Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.03.2017, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. MARS 2017 Helga Fanney Jónasdóttir, sem á 40 ára afmæli dag, var stödd íEdinborg þegar blaðamaður náði tali af henni fyrir helgi.„Við erum hérna hjónin ásamt vinafólki en maðurinn minn verður líka fertugur í mars, svo að þetta er afmælisferðin okkar. Við komum heim á afmælisdaginn og þá ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt með krökkunum okkar.“ Eiginmaður Helgu er Rúnar Berg Eðvarðsson, byggingafræðingur hjá VHE, og eru börn þeirra Hilmir Snær, f. 2003, Elsa Diljá, f. 2010, og Ísleifur Rafn, f. 2014. „Það hefur verið mjög gaman hérna í Edinborg, við erum búin að versla, fá okkur bjór og skoða okkur vel um hérna. Við skoðuðum neðanjarðarbæinn hérna í Edinborg og fórum í vínsmökkun hjá Glenkinchie og það var líka mjög gaman þótt ég sé engin viskíkona. Það var meira gert fyrir manninn. Svo er fram undan New York-ferð með mömmu í apríl sem ég fékk í afmælisgjöf frá foreldrum mínum ásamt því að fara í þyrluflug yfir borgina í boði bróður míns og mág- konu.“ Helga er efna- og líftæknifræðingur og vinnur hjá Algalíf. Hún ólst upp í Reykjavík en býr núna í Hafnarfirði. „Ég lít meira á mig núna sem Hafnfirðing en Reykvíking. Svo bjuggum við í átta ár í Horsens í Danmörku.“ Helga var formaður Íslendingafélagsins í Horsens þegar hún bjó úti og núna situr hún í foreldraráði Sundfélags Hafnarfjarðar og er bekkjartengill í 1. bekk Hraunvallaskóla. Afmælisbarnið „Ég hef gaman af því að elda góðan mat og vera með fjölskyldu og vinum,“ segir Helga, spurð út í áhugamálin. Flýgur heim í dag frá Edinborg Helga Fanney Jónasdóttir er fertug í dag G uðmundur Vilhjálms- son fæddist í Reykja- vík 13. mars 1967, en ólst upp á Syðra-Lóni á Langanesi og bjó þar til ársins 2003. Guðmundur gekk í Grunnskóla Þórshafnar og var einn vetur í Verslunarskóla Íslands. Hann tók fyrsta stig vélstjórnar á námskeiði á Þórshöfn árið 1988 og hóf nám í vélstjórn eftir það, fyrst við VMA og síðar Vélskóla Íslands og út- skrifaðist þaðan með 4. stig vorið 1994. Hann lauk sveinsprófi í vél- smíði 1996 og náði sér í meist- araréttindi árið 2001. Hann er vél- iðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík frá janúar 2000 og varð rekstrariðnfræðingur vorið 2000 við sama skóla. Guðmundur starfaði við bústörf á Syðra-Lóni framan af aldri, en fór til sjós árið 1987 og hafði sjó- mennsku að meginstarfi til ársins 2015. Starfaði hann á togurum og nótaskipum frá norðausturhorni landsins, lengst af frá Þórshöfn og Vopnafirði, en einnig frá Akureyri. Skip eins og Stakfell ÞH, Kald- bakur EA, Júpíter ÞH, Sunnuberg NS, Þorsteinn ÞH, Margrét EA og Lundey NS voru hans starfs- vettvangur í gegnum tíðina, auk fjölda annarra skipa þar sem Guð- mundur leysti af um skemmri tíma. Guðmundur stofnaði fyrirtæki sitt, Vélaleigu Húsavíkur ehf., árið 2006. „Ég rak fyrirtækið samhliða sjómennskunni og í fjölda ára reri ég bara annan hvern mánuð.“ Árið 2016 festi Guðmundur kaup á skrúðgarðyrkjufyrirtækinu Garð- vík ehf. á Húsavík og rekur það í dag í félagi við Jóhönnu eiginkonu sína. Starfsmenn eru tíu til tólf. „Ég hef lifað viðburðaríku lífi og hef haft gaman af. Ég hef mik- inn áhuga á tónlist og hef haldið tónleika sem viðburðahaldari, m.a. í Hofi og Eldborg, m.a. heið- urstónleika The Beatles, minning- artónleika um David Bowie og 40 Licks með bestu lögum Rolling Stones. Mér eru mjög hugleikin málefni Guðmundur Vilhjálmsson, vélfræðingur og framkvstj. – 50 ára Brúðkaup Fjölskyldan ásamt Halldóri Reynissyni, frænda Guðmundar, sem gaf þau Guðmund og Jóhönnu saman. Berst við erlenda auð- menn um íslenskar jarðir Reykjavík Hjalmar Bengt Kjartansson fæddist 25. apríl 2016 kl. 6.15. Hann vó 3.080 g og var 50 cm langur. For- eldrar hans eru Lina Elisabet Hall- berg og Kjartan Þór Ragnarsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isÁrmúla 15, 108 Reykjavík Sími 515 0500 fasteignakaup@fasteignakaup.is fasteignakaup.is Fasteignasalinn þinn fylgir þér alla leið í söluferlinu, frá upphafi til enda Sirrý lögg. fasteignasali Erna Vals lögg. fasteignasali Íris Hall lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.