Morgunblaðið - 17.03.2017, Side 6

Morgunblaðið - 17.03.2017, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að f m viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Kristján Sigurðsson Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til lögg. fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali Alls verða sex byggingar á Höfða- torgi fullbyggðu. Hæsti turninn, 19 hæðir og Fosshótelturninn, sem er 16 hæðir, er í notkun auk sjö hæða byggingar sem Reykjavíkurborg leigir að mestu. Ásamt nýja skrif- stofuturninum er að rísa 12 hæða íbúðaturn. Miðað við að fermetrinn kosti 400 þúsund í byggingu kostar ekki undir 10 milljörðum að byggja þessar tvær byggingar. Á næstu ár- um er svo áformað að ljúka upp- byggingu Höfðatorgs með níu hæða byggingu á horninu þar sem höfuð- stöðvar WOW Air eru nú. Með loka- áfanga bílakjallarans munu bætast við tæplega 200 stæði. og bætast við 400 í haust, þegar fyrstu leigutakarnir flytja í húsið. Þá verður unnið að lokafrágangi torgs á Höfðatorgi, sem mun breyta ásýnd svæðisins. Sex byggingar á torginu Gunnar Valur segir stærðir hæð- anna í Katrínartúni 4 vera hag- kvæmar fyrir fyrirtæki af ýmsum stærðum. „Við getum boðið fyrir- tækjum leigustærðir frá um 300 fer- metrum og upp úr. Við erum með arkitekta á okkar snærum sem að- stoða okkur við að ramma fyrirtækin inn í húsið, svo að hver og einn fær lausn eftir sínu höfði,“ segir hann. „Það þarf að bregðast við landbroti við Vatnsmýrartjörn og ágengum gróðri sem sækir á í friðlandnu í Vatnsmýri,“ sagði Jóhann Óli Hilm- arsson, annar höfunda skýrslu um fuglalífið á Tjörninni 2016. Hann og Ólafur K. Nielsen hafa vaktað fuglalífið þar um árabil og skrifað árlega skýrslur um fuglalífið. Um 1.100 m2 af votlendi hafa tap- ast við austurbakka Vatnsmýrar- tjarnar á fjórum árum. Styrkja þarf bakkann og helst að fylla aftur upp þar sem landið hvarf til að styrkja fuglalífið, að mati Jóhanns. Hann sagði að það munaði um þessa vot- lendisspildu í litlu friðlandinu. Verði ekki spornað við fram- vindu ágengs og hávaxins gróðurs í Vatnsmýri er ljóst að kríuvarpið mun hverfa þaðan að mestu, að því er segir í skýrslunni. Jóhann segir kríuna vera mjög mikilvæga fyrir fuglalífið því aðrar fuglategundir laðist að kríuvarpinu. Andavarp við Tjörnina og í Vatnsmýri gekk vel í fyrra „miðað við þá ördeyðu sem ríkt hefur síð- astliðin 10 ár eða svo, sérstaklega var góð afkoma hjá skúfönd og duggönd,“ segir í skýrslunni. Við- koma dugganda var sú besta í 36 ár og skúfanda sú besta í 15 ár. „Til lengri tíma hefur varp- stofnum stokkandar, gargandar, duggandar og æðar hnignað veru- lega. Sérstaklega stendur æðar- stofninn höllum fæti og viðbúið að hann deyi út innan þriggja til fimm ára.“ Enginn æðarfugl reyndi varp við Tjörnina 2016. Þeir hafa orpið þar árlega í nærri 60 ár. Langvarandi viðkomubrestur stendur andastofnunum almennt fyrir þrifum. Helstu skýringarnar eru fæðuskortur andarunga, afrán og hnignun búsvæða. Skýrsluhöfundar segja að ástand fuglastofna Tjarnarinnar sé óvið- unandi og ekki í samræmi við mikil- vægi fuglanna fyrir borgarbúa. Þeir hvetja til þess að áfram verði stuðlað að fjölgun anda með andar- ungaeldi og jafnframt að ráðinn verði eftirlitsmaður með Tjarnar- fuglum. gudni@mbl.is Töluvert landbrot varð í friðlandinu í Vatnsmýrinni  Bregðast þarf við landbroti og ágengum hávöxnum gróðri Morgunblaðið/Ómar Vatnsmýri Um 1.100 fermetrar lands hafa horfið vegna landbrots. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að kalla saman fulltrúa allra helstu aðila skólastarfs í grunnskól- um til að fara yfir framkvæmd sam- ræmdu könnunarprófanna, sam- kvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Þar segir að verið sé að gera mikl- ar breytingar á kerfinu með því að innleiða rafræn próf og jafnframt sé unnið að því að gera þau einstak- lingsmiðuð. Þegar það komist til framkvæmda muni samræmdu könnunarprófin gefa betri mynd af stöðu nemandans en áður. Arnór Guðmundsson, forstjóri Mennta- málastofnunar, sem ber lögum sam- kvæmt ábyrgð á framkvæmd sam- ræmdra prófa, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir hjá stofnuninni myndu vitanlega mæta á samráðsfundinn og kynnast því hvaða sjónarmið gagnvart prófunum og framkvæmd þeirra væru uppi. „Við áttum ágætis fund með alls- herjar- og og menntamálanefnd, en meginþunginn þar var ekki á fram- kvæmd prófanna sem slíkra, en við viljum gjarnan fara yfir þetta,“ sagði Arnór. „Það hefur gætt ákveðins misskilnings varðandi tengsl próf- anna við innritun í framhaldsskóla, sem að mínu viti hefur ruglað þessa umræðu um samræmdu prófin eitt- hvað.“ Samráðshópur kallaður saman Í tilkynningu ráðuneytisins segir m.a. orðrétt: „Formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis átti fund með mennta- og menningar- málaráðherra 14. mars. ... Það var sameiginleg niðurstaða þeirra að ráðuneytið boðaði á næstu dögum fulltrúa Menntamálastofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands, Skóla- meistarafélags Íslands, Ungmenna- ráðs Menntamálastofnunar, Heimil- is og skóla og Skólastjórafélags Íslands til samráðs þar sem aðilar fari yfir framkvæmd prófanna og ræði mögulegar úrbætur.“ Fram kemur að óskað hafi verið eftir tilnefningum í þriggja manna sérfræðingahóp, sem meðal annars skal fylgjast með framkvæmd og þróun samræmdra könnunarprófa og gert er ráð fyrir að hann verði skipaður fyrir lok mánaðarins. Ekki eru sagðar uppi neinar fyr- irætlanir af hálfu ráðuneytisins um að leggja niður eða breyta tilgangi samræmdra könnunarprófa í grunn- skólum. Niðurstöður prófanna veiti miklar upplýsingar og greinandi gögn um hvern nemenda og einnig skóla. Betri mynd af stöðu nemenda  Engin áform um að leggja niður eða breyta tilgangi samræmdra könnunarprófa í grunnskólum Morgunblaðið/Eyþór Menntun Nemendur sitja einbeittir yfir samræmdum prófum. Sérfræðingur í útleigu atvinnuhúsnæðis sem Morgunblaðið ræddi við áætlaði að fermetrinn af nýju atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi væri nú leigð- ur á 2.500 til 3.000 krónur án virðisaukaskatts. Fasteignasali sem rætt var við áætlaði að leiguverðið væri um 3.000 krónur á fermetrann. Hann sagði eftirspurnina eftir skrifstofuhúsnæði vera í meðallagi um þessar mundir en að mjög lítið framboð væri af öðrum tegundum húsnæðis eins og verslunar- og iðnaðarbilum. Þó væri frekar eftirspurn eftir minni ein- ingum en stærri. Samkvæmt þessum tölum er leiguverð fyrir Katrínartún 4 um 32,5-39 milljónir á mánuði, eða 390-468 milljónir á ári, auk virðis- aukaskatts. Hjá Þjóðskrá Íslands fengust þær upplýsingar að þar væru ekki til nein útgefin gögn um þróun leiguverðs fyrir atvinnuhúsnæði. Um 3.000 krónur á fermetrann LEIGUVERÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þrjár efstu hæðirnar í nýjum skrif- stofuturni á Höfðatorgi hafa þegar verið leigðar út, rúmu hálfu ári áður en húsnæðið kemur til afhendingar. Eftirspurnin er enn einn vitn- isburðurinn um uppganginn á fast- eignamarkaðnum og kemur í kjölfar þess að greiðlega gekk að leigja allar hæðirnar 15 í Norðurturninum við Smáratorg, sem tekinn var í notkun í fyrravor. Byggingarfélagið Eykt annast allar framkvæmdir við upp- byggingu á Höfðatorgi. Gunnar Valur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Höfðatorgs ehf., segir marga hafa sýnt því áhuga að leigja atvinnuhúsnæði í nýjum skrifstofu- turni á Höfðatorgi, í Katrínartúni 4. „Eftir að við byrjuðum að auglýsa húsnæðið í Katrínartúni 4 til leigu í lok febrúar hefur fyrirspurnum fjölgað mikið. Byggingin er rúmlega 13.000 fermetrar og á níu hæðum, auk þriggja hæða neðanjarðar. 400 stæði bætast við í haust Þrjár efstu hæðirnar eru þegar leigðar ásamt hluta kjallarans og nokkrir aðilar eru að skoða rými í húsinu. Það er ekki mikið um nýtt skrifstofuhúsnæði til leigu á þessum stað í borginni með nægan aðgang að bílastæðum,“ segir Gunnar Valur. Á Höfðatorgi eru nú 800 bílastæði Mynd/PK arkitektar Höfðatorg Tölvuteiknuð mynd af byggingum á Höfðatorgi í Reykjavík þegar þær verða fullbyggðar. Hafa þegar leigt út efstu hæðirnar  Mikil eftirspurn eftir rýmum í nýjum skrifstofuturni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.