Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 26

Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Er kalt hjá þér? Anddyris- hitablásarar hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is VEISLUÞJÓNUSTA MARENTZU www.marentza.is - 553 8872 - info@marentza.is Allar gerðir af veislum sérsniðnar að þínum þörfum • Fermingarveislur • Brúðkaup • Erfidrykkjur • Veitingar fyrir fundi • Móttökur • Útskriftir Akureyrarmessa í Bústaðakirkju Sunnudaginn 19. mars 2017 kl. 14.00 Séra Pálmi Matthíasson þjónar í messunni. Ræðumaður verður Björk Jónsdóttir skólastjóri. Óskar Pétursson, Erna Hrönn og fleiri norðlenskir tónlistarmenn syngja og spila. Eftir messu verður boðið upp á Bragakaffi, Kristjánspunga, kleinur, Lindukonfekt og MIX. Tilvalið tækifæri fyrir Akureyringa sunnan heiða að eiga saman góða stund. Á mælikvarða sam- skipta í Evrópusam- bandinu mætti líkja úr- sögn Breta – Brexit – við skyndilegan jarð- skjálfta. Svo óvænt voru úrslitin í þjóð- aratkvæðagreiðslu á Bretlandi 23. júní þeg- ar samþykkt var úr- sögn hins sameinaða konungdæmis úr Evr- ópusambandinu. Þátttaka taldist góð og úrsögnin var samþykkt í Eng- landi og Wales með góðum meiri- hluta en kolfelld í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Skotar hafa hótað stofnun sjálfstæðs ríkis. Forsætis- ráðherrann, David Cameron, sagði af sér og við tók Teresa May innan- ríkisráðherra. Rétt eins og Cameron hafði May verið andvíg út- göngu. Boðað er að í mánuðinum virki Bret- ar 50. gr. Lissabon- sáttmálans um upphaf samninga um útgöng- una sem taka munu tvö ár. Enn er þó fyrir- staða um endanlegt samþykki lávarðadeild- ar þingsins. Á meðan Bretar eru enn aðild- arríki að ESB er við- skiptastaða okkar óbreytt. En Brex- it hefur leitt til gengisfalls sterlingspundsins og tekjutaps fyrir útflutning okkar. Leiðtogar ESB virðast einróma andvígir, að Bretar geti hafnað frjálsri för fólks, ómissandi þætti fjórfrelsisins, en haldið þátttöku í innri markaðinum; það myndi leiða til keðjuverkandi áhrifa á undan- þágum og endalokum hins frjálsa innri markaðs. Það yrði í anda stefnu hins franska Front National og þess þýska Alternativ für Deutschland, systurflokka hins breska UKIP. Hin stóra spurning nú er hvort og hvernig ESB án Breta, en með 27 aðildarríkjunum, haldi áfram tryggja þeim efnahagsleg samskipti á grundvelli sameiginlegra laga og reglugerða. Eftir leiðtogafund fjög- urra ESB ríkja 7. mars upplýsti Hol- lande Frakklandsforseti, að til greina kæmi að skipta þátttöku- ríkjum þannig að sum tækju þátt í öllu samstarfinu en önnur að því marki sem geta þeirra leyfði. Slíkur sveigjanleiki gæti verið gjörbreyting á Evrópumyndinni hvað varðar Nor- eg og Ísland og því ekki Breta, hina sjálfskipuðu utangarðsmanna? Ekki berast fregnir um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið verði þeim til lausnar, enda gömul tíma- skekkja. Stórsöguleg tímamót urðu við stofnun Atlantshafsbandalagsins 1949 um að stöðva heimsyfirráða- stefnu Sovétríkjanna. Þá náðu Bandaríkin og bandamenn þeirra strategískum yfirráðum á svæðum, sem eru þeim öryggislegt lífshags- munamál. Rússland og Kína, stór- veldi að hernaðarstyrk, sætta sig illa við þá yfirráðastöðu. Að því kom að hervaldi var beitt af hálfu Rússa í Úkraínu og við yfirtöku á Krím. Að öðru leyti hefur friður í Evrópu verið tryggður í nær 70 ár en stór hluti Austurlanda nær hefur verið vígvöll- ur hernaðar samfara mikilli eyði- leggingu og mannfalli. Hörmulegt er að fylgjast daglega með stríðinu gegn ISIS í Sýrlandi. Hervæðing Kínverja í Suður-Kínahafi hefur leitt til ákalls við Bandaríkin um stuðn- ing. Þannig steðja ógnir að þeirri heimsskipan, sem staðið hefur frá miðri 20. öld og hugsanlega einnig vegna nýlegrar stjórnmálaþróunar í Bandaríkjunum og Evrópu. Kosningasigur Donalds Trumps sem Bandaríkjaforseta, yfirlýsingar hans í kosningabaráttunni og í valdastól, hafa verið mikil þunga- miðja umræðu um alþjóðamál. Síð- ast voru það þær breytingar að í fjárlagagerð skuli lögð aðaláhersla á aukningu útgjalda til varnar og ör- yggismála en niðurskurðar í þróun- araðstoð. Áður var það múrinn við landamæri Mexíkó, uppsögn frí- verslunarsamninga og bannið við komu þegna Íraks, Sýrlands, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdan og Jemens til Bandaríkjanna. Banninu var hnekkt með úrskurði áfrýjunardómstóls, sem forsetinn hefur enn á ný reynt að kveða niður. En á árlegri örygg- isráðstefnu í München 18. febrúar flutti Pence, varaforseti Bandaríkj- anna, þau ákveðnu skilaboð frá for- seta sínum, að Bandaríkin myndu í einu og öllu standa við skuldbind- ingar sínar í NATO. Ættu þá ekki Íslendingar, rétt eins og aðrar þjóðir í og utan NATO, að efla sjálfsagða gæslu gegn hryðjuverkum í höfuð- borginni og á Keflavíkurflugvelli? Öllu verra er ógnin af markvissri hernaðarlegri útþenslu Rússa í Norður-Atlanshafi, sem Björn Bjarnason skilgreinir í merkri grein í Morgunblaðinu 10.mars. Kallar það á annað en varanlega varnarviðveru í Keflavík? Viðleitni um friðsamlega sambúð þjóða í tíð eldri kynslóðar landsins var fyrst bundin við stofnun Samein- uðu þjóðanna árið 1945. Bjartsýni ríkti og er okkur, þáverandi ung- mennum lýðveldiskynslóðarinnar, vel í minni. Tvær heimsstyrjaldir á 20. öldinni, við ægilegt mannfall og eyðileggingu, voru ákall um að aldrei skyldi slíkt aftur verða. En þótt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna væri nákvæm uppskrift fyrir hina kom- andi sambúð í friðsæld brást það með kalda stríðinu. Gæti nú ekki sá tími loksins komið að bætt sambúð lykilríkjanna, Bandaríkjanna og Rússlands, yrði til að virkja Samein- uðu þjóðirnar til síns ætlunarverks ? Ennfremur er sá óumflýjanlegi hvati sú vá sem að okkur steðjar af hlýnun jarðar vegna útlosunar koltvísýr- ings. Vegna óvissu víðsvegar er festa í eigin málum fyrir öllu. Það kallar á varfærni í stjórn efnahagsmála, hóf- semi samninga á vinnumarkaði og mörkun stefnu frumkvæðis í pen- ingamálum. Minnsti sjálfstæður gjaldmiðil veraldrar – íslenska krón- an – býður hættum heim, svo sem vel er vitað. Vænta má að þau 19 ESB-ríkja sem eru með sameigin- lega mynt, evruna, verði áfram í myntbandalagi. Lengi má hamra á hve illa það lék Grikki en hvað þá um Finna, Eistlendinga og aðra sem það varð til ávinnings? Margt er óráðið þá er nýr tími fer í hönd. Nýr tími? Eftir Einar Benediktsson »En Brexit hefur leitt til gengisfalls sterl- ingspundsins og tekju- taps fyrir útflutning okkar. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Víni skal til Haga haldið. Herðir Bakkus ógnarvaldið. Útúrdrukkinn eymdarlýður eftir borgarstrætum skríður. Nú er „brennivín í búðir“ gengið aftur á Alþingi og berst ógæfudaunninn af því um allt land. Óumdeilt er að áfengisneysla er langmesta þjóðarböl okkar Íslend- inga. Svo stiklað sé á stóru eru af- leiðingar hennar mikill hluti um- ferðarslysa og líftjóna á þeim vígvelli, ógeðfelld drykkjulæti, fjöl- breytt ofbeldi og morð, áfengissýki, heila- og lifrarskemmdir, krabba- mein, nauðganir, skilnaðir, sundr- aðar fjölskyldur, þjáningar barna og hundruð ætlaðra fósturskaða ár- lega, vegna drykkju móður á með- göngu. Tjón samfélagsins er ægi- legt og mest bitnar það á fjársvelti heilbrigðiskerfisins og löggæslu á riðandi brauðfótum. Allar rann- sóknir staðfesta að aukið aðgengi að þessu eiturlyfi eykur neyslu. Það er líka við- urkennt að ÁTVR hef- ur sinnt sínu hlutverki með sóma, hvað varð- ar aðgengi og vöruúr- val. Það er eitthvað mik- ið að heilastarfsemi þess fólks sem nægir ekki sex virkir dagar í viku til að nálgast sitt eitur. Haldið til Haga Það er heldur lágt risið á Alþingi nú um stundir og ekki hækkar það með þessu snargalna tilræði við öll viðurkennd lýðheilsumarkmið. Minna má á orð landlæknis og fjöl- margra samtaka sem láta sér annt um heilbrigði og velferð lands- manna, nú síðast bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Í nýlegri skoðanakönnun um þetta efni kom fram að 61,5% svar- enda voru andvíg „brennivín í búð- ir“ en aðeins 22,8% voru í föruneyti Bakkusar. Sorglegt er að við Vest- firðingar, ofan á allar aðrar hremmingar, þurfum að axla ábyrgð á fyrsta flutningsmanni frumvarpsins, Teiti Birni Einars- syni frá Flateyri. Enginn hér um slóðir minnist þess að í prófkjöri flokks hans eða kosningabaráttu hafi Teitur tjáð sig um það að hans helsta og fremsta hjartansmál væri, ef hann næði kjöri, að fjölga stútum undir stýri og auka á óham- ingju, heilsutjón og dauðsföll í sam- félagi okkar. Einhver hlýtur þó til- gangurinn að vera, meiri en frelsiskjaftæði? Þórarinn Eldjárn hitti þar nagl- ann snyrtilega á höfuðið, þegar hann samdi af þessu tilefni máltæki fyrir Alþingi, sem hljóðar svo: „Höldum áfengi til Haga.“ Á síðasta ári skilaði ÁTVR þrem- ur milljörðum króna í arð til ríkis- ins. Þessum fjármunum vill TBE & Co. koma í vasa áfengisauðvalds- ins, sem ekki hefur þó hingað til komist í fréttir fyrir að vera van- haldið. Því til viðbótar skal losa all- ar hömlur á áfengisauglýsingum svo dansinn í kringum Bakkus geti aukist um allan helming. Flutn- ingsmenn vita raunar upp á sig skömmina því eftir að hafa opnað allar brennivínsflóðgáttir vilja þeir auka fjárveitingar til forvarna. Þetta minnir mjög á sumar dýra- tegundir, svo sem ketti, sem reyna, ef þeir geta, að krafsa yfir skítinn úr sér. Alþingi til skammar Nú er komið að Óttari Proppé heilbrigðisráðherra að fara að taka af skarið. Rolugangur hans og með- virkni gagnvart Viðreisnar-Bene- dikt er að verða nokkuð auðsæ. Proppé er úti að aka á íhaldsins helbláa klaka. Framtíðin björt orðin er svört. Flokksmenn til fótanna taka. Öll er þessi „brennivín í búðir“- þvæla Alþingi til háborinnar skammar og því meir sem dregst að fleygja óberminu á dyr. Að lokum gömul og raunsönn vísa, sem gæti sem best sómt sér sem leiðarstef Teits Björns & co: Ef þú vilt að ævi þín öll í hunda fari á hverjum degi drekktu vín dýrum vitlausari. Afglapavæðing Alþingis Eftir Indriða Aðalsteinsson » Það er eitthvað mikið að heila- starfsemi þess fólks sem nægir ekki sex virkir dagar í viku til að nálgast sitt eitur. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.