Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 4

Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Opnið 8-17 virka daga. Vetrartilboð á kuldagöllum aðeins 14.500,-Litir: Gulur og blár – grár – dökkblár – rauður Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kolönd, sem er flækingsönd frá Norður-Ameríku, hefur fært þjóð- arbúinu talsverðar tekjur, að sögn Guðmundar Falk, fuglaáhugamanns og ljósmyndara í Sandgerði. Kol- öndin er vestræn deilitegund af korpönd og ákaf- lega fágæt í Evr- ópu. Hún hefur komið hingað undanfarin ár og haldið sig í Kefla- vík. Austræna frænka hennar, korpöndin, er einnig flækingur hér og hefur oft komið frá Evrópu og sést á Suður- nesjum. „Kolöndin hefur komið á Kefla- víkina undanfarin 8-9 ár,“ sagði Guðmundur. „Hún hefur skapað Reykjanesbæ og ferðaþjónustunni talsverðar tekjur. Hingað hafa kom- ið fuglaáhugamenn bæði frá Am- eríku og Evrópu til að skoða öndina og taka myndir af henni. Hún er svo sjaldgæf.“ Guðmundur hefur hjálpað hópum fuglaskoðara frá Írlandi, Englandi, Þýskalandi og Spáni sem hafa kom- ið hingað til að skoða öndina. Nú í lok mars er von á enn einum hópn- um til viðbótar frá Írlandi að heim- sækja kolöndina. Guðmundur hefur ráðlagt þessu fólki um hvar það get- ur gist og matast. Eins hefur hann gefið því góð ráð um hvert það geti farið á landinu til fuglaskoðunar. „Fuglaskoðarar sem fara á milli landa til að sinna áhugamáli sínu eru yfirleitt vel stæðir og gera vel við sig á ferðalögum,“ sagði Guð- mundur. Hann kvaðst oft hafa velt því fyrir sér hvað þessi eina önd hefði skapað Íslandi miklar tekjur, að ekki sé talað um aðra náttúru- skoðun. „Sveitarfélögin á Reykja- nesi mættu skapa betri aðstöðu fyr- ir fuglaskoðara og aðra náttúru- skoðara. Fyrirtækin á svæðinu fá fullt af peningum út á fallegu nátt- úruna okkar.“ Guðmundur sagði að ráðamenn ríkis og sveitarfélaga þyrftu einnig að hugsa vel sinn gang áður en þeir samþykktu að láta verðmæt svæði, með tilliti til náttúru og dýralífs, undir stóriðju. Á þessum svæðum gæti verið viðkvæmt dýralíf og jurt- ir þótt almenningur vissi oft ekki af því. Hann nefndi til dæmis Berg- vötnin á Hólmsbergi við Helguvík. Í næsta nágrenni er mikil stóriðju- uppbygging og búið að loka leiðinni að vötnunum. „Ég sá þar oft tvö pör af þórs- hönum þegar ég var drengur. Ætli nokkur hafi pælt í því þegar þarna var samþykkt stóriðja,“ spurði Guð- mundur. „Nú er þórshaninn kominn á gátlista og Ísland orðið ábyrgð- araðili að þessum litla fuglastofni og fleiri tegundum sem eru í hættu. Þessir fuglar koma hingað til að verpa og koma upp ungum. Það get- ur vel verið að almenningi þyki varpsvæði þeirra lítt spennandi en þau eru mikilvæg fyrir fuglana og stuðla að því að hingað komi ferða- menn sem hafa áhuga á náttúru- skoðun. Þannig geta þessi svæði skapað tekjur þótt þau séu vernduð fyrir stórframkvæmdum.“ Gjaldeyrisskapandi kolönd laðar fuglaskoðara langt að  Fuglaskoðarar koma frá Evrópu og Ameríku að sjá önd Ljósmynd/Guðmundur Falk Kolönd Öndin heldur sig á sjó og er önnur af tveimur tegundum korpanda. Heimahagar hennar eru í Norður-Ameríku en hún flækist hingað. Guðmundur Falk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stefnt er að opnun matvæla- og veitinga- kjarnans Hlemms Mathallar í byrjun júní. Framkvæmdir við breytingar á biðstöðinni eru nú í fullum gangi og er stefnt að því að þeim ljúki að fullu í byrjun maí. Framkvæmdir við breytingar á húsinu sem áður hýsti biðstöð Strætó hafa dregist talsvert. Síðast stóð á byggingarleyfi sem þarf til breytinganna. Óli Örn Eiríksson, deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að húsið sé á viðkvæmum stað, vegna hinnar miklu umferðar sem er í kringum það. Vanda hafi þurft til verka við undirbúning- inn. Byggingafulltrúinn í Reykjavík og Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur hafi farið yfir verkefnið og samræmt kröfur. Málið var leyst um áramótin og fóru framkvæmdir þá á fullt. Húsið er að verða 40 ára og þurfti að ráð- ast í mikið viðhald á því, að sögn Óla. Þá þarf að gjörbreyta því að innan, koma upp salernum, kaffistofu fyrir starfsfólk og birgðageymslu. Leigutakarnir taka síðan við og koma upp básum fyrir starfsemi sína. Tíu fyrirtæki opna Stefnt er að því að framkvæmdum á veg- um borgarinnar verði að fullu lokið fyrstu vikuna í maí og húsið verði þá afhent dóttur- fyrirtæki Íslenska sjávarklasans, Hlemmi Mathöll, sem mun reka það. Rafmagnið er það eina sem gæti sett strik í reikninginn, að sögn Óla. Verið er að fara yfir það með Veitum hvort rafmagnstenging hússins sé nógu öflug. „Við áætlum að opna í byrjun júní. Fram- kvæmdir ganga frekar vel núna og tíu rekstraraðilar bíða spenntir eftir því að fá aðstöðuna afhenta,“ segir Haukur Már Gestsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mat- hallar. Reiknar hann með því að fyrirtækin sem verða með starfsemi í húsinu komist fljótlega inn til að byrja að koma sér þar fyrir. Haukur segir mikilvægt að opna fyrri- hluta sumars til þess að njóta góðs af ferða- mannasumrinu. Tíu fyrirtæki verða með rekstur í húsinu; sælkeraverslanir og veitingastaðir. Meðal þeirra er kjöt- og fiskverslun, mexíkóskur veitingastaður, smárétta-, kokkteila- og bjórbar, kaffibar og ísbúð. Nýjustu viðbæt- urnar eru bakarí Brauð & co, víetnamskur Banh Mi-samlokustaður og smurbrauðsstað- urinn Jómfrúin. Íbúar og ferðafólk bíða „Það er gríðarlegur spenningur fyrir þessu hjá fólkinu sem býr í hverfinu. Þarna er þétt og vaxandi íbúðarbyggð en lítil hverfisþjónusta í boði. Íbúarnir bíða eftir nýjum veitingastöðum og matvörumarkaði,“ segir Haukur Már. Þá segir hann að ferða- skipuleggjendur og hótel hafi verið að spyrj- ast fyrir um starfsemina og vilji bæta Hlemmi við sem áfangastað. Einnig fyrir- tæki sem gefi út leiðarvísa fyrir ferðafólk. Stefnt að opnun Mathallar í júní  Unnið á fullu við breytingar á biðstöð Strætó á Hlemmi  Fyrirtækin bíða spennt eftir að komast inn  Brauð & Co, Jómfrúin og víetnamskur samlokustaður meðal fyrirtækja sem bætast í hópinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Framkvæmdir Iðnaðarmenn voru önnum kafnir á Hlemmtorgi í miðbæ Reykjavíkur þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar inn í gær. Útlit er fyrir að veður breytist nokk- uð á landsvísu næstu daga, en vetur- inn mun minna vel á sig í dag. Ekki er þó búist við mikilli úrkomu, heldur gerir Veðurstofan ráð fyrir hæglátu, björtu og köldu veðri. Vindur verður á bilinu átta til fimmtán metrar á sekúndu úr norðri. Við suðurströndina verður vindur á bilinu tíu til fimmtán metrar á sek- úndu, en þar búast má við dálítilli snjómuggu. Við Norður- og Austur- ströndina verður aðeins lítils háttar úrkoma, að sögn veðurfræðings. Frosttölur munu að líkindum ná upp undir tíu gráður, en kaldast verður í uppsveitum norðanlands. Um helgina hlýnar aðeins og úr- koma eykst samhliða, sérstaklega á Suður- og Suðvesturlandi. Þar má búast við að hiti fari yfir frostmark yfir daginn. Annars staðar má búast við einnar til sex gráðu frosti. Fram í næstu viku verður áfram bjart og kalt og litlar líkur á öfgum í veðri. jbe@mbl.is Kalt, bjart og þurrt víðast hvar á landinu  Fallegt vetrarveður næstu daga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.