Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Styrmir Gunnarsson ræðir til-raunir Samfylkingar til að toga sig upp úr stöðnuninni í borginni:    Málefnastaða flokksins og þarmeð meirihlutans í borgar- stjórn er augljóslega erfið. Forystu- sveit flokksins í borgarstjórn virðist falla betur að tala en að gera. Stað- an í húsnæðismálum í borginni er erfiðari en hún hefur verið áratug- um saman.    Að sjálfsögðu mun meirihlutinnreyna að halda því fram að það sé landstjórninni að kenna en ekki borgarstjórn. Á móti verður því haldið fram að borgin hafi ekki séð fyrir nægilegu framboði á lóðum. Að auki verða önnur vandamál við- kvæm fyrir meirihlutann, svo sem leikskólamál, skólamál o.fl. Útspil borgarstjóra nú um helgina varð- andi hjúkrunarheimili er augljós- lega þáttur í þeim leik sem fram- undan er.    Vandamál borgarstjórnarflokksSjálfstæðisflokksins er annars eðlis. Kannski má segja með tilvísun til þess sem sagt var um málgleði forystumanna Samfylkingar að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tali ekki nóg. En kjarni málsins er þó sá að svo virðist sem úr grasrót Sjálfstæðisflokksins sé ekki að vaxa nægilega mikið af foringjaefnum.    Og sá skortur á framtíðarleið-togum birtist í veikum borgar- stjórnarflokki sem ekki hefur látið mikið að sér kveða á því kjörtímabili sem er að líða. Það blasir ekki við að endurnýjun sem máli skipti verði á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Vandinn er víða STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.3., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 4 alskýjað Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 7 rigning Ósló 3 alskýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 6 heiðskírt Helsinki 0 léttskýjað Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 16 heiðskírt Dublin 8 skúrir Glasgow 10 rigning London 11 rigning París 16 heiðskírt Amsterdam 13 heiðskírt Hamborg 8 heiðskírt Berlín 4 léttskýjað Vín 7 skýjað Moskva 4 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -15 skýjað Montreal -14 skýjað New York -4 léttskýjað Chicago -2 skýjað Orlando 19 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:52 19:23 ÍSAFJÖRÐUR 7:59 19:27 SIGLUFJÖRÐUR 7:42 19:09 DJÚPIVOGUR 7:22 18:52 Ármúli 8, 2. hæð - 108 Reykjavík Sími: 414-4466 - www.draumahus.is Föst söluþóknun - Allt innifalið * 399.900 Föst söluþók - Allt innifalið AnnaTeitsdóttir Nemi til löggildingar 787-7800 Lárus Óskarsson Fasteignasali 823-5050 Ólafur Sævarsson Nemi til löggildingar 820-0303 * * gildir fyrir eignir undir 60.000.000 kr. í einkasölu. Vestmanna- eyjaferjan Herj- ólfur tók niðri við Landeyjahöfn í gær. Ekki mun vera óalgengt að sandöldur neðan yfirborðs sjávar myndist utan hafnargarðsins. Að sögn Ólafs Williams Hand, forstöðumanns kynningar- og mark- aðsdeildar, tók ferjan niðri þegar hún var á siglingu út úr höfninni. Háfjara var þegar þetta var og sjáv- arstaða því lág en veður með besta móti. Ólafur segir skipstjóra Herj- ólfs hafa metið það svo að ekki væri nein hætta á ferðum. Engu að síður var til öryggis kafað undir skipið þegar það kom til hafnar í Vest- mannaeyjum. Ólafur segir að það komi fyrir að Herjólfur strjúkist við sand í botninum. Greint var frá því í síðustu viku að Herjólfur hefði hafið siglingar á Landeyjahöfn í fyrsta sinn á þessum vetri og höfnin hefði aldrei verið opnuð svo snemma árs. jonth@mbl.is Herjólfur tók niðri við höfnina  Algengt að ferjan strjúkist við sandöldur Herjólfur Siglir í Landeyjahöfn. Bæjarráð Fjarðabyggðar harmar að samgönguáætlun sú sem Alþingi hefur samþykkt sé ekki fjármögnuð og lýsir jafnframt yfir áhyggjum vegna þess. Þetta segir í ályktun bæjarráðs þar sem segir að álit Austfirðinga sé að í samgöngumálum þurfi fyrst og fremst að horfa til öryggis vegfar- enda. Umferð á vegunum sé að aukast vegna fjölgunar ferðamanna og aukinna flutninga á vegum. Í því efni sé vert að nefna spotta á þjóð- vegi 1 sem ekki hafa verið malbik- aðir, svo sem vegarkafla innst í Berufirði. Hann sé á köflum var- hugaverður og nánast ófær við ákveðin skilyrði. Þá megi tiltaka veginn til Borgarfjarðar eystri, en mikilvægi hans hafi aukist á und- anförnum árum vegna aukinnar um- ferðar í Bakkagerðisþorp. Á vettvangi Húsavíkurstofu, sam- eiginlegum vettvangi ferðaþjónust- unnar á Húsavík, er gagnrýnt að nauðsynlegar samgöngufram- kvæmdir úti á landi nái ekki fram að ganga. Ljóst sé að framkvæmdum við uppbyggingu Dettifossvegar ljúki ekki á næsta ári eins og stefnt hafi verið að. Það sé áfall. Undrunar- efni sé að stjórnmálamenn tali fjálg- lega fyrir kosningar um uppbygg- ingu innviða, samþykki áætlanir þar að lútandi en þeim sé svo ekki fylgt eftir með fjárveitingum. sbs@mbl.is Harma að samgönguáætlun fylgi ekki fé  Horft sé til umferðaröryggis úti á landi  Áfall að Dettifossvegi sé frestað Morgunblaðið/Kristinn Vegagerð Stjórnvöld eru gagnrýnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.