Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 3. M A R S 2 0 1 7 Stofnað 1913  61. tölublað  105. árgangur  SJÚKRAFLUG STUNDUM EINS OG Í RÚSSÍBANA UMFANGS- MIKIL DANS- SÝNING MORMÓNABÓKIN SETT Á SVIÐ Í FLENSBORG MENNING 26-27 DAGLEGT LÍF 12-13AUÐUR ÞYRLULÆKNIR 6 Ýmsar skemmtilegar myndir sjást í íshelli austur við Jökuls- árlón sem Einar R. Sigurðsson, leiðsögumaður á Hofsnesi í Öræfasveit, sýndi ljósmyndara Morgunblaðsins fyrir nokkrum dögum. Inni í hellinum, sem er í Breiðmerkurjökli, má greina kynjamyndir, óvenjuleg litbrigði og tröllsleg andlit svo hægt er að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Náttúran fær sífellt nýjan svip og nú, þegar komið er fram í miðjan mars, er skammt þar til að hellirinn sem er úr þúsund ára gömlum ís verður heitri vorsólinni að bráð. Vegna hlýnunar andrúmslofts og bráðnunar af völdum öskufalls úr Grímsvatnagosi hopa jökl- ar raunar mjög hratt og segir Einar að á vissum stöðum hafi Breiðamerkurjökull styst um einn kílómetra á sjö árum. Óvenjuleg litbrigði og tröllsleg andlit í íshelli Morgunblaðið/RAX Jón Þórisson jonth@mbl.is Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að verðið sem aflandskrónu- eigendum býðst nú, 137,5 krónur fyrir hverja evru, sé afrakstur sam- tala milli bankans og fulltrúa krónu- eigendanna. „Í fyrra hleyptum við mönnum út á 190 krónur fyrir evr- una, þá vildu krónueigendur 175 krónur fyrir evruna.“ Hann segir að nýlega hafi verið reiknað út að miðj- an milli þessara tveggja talna sé áþekk því sem nú er boðið, að teknu tilliti til styrkingar á gengi krón- unnar frá því á miðju síðasta ári. Ánægja með afléttingu Morgunblaðið leitaði viðbragða forystumanna stjórnarandstöðunn- ar. Í máli þeirra kom fram að af- námi hafta er fagnað og er sam- hljómur meðal þeirra um að aðstæður til þessa nú séu ákjósan- legar. Hins vegar er á það bent að verðið sem nú liggur fyrir sé gagn- rýnivert. Þeir Jens Garðar Helgason, for- maður Samtaka fyrirtækja í sjávar- útvegi, og Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, lýstu í sam- tali við blaðið ánægju með tíðindi gærdagsins. Styrking krónu ræður mestu Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir þennan mun á verði evru nú og í fyrra stafa af styrkingu krónunnar. „Menn töl- uðu um að það hefði þurft enn lægra gengi en þessar 190 krónur sem boðið var upp, til að ná saman við- skiptum á þeim tíma. Síðan þá hefur krónan styrkst úr því að vera tæp- lega 140 krónur í 115 krónur þannig að viðmiðunarpunkturinn hefur færst til,“ segir Benedikt. Hann segir að eftir á að hyggja sjái menn að skynsamlegt hefði verið að bjóða lægra gengi en 190 krónur sem hefði þá getað klárað viðskiptin síð- asta sumar. „Auðvitað vissu menn ekki á þeim tíma að krónan ætti eft- ir að styrkjast svona mikið.“ Sigurður Hannesson, fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta, fagnaði þessu skrefi í samtali við mbl.is í gær. „Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp,“ segir Sigurður og vísar þar til þess að þeir hafi ekki viljað sætta sig við 190 krónur í fyrra og ákveðið að bíða. „Af útreikningum mínum í fljótu bragði sýnist mér þessir sjóðir hafa hagnast um 21 milljarð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“ segir Sigurður. Skynsamlegt útboð í fyrra „Síðastliðið sumar héldum við út- boð á krónum þar sem mönnum var frjálst að taka þátt,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. „Það var mikil skynsemi í að halda þetta útboð þá, því það er af- skaplega ólíklegt að gengið sem við fengum þá hefði staðið mönnum til boða nú. Meginmunurinn á genginu þá og nú er vegna þeirrar gríðar- lega miklu styrkingar á gengi krón- unnar sem orðið hefur í millitíðinni. Það er einkennilegt ef menn eru með hugmyndir um það að sú mikla styrking eigi ekki að endurspeglast í viðskiptum með krónur.“ Samtöl leiddu til niðurstöðu um verð  Afnámi hafta fagnað en þó er verðlagningin gagnrýnd MFjármagnshöftum … »4, 14 og 16 Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hef- ur ákveðið að veita frekari stuðn- ing vegna hungursneyðarinnar sem ríkir annars vegar í Suður-Súdan þar sem um 40 prósent þjóðarinnar eru sárlega matarþurfi samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna og hins vegar í Jemen. Heimsbyggðin hefur ekki staðið frammi fyrir annarri eins hungursneyð og ríkir nú í S- Súdan, Jemen, Sómalíu og Nígeríu þar sem áætlað er að um 20 millj- ónir manna búi við hungursneyð. Atli Viðar Thorstensen, sviðs- stjóri hjálpar- og mannúðarsviðs RKÍ, segir aukið fjármagn verða veitt til beggja landa og það sé til skoðunar að senda sendifulltrúa til Jemens. Fjöldi fólks mun látast af völdum hungurs komi ekki til sam- hæfðs átaks heimsbyggðarinnar að mati SÞ. »15 Milljónir munu svelta AFP Neyð Hungursneyð vofir yfir.  Tvöfalt fleiri útlendingar keyptu miða á síðustu tvær uppfærslur Ís- lensku óperunnar en á fyrri upp- færslur. Áhugi erlendra ferða- manna á íslenskri menningu er mikill, en þessari tegund ferða- manna; svokölluðum menningar- ferðamönnum, hefur lítill gaumur verið gefinn hér á landi. Þetta segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar. Hún segir að talsvert skorti á langtímaskipulagningu tónlistar- viðburða hér á landi og af þeim sök- um eigi ferðaskrifstofur, sem sér- hæfa sig í menningarferðum, erfitt með að selja slíkar ferðir hingað til lands. Menningarferðamenn eyði oft talsverðu á ferðum sínum og þarna séu talsverð sóknarfæri. »16 Segir mörg tækifæri vera í menningar- ferðamennsku  Yfirstjórn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu mun nú í morguns- árið funda þar sem næstu skref í leitinni að Artur Jarmoszko, sem ekkert hefur spurst til síðan 1. mars, verða ákveðin. Í gær gengu björgunarsveitarmenn fjörur við Kársnes og Fossvog en stafrænar upplýsingar úr síma Arturs leiddu leitina á þær slóðir. Raunar hafa þær verið það helsta sem á er byggjandi í þessu máli sem rann- sakað er sem mannshvarf. »10 Næstu skref leitar verða ákveðin í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.