Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 15-60% AFSLÁTTUR STÓRÚTSALA Vara 28472 Fjölnota fræsi- og slípivél Útsöluverð:11.850,- kr. 37% Afsláttur Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 10 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is H allfríður Eysteins- dóttir hefur hannað sjúkrabörur sem henta íslenskum að- stæðum og er hægt að brjóta saman og bera á bakinu. Hún er sjálf vön fjallgöngum og hef- ur meðal annars verið í björgunar- sveit. Hún fékk hugmyndina út frá þeirri hugsun að þetta gæti nýst fjallgöngufólki hér á landi. Sjálf hef- ur hún verið með hópi á hálendinu þegar fjallgöngumaður slasaðist og biðu þau í fjóra klukkutíma eftir að- stoð. Hún telur líklegt að ef sjúkra- börunum sé komið fyrir í flestum fjallaskálum megi auðveldlega að koma í veg fyrir ofkælingu hins slas- aða vegna þess hversu auðveldlega er hægt að ferðast með þær. Sjúkra- börurnar eru sérstakar og hægt er að pakka þeim saman fyrir og eftir notkun. Inni í börunum er sérstyrkt plata til stuðnings við líkamann í legu og þegar börurnar eru ekki í notkun dregst platan eftir teinum svo að hægt er að losa festingar. Hægt er að brjóta börurnar saman í þríbrot, bera á baki eða koma fyrir í farangri og vega þær aðeins 4,9 kg. „Ég hef verið mikið á fjöllum og ver- ið í björgunarsveit áður. Það sem maður verður var við er að það er alltaf beðið eftir þessum hörðu skelj- um (sjúkrabörum) sem koma með þyrlu eða stórum jeppum,“ segir Hallfríður. Var viðstödd slys á fjöllum Hallfríður segist sjálf hafa verið viðstödd slys á hálendi Íslands þar sem hún og aðrir þurftu að bíða í fjóra tíma eftir aðstoð. „Oftast nær þegar útkall er á fjöllum er nær- liggjandi skáli. Ég fékk hugmyndina út frá því að sjúkrabörurnar væri hægt að hafa víða um landið.“ Þann- ig gætu fjallgöngugarpar náð í bör- urnar í fjallaskálann og komið þeim slasaða í skjól. „Það er ekkert endi- lega hægt að koma tveggja metra börum á snjósleða á fullri ferð, bör- urnar taka allan vindinn. Þyrlan get- ur tekið langan tíma og sjúklingur getur oft verið í mikilli hættu vegna ofkælingar.“ Hún segir að ofkæling sé ein hættulegasta váin þegar fólk slasast á fjöllum. Börurnar henta því vel ef hægt er að bera hinn slasaða í nærliggjandi skála eða svo hann þurfi ekki að liggja í snjó eða á kaldri jörð. Til sýnis á Hönnunarmars Hallfríður hefur einnig hannað vaðskálmar sem aðstoða fólk við að komast yfir ár sem geta mætt fjall- göngugörpum. „Það er hægt að setja vaðskálmarnar utan um skó og þannig er hægt að vaða yfir á.“ Hönnunarhugmyndirnar eru hennar og hefur hún unnið að því að koma börunum og vöðlunum á markað gegnum fyrirtæki sitt Hallas ehf. „Ég var með vörurnar til sýnis á al- þjóðlegu ráðstefnunni Björgun í Hörpu í október í fyrra.“ Hún segir að börunum hafi verið sýnd mikinn áhuga. Hún stefnir og fremst á ís- lenskan markað og telur hún að ís- lenskar björgunarsveitir og félög geti notið góðs af því að hafa bör- urnar meðferðis og hægt sé að koma þeim fyrir í fjallaskálum víða. Bæði Íslensk hönnun sem gæti bjargað lífum Hallfríður Eysteinsdóttir hefur hannað sjúkrabörur sem hægt er að brjóta saman og ferðast með á bakinu. Þá hefur hún einnig gert vaðskálmar til að auðvelda fjallagörpum að komast yfir ár á ferðum sínum um hálendið. Hún segir ofkælingu vera helstu vána þegar slys ber að á fjöllum og telur að sjúkrabörurnar gætu kom- ið mörgum að góðum notum. Sjúkrabörurnar hafa fengið CE-vottun hérlendis. Létt Auðvelt er að ferðast með sjúkrabörurnar en þær eru 4,9 kg. á þyngd. Hönnunarverðlaun Reykjavík Grape- vine verða afhent í dag og hefst at- höfnin klukkan 20. Verðlaunaafhend- ingin fer fram á gistiheimilinu Oddsson á Hringbraut 121 (JL hús- inu). Afhent verða verðlaun fyrir bestu vöruna, vörulínuna, fatahönn- unina og fyrir verkefni ársins. Að at- höfninni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í boði Tuborg Gull. DJ Ívar Pétur mun síðan þeyta skífum og sjá um stuðið. Reykjavík Grapevine og Hönnunarmars bjóða alla vel- komna til þess að vera viðstödd verð- launaafhendinguna og þiggja veigar að henni lokinni. Hönnunarverðlaun Grapevine er hluti af Hönnunarmars, sem hefst formlega í næstu viku. Vefsíðan Facebook: Reykjavík Grapevine Design Awards Stuð! Þessir tveir héldu uppi heilmiklu fjöri á síðustu hönnunarverðlaunum. Stuð, stemming og hönnun hóp margra þekktra einstaklinga í Bretlandi sem hafa gefið út barna- bækur. Meðdómari hennar í Britain’s Got Talent, David Williams, hefur Breska söngkonan og módelið Alesha Dixon ætlar að gefa út barnabók í ár. Dixon varð fyrst fræg með R&B þríeykinu Mis-teeq en hljómsveitin lagði upp laupana árið 2005. Dixon, sem nú er dómari í Britain’s Got Tal- ent skrifaði undir samning við bóka- útgáfufyrirtækið Scholastic um að skrifa tvær bækur. Bækurnar munu fjalla um unga stelpa sem heitir Aur- ora Beam og er ofurhetja. Vildi skapa sterka kvenpersónu Dixon segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að sig hafi langað til að skapa sterka kvenpersónu sem ungar stelpur og strákar gætu litið upp til. Hún staðfesti fréttirnar af bókasamningi sínum á Instagram- síðu sinni og ritaði að hún væri yfir sig ánægð með að vera að byrjuð að vinna að fyrstu bókinni. Áætlað er að fyrsta bókin um Aurora Beam komi út næsta vor. Dixon bætist þannig í meðal annars gefið út fjölda barna- bóka eins og Mr. Stink, Gangsta Granny og Demon Dentist en þær hafa verið geysivinsælar í Bretlandi. Söngkonan og módelið Alesha Dixon ætlar að gefa út ... Vinsæl Ferill Dixon fékk nýtt líf eftir að hún tók sæti í Britain’s Got Talent. ... ofurhetjubók fyrir ungar stelpur Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það verða sannkallaðir stórtónleikar í Hofi á Akureyri, kl. 20 í kvöld þegar Greta Salóme og Alexander Rybak mæta ásamt rokkbandi, strengja- sveit, dönsurum og kór. Gestum verð- ur boðið upp á fjölbreytta tónlist, allt frá poppi og rokki yfir í klassík, og Greta og Alexander fara eflaust ham- förum með fiðlurnar. Greta Salóme er landsmönnum kunn, en hún hefur keppt tvisvar í söngvakeppni Evr- ópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Alexander Rybak keppti árið 2009 fyrir Noreg í sömu keppni og fór með sigur af hólmi. Í boði er 40% afsláttur af miðaverði fyrir 12 ára og yngri. Þau spila í Hörpu á morgun laugardag. Miðar á tix.is og mak.is Flugeldasýning með fiðlum Morgunblaðið/Eggert Fiðlufjör Alexander Rybak, sem vann Eurovision 2009, og Greta Salóme. Eurovision-stjörnur sameina krafta sína á Akureyri í kvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.