Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Stilling hf. | Sími 520 8000 | www.stilling.is/visionx | stilling@stilling.is Allt fyrir bílinn Snjósleða ljóskastarar 4,5” Cannon 3.500virk lumen 305metra drægni 4,17A 25Watt LED siða þar sem við tökum hversdags- lega hluti og meðhöndlum þá á nýjan máta til að hefja þá upp.“ Marka kafla lífsins Erna segist strax á unga aldri hafa verið forvitin um siði, hefðir, hátíðir og athafnir. „Helgiathafnir og vígslur taka á sig ólíkt form, allt frá kökuáti og gjöfum yfir í að senda ungmenni út í skóga og eyðimerkur til að bjarga sér sjálf í nokkra daga. Í hinum vestræna heimi marka athafnirnar ákveðin kaflaskil og eru eins konar próf- steinn á það hvernig lífi fólks vind- ur fram. Stundum virðast helgisið- irnir og athafnirnar hafa farið aðeins úr böndunum, en eftir vand- lega skoðun virðast serimóníurnar um leið nauðsynlegar og halda á vissan hátt í okkur lífinu.“ Valdimar segir líka forvitnilegt hvernig þær athafnir sem standa til boða í hverju samfélagi virðast bjóða öllum upp sama skapalónið. „Athafnirnar eru einhvern veginn þær sömu fyrir alla. Kannski er það vegna þess að ég er ekkert sérstaklega trúaður að það hvarfl- aði að mér að fólk ætti að geta ákveðið það sjálft hvernig það t.d. lofar að vera með sömu manneskj- unni, og við Erna fórum að velta því mikið fyrir okkur hvernig brúðkaupsathöfnin yrði ef hún væri á okkar eigin forsendum og í samræmi við okkar eigin hug- myndir um fagurfræði.“ Manndómsvígsla, gifting, útför Verkin fimm sem mynda Fórn hafa öll vissa skírskotun til helgi- og vígsluathafna. Má t.d. nefna verkið Ekkert á morgun eftir Ragnar Kjartansson og Margréti Bjarnadóttur, með frumsaminni tónlist eftir Bryce Dressner gít- arleikara rokkbandsins The Nat- ional, þar sem hópur dansara, með kassagítar í hönd, rannsakar gildi æskunnar og þeirrar manndóms- vígslu sem oft markar skilin á milli barna og fullorðinna. Í verkinu Sameiningin eftir Ernu, Valdimar og bandaríska listamanninn Matt- hew Barney, er kastlósinu beint að hjónavígslunni. „Við erum samt frekar að nota þessar athafnir eða helgisiði sem einhvers konar stökkpall inn í aðr- ar og dýpri pælingar um trúna og tengsl hennar við listina,“ segir Erna. „Þær hafa leitt okkur að spurningum um siðmenningu mannsins og tilraunir hans til þess að höndla þetta skelfilega undur sem tilveran er.“ Dies Irae eftir Gabríelu Frið- riksdóttur er þannig drungaleg myndbandsinnsetning sem skoðar skilin milli lífs og dauða sem loða við allt líf og birtast meira að segja í inn- og útöndun okkar mannanna. Þessi eilífa umbreyting lífsins varð svo kveikjan að dansverkinu Helgi- dómur eftir Ernu og Valdimar. Í forsal Borgarleikhússins er síðan haldinn eins konar markaður eða samfélagslegur vettvangur; hrærigrautur hugmynda, listar og varnings. Þar verða einstaklingar og félagasamtök með bása, kynna skoðanir sínar og málefni, selja veitingar og fremja list. Það er norski leikmyndahönnuðurinn Signe Becker sem hannar útlit markaðarins. „Markaðurinn verður einhvers konar blanda af sjáv- arútvegssýningu, markaðstorgi í Marrakess og tívolíi og mun halda áfram að breytast og þróast með hverri sýningu.“ Á ferðalagi út árið Sýningin er samstarfsverkefni ÍD, Borgarleikhússins og LÓKAL en meðframleiðendur eru Spring Festival Utrecht, Kunstcentrum BUDA, Kortrijk, Tanzhaus Düsseldorf og Reykjavik Dance Festival og verður Fórn á ferð víða um Evrópu á þessu ári. Verk- efnið er sérstaklega styrkt af mennta- og menningarmálaráðu- neyti, Kulturkontakt Nord, Nor- ræna menningarsjóðnum, Reykja- víkurborg og Shalala. Flytjendur, sem hafa einnig tek- ið virkan þátt í að skapa verkið, eru auk Ernu og Valdimars þau Aðalheiður Halldórsdóttir, Anaïs Barthes, Ásgeir Helgi Magnússon, Dóra Jóhannsdóttir, Elín Signý W. Ragnarsdóttir, Friðgeir Einarsson, Halla Þórðardóttir, Hannes Þór Egilsson, Heba Eir Kjeld, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunn- arsdóttir, Sigtryggur Berg Sig- marsson og Þyri Huld Árnadóttir. Sérstakur gestur dansflokksins í þessu verkefni er söng- og radd- listakonan, Sofia Jernberg. Þrjú verkanna verða flutt á stóra sviði Borgarleikhússins en stutt myndbandsinnsetning verður sýnd í stöðugri endurtekningu á nýja sviðinu, og lítil athöfn haldin á litla sviðinu. Í forsalnum verður markaðurinn og raunar má segja að Fórn teygi sig alla leið yfir í Kringluna, því verkið Sameiningin var tekið upp sem kvikmynd og innsetning í verslunarmiðstöðinni. Innblástur frá Dunkin’ Donuts Erna segir leiðir þeirra Valdi- mars og Matthew Barney hafa leg- ið saman fyrir um tíu árum og þegar Fórn byrjaði að taka á sig mynd reyndist Barney spenntur fyrir að taka þátt í að skapa það sem kalla mætti nýja brúðkaups- athöfn. „En það stóð í veginum að hann virðist haldinn einhvers kon- ar fóbíu gagnvart leikhúsbygg- ingum og hugnaðist ekki að gera með okkur verk til að flytja á sviði. En þegar Matthew uppgötvaði að Borgarleikhúsið væri sambyggt verslunarmiðstöð þá fór allt af stað, og endaði með því að við gerðum eins konar innrás í Kringl- una.“ Á heimasíðu ÍD má sjá stiklu úr verkinu og af henni má ráða að innrásin í Kringluna hafi verið blóðug, og þar brugðið á leik með ýmsar hugmyndir um markaðs- og neysluhyggju. Meðal þess sem bregður fyrir augu í verkinu er hjónavígsla á torgi í Kringlunni sem í daglegu tali er kallað Dunk- in’ Donuts-torgið. „Þegar á reyndi var þetta torg eins og hið full- komnasta musteri fyrir brúðkaup,“ segir Erna og bætir við að megi líta á þær athafnir sem sjást í Hátíð nýrra helgisiða  Efnt er til listrænnar veislu á um- fangsmestu sýningu Íslenska dans- flokksins til þessa  Kveikjan að sýn- ingunni var vangaveltur ungs pars um að ganga í hjónaband Nútímapar Valdimar og Erna „Þegar á reyndi var þetta torg eins og hið fullkomnasta musteri fyrir brúðkaup,“ segir Erna um vígslu á kleinuhringjatorginu. Eftir fimm sýningar á Íslandi fer Fórn á ferðalag um Evrópu. Átök Brot úr Sameiningunni. Það gengur á ýmsu eftir að Kringlan lokar. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Á fimmtudag frumsýnir Íslenski dansflokkurinn umfangsmikið verk, og raunar væri nær að lýsa Fórn sem eins konar listrænni há- tíð því verkið leggur undir sig öll leiksvið og forsal Borgarleikhúss- ins. Fórn samanstendur af fimm nýjum verkum eftir fimm fram- úrskarandi listamenn úr ólíkum áttum en límið sem tengir verkin saman er þau Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson. Erna er listrænn stjórnandi ÍD og Valdimar tónlistarmaður. Þau eru par og má rekja upphaf Fórn- ar til þess þegar Erna og Valdimar tóku að leiða hugann að því hvort þau ættu að ganga í hjónaband. Valdimar líkir sambandi þeirra við frægt valdapar úr sjónvarps- þáttaröðinni House of Cards: „Erna er eins og Frank Under- wood (Kevin Spacey) á meðan ég er eins og sköllótti gaurinn Doug Stamper (Michael Kelly). Mín vinna er meira á bak við tjöldin,“ segir hann glettinn en Erna virðist ekki alveg sammála: „Valdimar er sambýlismaður minn, barnsfaðir, samstarfsmaður, listamaður, þúsundþjalasmiður sem allt kann og er allt í öllu í þessu verkefni og allt sem hægt er að nefna,“ segir hún. „Fyrir fimm eða sex árum vorum við Valdi að velta fyrir okkur hvort við ættum að gifta okkur, og leiddi það okkur út í vangaveltur um tilgang og mikilvægi alls kyns helgisiða. Má segja að Fórn sé hátíð nýrra helgi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.