Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stundum erhent gamanað sér- íslenskri hefð í stjórnmála- umræðu á kvöldi kjördags. Vanda- málið hefur verið það fyrir Ríkisútvarpið að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur oftast komið út úr kosningum sem stærsti flokkurinn. Fyrir fréttastofu fyrirtækisins sem býr við lög- bundna hlutleysisskyldu (sem hún umgengst sem brandara) er það nokkuð sem hún ræður illa við. Fjölmörg dæmi eru um að Sjálfstæðisflokkur hafi komið frá kosningum með yfirburðastöðu en aðrir flokk- ar, jafnvel áhrifalitlir smá- flokkar, hafi verið lýstir sigur- vegarar af spekingum „RÚV“. Jafnvel þegar Sjálfstæðis- flokkur styrkti stöðu sína á milli kosninga, eftir að hafa verið stærstur fyrir, og hélt forystu í ríkisstjórn gerðu spekingarnir sig hlægilega með því að leita að og finna annan sigurvegara! Til þessa er hugsað þegar úrslit í Hollandi eru kynnt í ís- lenskum sem erlendum fjöl- miðlum. Þessum miðlum ber nær öllum saman um að Mark Rutte forsætisráðherra hafi komið frá kosningunum í Hol- landi sem sigurvegari, þar sem hann er enn stærstur þrátt fyrir mikið tap! Það buðu 28 flokkar fram og kjós- endur á kjörstað kvörtuðu yfir þessu kraðaki. Meginathyglin hafði beinst að framboði Geert Wilders, sem margir fjöl- miðlar hikuðu ekki við að kalla lýðskrumara, öfgahægrimann, rasista, ef ekki nasista. Miðað við þá umfjöllun var von að margur andaði léttar þegar Wilders fékk minna en kann- anir höfðu á tímabili bent til. Það er fróðlegt að sjá hver helstu úrslit urðu og hafa þá hliðsjón af íslenskri umræðu- hefð. Flokkur Rutte forsætisráð- herra, „sigurvegari kosning- anna“, hafði 41 þingmann en missti fimmtung þeirra og er nú með 33 þingmenn. Fæstir fjölmiðlar minnast á hinn flokkinn í samsteypustjórn- inni, flokk Jafnaðarmanna. Sá hafði haft 38 þingsæti, tapaði 29 og situr eftir með 9 þing- menn. Stjórnarflokkarnir tveir höfðu haft 79 þingsæti af 150, og því meirihluta á þinginu en höfðu eftir kosn- ingarnar 42 af 150. Höfðu sameiginlega tapað 37 þing- mönnum af 79 eða tæpum helmingi þingmanna. Ein- hvern tíma hefði verið sagt að ríkisstjórn Rutte hefði ekki aðeins misst meirihluta sinn heldur beðið algjört skipbrot. En hin fréttin, sem hamrað var á, var að Geert Wilders hefði beðið ósigur, og hefði viður- kennt hann opin- berlega. Wilders var með 15 þing- menn fyrir kosningar en 20 eftir þær. Munurinn á milli flokka Rutte og Wilders var 26 þingmenn fyrir kosningar en 13 eftir þær. Allir frétta- skýrendur eru sammála um að Rutte hafi unnið stórsigur, eftir að hafa tapað 20% þing- manna sinna en Wilders komi laskaður út eftir að hafa bætt 33% við þingflokk sinn! Það sem „réttlætir“ þessa uppsetningu er að þegar lið- lega mánuður var til kosninga bentu kannanir til að Wilders kynni að fá nærri 20 prósent atkvæða og hugsanlega þar með að verða stærsti flokkur landsins. Þótt þetta hefði gerst, var í fyrsta lagi ljóst að munurinn á flokki Wilders og Rutte yrði mjög naumur og í öðru lagi voru nær engar líkur á að hann fengi forsætis- ráðuneytið við þær aðstæður eða sæti í ríkisstjórn landsins. Skoðanakannanir njóta minna trausts en áður eftir áfall við brexit-kosningar og bandarískar forsetakosn- ingar. En þær voru nær því rétta í Hollandi, því síðustu vikur bentu þær ótvírætt til að Wilders næði ekki 18-20% atkvæða og að verða með stærsta flokk á þingi. Úrslitin urðu mun lakari en þetta fyrir hann, þótt hann bætti vel við sig frá síðustu kosningum. Fyrir kosningarnar var flokkur Wilders þriðji stærsti flokkur Hollands en eftir þær er hann annar stærsti flokk- urinn! Það er mat flestra grein- enda að nokkur hægri sveifla hafi orðið í þessum kosn- ingum. Hægri og vinstri hug- tökin eru þó óljósari orðin en áður. Wilders er afdráttar- lausari andstæðingur ESB en Rutte sem hins vegar sýndi takta efasemdarmanns í kosn- ingunum til að verjast atlögu Wilders. Rutte hefur einnig hert verulega afstöðu sína í innflytjendamálum síðustu misserin. Þessi tvö mál segja fátt um það hvort flokkur er til vinstri eða hægri. Þegar þau málefni eru skoðuð, sem almennt eru not- uð til að greina flokka á hinu pólitíska litrófi, sýnist flokkur Rutte lenda hægra megin við Wilders á skalanum. Af fram- ansögðu sést að það gæti ver- ið gott fyrir áhugasama um stjórnmál að taka ódýrar skil- greiningar „fréttaskýrenda“ með fyrirvara og leita sér sjálfir upplýsinga. Það er orð- ið svo auðvelt núna. Þær eru sumar skrítnar skýring- arnar á hollensku kosningunum} Áhugaverðar kosningar L íklega bjóst bandaríski stjórn- málafræðiprófessorinn Robert Kelly ekki við því að verða al- þjóðleg internet-stjarna þegar hann féllst á að veita fréttamönn- um breska ríkissjónvarpsins, BBC, viðtal í síð- ustu viku um afsögn Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu. En það var ekki yfirgripsmikil þekking Kellys á ástandi mála sem varð til þess að hann varð frægur. Viðtalið var tekið í gegnum sam- skiptaforritið Skype og þar sem hann var í miðjum klíðum á skrifstofu sinni á heimili sínu við að útskýra flókna stöðu mála í Suður-Kóreu eftir afsögn forsetans opnuðust dyrnar að baki honum og inn valsaði bráðhress lítil stúlka í gulri peysu sem vildi fá athygli frá pabba sínum og litlu síðar kom kátur yngri bróðir hennar á harðaspani í göngugrind. Í kjölfarið kom svo kona, sem eftir nokkurt bras tókst að ná fjörkálfunum tveimur út úr herberginu. Eftir að viðtalið var sýnt deildu fjölmargir því á Face- book og Twitter og ýmsar athugasemdir voru skrifaðar. Gert var grín að konunni sem kom inn í herbergið á eftir börnunum og gengið út frá því sem vísu að hún væri barn- fóstra, en ekki móðir þeirra. Ástæða þess virðist einkum hafa verið að Kelly er hvítur, en konan sem heitir Jung-a Kim (og er reyndar eiginkona hans) er asísk og því hlyti hún að vera í þjónustu hans. Talsvert hefur verið fjallað um þennan misskilning í fjölmiðlum víða um heim og sumir hafa sagt að ástæðan sé að margir Vesturlandabúar eigi erfitt með að sjá fólk frá Asíu fyrir sér öðruvísi en í þjónustuhlutverk- um. Annars er enginn skortur á því að fólki séu ætluð einhver hlutverk, stundum vegna kyn- þáttar, stundum vegna kyns. Í síðustu viku hélt einn fremsti mannréttindalögfræðingur heims áhrifamikla ræðu fyrir allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna. Inntak ræðunnar var hvatning til Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, um að biðla til öryggisráðs SÞ um að hefja rann- sókn á þeim voðaverkum sem Isis-samtökin hafa framið í landi hans. „Réttlæti mun aldrei nást ef við leyfum sönnunargögnum að eyðast, ef við varðveitum ekki fjöldagrafir og ef ekki næst í vitni að glæpunum,“ sagði þessi þekkti mannréttindalögfræðingur sem varaði við því að láta samtökin komast upp með þjóðarmorð. Þarna talaði einn fremsti sérfræðingur heims á sínu sviði á einum áhrifamesta vettvangi heims um afar mikilvægt málefni sem snertir allan heiminn. Og hvernig skyldu fjölmiðlar svo hafa fjallað um ræðuna? Stór hluti fréttanna var um hverju lögfræðingurinn klæddist þegar hann hélt ræðuna og hversu stór (eða lítill) magi lög- fræðingsins væri. T.d. var twitterfærsla TIME-tímaritsins svona: „Amal Clooney sýnir óléttubumbuna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.“ Umræddur lögfræðingur heitir nefnilega Amal Clooney og er gift leikaranum George Clooney og hjónin eiga von á tvíburum. Sumir sáu nefnilega bara óléttubumbuna á Amal og heyrðu ekki stakt orð af því sem hún sagði. Fordómar? Klárlega. Kvenfyrirlitning? Ekki spurning. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Óléttubumban á Amal Clooney STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hörð samkeppni er á mark-aði sjónvarpsdreifingarog fjarskipta sem munán efa færast í aukana við kaup Fjarskipta hf, móðurfélags Vodafone, á 365 miðlum. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur bent á að vægi stóru fjarskiptafyrirtækj- anna við dreifingu sjónvarpsefnis sé gríðarlega mikið hér á landi og mun meiri en þekkist annars staðar í Evr- ópu. Þetta eigi ekki síst við um IPTV kerfi fjarskiptafyrirtækjanna, þ.e.a.s. þegar sjónvarpi er dreift með fastri nettengingu. Hægt er að takmarka aðgang neytenda við þessi dreifinet og því býður að mati PFS sterk staða IPTV sjónvarps hér á landi þeirri hættu heim að hægt sé að „loka“ áskrif- endur inni á tilteknu fjarskiptaneti í krafti þess efnis sem þar stendur til boða. Sú staða gæti komið upp að neytendur verði settir í þá stöðu að þeir verði að velja á milli aðgangs- neta eða vera áskrifendur að fleiri en einu neti til að fá aðgang að því efni sjónvarpsstöðva. Ágreiningur hefur sem kunnugt er verið uppi milli Vodafone og Sím- ans hf. en Vodafone heldur því fram að Síminn brjóti ákvæði fjölmiðla- laga sem leggur bann við því að fjöl- miðlaveita eða efnisveita beini við- skiptavinum að tengdu fjarskipta- fyrirtæki, þar sem hliðræn eða ólínuleg efnismiðlun Sjónvarps Sím- ans standi ekki viðskiptavinum IPTV kerfis Vodafone til boða. Gagnaveita Reykjavíkur er einnig aðili að málinu gegn Símanum sem PFS er nú með til meðferðar. Síminn hefur harðlega mótmælt því að fyrir- tækið hafi brotið umrætt ákvæði. PFS bendir á ýmsar hættur Í seinasta mánuði efndi PFS til samráðs meðal fyrirtækja á þessum markaði um þróun sjónvarpsmiðl- unar og fjarskipta hér á landi. Tíu fyrirtæki hafa nú svarað spurn- ingum stofnunarinnar þar sem koma fram skiptar skoðanir keppinaut- anna á stöðunni á markaðinum. Í samantekt PFS er bent á möguleg skaðleg samkeppnisáhrif og ýmsar hættur sem gætu leitt til þess að samkeppnisstaða minni fyrirtækjanna á fjarskiptamarkaði myndi versna. Sú staða gæti t.d. komið upp hér á landi að tvö stærstu fjarskiptafyrirtækin starfræktu bæði „lóðrétt samþættar og mjög öflugar fjölmiðlaveitur“. Smærri fjarskiptafyrirtæki gætu átt erfitt með að leika eftir slíka lóðrétta sam- þættingu fjarskipta og myndmiðl- unar. Vægi vörufléttna í fjarskiptum sé líka að aukast mjög mikið hér á landi og í allri Evrópu. Líklegt sé að sú þróun haldi áfram. Þetta lýsi sér í því að neytendur kjósi í síauknum mæli að kaupa alla þjónustuþætti í einum pakka hjá sama fjarskiptafyr- irtækinu, t.d. talsíma, farsíma, net- tengingu og sjónvarp. Fyrirtækið TSC ehf. segir í svari við spurningu PFS um hvaða áhrif sterk staða IPTV dreifingar hafi hér að hún taki áskrifendur frá smærri aðilum vegna t.d. pakka- tilboða. Tæknilega sé ekkert til fyrirstöðu að vera með myndlykla samtímis bæði frá Símanum og Vodafone yfir sömu nettengingu. ,,það vantar bara viljann hjá þeim til að leyfa það“. Síminn gagnrýnir PFS í ítarlegu svari m.a. fyrir að fjalla með neikvæðum hætti um að IPTV þjónusta sé lokað dreifikerfi. Fyrir- tæki geti vel boðið þjónustu sína án þess að vera hluti af IPTV, sbr Net- flix sem sé með um 30 þúsund áskrif- endur á Íslandi. Segir þar að Netflix hafi verið að yfirbjóða myndréttindi á Íslandi. Hörð samkeppni en PFS sér hættumerki Morgunblaðið/Ernir Sjónvarpsmiðlun Dreifing sjónvarpsefnis á IP-neti (IPTV) eykst. Áskriftir voru um 98 þúsund um mitt síðasta ár sem er 14% aukning frá 2014. Vodafone segir í svari við spurn- ingu PFS um áhrif sterkrar stöðu sjónvarpsdreifingar á IP-neti (IPTV) að neytendur eigi á hættu að þurfa að velja tiltekin fjar- skiptafyrirtæki til að geta haft aðgang að eftirsóknarverðu sjónvarpsefni, ef ,,lokuð strat- egía fyrirskiptafyrirtækja“ verði látin viðgangast. Í svörum Nova segir m.a. að augljóst sé að staða IPTV sé svo sterk hér á landi að þau tvö fyrirtæki sem bjóða þá þjónustu starfi á fá- keppnismarkaði og hafi þar sam- eiginleg markaðsyfirráð, þ.e. Síminn og Vodafone. Fyrirtækið Hringdu telur að staða neytenda hafi versnað eftir að IPTV náði umtalsverðri hlutdeild á markaði og Símafélagið telur nauðsyn- legt að það sé tryggt að IP sjón- varpsþjónustukerfi séu í boði í heildsölu. Ljóst sé að Síminn hafi yfirburðastöðu, og hljóti því að teljast markaðsráðandi, og Fjarskipti/Vodafone lítið minni. Skylda ætti bæði fyrirtækin til að bjóða IP sjónvarpsþjónustu sína í heildsölu. Gagnrýna stöðuna FJARSKIPTAFYRIRTÆKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.