Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 29

Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 ✝ VernharðurGuðmundsson fæddist á Stóru- Drageyri í Skorra- dal 23. september 1932. Hann varð bráðkvaddur á Landspítalanum við Hringbraut 8. mars 2017. Foreldrar Vern- harðs voru Guð- mundur Guðbrandsson, bóndi á Stóru- Drageyri, f. 20.6. 1889, d. 29.12. 1975, og Guðrún Vernharðs- dóttir, húsmóðir, f. 15.12. 1893, d. 15.6. 1981. Systkini Vernharðs eru 1) Þuríður, f. 2.9. 1919, d. 16.6. 2006. 2) Guðrún, f. 23.6. 1923, d. 18.9. 1948. 3) Halldóra, f. 8.4. 1927, 4) Guðbjörg, f. 7.10. 1929, d. 1.2. 2005. 5) Guðbrandur, f. 22.10. 1934, d. 4.6. 2001, og 6) Kristófer, f. 20.11. 1937, d. 10.7. 2013. Hinn 30.7. 1960 kvæntist Vernharður Camillu Lydíu Thejll, f. 24.6. 1939, d. 26.4. 2016. Foreldrar Lydíu: Ólafur Ágúst Thejll, f. 29.9. 1900, d. 10.7. 1964, og Rannveig Thejll, f. 20.4. 1903, d. 14.9. 1979. Börn Vernharðs og Lydíu eru 1) Ágúst, f. 16.2. 1958, unnusta maki Helgi Björn Hjaltested, f. 28.11. 1969. Börn þeirra eru: a) Eva Björk, f. 1987, (faðir Ingi B. Karlsson), sambýlismaður Evu er Arnar Bjarki Kristinsson, f. 1986. Sonur hans er Elvar Snær, f. 2009. Barn þeirra er Salka Von, f. 2016. b) Vern- harður Atli, f. 1996, c) Friðrik Páll, f. 1998, d) Alexander Breki, f. 2008, d. sd. e) Camilla Anna, f. 2009. 6) Guðbjörg, f. 20.9. 1970. Vernharður ólst upp á Stóru-- Drageyri til ársins 1954 en þá flutti hann til Reykjavíkur og fór að vinna hjá Íslenskum að- alverktökum á Keflavíkurflug- velli. Árið 1956 hóf hann nám í húsasmíði. Hann lauk sveins- prófinu 1961 og fékk meist- arabréf í iðninni 16.2. 1965. Vernharður kynntist Lydíu 17.6. árið 1956. Þau trúlofuðu sig 6.1. 1957 og giftust 30.7. 1960. Þau fluttu að Miðbraut 23 Seltjarnarnesi eftir giftingu og bjuggu þar til ársins 1973 en þá fluttu þau í Hæðargarð 14. Árið 1979 fluttu þau að Fífuseli 4. Árið 1996 byrjuðu þau að byggja sumarbústað í landi Dagverðarness og eyddu þar öllum sínum frítíma. Sumarbú- staðinn nefndu þau Sælureit. Þegar börnin voru farin að heiman fluttu þau að Roðasölum 16 í Kópavogi. Eftir lát Lydíu, 2016, bjó Vernharður áfram í Roðasölum. Útför Vernharðs fer fram frá Seljakirkju í dag, 17. mars 2017, kl. 13. Marilyn A. Asis, f. 1988. Börn hans eru: a) Davíð Þór, f. 1980. Móðir hans er Sigrún Linda Lofts- dóttir, f. 1961. Son- ur hans er Brímir Alexander, f. 2015, barnsmóðir Nína Alexandersdóttir, f. 1995, og b) Andri Rafn, f. 1985. Móðir hans er Kristín Sesselja Hönnudóttir, f. 1960. Andri er í sambúð með Karitas Witting Halldórsdóttur, f. 1988. 2) Guðrún, f. 8.5. 1961, maki Daniel Berner, f. 30.10. 1955. Börn þeirra eru: a) Stefán, f. 1989, í sambúð með Bianca Gis- ler, f. 1995, og b) Katrín, f. 1992, í sambúð með Daniel Keller, f. 1990. 3) Ragnar Ingi, f. 17.4. 1962, maki Sigrún Axelsdóttir, f. 6.12. 1963. Börn þeirra eru: a) Lovísa Ósk, f. 1989. Sambýlis- maður: Sigurður Elíasson, f. 1988. Börn þeirra eru: Guðlaug Helga, f. 2013, og Sigrún Rós, f. 2015. b) Róbert Ingi, f. 1996. c) Rebekka Rós, f. 1999. 4) Heiða, f. 28.6. 1965, maki Ólafur Egg- ertsson, f. 5.10. 1964. Börn þeirra eru: a) Arnór, f. 1987, b) Ágúst, f. 1991, og Aron Eggert, f. 2003. 5) Linda, f. 28.1. 1969, Elsku, elsku besti pabbi minn varð bráðkvaddur 8. mars á hjartadeild Landspítalans. Svo ótrúlegt og ósanngjarnt. Hann var alltaf svo hraustur. Aldrei veikur. Kletturinn í fjölskyld- unni. Ekki eru liðnir nema tæpir 10 mánuðir síðan elsku mamma mín kvaddi þennan heim. Pabbi minn var húsasmíða- meistari. Og það eru sko mörg húsin í Reykjavík og nágrenni sem hann smíðaði. T.d. húsið okkar í Fífuseli 4 og svo meist- araverkið hans Sælureiturinn okkar í Skorradal. Og þangað er sko gott að koma. Pabbi minn vann alltaf mikið. Fór eld- snemma og kom heim eftir að við vorum sofnuð. Það var sko gaman þegar pabbi var í fríi á sunnudögum. Þá var farið í bíl- túr. Og gaman að fara í útilegur með mömmu og pabba. Pabbi minn var jákvæður og brosmildur maður. Og tók flest- öllum eins og þeir voru. Pabbi minn var líka góður tengda- pabbi, afi og langafi. Tók svo vel á móti mér og Evu minni þegar við vorum tvær, og innréttaði íbúð fyrir okkur í Fífuseli. Og þegar Helgi kom inn í líf mitt var pabbi alsæll að fá smíða- tengdason. Gaman var að sjá viðbrögðin hjá honum og mömmu í kirkjunni þegar pabbi fékk nafna. Pabbi datt næstum um koll og felldi tár. Og mamma grét. Yndislegt var líka að pabbi gekk með mér inn kirkjugólfið og ég var svo spennt að hann reyndi að stoppa mig í því að hlaupa inn. Pabbi hafði mjög gaman af því að tala um pólitík og smíðar. Og þá gátu hann og Helgi minn talað saman. Eftir að mamma fór í Boðaþing sat pabbi minn þar allan daginn hjá henni. Ást- in á milli þeirra var svo sterk. Þegar mamma lést höfðum við miklar áhyggjur af pabba. Hann var með brotið hjarta en hann hélt áfram. Hann fór með okkur á ættarmót. Og með okkur í Sælureitinn. Einn góðan sumar- dag fór hann og labbaði með okkur að Kerlingafossi. Yfir ár og hóla. Ég var hrædd um hann en svo stolt af honum eins og alltaf. Og hann var svo ánægður með sig. Honum leið svo vel í Skorradal. Hann var búinn að plana aðra svipaða gönguferð í sumar. Ég ætla að labba þessa gönguferð fyrir hann. Við skellt- um okkur líka saman í berjamó síðasta haust og það fannst hon- um ekki leiðinlegt. Síðustu jólin hans vorum við fjölskyldan mín svo heppin að hann og Guðbjörg voru hjá okkur á aðfangadag. Og áramótunum eyddum við saman í Sælureitnum. Og hann ljómaði af ánægju. Hann var svo stoltur og ánægður með það sem hann hafði gert. Ég heyrði í pabba á miðvikudeginum, hann sagði mér frá tónleikum sem hann fór á. Svo um það bil tveimur tímum seinna var hann dáinn. Pabbi kvaddi alltaf með þessum orðum: Ég bið að heilsa öllum. Ég veit að núna er pabbi minn ánægður að hitta mömmu mína. Og það er örugglega mik- ið spjallað og hlegið. Eins og alltaf hjá þeim. Elsku pabbi minn. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Og fjöl- skylduna mína. Söknuðurinn er mikill. En núna eruð þið mamma saman. Hvíldu í Guðs friði með mömmu. Þín Linda. Pabbi er bestur. Það finnst varla nokkurt barn sem finnst þetta ekki vera kjarninn í lífinu, pabbi og mamma eru best. Þau lækna öll mein og yfirstíga allar hindranir. Það má vel vera að pabbi hafi ekki verið fullkominn en það er ekki nokkur vafi að hann komst nær því en flestir aðrir. Við erum að tala um mann sem vann myrkranna á milli til að tryggja velferð eig- inkonu og sex barna. Milli þess sem hann byggði hús fyrir aðra byggði hann fjölskyldunni heimili, gaf sér tíma fyrir tjaldútilegur í Skorradal, byggði sumarbústað og var okk- ur öllum stoð og stytta hvað sem á dundi. Pabbi gerði allt til að vera okkur góð fyrirmynd og sagði aldrei neitt ljótt, hvað þá blótaði, í návist okkar. Það má líka segja að pabbi og mamma hafi gefið okkur gam- aldags uppeldi. Mamma var heimavinnandi með okkur sex krakkana og pabbi úti að vinna alla daga en kom alltaf heim í hádeginu til að fá heitan mat og leggja sig yfir hádegisfréttun- um í útvarpinu. Eftir því sem árin liðu fór hann að róa sig við vinnuna en í staðinn var farið á fullt að byggja sumarbústaðinn í landi Dagverðarness í Skorradal. Er það enda hin mesta listasmíð sem við börnin ætlum að ljúka við að byggja og bæta við. Vegna þess hve pabbi var alltaf mikið að heiman vegna vinnu má segja að við systkinin höfum verið orðin frekar stálp- uð þegar við fórum fyrir alvöru að kynnast honum og þá sér- staklega þegar mamma veikt- ist. Það var ekki annað hægt en fyllast stolti og aðdáun að sjá hann standa við hlið hennar upp á hvern dag og gefa henni af styrk sínum. Það skipti ekki máli hvert mamma þurfti að fara í meðferð eða hvar hún var lögð inn, alltaf var pabbi þar og tók á sig bæði hlutverk hins elskandi eiginmanns og jafnvel létti undir með starfsfólkinu. Landakot, Vífilsstaðaspítali og að endingu Boðaþing urðu við- komustaðir mömmu og alltaf var pabbi til staðar auk þess sem við systkinin gerðum okkar besta til að létta undir með þeim en enginn líkt því eins mikið og Guðbjörg systir okkar. Að öðrum ólöstuðum var hún langduglegust að fara til þeirra og taka þau í bíltúra upp í sveit eða bara í ísbíltúra. Þó að pabbi hafi yfirleitt ver- ið fámæltur og rólegur átti hann sér aðrar hliðar sem ekki allir vissu af. Þessi hljóði og hægláti maður gat ausið úr sér bröndurum, og það mörgum vart prenthæfum, en auk þess komst hann iðulega á mikið flug þegar byggingarlist og aðferðir bar á góma. Hann hikaði aldrei við að segja skoðanir sínar og margt af því sem hann hefur bölsótast yfir gegnum árin hef- ur verið að koma fram núna, s.s. mygla í húsum, lekar og fleira slíkt. Viljum við leyfa okkur að taka undir með honum að bygg- ingarlist þarf líka að vera skyn- samleg en ekki bara minnis- varðar um þá sem teikna. Má þá frekar biðja um minnisvarða mikilla byggingarmeistara slíkra sem Vernharður Guð- mundsson var þar sem gæði skiptu alltaf mestu máli. Það er ekki nokkur vafi að með pabba er mikill völundur, en umfram allt yndislegur faðir, og einstakur maður fallinn frá. Hvíldu í Guðs friði, elsku pabbi, og njóttu eilífðarinnar í ham- ingjuríkum faðmi mömmu. Ágúst, Ragnar Ingi, Heiða og Guðbjörg Vernharðsbörn. Æskuár pabba voru í Skorra- dal og sögur hans frá þeim tíma eru ógleymanlegar. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur fór hann reglulega heim á Stóru- Drageyri, þangað til afi og amma fluttu til Reykjavíkur. Fyrstu æskuminningar mínar frá Stóru-Drageyri hjá afa og ömmu eru þegar ég var að leika við Lubba, hund þeirra. Við fór- um reglulega upp í Skorradal, líka þegar við systkinin vorum orðin sex. Pabbi og mamma fóru með okkur í tjaldferðalög þang- að og það voru dásamlegar ferð- ir. Pabbi kynntist mömmu 17.6. 1956 og var það ást við fyrstu sýn. Þau voru alla tíð eins og ný- ástfangin, héldust alltaf í hend- ur, gerðu alla hluti saman og gátu varla hvort af öðru séð. Þau ræddu um allt og tóku allar ákvarðanir sameiginlega. Allir sem kynntust þeim fundu fyrir þessum einstæka kærleika. Pabbi vann mjög mikið og byggði mjög mörg falleg hús í Reykjavík og nágrenni. Hann var með menn í vinnu og í námi og aldrei heyrðum við pabba kvarta þó svo að vinnan hafi oft verið erfið. Árið 1998 fékk hann alvarlega lungnabólgu og lá lengi á spítala. Stuttu síðar fór hann í tvær mjaðmaaðgerðir. Eftir veikindin hætti hann að vinna og eyddi sínum tíma með mömmu. Eftir að við systkinin fórum að heiman fóru pabbi og mamma að ferðast meira um landið með tjaldvagninn sinn en þau byrj- uðu og enduðu ávallt hverja ferð með dvöl í Skorradal. Árið 1996 leigðu þau land í Dagverðarnesi og síðar keyptu þau landið. Pabbi byggði þar sumarbústað og þau nutu þess að vera þarna þegar þau gátu. Pabbi og mamma komu oft í heimsókn til okkar í Sviss og þau nutu þess að kynnast vinum okkar, skoða umhverfið, fara í lest, gufuskip, kláf og upp á fjöll. Seinasta heimsókn þeirra var vorið 2008, þegar Katrín var fermd. Við vorum alltaf velkom- in heim og það var alltaf pláss fyrir okkur fjögur að gista eins og það var alltaf nóg pláss fyrir alla stórfjölskylduna um jól, páska og aðrar hátíðir. Pabbi naut þess, þegar við vorum öll í kringum hann. Fjölskyldan var pabba allt. Hann gerði allt fyrir okkur, ef eitthvað týndist fann hann það, hann hjálpaði okkur með heimanámið, prjóna og aðra handavinnu. Pabbi var mjög heiðarlegur og einstakur maður sem fyrst hugsaði um aðra og svo um sig. Hann elskaði frið og þoldi ekki að sjá aðra beitta óréttlæti. Það var alltaf ró og friður um hann. Pabbi var mjög vel lesinn, hafði mjög gaman af að tala um byggingar, stjórn- mál, veður og það sem var að gerast í heiminum og alltaf til í að prófa nýjungar. Pabbi og mamma sögðu alltaf, ef þú ert hamingjusöm þá erum við það líka. Fjarlægðin á milli var stytt með vikulegum hringingum og pabbi fylgdist mjög vel með okk- ur fjórum. Við erum sorgmædd, pabbi er dáinn, aðeins 11 mán- uðum á eftir mömmu. Ég veit að honum líður vel núna og ég er fegin að þau eru sameinuð. Pabbi stóð sig eins og hetja eftir að hafa misst stóru ástina sína en samt var hann eins og væng- brotinn fugl. Pabbi, minning þín mun ávallt lifa. Guðrún og Daníel. Í dag kveð ég tengdaföður minn Vernharð með söknuði. Minningarnar eru ótal margar og einnig gleði yfir því að fá að kynnast honum. Margar sögur sagði hann frá sínum uppvaxt- arárum á Stóru-Drageyri í Skorradal. Sögurnar rifjuðust oft upp þær góðu stundir sem fjölskyldan átti saman í sumar- húsinu að Dagverðarnesi. Oft voru sögur sagðar frá því sem gerðist á hernámsárunum í dalnum; herbílar í vandræðum á leið sinni yfir Geldingadrag- ann og Dragána sem húsráð- endur á Stóru-Drageyri fúslega aðstoðuðu og flugvélum frá hernum í lágflugi eftir vatninu. Oft sagði hann sögu af banda- rísku herflugvélinni sem hlekktist á við Fitjar og hinni miklu björgun sem því fylgdi. Meðal annars var ruddur vegur austur eftir vatninu sunnan- megin í landi Stóru-Drageyrar inn að Fitjum. Sögur sagði hann af skólagöngu sinni þegar fara þurfti langar leiðir fót- gangandi og jafnvel að þvera vatnið þegar það var ísilagt. Mjög minnisstæð var hjá Venna farskólavistin á Mófellsstöðum en þar kynntist hann Þórði Jónssyni blinda, sem var lands- þekktur hagleikssmiður en Þórður varð alblindur þegar hann var sjö ára. Fékk Venni að fylgjast með honum og „að- stoða“ hann aðeins við smíðarn- ar. Vel má vera að Venni hafi þarna fengið hugmynd sína að því ævistarfi sem síðar varð. Ég vil þakka tengdaföður mínum góða samfylgd og samveru. Blessuð sé minning hans. Ólafur Eggertsson. Í dag kveð ég tengdaföður minn með miklum trega en hann féll sviplega frá miðviku- daginn 8. mars. Er ég lít yfir farinn veg er efst í huga mér þakklæti. Þakklæti yfir því að hafa kynnst þeim eðalhjónum Venna og Lydiu heitinni. Við sem eftir lifum getum hugleitt hversu samhent og samrýmd þau voru í hjónabandi sínu og lært af þeim. Í öll þau ár sem ég hef verið í þessari fjölskyldu hef ég ávallt dáðst að því hvern- ig Venni leitaðist við að stjana í kringum frú sína og létta henni lífið. Augnaráðið þegar hann horfði á hana Lydiu sína var glampandi eins og gjarnan er hjá ástföngnu fólki. Umhyggjan leyndi sér aldrei. Það duldist heldur engum hversu vinnu- samur Venni var alla tíð og þeg- ar þau hjónin reistu sér sum- arhús í Borgarfirði kom bersýnilega í ljós hversu mikill listasmiður Venni var. Með elju og dugnaði reis upp þeirra Sælureitur þar sem þau áttu án efa sínar bestu stundir, stund- um ein en oftar en ekki umvafin sinni nánustu fjölskyldu. Það er eftirsjá að Venna en ég leyfi mér að trúa á endurfundi og veit hver bíður með faðminn op- inn og við sem eftir erum getum hughreyst okkur við það. Fyrir mína hönd og barnanna minna vil ég þakka fyrir góð kynni og votta systkinunum, mökum þeirra, börnum og barnabörn- um samúð okkar. Sigrún Axelsdóttir. Elsku fallegi, skemmtilegi og góði afi okkar er farinn til ömmu. Það er örugglega mikil gleði hjá þeim og margt að tala um. Söknuðurinn er rosalegur en eftir sitja góðar minningar. Ég, Eva Björk, var svo heppin að fá að búa og alast upp hjá ömmu og afa í Fífuseli til níu ára aldurs. Afi passaði mig, las fyrir mig og ég fór með þeim í útilegur. Afi smíðaði stórt bleikt krakkahús fyrir barnabörnin fyrir framan Fífuselið sem var rosalega gaman að leika í. Seinna bættust bræður mínir við, þeir Vernharður Atli og Friðrik Páll. Afi var svo stoltur af öllum barnabörnunum sínum. Við fluttum síðan annað í Breið- holtinu, en ekki langt frá ömmu og afa og vorum við mjög dug- leg að að labba til þeirra í heim- sókn. Það var alltaf gott að koma þangað eftir skóla og spjalla. Amma og afi voru líka dugleg að koma í heimsókn til okkar. Við skelltum okkur oft upp í Skorradal til að hjálpa við að byggja Sælureitinn okkar og hittum hin frændsystkinin og þá var sko gaman. Svo fluttum við fjölskyldan upp á Akranes. Það var svolítið erfitt að flytja frá öllum sem við þekktum, en amma og afi voru dugleg að kíkja á okkur. Þá var skellt í matar- eða kaffiveislu og mikið spjallað og hlegið. Tvö systkini bættust síðan við í hópinn. Alex- ander Breki, sem lést, og litla örverpið hún Camilla Anna. Við munum öll eftir hlátrinum, gleðinni, góðvildinni og matar- boðunum. Afi var einstaklega hlýr og góður maður og gaman að hlusta á hann segja sögur, leika við hann og bara sitja í fanginu hans. Afi tók alltaf sér- staklega vel á móti okkur þegar við hittum hann, með bros á vör. Og sagði „velkomin á fætur“. Afi náði að hitta yngsta langafa- barnið sitt, hana Sölku Von mína, og vera viðstaddur skírnina hennar. Afa fannst svo gaman að hitta fólk og fara í veislur. Síðustu áramót verða ógleymanleg. Þá vorum við öll saman, fjölskyldan og afi, uppi í Sælureit að fagna nýju ári. Við eigum öll góðar minningar um elsku afa okkar og munum eftir hjálpseminni og ástinni á milli ömmu og afa. Afi var endalaust duglegur að hjálpa henni. Þau fóru allt saman, gerðu allt sam- an og voru frábær fyrirmynd. Elsku afi okkar. Takk fyrir allt. Við vitum að núna eruð þið amma saman og fylgist með okkur. Knús og kossar til ykkar. Við elskum þig og söknum þín. Eva Björk, Vernharður Atli, Friðrik Páll og Camilla Anna. Afi er dáinn og það mun ekki verða hægt að fylla skarðið eftir hann. Hann var alltaf svo ham- ingjusamur þegar við komum í heimsókn og hann naut þess að sýna okkur hvernig hægt væri að byggja, segja okkur sögur frá Skorradal og Borgarfirði og fræða okkur þar með. Afi var alltaf í vinnuskyrtu heima en í jakkafötum þegar hann fór í heimsóknir. Minnisstætt er hvernig hann drakk kaffi, bara með sykurmola og svo þegar hann var að leita að hlutum þá heyrði maður oft: „Jahhajá.“ Þó svo að fjarlægðin væri löng, þá vissi afi alltaf hvað við værum að gera, læra, vinna og áhuga- mál okkar. Samband afa og ömmu var til fyrirmyndar. Hann hugsaði svo vel um ömmu, gerði allt fyrir hana. Maður sá og fann, þetta er ást. Faðmur afa var alltaf opinn. Afi, við söknum þín. Stefan og Katrin. Vernharður Guðmundsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og jarðarför ÞÓRU RAGNHEIÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks lyfjadeildar SAK, Heimahlynningar og Heimahjúkrunar Akureyri. Bergur Steingrímsson Emil Þór Vigfússon Gyða Ragnheiður Bergsdóttir Stefán Steingrímur Bergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.