Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjár- málum við viðskiptafræðideild HÍ, segir afnám hafta hvort heldur geta leitt til styrkingar eða veikingar krónunnar. „Verið er að opna fyrir útflæði fjármagns sem leiðir til veik- ingar, en á móti er afnám hafta já- kvæð tíðindi fyrir hagkerfið heilt á litið og gæti leitt til styrkingar.“ Hersir treystir sér ekki til að spá fyrir um hvernig gengi krónunnar muni þróast á næst- unni en lætur duga að segja að líklega muni sveiflur í genginu aukast eitt- hvað og að raungengi gjaldmiðilsins sé orðið hátt í sögulegu samhengi. „Seðlabankinn og stjórnvöld hafa líka gefið til kynna að þau telji gengi krón- unnar orðið of hátt og munu því lík- lega beita sér frekar fyrir veikingu.“ Aftur á móti er Hersir nokkuð viss um að afnám haftanna muni verða til þess að lánshæfisieinkunn Íslands batni. „Það er nánast öruggt, nema haftaafnámið fari mjög illa og gengið hríðfalli. Ég tel samt litlar líkur á miklum sviptingum í genginu og væru það þá helst lífeyrissjóðirnir sem gætu flutt mikið fjármagn úr landi. Þeir hafa þó ekki verið að flýta sér mikið hingað til, þrátt fyrir auknar heimildir til að fjárfesta erlendis, enda ekki slæmt fjárfestingarum- hverfi á Íslandi á meðan stýrivextir haldast háir og góða ávöxtun er að hafa af innlendum fjárfestingarkost- um.“ Bent hefur verið á að við afnám hafta aukist hættan á innstreymi fjár- magns vegna vaxtamunarviðskipta, enda stýrivextir víða erlendis í kring- um 0% en meginvextir Seðlabanka Ís- lands núna 5%. Bankinn mun áfram geta beitt bindiskyldu til að hafa hem- il á vaxtamunarviðskiptum. Er Hersir ekki sannfærður um að það dugi til. „Vaxtalækkun myndi hins vegar ýta undir frekara fjármagnsflæði úr landi, ef menn vilja veikja krónuna. Aftur á móti myndi það um leið hvetja til þenslu innanlands og nú síðast færði hagfræðingurinn Lars Christ- ensen rök fyrir því að miðað við gang- inn í hagkerfinu ættu vextir á íslandi að vera hærri,“ útskýrir Hersir og segir úr vöndu að ráða fyrir peninga- Peningastefnunefnd þarf að taka erfiða ákvörðun  Sérfræðingar og fulltrúar atvinnulífsins bregðast við afnámi fjármagnshafta „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir, og í samræmi við það sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað eft- ir undanfarin misseri,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. „Afnám hafta skapar kjöraðstæður fyrir lækkun vaxta, og þýðir um leið að engar hindranir eru lengur í vegi innlendra fjárfesta – sér í lagi lífeyrissjóðanna – að færa sig í auknum mæli úr innlendum eignum í eignir í erlendum gjaldmiðlum. Við lægra vaxta- stig getum við síðan stigið skrefið til fulls með af- námi innflæðishafta á næstunni.“ Halldór líkir áhrifum afnáms hafta á atvinnu- lífið við að leysa fugl úr búri. „Á meðan fuglinn er í búrinu er hann vissulega fleygur, en þegar búrið er opnað getur hann flogið hvert sem hann lyst- ir.“ Halldór bendir á að erlend eignastaða lífeyr- issjóðanna sé nú um fjórðungur af heildareignum. „Það telst ekki vera nógu gott jafnvægi milli inn- lendra og erlendra eigna og ég tel æskilegt að líf- eyrissjóðirnir ráðist í verulegar fjárfestingar er- lendis á næstunni með það fyrir augum að hækka hlutfallið verulega. Í því felst betri áhættudreifing sem er hagur allra Íslendinga.“ Styrking krónunnar síðustu mánuði og misseri hefur bitnað illa á útflutningsgreinunum, sem Halldór segir skapa grunninn að velsæld í land- inu. „Vaxtalækkun Seðlabank- ans ætti að stöðva frekari styrkingu krónunnar og jafn- vel geta veikt hana eittthvað en jafnframt hvetja til fullnýt- ingar þeirra tækifæra sem skapast við fullt afnám hafta. Rými til vaxtalækkunar er sannarlega til staðar enda er raunvaxtamunur Íslands við útlönd um 3-4 prósentustig. Stöðugt vaxtalækkunarferli Seðlabankans gagnast bæði almenningi og fyr- irtækjum í landinu – sem hafa beðið lengi eftir lækkun vaxta.“ Halldór segir að afnám hafta ætti líka að auð- velda lántökur Íslendinga erlendis og hvetja til erlendrar fjárfestingar á Íslandi sem væri þjóð- hagslega hagkvæmt. „Hvað lántökur og fjárfest- ingar snertir er hvers kyns regluverk sem er út- lendingum framandi, gjaldeyrishöft þar á meðal, talið til vansa. Allar sérlausnir eru þyrnir í augum erlendra aðila, enda geri ég fastlega ráð fyrir að afnám fjármagnshafta muni leiða til hækkunar lánshæfismats íslenska ríkisins sem síðan mun leiða til betri vaxtakjara íslenskra fyrirtækja á al- þjóðlegum vettvangi. Það er risastór áfangi.“ „Kjöraðstæður fyrir lækkun vaxta“ Halldór Benjamín Þorbergsson Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmda- stjóri Lífeyr- issjóðs versl- unarmanna, var ánægður með tíð- indi gærdagsins. „Með fyrirvara um að ég hef ekki getað kynnt mér breytingarnar ít- arlega þá virðist við fyrstu sýn að þetta séu virkilega góðar fréttir, bæði fyrir lífeyrissjóðakerfið og fyrir samfélagið allt.“ Lífeyrissjóðirnir hafa undanfarið fengið auknar heimildir til fjárfest- inga erlendis en er nú gefið algjört frelsi. Hlutfall erlendra eigna Lífeyr- issjóðs verslunarmanna er rúmlega 26% en Guðmundur segir fjárfesting- arstefnu sjóðsins til lengri tíma gera ráð fyrir að hlutfallið verði 40%. „Það skiptir máli í svona stóru safni að ná fram áhættudreifingu með því bæði að fjárfesta í öðrum hagkerfum og í mörgum atvinnugreinum.“ Bent hefur verið á að með því að takmarka fjárfestingar lífeyrissjóð- anna erlendis hafi mögulega skapast skekkja á innlendum markaði. Gætu innlendar eignir sjóðanna lækkað í verði nú þegar sjóðunum er með öllu frjálst að fjárfesta erlendis? „Ég á von á því að lífeyrissjóðirnir muni byggja sín erlendu verðbréfasöfn upp í áföngum. Mun það ekki kalla á eignasölu innanlands heldur mun frekar ráðast af ráðstöfunarfé sjóð- anna hverju sinni.“ Munu fjárfesta er- lendis í áföngum Guðmundur Þ. Þórhallsson Jens Garðar Helgason, for- maður Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi, kveðst mjög ánægður með afnám gjald- eyrishafta en vonar jafnframt að það leiði ekki til frekari styrk- ingar krónunnar. „Gengið er farið að hafa veruleg áhrif á rekstur sjávarútvegsfyr- irtækja. Ef vöxtum verður áfram haldið háum þrátt fyrir afnám haft- anna myndi það skapa ákveðinn segul á erlent fjármagn sem myndi styrkja krónuna enn frekar.“ Með afnámi hafta kunna líka að skapast ýmis tækifæri fyrir grein- ina. Fjárfesting erlendis ætti að verða auðveldari og sömuleiðis auðsóttara að sækja fjármagn á er- lenda markaði. „En umfram allt er allt það sem liðkar fyrir því að ís- lensk fyrirtæki geti stundað eðlileg viðskipti við umheiminn alltaf af hinu góða,“ segir Jens. Má ekki valda sterkari krónu Jens Garðar Helgason Morgunblaðið/Golli Svigrúm Viðmælendur eru á einu máli um að af- nám fjármagnshafta verði að teljast góð tíðindi. Frá blaðamannafundi gærdagsins. Hersir Sigurgeirsson Morgunblaðið/Golli Vandi Ef peningastefnunefnd lækkar vexti ætti það að veikja krónuna, en um leið stuðla að aukinni þenslu í hagkerfi sem er þegar á mikilli siglingu. stefnunefnd Seðlabankans þegar hún fundar á miðvikudag. „Ég er alveg sáttur við að vera ekki í þeirri stöðu að þurfa að ákvarða vaxtastigið við þessar aðstæður.“ Sjá ofsjónum yfir aflandskrónum Um leið og greint var frá afnámi hafta var sagt frá því að samið hefði verið við hóp aflandskrónueigenda um að selja krónurnar á genginu 137,5 kr fyrir hverja evru. Er það töluvert hagstæðara verð en af- landskrónueigendum var boðið um mitt síðasta ár. Hefur tilboð stjórn- valda verið gagnrýnt fyrir að umbuna þeim sem neituðu að semja á sínum tíma. „Ég held að heilt yfir séu menn að sjá ofsjónum yfir þessu því að- stæður hafa gjörbreyst á undanförnu ári,“ segir Hersir. „Krónan hefur styrkst mikið frá því fyrst var samið, eftir að hafa hreyfst sáralítið árin þrjú þar á undan, og þeir sem ekki tóku þátt í útboðinu þá hafa ef til vill haft trú á krónunni og vænst þess að stutt yrði í fullt afnám hafta. Að selja krónurnar á genginu 137,5 krónur fyrir evruna eru heldur ekki endilega svo hagstæð kjör þegar haft er í huga að allir aðrir munu geta keypt evrur á 115 krónur á þriðjudag, haldist geng- ið óbreytt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.