Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafn Íslands efndi til þjóðbúningadags í Safnahúsinu við Hverfisgötu í gær. Gestir voru hvattir til að mæta í þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Golli Íslendingar standa, rétt eins og aðrir jarð- arbúar, frammi fyrir miklum áskorunum. Óvíst er með hvaða hætti glíman við hinar miklu áskoranir kann að hafa áhrif á samfélag okkar, velferð og vel- sæld. Jarðarbúum fjölgar ört, það er stað- reynd sem setur kvöð á mannkynið að nýta bet- ur þau hráefni sem unnið er úr og framleiða eftir fremsta megni með sjálfbærum hætti. Matvælaframleiðsla er meðal þýð- ingarmeiri verkefna sem huga þarf að þegar kemur að úr- lausn hinna stóru áskoranna. Um alllangt skeið hafa innan við 5% af heildar matvæla- framleiðslu heimsins komið úr höfum og vötnum, þó svo þau þeki um 70% af yfirborði jarðarinnar. Æ fleiri beina nú sjónum sínum að þessari staðreynd, því líklegt er að nokkur hluti fyrirsjáanlegrar aukningar mat- vælaframleiðslu heims- ins fari fram við strendur og úti fyrir ströndum meginlanda sem og ey- ríkja. Landbúnaður er fyrirferð- armikill í matvælaframleiðslu heims- ins og margfalt umfangsmeiri en veiðar eða nytjar villtra fiskistofna. Efnahagslögsaga Íslands er víðfeðm og ljóst er að möguleikar eru á að framleiða matvæli innan hennar auk veiða á villtum tegundum. Strandrík- ið Ísland býr að tækifærum með ag- aðri og skipulagðri uppbyggingu at- vinnugreina við strendur landsins. Ræktun lífvera í vatni er ekki ný af nálinni en hvorki ræktun né eldi hef- ur verið fyrirferðarmikið á Íslandi, þó að Ísland sé leiðandi í bleikjueldi og hafi verið framarlega í eldi á lúðu. Á síðustu árum hefur verið mikil aukning í laxeldi við Íslandsstrendur og efnileg fyrirtæki í þörungaræktun hafa sprottið upp. Þá hefur gróska verið í ræktun hryggleysingja og skel hefur sést á matseðlum víða um land. Mikilvægt er að vanda vel til verka við uppbyggingu atvinnugreina hér á landi. Atvinnugreinar sem byggjast á hagnýtingu auðlinda á og við strend- ur landsins geta liðkað til við lausn þeirra áskorana sem við okkur blasa. Strandbúnaður er samheiti yfir at- vinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða. Fyrir ábyrga þróun þeirra at- vinnugreina sem teljast til strand- búnaðar er mikilvægt að fyrir hendi sé opinn vettvangur fyrir faglega og fræðandi rökræðu um brýnustu og mikilvægustu úrlausnarefnin. Í því augnamiði er efnt til ráðstefnunnar Strandbúnaður 2017 dagana 13.-14. mars á Grand Hótel. Ráðstefnan er öllum opin, þar verður farið yfir, á skilgreindum málstofum, stöðu og þróun fyrirferðamestu þátta strand- búnaðar við Ísland sem og stöðu mála á heimsvísu. Ráðstefnan styður þannig við menntun, rannsóknir, stefnumótun og þar með þróun greinarinnar. Eftir Arnljót Bjarka Bergsson » Strandbúnaður; samheiti atvinnu- greina sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, þ.m.t. ræktun og eldi. Arnljótur Bjarki Bergsson Höfundur er formaður stjórnar Strandbúnaðar ehf. og sviðsstjóri hjá Matís . Strandbúnaður 2017 Undarleg umræða hefur farið fram á Al- þingi síðustu daga. Þar er rætt og deilt um gildi áætlana - samgöngu- áætlunar - annars veg- ar og laga - fjárlaga hins vegar. Ég hélt að Íslendingar væru nú orðnir það sjóaðir eftir áratuga reynslu um opinbera áætlunargerð að þeir kynnu muninn á áætlun og efndum. Það vafðist nú ekki fyrir alþingismönnum þegar ég þekkti þar til. Svo margar áætlanir um opinberar framkvæmdir hafa verið gerðar, sem hvorki stóðust reynsluna né fjárhags- ramma, að sá lærdómur ætti að hafa síast inn í alþingismenn – nema kannski þá allra óreyndustu eins og þá þátttakendur, sem Margrét Tryggvadóttir segir frá í bók sinni, sem ekki höfðu einu sinni tileinkað sér frumdrög í fundarsköpum hvað þá heldur minnstu þekkingu á starfs- háttum löggjaf- arsamkomu. Áform og svo ákvörðun Áætlanir Alþingis um verklegar fram- kvæmdir eru samþykkt áform alþingismanna, í þessu tilviki um vega- framkvæmdir. Fjárlög eru ekki áform heldur lögbundin fyrirmæli um hvaða fjármuni heimilt sé að greiða úr rík- issjóði og til hvaða verkefna. Ráð- herrar hafa ekki leyfi til þess að greiða hærri fjárhæðir til áformaðra framkvæmda en fjárlögin heimila þeim. Alþingismenn hafa fulla heim- ild til þess að samþykkja hvaða áform sem er. Þær samþykktir, þau áform, víkja hins vegar fyrir skýlausum fyr- irmælum laga um hvað heimilt sé að greiða. Þannig víkur óskhyggjan fyr- ir hinum hörðu staðreyndum veru- leikans, staðreyndum samþykktra laga. Þetta á að vera fyrsta lexía sem alþingismaður þarf að læra. Sá sem býður sig fram til þingmennsku ætti raunar löngu að vera búinn að læra þá lexíu. Vaðlaheiðargöng Tökum stórt dæmi. Þegar ganga- gerðin undir Vaðlaheiðina var sam- þykkt var gerð um það tiltekin áætl- un um útgjöld. Sú útgjaldaáætlun hefur hvergi nærri staðist. Þurft hef- ur miklu meiri fjármuni til þess að kosta gangagerðina en áætlað var. Ef göngin hefðu verið fjármögnuð úr ríkissjóði í stað þess að íslenska ríkið – les skattgreiðendur – hafi verið sett í bakábyrgð fyrir framkvæmdinni fyrir milligöngu Ríkisábyrgðarsjóðs hefði ekki verið hægt að halda áfram gangagerðinni þegar fjármunina þraut. Þá hefði orðið að hætta fram- kvæmdum og ekki verið hægt að halda áfram nema Alþingi samþykkti heim- ild til aukinna útgjalda á fjárlögum. Þá reglu var hægt að sniðganga með því að láta líta svo út að gangagerðin væri kostuð af þriðja aðila með lánum en Ríkisábyrgðarsjóður veitti síðan rík- isábyrgð á öllu lánsfénu. Þannig var hægt að neyða Alþingi til þess að taka á sig að greiða eftirá framkvæmda- kostnað án þess að nokkra sérstaka lagaheimild þyrfti til þess að fá í fjár- lögum frá Alþingi hverju sinni. Þetta er aðferðin vilji menn að samgöngu- áætlun fái meiri rétt og tryggari stöðu en að þurfa að lúta lagaákvörðunum Alþingis um heimildir til greiðslu úr ríkissjóði. Þykir mönnum þessi af- greiðsla vera til fyrirmyndar? Senni- lega þeim, sem það þótti í tilviki Vaðla- heiðarganga. En hinum? Óskhyggja Óskhyggja alþingismanna er hvorki refsiverð né ámælisverð. Samgöngu- áætlun Alþingis lýsir eindregnum vilja alþingismanna til framkvæmda, við- halds og nýbygginga í vegamálum. Viljinn verður hins vegar að ósk- hyggju þegar sama Alþingi veitir ekki nægilega fjármuni til þess að hægt sé að framkvæma það, sem vilj- inn vildi. Vonsviknir alþingismenn eiga bara á því eina lausn – sé viljinn yfirsterkari óskhyggjunni. Sem sé að breyta fjárlögum, hækka fjárveiting- arnar þar til vegamála og gefa rík- isstjórninni heimild til þess að greiða fé úr ríkissjóði til samræmis við áformin. Ella er bara einn kostur eft- ir. Sá, að „skera niður“. Menn geta svo rifist um það hver það eigi að gera – ráðherra, Vegagerðin eða vel- viljaðir alþingismenn. „Litla gula hænan“ Er virkilega svo komið, að þörf sé á svona umfjöllun í viðræðum við sitj- andi alþingismenn? Þetta þykir mér vera eins og ég labbi til þeirra með kverið „Litla gula hænan“ undir hendinni til þes að kenna þeim að lesa. Eftir Sighvat Björgvinsson » Fjárlög eru ekki áform heldur lög- bundin fyrirmæli um hvaða fjármuni heimilt sé að greiða úr ríkissjóði og til hvaða verkefna. Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fyrrv. alþm, fjármálaráðherra og formaður fjárveitinganefndar. Áform eða ákvörðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.