Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Mikilvægtog löngutíma- bært skref um af- nám hafta var kynnt í gær. Í því felst að fyrir allan almenning, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða gjaldeyrisviðskipti frjáls og óheft. Með þessu má segja að stigið sé lokaskref í afnámi hafta. Um leið má líta svo á að með þessu sé þeim at- burðum sem hófust haustið 2008 formlega lokið, þó að þjóðarbúskapurinn síðustu misseri hafi sýnt að það ástand sem bankahrunið skapaði sé fyrir löngu hætt að hafa teljandi áhrif. Gjaldeyrishöftum var kom- ið á við afar óvenjulegar að- stæður. Raunar voru þá uppi efnahagslegar neyðarað- stæður. Þessar neyðarað- stæður voru réttlæting haft- anna og ætlunin var að losa þau þegar þær aðstæður væru að baki. Þetta var ekki gert og ákvörðun um losun hafta dregin langt umfram það sem ástæða var til. Sumir hafa útskýrt þetta svo að stjórnvöld og Seðlabanki hafi viljað fara afar gætilega, hafa bæði belti og axlabönd eins og stundum er kom- ist að orði. Á þann mælikvarða þurfti á endanum nokk- ur sett af beltum og axlaböndum til að ákvörðun um losun yrði tekin. Þessi töf hefur verið kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki og almenning í landinu og þess vegna er full ástæða til að fagna því að höftum skuli loks aflétt. Um leið er skiljanlegt að fram hafi komið efasemdir um þá samninga sem samhliða af- léttingunni eru gerðir við aflandskrónueigendur. Þeim bjóðast nú mun hagfelldari kjör en fyrir tæpu ári og óljóst að ástæða hafi verið til að endursemja nú. Aðstæður í efnahagslífi Ís- lendinga eru nú afar hag- felldar, jafnvel ískyggilega hagfelldar að sumra mati. Með afnámi haftanna aukast líkur á að efnahagsbatinn geti varað lengi og að lífskjör al- mennings geti haldið áfram að batna. Enginn skyldi þó gera ráð fyrir að það geti áfram gerst í þeim stökkum sem tekin hafa verið á síðustu misserum eða að efnahags- áföll séu liðin tíð. Nú verða höftin kvödd. Þeim fylgir engin eftirsjá} Losuð eftir langa bið Í fréttum mbl.issegir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, hafi hótað Hollend- ingum hefndum fyrir að hafa vísað tyrkneskum ráð- herra úr landi og synjað öðr- um ráðherra um lendingar- leyfi. Dönsk stjórnvöld hafi óskað eftir því að Erdogan fresti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Danmerkur, en til stóð að hann kæmi þangað síðar í mánuðinum. Tyrkir ganga að kjörborði 16. apríl um það, hvort veita eigi forseta landsins enn meiri völd og benda kannanir til að mjög mjótt sé á munum. Mikill fjöldi Tyrkja á megin- landinu geti því hæglega ráð- ið úrslitum. Í frétt mbl.is er eftirfarandi frásögn: „Hæ Holland! Ef þið eruð að fórna tengslum Tyrklands og Hollands vegna kosning- anna á miðvikudag þá fáið þið að gjalda þess,“ sagði Erdog- an við athöfn í Istanbul í dag, sýnilega reiður. Vísar hann þar til þingkosninga í Hol- landi á miðvikudag. „Þeir munu komast að því hvað háttvísi er,“ bætti hann við og að því sem hafi gerst verði ekki látið ósvarað.“ Ef Íslendingar sætu undir hótun af þessu tagi yrði þeim ósjálfrátt hugsað til Tyrkjaránsins (hingað sóttu forðum ræningjar frá Alsír og Marokkó). En Erdogan er ekki að hóta því að sækja sér mannskap til Evrópu. Þvert á móti. Beitta vopn Erdogans felst í að opna gaddavírsgirð- ingarnar sem halda þremur milljónum flóttamanna frá því að komast um Evrópu. Flóttamennirnir eru geymdir á bak við gaddavírinn að kröfu Evrópusambandsins, einkum þá Þýskalands, og gegn myndarlegum greiðslum ESB í ríkissjóð Tyrkja. Þær girðingar og milljónirnar sem hírast bak við þær, hafa fengið mun minni fordæmingu heldur en þeir 109 einstaklingar sem töfðust í nokkra klukkutíma á bandarískum flugvöllum vegna tilskipunar Trumps forseta. Hvernig skyldi standa á því? Tyrkir eru svo fjöl- mennir í Evrópu að atkvæði þeirra ráða úrslitum í heima- landinu} Tyrkjalánið ólíkt ráninu F yrir nokkrum árum var efnt til kosningar um fallegasta orð ís- lenskar tungu. Orðið ljósmóðir hlaut flest atkvæði í kosningu sem Hugvísindasvið Háskóla Íslands og RÚV stóðu að. Ég man ekki til þess að ljótasta orð ís- lenskrar tungu hafi einhvern tímann verið valið en ef einhver er að leita að því sting ég upp á orðinu „tengslanet“. Orð sem fór fyrst að bera á að einhverju marki upp úr 2000 og ég hef einkum hnotið um það síð- ustu árin því að sögn margra er gott tengslanet grunnurinn að því að geta átt farsælt líf, sérstaklega þurfa konur að huga að þessu. Einu sinni var það að þekkja fólk, hafa kynnst því í gegnum grunnskóla, mennta- skóla, tómstundir, vinnu, aðra vini, eðlilegur fylgifiskur lífsins. Þetta hafði gerst ósjálfrátt, kunn- ingjar, vinir og aðrir sem maður hafði kynnst mynd- uðu einhvers konar fallega bróderingu í lífi manns. Fólk sem hafði gefið manni eitthvað, lítið eða meira og maður gladdist að hitta gamla kunningja á förnum vegi. Sumir sem maður hefur kynnst hafa orðið lífstíð- arvinir. Tengslanet hefur sett eðlileg og falleg samskipti fólks í nýtt og útsmogið samhengi, að mér persónu- lega finnst. Til að komast áfram í lífinu þarf fólk að skilja að það er að búa til tengsl, sér eða starfi sínu til framdráttar, að búa til tengsl er verkfæri sem á að nota til að byggja eitthvað sjálf- um sér til hagsbóta. Feimnin þarf að fjúka, intróvertar þurfa að æfa sig í spjalli þó svitinn leki niður bakið á þeim og enginn kemst langt nema hann tali reglulega við nýtt fólk. Ég veit ekkert skemmtilegra en að kynn- ast nýju fólki og ég kvarta aldrei yfir yfir- borðsspjalli við ókunnuga. Er allra fyrst á svæðinu til að blanda mér inn í umræður um veðrið sem var í gær og verður á morg- un. Skemmtilegustu matarboð sem ég hef farið í eru þau þar sem ég þekki ekki alla. En þegar sá dagur rennur upp sem ég fer að líta á spjall við fólk af holdi og blóði sem hálfgerða fjárfestingu, sem geti leitt til gagnlegra tengsla fyrir sjálfa mig í starfi eða hvar sem er, hlýtur húmanisminn að hafa tapað fyrir markaðsöflum og vasafyrirlestrum. Maðurinn er þá ekki einfaldlega mannsins gaman heldur einhvers konar mannsins hagur, stigin talin saman eftir mannamót og kvöldið kortlagt. Tengslanet eiga samkvæmt óteljandi skrifum um fyrirbærið að styrkja mann í lífinu, tengslin gefa manni ákveðið forskot. Ég klóra mér í hausnum því einu sinni var það í rauninni ákaflega ljótt og hét klíkuskapur, og þótti ekkert sérstaklega vandað að láta fólk redda sér hinu og þessu fyrir að þekkja hinn og annan. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexand- ersdóttir Pistill Kaupauki kunningsskaparins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Talsverð sóknarfæri eru fyrirsígilda tónlist í íslenskaferðaþjónustugeiranum.Þau hafa lítið verið nýtt og ein helsta ástæða þess er skortur á langtímaskipulagningu sígildra tón- listarviðburða og takmarkað aðgengi erlendra ferðaskipuleggjenda að upp- lýsingum um slíka viðburði með nægilegum fyrirvara. Þetta segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óp- erustjóri Íslensku óperunnar, sem var meðal þátttakenda á málþingi um tónlistarferðamennsku sem haldið var af tónlistardeild Listaháskóla Ís- lands í síðustu viku. „Við erum farin að geta boðið upp á tónlistarviðburði hér á landi sem standast alþjóðlegan samanburð. Fyrir utan viðburði í Hörpu, er iðandi tónlistarlíf víða um land, ýmsar hátíð- ir eru haldnar og aðrir viðburðir. Margt af þessu gæti haft gríðarlegt aðdráttarafl fyrir menningar- ferðamenn, þ.e. þá ferðamenn, sem ferðast í þeim megintilgangi að njóta menningar og lista,“ segir Steinunn Birna. Hún segir rannsóknir benda til þess að slíkir ferðamenn séu vel stæðir og oft vel upplýstir. Þá eyði þeir oft talsverðu fé á ferðum sínum. „Það er eftir miklu að sækjast og þeir sem ég hef talað við hafa sagt að þeir ættu ekki í neinum vandræðum með að selja tónlistarferðir til Íslands ef þeir fengju upplýsingar um við- burðina með nægum fyrirvara,“ segir Steinunn Birna. Skortur á langtímahugsun Hún segir að „ný vídd“ hafi opn- ast með tilkomu Hörpu. „Við bjóðum þar upp á fyrsta flokks listviðburði og erum rétt að byrja að fleyta ofan af þeim tækifærum sem þar leynast. En það sem vantar er langtímahugsun í fjármögnun, skipulagningu og í miðl- un upplýsinga til erlendra ferðaþjón- ustuaðila. Það skortir á að opinberir aðilar hugsi til lengri tíma en eins árs í einu þegar verið er að ákveða fjár- veitingar til tónlistarhátíða og ann- arra viðburða. Skipuleggjendur þeirra þurfa að vita hvort grundvöll- ur sé fyrir starfseminni til að geta kynnt hana með nægum fyrirvara, en það er ekki hægt ef það liggur jafnvel ekki fyrir fyrr en skömmu áður hvort hægt er að halda viðburðinn vegna óvissu um fjármagn. Okkur Íslend- ingum er svolítið tamt að hugsa til einnar nætur, en nú verðum við að skipta um göngulag til að nýta þessi tækifæri til fulls.“ Áhugi á óperum á Íslandi Í starfi sínu sem óperustjóri og áður sem tónlistarstjóri Hörpu hefur Steinunn Birna orðið vör við síaukinn áhuga útlendinga á íslensku lista- og menningarlífi. T.d. seldist talsvert er- lendis af miðum á Évgení Onegin, síð- ustu uppsetningu Íslensku óp- erunnar og þegar hafa verið pantaðir miðar frá útlöndum á næstu upp- færslu, sem verður Tosca. Hún kallar eftir að sett verði á stofn kynning- armiðstöð klassískrar tónlistar sem hefði það meginverkefni að miðla upplýsingum til erlendra menningar- ferðaskipuleggjenda og kynna fjöl- breytni sígildu tónlistarsenunnar. „Ef slík miðstöð yrði stofnuð, færi boltinn fljótlega að rúlla, rétt eins og hefur gerst þegar önnur tegund ís- lenskrar tónlistar hefur verið kynnt.“ Hefur sígilda tónlistin orðið útundan? „Það má kannski segja það. En það er enginn einn sökudólgur í þeim efn- um. Frumkvæðið verður að koma frá tónlistargeiranum sjálfum, en þetta verður ekki gert án stuðnings yf- irvalda.“ Steinunn Birna segir að horfa megi til Finnlands í þessum efnum. Þar séu haldnar stórar sígildar tón- listarhátíðir sem laði að sér fjölda er- lendra menningarferðamanna og að það hafi verið meðvituð ákvörðun hins opinbera að styrkja vel við þær. „Peningarnir skila sér margfalt til baka og við höfum sömu möguleika og Finnar á að gera þetta. Þetta er óplægður akur, þessir ferðamenn eru þarna, þeim fer fjölgandi og við meg- um ekki missa af þeim. “ Er tónlistartúrismi það sem koma skal? Morgunblaðið/Golli Nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn? Frá uppsetningu Íslensku óperunn- ar á Évgení Onegin. Nokkuð var um að miðar væru seldir erlendis. „Núna er verið að selja Ísland fyrst og fremst sem stað til að njóta náttúru og þeir sem hafa tíma af- lögu nota hann stundum til að kíkja aðeins á menninguna. Það mætti snúa þessu við og koma hingað fyrst og fremst vegna tiltekinna listviðburða og skoða síðan náttúr- una, ef tími gefst til,“ segir Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðjúnkt við LHÍ og leiðsögumaður, sem stýrði málstofunni. „Margir vilja gjarnan skoða lönd út frá menningu. En það er ekki hægt að selja það sem ekki er til og svona ferðir hafa einfaldlega ekki verið skipulagðar.“ Komi vegna listarinnar EKKI BARA NÁTTÚRAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.