öld og mótaði að einhverju leyti starf forlagsritstjór- ans eins og það síðan þróaðist. Perkins er þekktastur fyrir að hafa ritstýrt höfundum á borð við Ernest Hemingway, F. Scott Fitz- gerald og Thomas Wolfe, en með þeim síðastnefnda vann hann nán- ast daglega í tvö ár við mótun stór- virkisins Of Time and the River en uppskar vinslit við höfundinn sem gat aldrei sætt sig við hvernig koll- egarnir töluðu um að verkið væri samstarf þeirra Perkins. Hann var líka lunkinn titlasmiður, lagði til dæmis til titilinn The Great Gatsby á bókina sem Fitzgerald vildi að héti Among Ash-Heaps and Milli- onaires. Ævisagan kom út 1978 en lifir greinilega góðu lífi því í fyrra var gerð eftir henni kvikmynd þar sem Colin Firth leik- ur Perkins. Á náttborðinu eru svo Skriftir Péturs Gunnarssonar sem er ljúf lesning fyrir svefninn. Sigþrúður Gunnarsdóttir Sigþrúður Gunnarsdóttir er ritstjóri hjá Forlaginu. bróður mannsins, þeim sem setti sög- una saman; hann virðist geta dálítið mikið í eyðurnar og það allra svæsn- asta er ekki komið frá Pétri sjálfum. Það breytir þó ekki því að hann dró upp mjög dapurlega mynd af lífi sjúk- linga á þessum tíma. Þetta varð kveikjan að því að ég fór af stað og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég hef talað við hátt í 30 einstaklinga, bæði sjúklinga og starfsmenn á þessum tíma, frá vígslu Hælisins 1927 til 1960 þegar það fékk nýtt hlutverk. Ég vinn bókina að tölu- verðu leyti upp úr þeim samtölum. Flestir viðmælendur mínir eru farnir yfir móðuna miklu þannig að þetta eru einstakar heimildir sem aldrei hafa birst opinberlega og ég fékk ým- islegt staðfest af því sem Pétur Finn- bogason lýsti. Þetta er mjög drama- tísk saga, saga sem ég er sannfærður um að allir geta tengt sig við því þarna er fjallað um vonir, væntingar, sorgir og sigra, lífið og dauðann.“ Brynjar Karl segir að Kristnes- þorpið hafi áreiðanlega verið töluvert öðruvísi en hefðbundin sveit, þótt hann hafi ekki samanburð. „Svona risastóra stofnun, hæli og síðar spít- ala, er ekki víða að finna inni í svona þéttbýliskjarna í sveit.“ Á áttunda og níunda áratugnum var mikið líf í Kristnesi enda margar fjölskyldur á staðnum. „Töluverður kjarni býr þarna lengi og samskipti fólks eru mikil. Það var mjög sérstakt að vera með Hælið við hliðina á sér. Eftir að berklarnir voru sigraðir kom þangað fólk með alls konar kvilla og félagsleg vandamál; geðsjúkir, fatl- aðir og heilabilaðir en líka gamalt fólk sem ekkert var að; það var bara gamalt. Við krakkarnir fengum að valsa um hælið eins og okkur sýndist og það var mikil reynsla að kynnast þessu fólki. Í eftirlitssamfélagi nú- tímans þar sem mikil tortryggni rík- ir, myndi þetta ef til vill orka tvímæl- is en ég held að það hafi gert manni gott að sitja inni á stofum og spjalla við fólkið,“ segir Brynjar Karl Ótt- arsson. Brynjar Karl Óttarsson við Kristnesspítala, sem nú er hluti Sjúkrahússins á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson BÓKSALA 18.-24. JAN. Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Átta viknablóðsykurkúrinn Michael Mosley 2 PetsamoArnaldur Indriðason 3 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 4 Synt með þeim semdrukkna Lars Mytting 5 AflausnYrsa Sigrðardóttir 6 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 7 SvartigaldurStefán Máni 8 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar 9 Stúlkan sem enginnsaknaði Jónína Leósdóttir 10 Almanak Háskóla Íslands2017 Þorsteinn Sæmundsson/ Gunnlaugur Björnsson 1 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar 2 Pabbi prófessorGunnar Helgason 3 Dagbók Kidda klaufa 8Jeff Kinney 4 Vonda frænkanDavid Walliams 5 Þín eigin hrollvekjaÆvar Þór Benediktsson 6 Henri og hetjurnarÞorgrímur Þráinsson 7 StjörnuskoðunSævar Helgi Bragason 8 Leyndarmál Lindu 3Rachel Renne Russell 9 Demanta-RáðgátanMartin Widmark 10 Binna B -Næst bestu vinir Sally Rippin Allar bækur Barnabækur ÉG ER AÐ LESA Í orðasennu vestur í Am- eríku um daginn sagði for- seti Bandaríkjanna, Donald Trump, að fulltrúadeild- arþingmaðurinn John Lew- is væri maður mikilla orða en lítilla aðgerða. Þessi orð Trumps vöktu hneykslan ýmissa enda er fræg hetjuleg framganga Lewis í réttindabráttu litra Bandaríkjamanna á sjö- unda áratug síðustu aldar og reyndar alla tíð. Um hana hafa til að mynda ver- ið skrifaðar bækur og barnabókaflokkurinn March, sem er margverð- launaður. Í vikunni fékk þriðja bindið í bókaröðinni, March: Book Three, sem er eftir Lewis og tvo teiknara, fern verðlaun sem besta barnabók ársins. Bindið þriðja fékk þannig Mich- ael L. Printz verðlaunin fyrir framúrskarandi skrif fyrir unga lesendur, Coretta Scott King verðlaunin fyrir bestu ungmennabók afrísk-amerísks höfundar, Robert F. Sibert fræðslubókaverðlaunin fyrir bestu fræðslubók ársins og YALSA-verðlaunin fyrir ungmennabók ársins sem segir frá raunverulegum atburðum. Þetta mun í fyrsta sinn sem ein bók hlýtur öll fern verðlaunin, en hún hlaut einnig Bandarísku bókmenntaverðlaunin sem ungmennabók ársins í nóvember sl. Verðlaunamet hetju RÉTTINDABARÁTTA BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 ÚTSÖLULOK LAUGARDAGINN 28/1 SÓFAR / SKÁPAR / SKENKIR / LJÓS / PÚÐAR BORÐ / BORÐSTOFUSTÓLAR / SMÁVÖRUR OG ÝMISLEGT FLEIRA...

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.