Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 13. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2017
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR.
1. Missa íbúðina eftir tuttugu daga
2. Ragnhildur Steinunn í stolinni...
3. Fyrst nauðgað og síðan kölluð hóra
4. Öll fjármagnshöft afnumin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Læknirinn Torfi Magnússon fjallar
um hið áhugaverða fyrirbæri valda-
fíkn í Heilsuspjalli í Hannesarholti í
kvöld kl. 20. Valdafíkn getur, líkt og
önnur fíkn, átt sér líffræðilegar for-
sendur og með vísun til bókmennt-
anna mun rithöfundurinn Guð-
mundur Andri Thorsson einnig fjalla
um efnið sem mörgum ritsnillingum
sögunnar hefur verið hugleikið.
Valdafíkn til umræðu
í Hannesarholti
Tónleikasýning
um söngkonuna
Whitney Houston
verður sýnd í Eld-
borgarsal Hörpu
annað kvöld og
miðvikudagskvöld
kl. 20. Með hlut-
verk Houston
heitinnar fer hin
suðurafríska Belinda Davids.
Sýning helguð Whit-
ney Houston í Hörpu
Höfundar þriggja nýrra bóka sem
fjalla um íslenska leiklist segja frá
þeim á rithöfundakvöldi annað kvöld
kl. 20 í Gunnarshúsi en að því loknu
mun Sigríður Jónsdóttir, leiklistar-
gagnrýnandi Fréttablaðsins, spyrja þá
út úr og stjórna umræðum. Bækurnar
eru Íslensk leiklist III eftir Svein Ein-
arsson, Lóðrétt rannsókn: Ódauðleg
verk áhugaleikhúss at-
vinnumanna 2005-
2015 eftir Steinunni
Knútsdóttur og Stef
ástar og valds í svið-
setningum Þórhildar
Þorleifsdóttur eft-
ir Trausta
Ólafsson.
Rætt um þrjár bækur
um íslenska leiklist
Á þriðjudag Vestan 8-15 m/s og él, þó síst austanlands. Hiti 0 til 4
stig við ströndina, en vægt frost inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skúrir eða él, léttskýjað á Norðaustur- og
Austurlandi. Suðaustan og austan 8-13 m/s síðdegis og í kvöld, en
10-18 suðvestan til. Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands.
VEÐUR
Það heyrir varla lengur til
tíðinda að Stjarnan í Garða-
bæ sigri í kvennaflokki í
hópfimleikum, en liðið er
bæði Íslands- og bik-
armeistari síðasta árs.
Stúlkurnar urðu síðan í gær
bikarmeistarar þriðja árið í
röð og í blönduðum flokki
sigraði Stjarnan einnig og
er það í fyrsta sinn sem fé-
lagið krækir í þann titil en
bikarmót fór fram í Ásgarði
í gær. »2
Stjarnan var sig-
ursæl í bikarnum
„Það var mikill kraftur í þessu hjá
mér sem er afar jákvætt. Hinsvegar
einblíndi ég ekki á lengdina í þessu
móti heldur frekar að ganga úr
skugga um hvernig ég stend að vígi
um þessar mund-
ir. Í hvaða
atriðum
þarf að
vinna betur,“
sagði Ásdís
Hjálmsdóttir, Ís-
landsmethafi í
spjótkasti, eftir að
hún hafnaði í öðru
sæti í spjótkasti á
Vetrarkastmóti EAA
á Kanaríeyjum í gær.
Hún skaut m.a.
heimsmeistaranum
ref fyrir rass. »1
Kraftur í Ásdísi í keppni
á Kanaríeyjum
Mikil spenna er í keppninni um tvö
síðustu sæti í úrslitakeppninni um Ís-
landsmeistaratitilinn í handknattleik
kvenna. Þegar þrjár umferðir eru eftir
af deildarkeppninni stendur baráttan
milli fjögurra liða, Hauka, ÍBV, Gróttu
og Vals, en aðeins tvö stig skilja þau
að. Grótta var eina liðið sem fagnaði
sigri í leikjum umferðarinnar um
helgina. »8
Fjögur lið eru að kljást
um tvö sæti
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Svala hefur verið innan um tónlist
og tónlistarfólk frá því hún var barn.
Hún stendur sig ótrúlega vel og ég er
gífurlega stoltur af henni,“ segir
Björgvin Halldórsson, söngvari og
faðir Svölu Björgvinsdóttur sem stóð
uppi sem sigurvegari í söngvakeppni
Sjónvarpsins á laugardag.
Bæði eru þau iðin við kolann, en
Björgvin frétti af úrslitunum þegar
hann var að störfum, nánar tiltekið
stóð hann uppi á sviði á tónleika-
staðnum Græna hattinum á Ak-
ureyri.
Svala, Svala, Svala!
„Þegar við vorum í laginu Skýið sá
ég að fólk var með símana á lofti. Svo
reis það upp og byrjaði að fagna. Það
varð allt vitlaust í salnum, ég reyndi
að klára lagið og gerði það. Ég var
mjög hrærður,“ segir Björgvin, en
hann áttaði sig fljótt á því hvað væri
um að vera. „Það lá í augum uppi,
fólk stóð upp og hrópaði: „Svala,
Svala, Svala! Það var sérstaklega
skemmtilegt að upplifa á miðjum
tónleikum þessa hamingjustund. Al-
veg æðislegt,“ segir hann.
„Ég hringdi svo í hana um nóttina.
Þá var hún hjá mömmu sinni. Ég tal-
aði við hana, óskaði henni til ham-
ingju og kyssti hana gegnum eyrað,“
segir Björgvin.
„Í algjöru sjokki“
Svala segir að lagið Skýið sé í sér-
stöku uppáhaldi hjá sér og það hafi
verið ótrúlegt að faðir hennar hafi
fengið að vita af sigrinum í því lagi.
„Hann hringdi í mig þegar hann
var búinn að klára á Græna hatt-
inum. Hann var eiginlega orðlaus og
vissi ekki hvað hann átti að segja. Ég
hef aldrei lent í því áður, yfirleitt
reytir hann af sér brandarana, en
hann var í algjöru sjokki!“ segir
Svala.
Þau Svala og Björgvin fást að jafn-
aði við ólíka tónlist, sem kunnugt er,
en styðja hvort annað. Björgvin segir
Svölu ávallt hafa staðið á eigin fótum.
„Ég miðla af reynslu minni, en Svala
er nú með svo mikinn reynslubanka
sjálf að ég segi henni nú ekki mikið
fyrir verkum og ekki Krumma syni
mínum heldur. Þau standa upprétt
sjálf og gera það vel. Það kom alveg í
ljós hjá Svölu á sviðinu,“ segir hann
„Pabbi er auðvitað pabbi minn og
styður við mig í öllu sem ég geri.
Hann hefur samt alltaf leyft mér að
gera mitt. Hann hefur aldrei tranað
mér fram, ég hef þurft að gera það
sjálf. Þegar ég var krakki þurfti ég
að grátbiðja hann um að fá að syngja
á þessum jólaplötum öllum!“ segir
Svala og hlær. »29
Frétti af sigrinum í miðju lagi
Björgvin varð
orðlaus eftir að
Svala sigraði
Morgunblaðið/Golli
Heima Svala leit inn hjá föður sínum í gær eftir annasama helgi. Í fangi hans er kötturinn Sheila og í fangi Svölu
liggur Elvis. Björgvin er stoltur af dóttur sinni, sem sigraði í söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Paper.
22 ár eru nú frá því Björgvin tók
sjálfur þátt í söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin
var haldin í Dyflinni á Írlandi það
árið og flutti hann þar lagið Núna.
Lagið samdi hann sjálfur ásamt Ed
Welch, en höfundur textans er Jón
Örn Marinósson.
Líkt og Björgvin samdi Svala sitt
lag, Paper, en meðhöfundar henn-
ar eru Lester Mendez og Lily Elise,
auk eiginmanns Svölu, Einars
Egilssonar. Svala samdi textann
við lagið ásamt fyrrnefndri Lily.
Að sögn Svölu fer nú í hönd und-
irbúningur fyrir keppnina sem
haldin verður í Kiev, en hún segir
að sviðsumgjörð atriðisins verði
breytt frá því í Laugardalshöll. Í
Úkraínu verði stærra svið sem
bjóði upp á fleiri möguleika.
Úrslit keppninnar í Úkraínu
verða hinn 13. maí, en und-
ankvöldin 9. maí og 11. maí.
22 ár frá þátttöku Björgvins
SVALA FETAR Í FÓTSPOR FÖÐUR SÍNS Í MAÍ