Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 FRÉTTASKÝRING Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Mesta hungursneyð frá heimsstyrj- öldinni síðari geisar nú í Jemen, Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu en samkvæmt tölum frá alþjóða- stofnunum nær neyðin til um það bil 20 milljóna manna. Afleiðingar hungursneyðar eru hörmulegar. Þegar skortur á mat hefur leitt til þess að fólk hafi misst 18 prósent líkamsþyngdar sinnar fer lífeðlis- legrar truflunar á líkamsstarfsemi að verða vart. Efnaskipti líkamans fara úr skorðum sem hefur áhrif á heilann og önnur mikilvæg líffæri. Hefur næringarskortur þannig bæði andlegar og líkamlegar afleið- ingar. Börn sem hafa upplifað hungursneyð þroskast ekki eðli- lega, hafa takmarkaða starfsgetu á fullorðinsárum og ná litlum árangri í námi. Mörg dæmi eru um að ein- staklingar sem hafa lent í næring- arskorti vegna hungursneyðar glími við heilsufarslegar afleiðingar þess, bæði andlegar og líkamlegar, allt sitt líf. Stöndum á krossgötum Að sögn Sameinuðu þjóðanna hefur heimsbyggðin ekki staðið frammi fyrir viðlíka ástandi síðan 1945. Unicef, Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, varar við því að 1,4 milljónir barna eigi á hættu á að láta lífið vegna hungursneyðar á þessu ári. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Stephen O’Brien, yfirmanni mannúðar- og neyðarhjálpar Sam- einuðu þjóðanna, að þörf sé á 4,4 milljarða fjárframlagi fyrir júlí ef forða eigi frá hörmungum. „Við stöndum á krossgötum í sögunni,“ sagði O’Brien við örygg- isráð SÞ á föstudag. „Strax í upp- hafi þessa árs stöndum við frammi fyrir stærstu mannúðarkreppu frá stofnun Sameinuðu þjóðanna,“ sagði hann. „Yfir 20 milljónir manna í fjórum löndum lifa við hungursneyð. Án samvinnu og samhæfðs átaks heimsbyggðarinnar mun fólk hreinlega svelta til dauða. Fjöldi annarra mun þjást og enn aðrir láta lífið af völdum sjúkdóma,“ seg- ir O’Brien. Segir hann ástandið geta leitt til neikvæðs hagvaxtar þar sem störf munu tapast og trú fólks á bjartari framtíð glatast. Það leiði til þess að fólk flytji í leit að betra lífi og það ýti enn frekar undir óstöðugt ástand í ríkjunum. Ótryggt ástand í Jemen Ástæðurnar fyrir ástandinu eru ólíkar eftir því hvaða land á í hlut. Í Jemen, þar sem áætlað er að barn láti lífið á tíu mínútna fresti af völdum sjúkdóma, hefur inn- fluttum vörum fækkað verulega síðan hernaðarbandalag undir for- ystu Sádi-Araba kom á verslunar- banni í tengslum við átök í hafn- arborgunum Aden og Hudaydah. Skortur á eldsneyti, ótryggt ástand og eyðilegging markaða og sam- göngukerfis landsins hefur einnig komið í veg fyrir vöruflutninga. SÞ áætla að tveir af hverjum þremur íbúum landsins þurfi á mannúðar- aðstoð að halda, um 19 milljónir manna. Aðkallandi ástand í S-Súdan Í Suður-Súdan búa um 100 þús- und manns við hungursneyð. Millj- ón til viðbótar er á barmi hung- ursneyðar. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru 4,9 millj- ónir manna sárlega matarþurfi í landinu, eða um 40 prósent þjóð- arinnar. Af löndunum fjórum er ástandið sagt mest aðkallandi í Suður-Súdan þar sem hungurs- neyðin nær yfir allt landið. Styrj- öld hefur ríkt í landinu síðan 2013 og má rekja matarskortinn til styrjaldarinnar. Þá hafa embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna látið að því liggja að Salva Kiir, forseti landsins, hafi komið í veg fyrir að matur næði til ákveðinna svæða í landinu en yfirvöld hafa hafnað slíkum ásökunum. Boko Haram að verki í Nígeríu Hryðjuverkasamtökin Boko Har- am eru nefnd meðal ástæðna fyrir ástandinu í Nígeríu en hjálparsam- tök komast ekki á nokkur svæði í landinu sem eru undir stjórn sam- takanna. Samtökin hafa banað 15 þúsundum manns og hrakið tvær milljónir manna frá heimilum sín- um. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í desember að 75 þúsund börn ættu á hættu að látast vegna hungurs- neyðar. Þá hafa verið uppi ásak- anir um að hjálpargögnum hafi verið stolið í miklum mæli í landinu en þær eru til rannsóknar hjá níg- erska þinginu. Þurrkar í Sómalíu Í byrjun mánaðarins var greint frá því að 110 manns hefðu látið líf- ið á tveimur sólarhringum á einu svæði í Sómalíu. Það er eina landið af þessum fjórum löndum þar sem neyðina má rekja til þurrka. Síðast þegar hungursneyð var lýst yfir í landinu fyrir sex árum, létust 260 þúsund manns. Hjálparsamtök óttast að ástand- ið sem nú ríkir í landinu sé bara upphafið þar sem uppskera eyði- lagðist í þurrkunum. Herská sam- tök íslamista, al-Shabab, og skort- ur á reglu í landinu er meðal þess sem torveldar hjálparstarf. Mesta neyð frá seinna stríði  20 milljón manns búa við hungursneyð í Jemen og Afríkuríkjunum Sómalíu, Suður-Súdan og Nígeríu  Afleiðing styrjalda og ótryggs stjórnarástands en ekki uppskerubrests í þremur af ríkjunum fjórum AFP Hungur Suður-súdönsk kona heldur á matarpoka frá hjálparmiðstöð í Ganyiel í Suður-Súdan þar sem ríkir hungursneyð. Staðan er víða mjög slæm. Til þess að hægt sé að skil- greina ástand sem hung- ursneyð, samkvæmt alþjóðlega flokkunarkerfinu IPC, þurfa að minnsta kosti 20 prósent þeirra sem búa á tilteknu svæði að hafa takmarkaðan aðgang að undirstöðumatvælum. Þessu til viðbótar þarf að uppfylla ann- aðhvort þessara skilyrða; að al- varleg vannæring nái til um 30 prósenta mannfjöldans eða að fleiri en tveir af hverjum 10 þús- und deyi daglega vegna van- næringar. Með kerfinu má koma í veg fyrir að hugtakið hungursneyð sé notað í pólitískum tilgangi. Hvað er hungursneyð? HUGTAKANOTKUN Dýraverndunarsamtökin Grænfrið- ungar segja hvalveiðar Norðmanna „óþarfar og brot á alþjóða- samþykktum“. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Dýraverndunarsamtök víða um heim hafa deilt á hvalveiðar Norð- manna undanfarna daga eftir að heimildarmyndin „The Battle of Agony“ var sýnd í norska ríkissjón- varpinu NRK í byrjun mars, þar sem m.a. má sjá hrefnuveiðimenn veiða kálffulla kú. NOREGUR Heimildamynd veld- ur titringi Recep Tayyip Erdogan Tyrklands- forseti hótaði Hollendingum eftir að þarlend yfirvöld vísuðu tyrkneskum ráðherra úr landi og synjuðu öðrum um lendingarleyfi. Þúsundir mót- mæltu ákvörðun Hollendinga í Rotterdam á laugardag. HOLLAND Erdogan ósáttur við hollensk stjórnvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.