Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 13
Fjör Þorpsbúar í skrautklæðum og með grímur leika helgileik fyrir trúboðsforsetann.
flott. Ég verð að segja að mér finnst
æskan til fyrirmyndar núna. Þegar
ég var á þessum aldri þá lágum við
keðjureykjandi í ölæði á bak við
sjoppur.“
Þarf reyndan hund í hópinn
Björk er afar ánægð með fólkið
sem hún hefur fengið til liðs við sig í
uppsetningunni.
„Þórunn Lárusdóttir leik- og
söngkona sér um að stjórna söngn-
um og Hallur Ingólfsson er tónlist-
arstjóri, þau eru bæði með mikla
reynslu, enda verður maður að passa
í svona uppsetningu að í allri um-
gjörðinni sé hundrað prósent fag-
mennska. Það verður að vera reynd-
ur hundur í hópnum til að leiða
flokkinn,“ segir Björk og hlær.
„Ég vissi ekkert fyrst þegar ég
hitti þennan hóp af krökkum hvort
við gætum sett upp söngleik eða
ekki, maður veit ekki strax hvað
maður er með í höndunum. Ég var
fyrst með leiklistarnámskeið með
þeim en svo hélt ég söngprufur og
Þórunn Lár var með mér í því. Við
sáum fljótt að það var messufært í
söngleik. En þetta er mikil vinna.
Við Hallur höfum oft unnið saman
áður og setjum markið alltaf í hæstu
hæðir af því að annars er bara ekk-
ert gaman. Og svo í miðju kafi hugs-
ar maður „hvað er ég búin að koma
mér út í“ og langar helst að hætta
við alltsaman. Hallur átti í eitt af
þessum skiptum afskaplega spek-
ingslega setningu sem ég rifja oft
upp í stressinu: „Þetta er dálítið eins
og að borða fíl, einn biti í einu, en áð-
ur en við vitum af er hann búinn.“
Og nú er fíllinn búinn og enn og aft-
ur ótrúlegt hvað maður nær að koma
frá sér með þessu unga fólki, ef mað-
ur hefur nægilegan áhuga á því. Ég
held að þessi söngleikur eigi eftir að
koma skemmtilega á óvartf.“
Hárbeittur og flottur húmor
Þegar Björk er spurð að því
hvað hafi ráðið valinu á þessum
söngleik, Mormónabókinni, segir
hún að þetta sé einfaldlega besti
söngleikur seinni ára.
„Hann er svo fyndinn! En við
höfum auðvitað aðlagað og gert
þetta að okkar. Ég sá um að íslenska
leiktextann en Óli Gunnar var með
mér í að þýða söngtextann, hann er
annar af höfundum í Stefán rís sem
var frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu í
haust. Það er vissulega kúnst að
þýða þetta því lagatextarnir eru
sungnir brandarar, þetta þarf allt að
vera á mannamáli og það þarf að
vera fyndið.“
En hvaða erindi á söngleikur
við íslenskan nútíma sem segir frá
sértrúarsöfnuði og trúarofstæki í
Ameríku?
„Þetta á sannarlega við í öllu
því trúarofstæki sem er í gangi í
heiminum í dag. Í þessum söngleik
er gert bullandi grín að undarlegum
kenningum Mormóna, en það er líka
gert bullandi grín að fáránlegum
trúarbrögðum annars staðar í heim-
inum, til dæmis í Afríku, þar sem á
einhverjum svæðum eru trúarbrögð
sem boða að hægt sé að læknast af
AIDS með því að hafa samræði við
hreina mey. Þeir sem semja þennan
söngleik eru höfundar South Park
þáttanna, og þeir eru með hárbeitt-
an og ótrúlega nútímalegan og flott-
an húmor.“
Björk segir að áður fyrr hafi
verið hefð fyrir öflugu leiklistarlífi í
Flensborg og þegar hún var í skól-
anum þá steig hún þar sín fyrstu
skref í leiklistinni. „Það dró úr
áherslunni á leiklistina í skólanum
um tíma, en nú er verið að keyra
þetta upp aftur, sem er frábært.“
Bros og gleði Hér getur að líta nokkra mormóna í Úganda í Afríku.
Leikstjórinn Björk í heilögu stuði.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Örlög og ástir grípa í tauma
MORMÓNABÓKIN
Söngleikurinn Mormónabókin
(Book of Mormon) er einn vinsæl-
asti söngleikur síðari ára. Þar
segir frá Jóni fyrirmyndamor-
móna og Þorláki vandræðagemsa
sem eru trúboðsfélagar og sendir
til Úganda til að frelsa alla Afríku.
Örlög og ástir grípa í taumana og
frelsunin gengur ekki þrautalaust
fyrir sig. Mormónabókin fékk
bandarísku Tony-verðlaunin sem
besti söngleikurinn árið 2011 og
texti og tónlist er eftir höfunda
South Park-þáttanna. Söngleik-
urinn er drepfyndin ádeila á trú-
arofstæki í Ameríku.
Sýnt í Gaflaraleikhúsinu í Vík-
ingastræti. Miða- og hópapant-
anir í s. 565-5900 kl. 13-17 virka
daga.
Ferðafélag barnanna hvetur börn til
að hrista af sér vetrarslenið og slást
í hóp vaskra krakka sem á morgun,
þriðjudaginn 14. mars, leggja upp í
leiðangur um innstu afkima Rauð-
hóla. Þar er fullt af leynistöðum,
mikil litadýrð, skrítnir klettadrangar
og frosnar tjarnir svo fátt eitt sé
talið. Sannkallaður ævintýraheimur.
Farið verður í alls konar skemmti-
lega leiki og þrautakóng. Allir þurfa
að vera vel klæddir, með nesti og
snjóþotur, rassaþotur eða bara
svarta plastpoka til að renna sér á.
Ferðin tekur um tvo klukkutíma.
Brottfararstaður: Kl. 17 á einkabíl-
um frá bílastæðinu við Rauðhóla.
Þátttaka ókeypis og allir velkomn-
ir. Ekkert að panta, bara mæta!
Höfuðmarkmið Ferðafélags
barnanna er að hvetja börn og for-
eldra til útiveru og samveru í nátt-
úru landsins og fá þannig öll börn til
að upplifa sanna gleði í náttúrunni
og upplifa leyndardóma umhverf-
isins. Ferðirnar eru farnar á for-
sendum barna og sniðnar að þörfum
þeirra.
Þriðjudagsleiðangur Ferðafélags barnanna
Innstu afkimar Rauðhóla skoð-
aðir í krók og kima
Morgunblaðið/Eggert
Gagn og gleði Með Ferðafélagi barnanna upplifa börnin gleðina af að vera úti í
náttúrunni og kynnast um leið ýmsum leyndardómum umhverfisins.