Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leggðu þig fram um að sýna þínar bestu hliðar svo að þér takist að vinna aðra til fylgis við málstað þinn. Losaðu þig við óþarfa og hnýttu lausa enda varðandi sameiginlegar eigur. 20. apríl - 20. maí  Naut Gróði, heilbrigði og hamingja spretta frá verkinu sem þú fæst við – svo lengi sem það er unnið af öllu hjarta. Höndin leitar ósjálfrátt í veskið því það er eðlilegt að vilja verðlauna sig þegar vel gengur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Sýndu fólki fram á að það muni uppskera eins og það sáir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Flestum þætti erfitt að halda utan um 1,6 milljón hluti í hausnum í einu. Hlustaðu á það sem fólk hefur að segja en bíddu með framkvæmdir til morguns. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Fólk finnur sig knúið til þess að ganga í augun á þér. Til þess að draumar þínir geti orðið að veruleika þarftu að vinna mikið og leggja allt félagslíf á hilluna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Eitthvað er að angra þig og þú losnar ekki við þá tilfinningu fyrr en þú gerir eitt- hvað. Notaðu tímann í samninga, kaup og sölu og viðræður af því tagi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur reynst þér skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum annarra. Leggðu fyrst niður allar varnir. En þú sættir fólk með einstakri ráðsnilld. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er líklegt að þú fáir góða hugmynd varðandi fjárhaginn. Varfærnin mun reynast þér best í bráð og lengd. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dugnaður þinn verður til um- ræðu, en kannski ekki endilega meðal þeirra sem þú vilt að hæli þér. Skoðaðu málin með opnum huga. Líttu ávallt á björtu hliðarnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óákveðni kæfir sköpunarmáttinn – gerðu upp hug þinn og það fljótt. Reyndu að skemmta þér með fjölskyldunni. Kannski tekst ykkur að skapa minningar sem endast ævilangt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert að ganga í gegnum undar- legt tímabil. Ekkert gengur eins illa fram af fólki og þegar það er svikið í griðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú leitar ráða hjá félaga sem reynist skemmtileg blanda af speki og hnyttni. Hann er jafnframt rausnarskapurinn uppmálaður. Bogi Sigurðsson sendi mérlínu, þar sem hann segir að „nú á síðustu vikum hafa þeir kvatt okkur knattspyrnumenn- irnir þeir síðustu úr gullaldarlið- inu sem vann fyrst Íslandsmótið 1951 – núna síðast Ríkharður, Guðjón Finnbogason og Sveinn Teitsson. Mér datt í hug við útför Sveins. Himnaranninn var ekki í vafa er velja þurfti besta liðið. Nú Venni, Gaui og Haddi hafa haslað sér völl við gullna hliðið. Ég átti því láni að fagna að spila með þeim nokkra leiki.“ Gunnar J. Straumland segir á Boðnarmiði að lægðarómynd nálgist okkur hratt með fylgjandi vindgangi og því sé ekki úr vegi að rifja upp nokkur vindorð: Bísingsvindur, barviðri, bylur, túða, steglingur. Höggpípa og hrakviðri, hnattroka og derringur. Stafurgola, steytingur, stólpi, hregg og beljandi. Þytur, gustur, þræsingur, þeyr og hrök og sveljandi. Blástur, gráð og belgingur, blæsa, gjóstur, snerra. Rimba, kul og rembingur, rokbylur og sperra. Ekkert ræði iðravind né ólyktina sem ég fann þó varla sé það váleg synd að viðra í dag sinn innri mann. Sigurlín Hermannsdóttir skrif- ar föstudagslimru í Leirinn: Hann Tumi var smávaxinn smali og smámæltur nokkuð í tali. Er sauðina elti þá sjálfur hann gelti því Vaskur stökk vestur í Dali. Bjarni Gunnlaugur Bjarnason bætti við á Boðnarmiði: Við hanann komst Tumi í tæri þó trylltur af svefnleysi væri svo þetta galandi grey griðin fékk ei og var skotið á skreflengdar færi Þessi klassíska limra Ólafs Stefánssonar er matarleg: Það var eitt sinn nýmunkur natinn, sem af nákvæmni blessaði matinn. Hann signdi oft grauta og sirlion-steik nauta, en sérlega glóðbökuð gratin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Við gullna hliðið, þræsing- ur og matarlimra Í klípu „VIÐ ERUM MJÖG ÁNÆGÐIR MEÐ ÁKAFA ÞINN OG GÆÐI VINNUNNAR. EN ÞVENGURINN VERÐUR AÐ FARA.“ RASSSKOR PÍPULAGNIR EHF. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SPURÐI EKKI HVORT ÞÚ REYKTIR. ÉG SAGÐI: „MÁ BJÓÐA ÞÉR ELDSPÝTUR?““ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að verja augu hennar fyrir sólinni. HVAÐ VILT ÞÚ Í DAG? ÞANNIG AÐ ÞÚ GETUR EKKI SOFNAÐ? ÉG Á Í ERFIÐLEIKUM MEÐ SVEFNINN AFTUR, DR. TÓKI! ÉG GLEYMDI VIÐ HVERN ÉG VAR AÐ TALA! JÓN DÁIR MIG MIKIÐ SJÁIÐI?ÞÚ ERT FEITUR HANN SAGÐI AÐ ÞAÐ VÆRI MIKIÐ AF MÉR TIL ÞESS AÐ DÁST AÐ Eru svipir á sveimi á forsetasetrinuá Bessastöðum? Trú margra er að þar dansi hin norska hefðarkona Apollonia Schwartzkopf sem vofa um gangana. Hún kom til Íslands 1722 eftir að hafa kært Niels Fuhrmann amtmann fyrir svik í tryggðum. Og undan því komst Fuhrmann ekki, því hann var bókstaflega dæmdur til að eiga Appollinu. Hún var kölluð Hrafnhetta en sá er titill skáldsögu Guðmundar Daníelssonar frá 1958. Það er vel skrifuð bók og skemmtileg aflestrar, þótt frásagnarmátinn væri sjálfsagt annar í dag. En efniviðurinn er alltjend góður, örlagasaga af amt- mannssetrinu á Álftanesi. x x x Skaðinn við Straumfjörð á Mýrum íseptember 1936 þar sem rann- sóknarskipið Pourquoi Pas? fórst með allri áhöfn, utan einum manni, verður alltaf frásagnarefni. Atburð- um þessum gerir Illugi Jökulsson ágætlega skil í bók sem kom út fyrir síðustu jól og er í ritröðinni Háski í hafi. Ítarlega er sagt frá hinum heimskunna Charcot, leiðang- ursstjóra og landkönnuði, sem fórst í slysinu, sem hafa verið skrifaðar um bækur, gerðar bíómyndir og listaverk – meðal annars lágmynd eftir Einar Jónsson myndhöggvara sem er í heimaborg Charcots St. Malo við Ermarsundsströnd Frakklands. Það listaverk skoðaði Víkverji fyrir nokkru og þótti áhrifaríkt. x x x Af mörgum bókum sem rekið hefurá fjörur Víkverja að undanförnu er World Heritage Sites sem er leið- sögn um þann 1.031 stað sem kominn er á heimsminjaskrá Unesco. Þetta er 7. útgáfan af þessu riti sem verður æ stærra og ítarlegra. Víða er komið við sögu og fyrst segir frá Galapagos- eyjum í Kyrrahafi sem voru fyrsti staðurinn sem komst á þessa skrá sem stofnuð var 1977. Svo kemur allt hitt; Frelsisstyttan í New York, kalk- eyjarnar á Halong-flóa í Víetnam, egypsku pýramídarnir og í Dan- mörku Krónborgarkastali og dóm- kirkjan í Hróarskeldu. Já, það er gaman að sitja kyrr á sama stað en samt að verða að ferðast. vikverji@mbl.is Víkverji Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. 16:1-2) EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.