Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ungt fólk lætur ekkertstoppa sig, þess vegna ersvo gaman að vinna meðþví. Þeirra viðhorf er: „The sky’s the limit.“ Þau eru ótrú- lega huguð og hæfileikarík, krakk- arnir sem ég hef verið að vinna með í uppsetningu þessa söngleiks, þau hafa verið í tónlist, söng og allskonar námskeiðum frá unga aldri. Mín upplifun er sú að krakkar í dag í framhaldsskóla eru hæfileikaríkari en mín kynslóð var á sínum skóla- árum,“ segir Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir nemendum Flens- borgarskóla í Hafnarfirði en þau frumsýndu í síðustu viku söngleik- inn Mormónabókina. „Orkan og æskugleðin gefur svo margt í svona uppsetningu. Ég hef unnið mikið með ungu fólki í gegnum tíðina og það er val hjá mér, af því ég veit fátt skemmtilegra. Ef ég gef krökkunum frelsi til dæmis í tengslum með framsögn textans, og ef ég passa að gera þetta í samvinnu við þau og aðlaga þetta að þeirra veruleika og að þeirra málfari, þá næ ég oft fram ofsalega eðlilegum og orkumiklum leik. Og ekki spillir fyr- ir þegar brandararnir verða til á sviðinu upp úr þeirra eigin kjarna. Ef ég set markið hátt og hendi þeim út í djúpu laugina, set svo svipuna á þau og bæti við smá fagmennsku og kunnáttu frá sjálfri mér, þá láta þau vaða.“ Við vorum keðjureykjandi Björk mælir með því að fólk komi á sýninguna og kíki á framtíð- ina sem býr í þessum krökkum. „Þá hættir fólk kannski að vera svartsýnt á blessuð börnin, fólk þarf að sjá annað en unglingamyndir þar sem þau eru með sprautunálar í æð- unum eða horfin ofan í síma og tölv- ur. Hið neikvæða hjá unglingum virðist fá meiri athygli en allt það góða sem þessir krakkar eru að gera. Langflestir unglingar er til fyrirmyndar,“ segir Björk sem sjálf á tvo unglinga en henni finnst of oft verið að vara unglingaforeldra við hinu og þessu. „Varað við tölvunotk- un unglinga, aukinni vímuefna- notkun unglinga og svo framvegis. Ekki einn einasti reykir af þeim krökkum sem taka þátt í söng- leiknum, það finnst mér rosalega Skemmtilegast að vinna með ungu fólki Björk Jakobsdóttur finnst hið neikvæða hjá unglingum fá meiri athygli en allt það góða sem þeir eru að gera. Henni finnst að fólk þurfi að sjá annað en unglinga- myndir þar sem þau eru með sprautunálar í æðunum eða horfin ofan í síma og tölvur. Hún mælir með að fólk komi á söngleikinn Mormónabókina og kíki á framtíðina sem býr í hæfileikaríku krökkunum sem hún hefur verið að leikstýra. Mormónar Sindri Blær og Kolbeinn í hlutverkum sínum sem trúboðsfélagar Eitursvalir Þessir piltar eru heldur betur svalir í fráhnepptum skyrtum. Mormónamartröð Ýmislegt gengur á í söngleiknum, t.d. martraðir. Sem betur fer er fólk sífellt meðvit- aðra um hvað það lætur ofan í sig og um umhverfi sitt, það sést meðal ann- ars á því hversu rækilega Eldhúsdagar hafa slegið í gegn, en það er heiti á nýrri dagskrárröð Bókasafns Seltjarn- arness. Fjölmenni var þar þegar Dagný Hermannsdóttir súrkálsmeistari og Rakel Garðarsdóttir matarsóunar- sérfræðingur fluttu hvor sinn fyrirlest- urinn um hagnýt ráð fyrir heimilið. En í dag mánudag, ætlar Rannveig Guð- leifsdóttir frá vottunarstofunni Túni að kynna hugmyndafræðina á bak við lífræna framleiðslu og helstu þætti sem einkenna framleiðsluferlið við líf- ræna framleiðslu. Erindi sitt kallar hún: Er þetta lífrænt? og í tilkynningu kemur fram að Rannveig hefur sagt að án vottunar sé engin vissa fyrir því að vara sem sögð er lífræn uppfylli í raun þær ströngu kröfur sem gerðar eru til lífrænnar framleiðslu. Með umfjöll- uninni ættu gestir bókasafnsins að geta áttað sig á því hvort varan sem fer í körfuna sé í raun og sann lífræn. Erindi Rannveigar hefst kl. 17.30, að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Bókasafn Seltjarnarness er á Eiðistorgi 11. Eldhúsdagar í bókasafni Seltjarnarness Morgunblaðið/Eggert Rannveig Hún ætlar að kynna hugmyndafræðina á bak við lífræna framleiðslu. Hvernig vitum við hvort vörur sem við kaupum séu lífrænar? Rúmlega mán- uður er til páska og því varla seinna vænna fyrir þá sem vilja læra að búa til sín eigin páska- egg að skella sér á námskeið. Íris bakari býður upp á tveggja stunda námskeið í páskaeggjagerð kl. 18-20 dagana 15., 16., 21. og 22. mars á 4. hæð í Fellsmúla 26. Þátttakendur búa til tvö páskaegg, annað úr ljósum hjúp og hitt úr dökku súkkulaði. Þeir læra að tempra súkkulaðið og geta sett eigin orðsendingu eða glaðning inn í eggin. Allt hráefni er innifalið í nám- skeiðsgjaldi, en þátttakendur greiða sjálfir fyrir aukanammi til að setja inn í eggin. Nemendur þurfa ekki að hafa annað með sér en svuntu, ílát fyrir páskaeggin og nammi eða hvers kyns glaðning – jafnvel skartgrip – orðsendingu eða málshætti sem þeir kjósa að setja inn í eggin. Gott er að hafa í huga að það sem fer í eggin sé frekar í léttari kant- inum. Íris er menntaður bakari og yf- irbakari hjá 17 sortum. Hún hefur unnið til ýmissa verð- launa í bakstri, meðal annars varð kaka hennar kaka ársins 2014. Námskeiðið er fyrir 15 ára og eldri. Nánari upplýsingar og skráning á www.midi.is. Endilega … … lærið að búa til páskaegg Girnilegt Þátttakendur búa til tvö páskaegg á námskeiðinu. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.