Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.2017, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 ✝ Edda Sigrún,fyrrverandi héraðsdóms- lögmaður, fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Hrafn- istu 13. mars 2017. Hún gekk í Hús- mæðraskólann og var síðar einn fyrsti stúdent frá öldungadeild MH en síðar lá leið hennar í lögfræði Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrif- aðist árið 1979. Hún var um árabil í virkur liðsmaður í Kvenfélaginu Hringnum og fé- lagi Soroptimista og stundaði leikfimi í hópi Ástbjargar Gunnarsdóttur frá árinu 1961. Edda Sigrún starfaði lengst af sem héraðsdómslögmaður og um tíma hjá Ríkislögreglu- stjóra en var síðar með eigin lögfræðiskrifstofu. Einnig átti hún þátt í stofnun Laura Ash- ley-verslunarinnar á Íslandi. Foreldrar Eddu Sigrúnar voru Ólafur Hafsteinn Einarsson, kennari og þýðandi, og Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir, verslunarmaður. Systkini Eddu Sig- rúnar voru Elín (látin), Katrín og Guðjón (Ólafs- börn). Edda Sig- rún var gift Helga Hreiðari Sigurðssyni sundkappa, úr- smið og verslunarmanni. Þau Helgi eignuðust fimm börn en næstelsta barn þeirra hjóna, Grétar, lést 24. desember 2016. Fjögur barna þeirra sem eru á lífi í dag eru Sigurður, Helgi Hafsteinn, Edda Júlía og Sigrún Gréta. Edda Sigrún lætur einnig eftir sig 14 barna- börn og fjögur barnabarna- börn. Jarðarför Eddur Sigrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 17. mars 2017, kl. 13. Elsku móðir mín, tengdamóðir og amma okkar hún Edda Sigrún er látin. Edda Sigrún vildi lifa, annað kom ekki til greina og var ekki til umræðu. Vandamál sem mátti rekja til mjaðmarbrots vegna skíðaslyss versnuðu og þegar svo við bættist ættlægur Parkison hrakaði henni hraðar en okkur gat grunað. Þó að ekki hafi gefist tóm til að ræða málin til hlítar þá var okkur sem hana best þekkt- um ljóst að svona hefði hún ekki viljað lifa áfram. Þó að Eddu Sig- rúnar verði sárt saknað fögnum við hvíldinni sem henni hefur ver- ið veitt. Eddu Sigrúnu var margt til lista lagt. Það sem hún tók sér fyrir hendur tók hún alla leið. Hvort sem það var móðurhlut- verkið, handavinna, góðgerðar- málefni, lögmannsstörf, garð- yrkjan eða jólabakstur. Heilu sófasettin bróderuð og peysur prjónaðar í hjáverkum. Minnst 14 sortir af jólakökum bakaðar. Upprætandi illgresi eða skrifandi greinargerðir á næturnar. Hún lagði alla sína orku í viðfangsefn- ið. Af orku átti hún líka nóg. Fyr- ir Eddu Sigrúnu voru sumarnæt- urnar ekki nógu stuttar. Ásamt afa Dassa byggði hún fyrst í Rauðagerði og svo í Stóragerðinu og svo síðar fjölskylduheimilið í Hlyngerðinu. Þar lét hún ekki við sitja. Sjórinn og fjaran kölluðu og svo fór að þau (endur)byggðu hús á Stokkseyri, Álftanesi, Seltjarn- arnesi og í Skerjafirði samhliða rekstri á fimm til átta manna heimili og lögfræðiskrifstofu. Ekkert verkefni var henni ofviða og engin vandamál óleysanleg. Bjartsýnin höfð að leiðarljósi og hausinn einfaldlega settur undir og vaðið áfram. Auðvitað leiðir slík elja og metnaður til árekstra, öfundar og stundum áfalla. Mamma og amma Edda var ákveðin og stundum ósveigjanleg en hún var jákvæð og meinti og vildi vel. Hún var metnaðarfull fyrir hönd okkar barna og barna- barna og óskaði þess að við menntuðum okkur öll sem eitt. Metnað þennan hafði hún erft frá afa Óla og ömmu Grétu en á upp- vaxtarárum þeirra var möguleiki til menntunar ekki eins sjálfsagð- ur og hann er í dag. Nú er að- gangur að menntun jafnvel of sjálfsagður sem aftur getur leitt til vanrækslu. Eitthvað sem var þyrnir í hennar augum. Amma Edda Sigrún hafði stórt hjarta og mátti ekkert aumt sjá. Einatt áttu hlutir það til að hverfa af heimilinu og reyndust þá hafa endað í bókasafni fangelsisins, á tombólu Hringsins eða inni á heimili einhverra sem voru minni máttar. Eða hún bauð einstæð- ingum til samsætis á hátíðisdög- um. Amma Edda Sigrún var sól- dýrkandi eins og Grétar heitinn og voru ferðirnar niður í Naut- hólsvík ófáar. Síðar svo ferðir til Frakklands og svo til Austurríkis á skíði. Amma Edda var venju- lega hrókur alls fagnaðar, stund- um fyrirferðarmikil og oft til um- ræðu eins og oft er títt um skapstóra, ákveðna og metnaðar- fulla einstaklinga. Hamhleypan hún Edda Sigrún gaf lífinu lit, hún var fagurkeri og umvafði sig fallegum hlutum og var sjálf allt- af óaðfinnanleg til fara með rauð- an eða bleikan varalit og nagla- lakk í stíl. Við söknum mömmu og ömmu mikið en unnum henni hvíldarinnar. Kærar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Laugarási fyrir óaðfinnanlega umönnun. Helgi Hafsteinn, Fjóla, Ásta Karen, Lilja Dögg og Haukur Steinn. Mamma mín var einstök. Mamma mín var glæsileg. Mamma mín var metnaðargjörn. Mamma mín var orkumikil. Mamma mín var stolt af fólkinu sínu. Mamma mín var falleg. Mamma mín var hjartahlý. Mamma mín var mannvinur mik- ill. Mamma mín var dugleg. Mamma mín var fyrirmynd. Mamma mín var Pollýanna. Mamma mín var vinamörg. Mamma mín var lögmaður. Mamma mín hugsaði vel um þá sem minna máttu sín. Mamma mín var atorkusöm. Mamma mín rétti hjálparhönd. Mamma mín var gjafmild. Mamma mín var einstaklega dugleg. Mamma mín var „díva“. Mamma mín lagði hart að sér. Mamma mín var góður náms- maður. Mamma mín kom miklu í verk á stuttum tíma. Mamma mín var listræn. Mamma mín þurfti að vera fremst meðal jafningja. Mamma mín var „drottning“. Síðast en ekki síst var hún mamma mín og amma barnanna minna og ég mun sakna hennar alla daga og alltaf. Þín, Edda Júlía. Elsku mamma mín er fallin frá. Hún er mér fyrirmynd í svo mörgu enda atorkukona mikil, gjafmild og greiðvikin. Það var allt gert á miklum hraða hjá mömmu og komst hún yfir að gera hluti á stuttum tíma sem aðra óraði ekki að hægt væri að gera. Þess utan var allt gert með eindæmum vel, það var aldrei kastað til höndunum. Ég sá hana alltaf fyrir mér á efri árum, eins og ömmu Dúllu, virka í starfi á dvalarheimili, vera öðrum til að- stoðar og vinna með hluti í hönd- unum og taka þátt í félagsstarfi. En því miður hrakaði henni hratt á síðustu tveimur árum og gat fljótt ekki gert það sem hún hefði viljað. Það var vissulega áfall fyr- ir alla að horfa upp á henni versna þegar veikindin tóku yfir. Eins hlýtur þetta að hafa verið henni afar erfitt, enda alveg á skjön við hennar karakter. Mamma var með eindæmum bjartsýn kona en líka afar ákveð- in. Hún var á undan sinni samtíð, mikil drottning og á sama tíma al- gjör nagli og lét ekkert stoppa sig þegar viljinn var fyrir hendi. Ég á margar góðar minningar, mörg kort sem hún hefur skrifað mér í gegnum tíðina og myndaalbúm sem gott verður að rifja upp í framtíðinni til að halda minningu hennar á lofti. Þegar ég fer út í garð að róta í beðunum, sjaldnast með hanska (eins og mamma), þá hugsa ég til hennar. Hún gaf mér græna fingur og það er eitt af mörgu sem ég er þakklát fyrir. Þín yngsta af fimm, Sigrún Gréta. Nú hefur amma okkar hún yndislega Edda fallið frá, hinn 13. mars, eftir erfið veikindi. Kona sem stóð við bakið á okkur öllum og hvatti okkur í öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Sterkur og flottur karakter sem margir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að vera mikill harð- stjóri var hún rosalega góð og flott kona sem átti margar góðar vinkonur og var elskuð af þeim eins og svo mörgum öðrum. Við systkinin eyddum miklum tíma með henni bæði á flakki í vinnunni og svo var oft gott að fara í sumarhús þeirra hjóna sem þau áttu á Stokkseyri. Í því húsi hvíla margar góðar minningar þar sem við vorum oft öll saman fjölskyldan 21 talsins. Sama á hvaða árstíma var það alltaf jafn gaman að eyða tíma með þessari fjölskyldu, fíflagangurinn í krakkaherberginu og leikirnir út í garði og í fjörunni sem við krakkarnir eyddum heilu klukku- stundunum í að leika okkur. Góði maturinn sem amma eldaði og ró- legu kvöldin sem við eyddum svo í að hlusta á sögurnar sem amma og afi höfðu að segja. Amma hugsaði alltaf vel um garðana sína og voru þeir alltaf svo flottir. Amma Edda var kona sem tók mikinn þátt í lífi okkar þriggja og einnig lagði hún mikið á sig við að kynnast vinum okkar og talaði alltaf vel um alla, það var enginn sem amma vildi ekki kynnast heldur tók alla að sér af góð- mennsku sinni og munum við sakna hennar endalaust og minn- umst hennar fyrir þá sterku, stjórnsömu, flottu konu sem hún svo sannarlega var. Hvíldu í friði, elsku amma okkar. Andri Már Bjarnason, Sigþór Árni Bjarnason og Tekla Ósk Bjarnadóttir. Þrátt fyrir þá staðreynd að dauðinn er sjálfsagður og óum- flýjanlegur hluti tilveru okkar allrar, er hann alltaf tilfinninga- lega óskiljanlegur, óviðunandi og jafnvel óréttlátur, ekki síst þegar hann ber niður nálægt okkur sjálfum og hrífur á brott þann sem okkur þykir vænt um og við metum. Það er sárt að sakna en það er líka gott að rifja upp og muna. Þegar við systkinin lítum í sjón- hendingu yfir líf okkar með Eddu vakna í brjósti okkar bjart- ar og hlýjar tilfinningar. Hún var einhver lífsglaðasta og jákvæð- asta manneskja sem við höfum kynnst. Hláturinn bjartur og smitandi, lífskraftur og gleði fyllti út í öll horn þar sem hún var stödd hverju sinni. Dugnaði og afkastagetu henn- ar var við brugðið. Hún var stöð- ugt að og virkjaði alla sem ná- lægt henni voru til verka, enginn fékk að sofa út ef verkin biðu. Hún ræktaði ekki einungis sinn eigin garð heldur var með garða nágranna og vina í fóstri. Sumir segja að hún hafi ekki mátt sjá garð í óhirðu án þess að banka upp á og biðja um að fá að taka til hendinni. Við söknum Eddu en vonum að arfleifð hennar og lífshlaup verði okkur áfram vegvísir til skynsamlegra ákvarðana það sem eftir lifir. Við vottum Helga og öllum af- komendum og vinum okkar dýpstu samúðar. Guðjón og Katrín (Gaukur og Dadý.) Edda Sigrún Ólafsdóttir, syst- ir hennar mömmu, var ein af þessum konum sem alls staðar vöktu athygli og aðdáun. Hún var svo glæsileg og fögur og á sama tíma eldklár. Í minningu okkar krakkanna var hún líka einstaklega hláturmild og skemmtileg. Alltaf stutt í glens og gleði. Og hún sjarmeraði alla upp úr skónum. Eins og í tilfelli systur sinnar og móður okkar Elínar G. Ólafsdóttur, átti hún mörg börn. Edda átti fimm börn og mamma sex. Þannig var tíð- arandinn. En á sama tíma og þær voru báðar með krakkaskara í kringum sig og héldu falleg heimili, þar sem alltaf var skellt í dúndur góðar matarveislur og hversdagsmaturinn ekkert slor, unnu þær báðar og störfuðu við ýmis störf, Edda sem lögfræð- ingur og mamma sem skóla- stjórnandi og stjórnmálakona og létu þær sannarlega að sér kveða, hvor á sínu sviði. Margar skemmtilegar minn- ingar koma upp í hugann þegar rifjaðir eru upp tímar með Eddu. Þegar ég, sú elsta okkar, var til dæmis í arkitektanámi í Kaup- mannahöfn kom Edda eitt sum- arið í heimsókn og var í nokkra daga með yngstu börnin. Ég var með dóttur mína Tinnu og á fullu í arkitektanáminu og fannst ég ekki hafa mikinn tíma til annars en að sinna skólanum og dóttur- inni. Allt auka, eins og til dæmis að rækta og sjá um plöntur á svölunum okkar, þar sem steypt- ir voru stórir plöntukassar, fannst mér ég bara ekki hafa tíma eða þolinmæði til að sinna. En Edda aftur á móti kom í heimsókn, fór í leiðangur á blómatorg og kom svo með fang- ið fullt af plöntum sem hún svo gróðursetti hjá mér bara rétt sí svona á meðan við stóðum og spjölluðum á svölunum mínum. Og þegar hún svo fór aftur til Ís- lands var ég komin með dásam- lega blómstrandi blómakassa sem mér fannst ég náttúrlega áð- ur engan tíma hafa haft til að sjá um, þar sem ég var í fullu námi og með eitt barn sem þurfti að sinna. Edda aftur á móti með sín fimm börn kom, plantaði bara á meðan hún spjallaði og fór svo með bros á vör. Ég man að ég fékk nett hláturskast þegar Edda kvaddi, því þetta var svo lýsandi fyrir hana. Hún hefði lík- lega í dag verið greind sem of- virk eða kannski bara svo mikill dugnaðarforkur að henni féll aldrei verk úr hendi. Og hún gerði þetta á svo skemmtilegan hátt að eftir stóð gleði og fegurð og við mæðgur nutum blómanna langt fram eftir hausti. Öll eigum við systkinin svona skemmtileg- ar minningar um Eddu, því hún var svo ótrúlega orkumikil og skemmtileg og á sama tíma svo hlý og yndisleg. Hennar verður sárt saknað. Við Elínarbörn sendum Helga Sigurðssyni, eig- inmanni hennar, og börnum þeirra Sigurði, Helga Hafsteini, Eddu Júlíu og Sigrúnu Grétu okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Valgerður, Sigurborg, Haraldur, Brynja Dagmar og Ása Björk Elínar- og Matthíasarbörn. Ég á ljúfar og skemmtilegar minningar um Eddu Ólafs. Sum- arið 1958 kem ég sjö ára og hringi bjöllunni í Mjóuhlíð 4 og spyr hvort ég megi passa Sigga. Af og til löbbuðum við Siggi sam- an út á róló, stundum fórum við líka í búðirnar í mjólkurbúð, fisk- búð og kannski líka í Axelsbúð eftir sykri eða hveiti. Ég gerði þetta bæði til þess að ná mér í aura og líka til að vera með barn í pössun. Grétar fæddist næst, svo fal- legur að ég hafði aldrei séð svona fallegt barn. Alla daga var Edda brosandi, glöð og glæsileg, ég horfði með aðdáun á hve létt og smart hún var í rauðu stuttbux- unum. Með fallegar hreyfingar, alltaf kát og hress. Og Edda og Dassi svo ástfangin, ung og full af krafti. Með árunum áttu þau eftir að bralla mikið. Byggja í Rauðagerði, Stóragerði, Hlyn- gerði og á fleiri stöðum. Og bæta við sig þremur börnum, þeim Sigrúnu Grétu, Eddu Júlíu og Helga. Allt er þetta unga fólk kraftmikið og duglegt eins og foreldrarnir. Oft hitti ég Eddu á förnum vegi, glaða og hressa að vanda. Og alltaf vildi hún vita hvort ekki væri allt gott að frétta af gömlu barnapíunni sinni. Síðustu árin hafa verið erfið henni Eddu og ekki auðvelt að horfa á hana missa allt sitt þrek. En svona endar lífið oft og þess vegna er gott að muna allar gleðistundir og verða aftur barn á ný. Fjölskyldunni sendi ég samúðarkveðju og þakka fyrir samfylgdina í lífinu. Gróa Sigríður Einarsdóttir (Lóa). Nú er vinkona mín Edda Ólafsdóttir búin að kveðja þenn- an heim. Við erum búnar að þekkjast í 65 ár og fara saman í gegnum þykkt og þunnt eins og gengur. Þegar ég lít til baka þá minnist ég Eddu sem óvenju- orkumikillar konu sem gafst ekki upp þó að á móti blési. Eftir að börnin okkar voru kominn á legg og við höfðum betri tíma fyrir okkur sjálfar treystist vináttan betur. Við vorum saman í leik- fimi, fórum í sýningarferðir bæði innanlands og utan. Einnig höfð- um við báðar gaman af leikhúsi. Eftir að ég og Valborg dóttir mín keyptum okkur sumarbústað á Stokkseyri 1994 fórum við oft saman austur og nutum þess að vera þar í húsunum okkar. Það var auðvitað að áeggjan Eddu að við keyptum þar. Edda var mikil gæfumann- eskja í einkalífi sínu, hún giftist Helga sínum kornung, þau eign- uðust fimm yndisleg börn. Og eftir það fór hún í nám og endaði sem lögfræðingur. Þetta hefði hún ekki getað ef Helgi hefði ekki staðið eins og klettur við hlið hennar. Seinustu árin hafa verið henni og fjölskyldunni erf- ið. Bæði veikindin, þar sem heilsu hennar fór hrakandi og andlát Grétars, sonarins. Ég votta Helga, börnum, tengda- börnum og afkomendum samúð mína og barna minna. Silja Sjöfn Eiríksdóttir. Edda Sigrún Ólafsdóttir Gíslína, eða Gída, eins og ég kallaði hana nú oftast hef- ur verið hluti af lífi mínu svo lengi sem ég man. Náin og mikil vinkona mömmu og seinna pabba. Ein af mínum fyrstu æsku- minningum er úr aftursætinu á litlum Datsun. Á fleygiferð nið- ur Kamba í rykmekki – alveg örugglega blönduðum reyk- mekki – Gíslína við stýrið. Á leiðinni austur að Völlum í Ölf- usi með henni og mömmu, sennilega 4-5 ára. Önnur æsku- minning grenjandi á stofugólf- Gíslína Björnsdóttir ✝ Gíslína Björns-dóttir fæddist 13. maí 1940. Hún lést 20. febrúar 2017. Útför Gíslínu var gerð 2. mars 2017. inu á Völlum eftir að Sirrý dóttir Gísl- ínu vildi gera til- raun með að taka mig í kleinu. Hún ekki nema árinu eldri og missti mig á höfuðið. Enn önn- ur af Sissa, Bjössa og Siggu, að hugga greyið sitjandi á eldhúsbekknum, nuddandi stóra kúlu á enninu. Ég man lyktina á Völlum, smáatriði úr eldhúsi og stofu. Gíslínu hlæjandi og reykj- andi. Ég man hana eiginlega ekki öðruvísi en reykjandi og hlæjandi. Ég minnist þess að liggja í rúminu mínu í Lundarbrekk- unni, sennilega 6 ára. Sauma- klúbbur hjá mömmu og hlátra- sköllin ógurleg. Þær vinkonur hafa oft hlegið að þessu síðan og endalaust hef ég verið minntur á þegar ég í geðvonsku minni kall- aði í mömmu þar sem ég gat ekki sofnað; sagði henni ákveð- inn að nú væri nóg komið, ann- aðhvort yrðu þessar kellingar að þagna eða fara heim, ég þyrfti að geta sofnað. Mamma læddist fram og sekúndubroti síðar glumdu hlátrasköllin við á ný – hæst hló Gíslína – eins og alltaf. Löngu seinna fylgdist ég með hvernig einstakur vinskapur mömmu og Gíslínu þróaðist yfir í vinasamband þeirra fjögurra, mömmu og pabba, Gíslínu og Ingvars. Þeir pabbi og Ingvar náðu vel saman, báðir fjölfróðir og vel lesnir. Það var gaman að fylgjast með þessum vinskap og ófáar voru þær ferðirnar sem þau fjögur fóru saman, bæði innanlands og utan. Og ekki má gleyma slátur- gerðinni. Sláturgerð Magnúsar! Það sem þau gátu skemmt sér yfir henni. Bar nafn pabba, sem tæpast kom nálægt sláturgerð- inni að öðru leyti en leggja henni til nafnið. Þar var oft kátt á Hjalla. Ég man satt að segja ekki jól frá því ég var smápjakkur, öðruvísi en þær mamma og Gíslína sameinuðust í smáköku- bakstri. Og bakstri á randa- línum og brúnkökum. Og ef haldin var veisla var Gíslína hlaupin undir bagga. En ekki hvað? Eða flatkökurnar hennar! Maður minn. Líf Gíslínu og mömmu, seinna pabba, var samofið. Á ferð norður í Skagafjörð fyrir meira en fimmtíu árum keyrðu þau út af. Gíslína viðbeinsbrotin en foreldrar mínir ómeiddir. Sem betur fer, því þau voru á leið norður til að gifta sig! Fallið varð fararheill, sannarlega og ferðalögin fjöldamörg. En þá er hún Gíslína frá Völl- um farin í ferðalagið langa. Og þótt samskipti okkar væru hvorki regluleg né tíð hin seinni ár, sakna ég hennar samt. Hún skipaði stóran sess í lífi foreldra minna og okkar systkina. Henn- ar er og verður sárt saknað. Farðu í friði, Gída mín. Sirrý og Ingu Þóru og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðj- ur. Árni Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.