Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Hugmyndir um að byggja meðferð-
arheimili fyrir börn í Reykjavík
hafa verið uppi síðan 2011. Hins-
vegar hefur gengið hægt að finna
stað fyrir heimilið og koma verk-
efninu af stað. Bragi Guðbrands-
son, forstjóri Barnaverndarstofu,
segir nauðsynlegt að opna með-
ferðarheimili með stigskiptri með-
ferð hérlendis.
Hingað til hafa börn sem leiðst
hafa út í afbrot verið vistuð á með-
ferðarstofnunum utan höfuðborg-
arsvæðisins og segir Bragi nauð-
synlegt að slík aðstaða verði á
höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við
sérfræðinga. Margrét María Sig-
urðardóttir, umboðsmaður barna,
tekur undir með Braga og segir
brýnt að verkefnið fari að klárast.
„Ég hef gagnrýnt í mörg ár að það
vanti meðferðarheimili fyrir börn.
Þörfin er brýn,“ segir Margrét.
Langur aðdragandi
„Málið á sér langan aðdraganda.
Árið 2011 lagði Barnaverndarstofa
fram tillögur til velferðarráðuneyt-
isins um almennar endurbætur á
meðferðarkerfinu. Þar var ein
megintillagan sú að koma á fót
stofnun sem byði upp á það sem er
kallað stigskipt meðferð. Þar væri
hægt að taka til meðferðar ein-
staklinga sem glíma við fjölþættan
vanda, t.d. vímuefnavanda og geð-
ræn vandamál, og eru í afbrotum,“
segir Bragi. Hann segir að hug-
myndin hafi einnig snúist um að
stofnunin gæti tekið á móti börnum
sem brjóti af sér og þurfi að vera í
lokuðum aðstæðum. „Þannig væri
hægt að vera með stofnun sem
gæti tekið á móti börnum með ólík
vandamál en þau gætu fengið ein-
staklingsmiðaða meðferð. Við lögð-
um til að hún yrði á höfuðborg-
arsvæðinu til að tryggja nægilegt
aðgengi sérfræðinga á sviði með-
ferðar og heilbrigðisþjónustu,“ seg-
ir Bragi.
Samningur við Háholt
Í kjölfar þess að Barnasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna var lögfestur
á Íslandi árið 2013 voru tillögurnar
endurnýjaðar og ákveðið var að
einstaklingar undir sakhæfisaldri,
sem brjóta af sér, yrðu vistaðir á
meðferðarheimilinu í Háholti í
Skagafirði. „Það voru allir sammála
um, á þeim tíma, að það væri
bráðabirgðalausn. Gerður var
samningur við þá aðila sem reka
það meðferðarheimili en sá samn-
ingur rennur út í haust,“ segir
Bragi.
Barnaverndarstofa hefur útfært
tillögur sínar til Velferðarráðuneyt-
isins undanfarin tvö ár og í fyrra
var samþykkt að hefja undirbúning
að meðferðarstofnun fyrir börn.
Fjármálaráðuneytið komst að þeirri
niðurstöðu að fyrst ætti að reyna
að finna húsnæði sem gæti nýst við
þessa tilteknu starfsemi og var þá
auglýst eftir leiguhúsnæði. Þær
auglýsingar báru ekki árangur.
„Á síðasta ári vorum við í tals-
verðu samstarfi við Framkvæmda-
sýslu ríkisins um útfærslu á þess-
um tillögum. Barnaverndarstofa
lagði til að farið yrði í nýbyggingar
og er það okkar skilningur að
Framkvæmdasýslan væri sammála
því,“ segir Bragi. Hann á von á að
setjast niður með nýjum velferð-
arráðherra á næstu vikum og fara
yfir þessi mál. Fé var veitt til
þessa í ár, en velferðarráðuneytið
þarf hins vegar að endurnýja
beiðni Framkvæmdasýslu ríkisins
um auglýsingu eftir lóð.
Illa gengur að finna stað
Á síðustu fjárlögum var gert ráð
fyrir að veita fé til að hægt væri að
hefja undirbúning meðferðarheim-
ilisins. Samkvæmt upplýsingum frá
Framkvæmdasýslu ríkisins bárust
þrjú tilboð um húsnæði undir
heimilið, en ekkert þeirra uppfyllti
þær kröfur sem gerðar eru til
starfsemi sem þessarar. Eitt húsið
var of lítið, annað var of nálægt
umferðareyju og kom því ekki til
greina vegna hávaða og það þriðja
var viðbygging við Egilshöll sem
kom ekki til greina vegna staðsetn-
ingarinnar, að mati fulltrúa Barna-
verndarstofu. Framkvæmdasýsla
ríkisins mat því stöðuna þannig að
auglýsa þyrfti aftur og annaðhvort
breyta skilmálum eða byggja nýtt
húsnæði. Það er velferðarráðu-
neytið sem þarf að taka ákvörðun
um framhaldið og tryggja fjár-
magn.
Morgunblaðið/Golli
Börn í vanda Meðferðarheimili fyrir börn hefur ekki verið fundinn staður.
Meðferðarheimili barna í óvissu
Hugmyndir um að byggja meðferðarheimili fyrir börn í afbrotum og með fjölþættan vanda hafa
velkst í kerfinu í sex ár Erfitt að finna slíkri starfsemi stað Brýn þörf, segir umboðsmaður barna
Meðferðar- og skólaheimilið Há-
holt tók til starfa í janúar 1999.
Heimilið er í Skagafirði, u.þ.b. 6
km frá Varmahlíð. Ákveðið var til
bráðabirgða árið 2013 að senda
þangað börn og ungmenni og
samningurinn var endurnýjaður
árið 2014 til ársins 2017. Kostn-
aður við endurnýjunina er um það
bil 500 milljónir króna. Barna-
verndarstofa kom því á framfæri
árið 2014 að stofan væri eindregið
á móti endurnýjun slíks samnings
og að þessum fjármunum yrði bet-
ur eytt í byggingu nýs meðferð-
arheimilis á höfuðborgarsvæðinu
til vistunar ungra fanga. Eygló
Harðardóttir þáverandi félags- og
húsnæðismálaráðherra sagði við
meðferð málsins á Alþingi að
samningurinn væri til að uppfylla
skilyrði Barnasáttmála SÞ og að
um tímabundið úrræði væri að
ræða.
Tímabundið úrræði í Háholti
SAMNINGUR UM VISTUN BARNA OG UNGMENNA