Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.03.2017, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Álfholt 34, Hafnarfjörður, fnr. 207-3265 , þingl. eig. Þórður Björnsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 10:30. Erluhraun 10, Hafnarfjörður, fnr. 207-4601 , þingl. eig. Gunnar Andrésson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 13:30. Eyrarholt 16, Hafnarfjörður, fnr. 222-3647 , þingl. eig. Steindór Benediktsson, gerðarbeiðendurTollstjóri ogTryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 21. mars nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 16. mars 2017 Þingeyjarsveit Breyting á deiliskipulagi svæðis umhverfis Goðafoss Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 23. febrúar 2017 að auglýsa skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi svæðis umhverfis Goðafoss. Breytingin felst í því að núverandi bílastæði austan Skjálfandafljóts verði stækkuð og þeim fjölgað úr 34 í 90. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með föstudeginum 17. mars 2017 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 28. apríl 2017. Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar: http://www.thingeyjarsveit.is, skipulagsmál/deiliskipulag/tillögur í auglýsingu. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 28. apríl 2017. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Gamli góði í stærðum 34- 100B,C,D,E,F á kr. 5.850,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur BIRKENSTOCK - NÝKOMNIR aftur. Stærðir 35-48 á kr. 8.550,- Laugavegi 178 Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, opið 10–14 laugardaga. Sendum um allt land Erum á Facebook. Húsviðhald VIÐHALD FASTEIGNA Lítil sem stór verk Tímavinna eða tilboð ℡ 544 4444 777 3600 jaidnadarmenn.is johann@2b.is  JÁ Allir iðnaðarmenn á einum stað píparar, múrarar, smiðir, málarar, rafvirkjar þakmenn og flísarar. FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16, botsía með Guðmundi kl. 9.30-10.30, útvarpsleikfimi RÚV í matsal kl. 9.45- 10, opið innipútt kl. 11-12, opið hús kl. 13-16, spilað kanasta kl. 13, bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Áskirkja Aðalfundur Safnaðarfélags Áskirkju verður í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 20. mars kl. 19.30. Allir vel- komnir og tökum með okkur gesti, stjórnin. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa frá kl. 9-16, morgunkaffi kl. 10-10.30, fréttaklúbbur kl. 10.40-11.20. Rætt um fréttir vikunnar og málefni líðandi stundar, gönguhópur kl. 13.30, síðdegiskaffi 14.30- 15.30. Verið öll velkomin. Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15. Félagsmiðstöðin Vitatorgi / Lindargata 59 Handavinna og spjall kl. 10-12, bingó kl. 13.30-14.30, matur afgreiddur í hádegi alla daga milli kl. 11.30-12.30, kaffiveitingar alla virka daga kl. 14.30-15.30. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16, félags- vist FEBG í Jónshúsi kl. 13, bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20 ef óskað er, frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að loknum spilum. Hægt er að sækja miða á Heldriborgarakvöld Oddfellow stúkunnar Snorra Goða í Jónshúsi. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16, glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 9-12, prjónakaffi kl. 10-12, leikfimi gönguhóps kl. 10-10.20, gönguhópur um hverfið kl. 10.30, bókband með leiðbein- anda. kl. 13-16, kóræfing kl. 14.30-16.30. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 gler- og postulíns- málun. ATH. Í DAG LOKUM VIÐ KL.14 vegna skipulagsverkefna starfs- fólks. Dansinn fellur niður í dag. Gullsmári Tiffanýgler kl. 9, leikfimi kl. 10, ganga kl. 10, ljósmynda- klúbbur kl. 13, bingó kl. 13.30, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Opið hús í Gullsmára laugardaginn 18. mars kl. 14, þjóð- lagasveitin Þula, skipuð átta 14-17 ára nemendum úrTónlistaskóla Kópavogs flytur tónlist. Aðgangur ókeypis. Skemmtinefnd FEBK. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi. Jóga kl. 9, 10 og 11, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13, bingó kl. 13.15, kaffisala í hléi. Félagsmiðstöðin er öllum opin óháð aldri og búsetu og allir velkomnir. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, frjáls tími í Listasmiðju frá kl. 9-12, thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zóphoníasd. kl. 12.30, námskeið í skrautritun kl. 12.30, kennari er Þorvaldur Jónasson, bíó kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14.30. Minnum á Vorgleði Hollvina föstudaginn 24. mars kl. 18-22. Síðasti skráningardagur er í dag. Allir velkomnir í Hæðargarð. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Hugleiðsla með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum, leikfimishópur Korpúlfa kl. 10 í fimleikasalnum í Egilshöll, BRIDS kl. 12.30 í dag og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í dag, sundleikfimi kl. 13.30 í Grafar- vogssundlaug og hið rómaða vöfflukaffi í Borgum kl. 14.30 til 15.30. Tréútskurður kl. 13 í dag á Korpúlfsstöðum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, siðdegisskemmtun kl.14, ganga m.starfsmanni kl.14. Uppl í s.4112760. Seltjarnarnes Kaffispjal í króknum kl. 10.3, jóga / hláturjóga Skóla- braut kl. 11, spilað í króknum kl. 13.30. Ath. söngstundin í salnum á Skólabraut fellur niður í dag. Sléttuvegur 11-13 Leikfimi hjá Guðnýju kl. 9, kaffi, spjall og blöðin kl. 10, ganga kl. 10, hádegismatur kl. 11.30-12.30, bíó (mynd valin á staðnum) kl. 13. Stangarhylur 4 Íslendingasögur námskeið kl. 13, leiðbeinandi Baldur Hafstað. Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Vesturgata 7 Enska kl. 10-12 Peter R.K.Vosicky, sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson, kaffiveitingar kl.14-14.30. Elsku Mæja frænka. Það er sárt að kveðja þig og hugsa til þess að ég komi aldrei aftur í kaffi til þín. Mæja var systir ömmu minnar og hún var í miklu og góðu sam- bandi við foreldra mína, sérstak- lega eftir að þau fluttu ung suður. Hún var þeim innan handar með ýmislegt. Til dæmis fengu þau að þvo þvott hjá henni áður en þau eignuðust eigin þvottavél auk þess sem Mæja passaði mig og bræður mína. Það var notalegt og gaman að vera í pössun hjá Mæju. Íbúðin hennar á Háaleit- isbrautinni var skemmtileg og gamaldags. Þar var enginn asi. Þar var alltaf hlýtt, teppalagt gólf og gamla gufan í útvarpinu. Mæja var mikill dýravinur og passaði gjarnan fugla fyrir aðra sem mér þótti mjög spennandi. Hluti af því að vera í pössun var að fara með að útrétta en hún hafði alltaf nóg fyrir stafni og þannig var það fram á síðasta dag. Til dæmis fór hún sjálf á stúfana til að finna gjöf fyrir út- skriftina mína úr háskólanum. María Kristjánsdóttir ✝ María Krist-jánsdóttir fæddist 12. ágúst 1924. Hún lést 23. febrúar 2017. Útför Maríu fór fram 7. mars 2017. Gjöfin var svo veg- leg að ég hef lúmsk- an grun um að Mæja hafi jafnframt hugsað hana sem brúðkaupsgjöf færi það svo að hún missti af brúðkaup- inu. Þegar ég varð að- eins eldri og þurfti ekki lengur pössun slitnuðu tengslin þó ekki. Við fjölskyldan komum vikulega í sunnudagskaffi til Mæju þar sem hún bauð upp á pönnukökur og heitt súkkulaði. Manni fannst sunnudagur í raun ekki vera sunnudagur öðruvísi en að sitja í sófanum hjá Mæju das- aður eftir sætindin. Samræður við Mæju voru allt- af gefandi. Hún var vel með á nót- unum og fylgdist með málefnum líðandi stundar. Það breyttist ekki þótt aldurinn færðist yfir og maður undraðist oft hvað hún vissi um samfélagið og nýjustu strauma. Hún hafði skoðun á flestum málefnum og stóð fast á sínu. Það var erfitt að fylgjast með Mæju missa heilsuna undir það síðasta en það gaf manni jafn- framt tækifæri til að verja tíma með henni og kveðja hana. Eftir sitja margar góðar minningar um yndislega og skemmtilega konu. Þinn frændi, Árni Heiðar Geirsson. Mikið var leitt að heyra frá frá- falli þínu, elsku amma. Fréttirnar bárust óvænt snemma morg- uns, ég var nývöknuð og í Sví- þjóð. Ég vil þakka þér, elsku amma, fyrir allar þær fallegu minningar sem ég á með þér og vil minnast hér og nú. Ég mun seint gleyma þeim skemmtilegu tímum sem ég og þú áttum saman á Ekkjufelli þegar ég var lítil. Amma, annað sem lætur mig alltaf brosa er þegar ég hugsa til þeirra tíma þegar ég var alltaf að suða í þér að fara á hestbak á Skipa- læk og það varst þú sem redd- aðir því alltaf. Amma, annað sem ég á þér að þakka, og unn- usti minn er ekki alltaf sam- mála um, er að þú kenndir mér að baka. Eða alla vega þóttist ég vera að baka og gera hlutina ein þegar í raun og veru varst það alltaf þú sem gerðir leið- inlega partinn sem var að vaska upp og ganga frá. Þessar minningar eru mér efst í huga og ég gæti eflaust haldið áfram að skrifa um þær, en ég segi það gott hér. Ég er Sigrún Brynjólfsdóttir ✝ Sigrún Brynj-ólfsdóttir fæddist 16. desem- ber 1939. Hún lést 24. febrúar 2017. Útför hennar var gerð 6. febrúar 2017. svo sannarlega heppin að þú varst amma mín og ég mun aldrei gleyma þessum minningum sem við áttum saman. Elsku amma, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og segi ég því: „Hvíl þú í friði, elsku amma mín.“ Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónasson frá Gili.) Eva María. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.