Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 16

Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á vettvangi Umhverfisstofnunar er um þessar mundir unnið að frið- lýsingu Kerlingarfjalla og er þess vænst að málið verði komið í höfn fyrir mitt þetta ár. Fjallaklasinn er innan marka Hrunamanna- hrepps og nú er unnið að endur- skoðun á aðal- skipulagi sveit- arfélagsins þar sem gert er ráð fyrir friðlýstu svæði í fjöll- unum. Frestur til að gera at- hugasemdir við skipulagstillöguna er ekki liðinn, en að því loknu er undirbúnings- vinnunni nánast lokið. „Nú þegar njóta nokkrir staðir í Kerlingarfjöllum landslagsverndar og eru á svonefndum C hluta nátt- úruminjaskrár. Sem umhverfis- ráðherra talaði Sigrún Magnús- dóttir fyrir friðlýsingu svæðisins og við svöruðum því kalli. Það var árið 2015 en áður höfðu verið tekin nokkur skref til undirbúnings og það starf nýttist í yfirstandandi vinnu,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, í samtali við Morgunblaðið. Stórbrotin líparít- og móbergsfjöll Sveitarstjórinn vekur athygli á að á svæðinu séu heitir reitir hverasvæða sem hafi verið skoð- aðir með tilliti til orkunýtingar. Nú séu þeir komnir í verndarflokk rammaáætlunar. Allt þetta hafi opnað augu fólks betur fyrir því að hlúa beri að Kerlingarfjallasvæð- inu sem sé ein af perlum sveitarfé- lagsins. Náttúra í Kerlingarfjöllum ein- kennist af stórbrotnum líparít- og móbergsfjöllum, sem sjást víða að. Þar er háhitasvæðið sem skiptist í þrjú meginsvæði og eru Hveradal- ir þeirra þekktastir. Þá hefur hiti í einum hveranna í svonefndum Hverabotni mælst 145-150°C og er það hæsta skráða mæling í hver á Íslandi. Algengustu hverirnir eru gufuaugu, soðpönnur og gufu- og leirhverir. Margt fleira markvert mætti nefna á þessu friðlýsingar- svæði sem er alls 367 ferkílómetr- ar að flatarmáli. Þekkt fjöll eða tindar á svæðinu eru Loðmundur, Fannborg, Höttur, Ögmundur og Kerlingartindur og Snækollur, sem er þeirra hæstur – 1.477 metrar. Nýir möguleikar Samráðshópur fólks frá Um- hverfisstofnun og Hrunamanna- hreppi vinnur að friðlýsingarferl- inu – svo og fulltrúi Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem lítil sneið af friðlýsingarsvæðinu í Kerlingarfjöllum er innan afrétt- arlands þeirrar sveitar. Hruna- maðurinn Jón G. Valgeirsson segir að friðlýsingin muni annars litlu breyta viðvíkjandi þeirri starfsemi sem þar er fyrir. Þjónustumiðstöð svæðisins í Ásgarði verði áfram og raunar sé starfsemin þar alltaf að eflast og styrkjast og nýir mögu- leikar að opnast enda gert ráð fyr- ir hálendismiðstöð í Kerlingar- fjöllum. Hverir, soðpönnur og gufuaugu  Kerlingarfjallasvæðið verður friðlýst á næstunni  Hrunamannahreppur svaraði kalli  Aðal- skipulagi verður breytt  367 ferkílómetrar eru undir  Orkunýting á svæðinu í verndarflokki Gil Hveradalir einkennast af djúpum giljum og skorningum - og þegar studdaþoka læðist yfir verður landið á þessum slóðum sveipað dulúð. Fegurð Á kraumandi háhitasvæðinu í Kerlingarfjöllum má finna og sjá ýmis óvenjuleg litaspjöld, sem eru síbreytileg eins og annað í náttúrunni. Jón G. Valgeirsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Klasi Frá vinstri talið eru hér Loðmundur, Snækollur, Fannborg og loks lengst í suðri Ögmundur. Hildur Vésteinsdóttir, teymis- stjóri hjá Umhverfisstofnun, seg- ir að margt þurfi að skoða og taka með í breytuna þegar land- svæði eru friðlýst. Útfærslurnar á friðlýsingu séu breytilegar út- færslur milli staða og fari til dæmis eftir markmiðum friðlýs- ingar, eðli svæðisins og sam- komulagi við þá sem hagsmuna eigi að gæta. Í Kerlingarfjöllum muni til dæmis gilda mismun- andi reglur á hverasvæðum, til dæmis í Hveradölum, á þjón- ustusvæðinu í Ásgarði og öðrum hlutum verndarsvæðisins. Þá fylgi friðlýsingu að umsjón með svæðinu færist til Umhverfis- stofnunar. Því fylgi aukin land- varsla á svæðinu, sem væntan- lega verði sinnt af þeim hafa umsjón með friðlýstum svæðum á Suðurlandi. Breytilegar útfærslur AUKIN LANDVARSLA N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 EITT ER VÍST: ALNO FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2016 63 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is eldhús er 90 ára í ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.