Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 33

Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Fundir/Mannfagnaðir Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Samþykkt breyting á deiliskipulagi fyrir Breiðarsvæði – Breiðargata 8, 8A og 8B Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti 28. febrúar 2017 breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis vegna Breiðargötu 8, 8A og 8B. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagssaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Eftirfarandi breytingar hafa m.a verið gerðar á tillögunni frá því hún var auglýst: • Hámarkshæð húsa var lækkuð úr 13 metrum í 12 metra. • Landfylling minnkuð úr 4.000 fermetrum í 3.500 fermetra og áréttað að hún falli undir lið 10.23 í viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. • Bætt er inn í greinargerð texta um að óheimilt sé að veita byggingarleyfi fyrir áfanga 1 nema að undangeng- inni rannsókn á skráðum minjum, en ítarleg deiliskráning á fornminjum fór fram að lokinni auglýsingu tillögunnar, dags. desember 2016. • Bætti inn í greinargerð texta um frágang frárennslis fyrir veitingu byggingarleyfis. • Bætt inn í umhverfisskýrslu umfjöllun um frárennsli frá verksmiðjunni. • Bætt var inn í umhverfisskýrslu umfjöllun um áhrif breytingarinnar þ.m.t. landfyllingar á útivist, gönguleiðir, aðgengi og menningarminjar. • Bætt er inn í greinargerð ákvæði um mikilvægi hönnunar bygginga á svæðinu, að ásýnd og umfang þeirra verði mismunandi og taki mið að staðsetningu. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt með ofangreindum breytingum frá því að deiliskipulagsbreytingin var auglýst. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs Ísfélags Þorlákshafnar ehf. kt. 430285-0179, Hafnarskeiði 12, 815 Þorlákshöfn, verður haldinn föstudaginn 31. mars 2017 kl. 11.00 á kaffistofu félagsins. Dagskrá 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsári. 2. Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið rekstrarár. 3. Kosning stjórnar félagsins. 4. Kosning endurskoðanda félagsins. 5. Ákvörðun um hvernig fara skal með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. 6. Ákvörðun um greiðslur til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir störf þeirra á starfsárinu. 7. Heimild til stjórnar um kaup á eigin hlutum. 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðanda verða hluthöfum til sýnis í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund á skrifstofu félagsins. Afhending fundargagna fer fram að ósk skráðra hluthafa. Vilji hluthafi koma dagskrárefni til umfjöllunar á aðalfundi skal tilkynna stjórn félagsins skriflega um tillöguna eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir dagsetningu aðalfundar. Upplýs- ingar um frambjóðendur verða aðgengilegar til skoðunar á skrifstofu félagsins tveimur dögum fyrir aðalfund. Þorlákshöfn, 16. mars 2017 Stjórn Ísfélags Þorlákshafnar ehf. Aðalfundur Skipulagsauglýsingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 153. fundi þann 9. mars 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulög: Into the Glacier - Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010–2022 Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 17. febrúar 2017 og felur m.a. í sér að landnotkun verður breytt í verslunar- og þjónustu- svæði á um 13 hektara svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar sem frístundabyggð nr. F128 í landi Húsafells II og III. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði þjónusta við ferðamenn sem fara í ísgöngin á Langjökli, ásamt því að þjónusta frístundabyggðina á nærliggjandi svæðum í framtíðinni. Tillagan er auglýst í samræmi við 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010–2022, ef einhverjar eru, skal komið á framfæri í bréfi eða í tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en miðvikudaginn 12. apríl 2017. Lýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar og er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar – www.borgarbyggd.is. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, borgarbyggd@borgarbyggd.is veitir fúslega nánari upplýsingar, sé þess óskað. LAVA-Hótel Varmaland - Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010–2022 Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6, til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 2. mars 2017 og felur í sér að á Varmalandi verði skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á 6.404 fermetra reit sem nær til lóðar gamla Húsmæðraskólans. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. máls- grein 31. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 17. mars 2017 til 28. apríl 2017 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögu. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 28. apríl 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Borgarbyggð Raðauglýsingar 569 1100 Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.