Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 24

Morgunblaðið - 17.03.2017, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 ...Margur er knár þótt hann sé smár Nýji SX Rational 2/3 GN ofninn gerir allt það sama og stærri gerðirnar. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Pilot síðan 1937 Umræða um mál- efni lífeyrissjóða hef- ur verið áberandi á síðum blaðanna síð- ustu mánuði. Hún hefur að mestu verið neikvæð í garð sjóð- anna og einkum snú- ist um lýðræði eða skort á lýðræði í líf- eyrissjóðunum. Full- yrt er að sjóðfélagar hefðu engin áhrif á það hvernig fé þeirra væri ráðstafað og ávaxtað eða hverjir skipuðu stjórnir sjóð- anna. Hönnuð atburðarás Umræðan er það fyrirferðar- mikil á skömmum tíma frá fólki sem ekki er þekkt fyrir að vera sérstakir talsmenn hagsmuna al- menns launafólks. Hún hefur öll einkenni þess að vera hönnuð af þeim sem vilja hafa áhrif á fjár- festingar sjóðanna í anda þeirra aðila sem vilja selja allar grunn- stoðir innviða samfélagsins í hend- ur einkafjárfesta. Meðal þeirra sem hafa skrifað um valfrelsi og lýðræði í lífeyrissjóðunum er for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, Óli Björn Kára- son, ötull talsmaður einkavæðingar ríkiseigna. Hann vill íhlutun Alþingis um aðferðir við stjórnarkjör í lífeyrissjóð- unum, að sögn til aukins lýðræðis. Því er haldið fram af þeim sem vilja afskipti löggjafans af stjórnarfyrirkomulagi í lífeyris- sjóðunum að sjóðfélagarnir hafi ekki aðkomu að stjórnarkjöri. Það er misskilningur. Á aðalfundum stéttarfélaganna eru kjörnir fulltrúar félaganna í stjórnir líf- eyrissjóðanna. Gallinn er sá að fá- ir mæta á þá fundi og því fela þeir sem heima sitja fundarmönnum í raun umboð sitt. Nákvæmlega sama mundi gerast á aðalfundum lífeyrissjóða eða í póstkosningum til stjórna. Því yrði auð- velt fyrir þá sem hefðu þekkingu og tækni, sem fjárfestar hafa yfirleitt, að skipuleggja áróður fyrir framboðum þóknanlegra fulltrúa í stjórnir sjóðanna og fá þá kosna og ná þar fram þeim áhrifum sem þeir stefna að. Aukið valfrelsi og afnám samtryggingar Eins og einhverjir muna, sem fylgjast nú með umræðu um mál- efni lífeyrissjóða, fluttu þau Hjálmar Árnason, Pétur Blöndal, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Jónína Bjartmarz frumvarp á Alþingi árið 2001 til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi líf- eyrissjóða. Með frumvarpinu var lagt til að fullt valfrelsi yrði hjá launþegum um það í hvaða lífeyr- issjóði þeir greiða iðgjöld sín. Það var grundvallarbreyting frá því sem nú er. Önnur grundvallar- breyting sem þau lögðu til var af- nám samtryggingar sem sjóðirnir veita félögum sínum. Í greinar- gerðinni með frumvarpinu er sagt: „Valfrelsið, sem hér er lagt til, mun flýta þeirri þróun, sem þegar er hafin, að lífeyrissjóðir veiti réttindi háð kyni, aldri og jafnvel fjölskyldustöðu.“ Með flutningi þessa frumvarps gengu þingmennirnir þvert á stefnu samtaka atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, sem sömdu um stofnun lífeyrissjóða stéttar- félaga innan ASÍ, um samtrygg- ingu, jafnræði og samfélagslega ábyrgð. Það gekk eins langt frá félagslegum stefnumiðum og unnt er. Hugmyndir að valfrelsi að líf- eyrissjóðunum hafa oft komið fram frá stofnun almennu lífeyris- sjóðanna en sjaldnast frá sjóð- félögum. Þær hugmyndir hafa yfirleitt lotið að því að þeir sem eru skyldugir til að vera í lífeyris- sjóði gætu valið sér sjóði. Þeir hugmyndasmiðir hafa almennt verið mjög tengdir viðskiptalífinu og bent á að tryggingafélög, bank- ar og fjárvörslufélög gætu starfað sem fullgildir lífeyrissjóðir. Kostn- aður mun stóraukast Við valfrelsi að sjóðunum myndi kostnaður líf- eyrissjóðakerfisins stóraukast. T.d. myndi kapphlaup lífeyris- sjóða, banka, sparisjóða, verð- bréfafyrirtækja og trygginga- félaga um að ná lífeyrissparnað- inum til sín kosta stórfé í auglýsingum og áróðri. Flóðbylgja slíkra auglýsinga myndi skella yfir þjóðina með allskonar gylliboðum, sem sjaldnast stæðust nánari skoðun. Sá auglýsingakostnaður sem fjármálafyrirtæki hafa í dag eru smámunir miðað við það hvað hann yrði í því kapphlaupi. Aug- lýsingakostnaður er rekstrar- kostnaður og dregst því frá ávöxt- un þess fjár sem viðkomandi fjárvörslusjóður, banki eða tryggingafélag hefur með höndum fyrir sjóðsfélagana. Núverandi lífeyrissjóðakerfi er litið öfundar- augum af öðum þjóðum. Kerfið byggist á skylduaðild að lífeyris- sjóðum verkalýðsfélaga og full- trúalýðræði við val í sjóðstjórnir. Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna hafa því enga hagsmuni af því að breyta aðferðum við stjórnarkjör sjóðanna eða valfrelsi um lífeyris- sjóði. Um lýðræði í lífeyrissjóðum Eftir Árna Þormóðsson » Sjóðfélagar lífeyris- sjóðanna hafa því enga hagsmuni af því að breyta aðferðum við stjórnarkjör eða val- frelsi um lífeyrissjóði. Árni Þormóðsson Höfundur er eldri borgari. Framkvæmdastjóri og aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA opin- beruðu aðkomu full- trúa atvinnurekenda og stéttarfélaga að stjórn lífeyrissjóða í Morgunblaðsgrein 11. mars sl. undir fyrir- sögninni: „Óvinafagn- aður“, sem að þeirra áliti var þingmanna- frumvarp um breyt- ingar á kosningu til stjórna sjóð- anna, þar sem fulltrúar eigenda kæmu að stjórn, en ekki þeir. Þeir segja á sinn hátt: Við sem stjórnum sjóðunum í dag eigum þá. Orðrétt: „Iðgjöld sjóðfélaga og launagreið- enda vegna þeirra eru því trygging- ariðgjöld en ekki fjáreign þeirra.“ Síðan rekja þeir hvernig lífeyris- sjóðir mynduðust í kjarasamningum milli ASÍ og SA með skyldugreiðslu í sjóðina 1969 og endurnýjuðum samningi aðila 1995. Þá minnast þeir á aðkomu löggjafans að þessum samningum þeirra á milli, sem lög- gjafinn hafi ætíð samþykkt. Loks segja þeir hversu lífeyrissjóðirnir séu vel reknir og hversu hátt fram- lag þeirra sé á móti greiðslum TR eða um 70% og því sé kerfið talið eitt það besta í heimi. Í nágrannalöndum okkar er stuðningur ríkissjóðs og sveitarfé- laga til ellilífeyrisþega frá um 60 til 80% á móti greiðslum lífeyrissjóða, en hér á landi um 30%. Gæti verið að það sé óvinafagnaður, sem snýr að lífeyrisþegum, sem voru skyldaðir til að greiða til lífeyrissjóða 1969 með þeirri fullyrðingu þá, að þetta væri þeirra sparnaður, þeirra eign, greidd frá þeim sjálfum og atvinnurekendum, í stað hækkaðra launa? Lögbundnar greiðslur launþega til lífeyrissjóða eru hirtar með lögum frá Alþingi, til að greiða bætur al- mannatrygginga til þeirra sem verst standa. Nýlega kom fram að þessi greiðsla, sem ríkisjóður hirðir af lífeyrissjóðunum til að greiða eldri borgurum og öryrkjum lágmarks framfærslu, er samtals um 30 millj- arðar á ári. Samhliða þessari eigna- upptöku eru sett lög um síðustu ára- mót, að lífeyrisþegar í þessari fátæktargildru mega ekki vinna sér til lífsbjargar nema fyrir 25 þúsund kr. á mánuði, ella greiði þeir að við- bættum skatti 45% skerðingu á greiðslu TR. Hvað þá um þjófnað- inn, miðað við það sem lagt var upp með 1969, nú réttlætt með lögum og sagt að þessi millifærsla sé það besta sem þekkist í alþjóðlegum saman- burði undir stjórn þeirra, sem sann- arlega eiga ekki réttindin og ættu því hvergi nærri að koma. Er þetta ekki óvinafagnaður? Lífeyrissjóðirnir Um 40 skráðir lífeyrissjóðir í dag, voru áður um 90, eiga tæpa 4000 milljarða með árlegan rekstrar- kostnað um 10 milljarða að við- bættum mörgum milljörðum til þeirra, sem ráðleggja fjárfestingar. Margir sjóðir töpuðu fljótlega með lélegum fjárfestingum á kostnað eig- enda og sameinuðust þá öðrum og þekkt er a.m.k. 600 milljarða tap þeirra í hruninu, eftir því sem þeir sjálfir létu rannsaka. Ríkissjóður og sveitarfélög töpuðu þar um 200 milljörðum af skattfé. Árleg inngreiðsla til sjóðanna af launum var á síðasta ári um 195 milljarðar, þar af undanþegin skatt- greiðsla með reglugerð um 72 millj- arðar. Á þessu ári hækka þessar greiðslur með 3-4 % hækkun inn- greiðslu til sjóðanna frá atvinnurek- endum. Þessi undanþága var sam- þykkt 1969 og innleidd með reglu- gerð, en ákveðið 1988 með upptöku staðgreiðslu skatta að launþegi greiddi skatt af sinni greiðslu til síns lífeyrissjóðs, en greiðsla atvinnurek- enda væri áfram undanþegin skatti. Í kjarasamningum 1995 var um það samið að iðgjöldin yrðu frádráttar- bær að nýju, þ.e.a.s. að skattur ríkis- sjóðs væri greiddur til lífeyrissjóð- anna, en sjóðirnir greiddu síðan út til lífeyrissjóðsþega að frádregnum skatti, þegar að því kæmi. Þannig eru ellilífeyrisþegar í dag að greiða skatt af hluta lífeyrissjóðs- greiðslna sinna í annað sinn. Hvergi annars staðar í heiminum fá lífeyris- sjóðir að höndla með skattpening ríkissjóðs. Er það ekki óvinafagn- aður? Tillaga varðandi lífeyrissjóðina Í kosningabaráttunni lagði Flokk- ur fólksins til að lífeyrissjóðirnir væru sameinaðir í einn deildaskipt- an sjóð, sem yrði núllstilltur með lagabreytingu, þannig að ríkissjóður innheimti skatt við inngreiðslu í sjóðinn, en útgreiðsla úr sjóðnum væri skattfrjáls að ákveðnu marki, t.d. 300.000 kr. á mánuði, sem yrðu þá mörk skattleysismarka, sem allir nytu. Samhliða yrðu frítekjumörk og skerðingar afnumdar. Skattar yrðu þá hækkaðir í tveimur þrepum fyrir ofan skattleysismörkin, þannig að skattgreiðslur í þeim þrepum yrðu svipaðar fyrir og eftir breytingu. Ef ríkissjóður innheimti skatt við inngreiðslu í sjóðinn, fengjust strax nokkrir tugir milljarða á ári til rík- issjóðs til að styrkja öll stoðkerfi landsins. Samhliða yrði reiknuð út inneign ríkissjóðs og sveitarfélaga á skattfé og þeim gert að greiða þá inneign upp á nokkrum árum, lík- lega um 1000 milljarðar bundnir í fjárfestingum. Áhættan hlýtur að teljast talsverð með kaupum þeirra á öllum helstu fyrirtækjum landsins, – já oft með kaupum á hækkuðu hlutafé hver af öðrum, með sínum hliðaráhrifum. Rekstur lífeyrissjóðanna í dag, er að stórum hluta orðin gegnumstreym- isgreiðsla með fullkominni óvissu um hverju eignirnar skili, þegar að því kemur, að innkoma með fjölgun ellilífeyrisþega verður lægri en út- greiðsla sjóðanna til þeirra. Er það ekki óvinafagnaður? Eftir Halldór Gunnarsson » Árleg inngreiðsla til sjóðanna af launum var á síðasta ári um 195 milljarðar, þar af und- anþegin skattgreiðsla með reglugerð um 72 milljarðar. Halldór Gunnarsson Höfundur er varaformaður Flokks fólksins. Hver er óvinafagnaðurinn?Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendi- kerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfs- fólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.