Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 34

Morgunblaðið - 17.03.2017, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2017 Ég held upp á afmælið í kvöld með nánustu fjölskyldu og vinumheima hjá mér,“ segir Birna Erlingsdóttir Norðdahl, sem á 50ára afmæli í dag. Birna er lyfjatæknir, sjúkraliði og sjúkraflutningamaður að mennt og vinnur núna sem sjúkraliði á hjartadeild Landspítalans. „Ég hef unnið í heilbrigðisgeiranum frá því að ég kom á vinnumarkaðinn, hvort sem það hefur verið í apótekum, elliheimilum eða sjúkrahúsum.“ Áhugamál Birnu eru útivist, ferðalög, bæði innanlands og erlendis, og hreyfing, þá einkum dans. „Ég fer aðallega í zumba og þá annað- hvort í Hreyfingu þar sem ég stunda líkamsrækt eða hjá Jóa í Vals- heimilinu. Næsta haust fer ég í hjólaferð á Ítalíu ásamt vinkonuhópnum mínum í Hreyfingu. Það verður í september og þá tökum við einnig tvo göngudaga í Dólómítunum. Það verður afmælisferðin og ég hlakka mikið til. Á sínum tíma lærði ég samkvæmisdans, en hann hefur mikið til dott- ið upp fyrir í seinni tíð. Því miður, það er ekki tími í allt.“ Birna er dótturdóttir Birnu E. Norðdahl, fyrsta Íslandsmeistara kvenna í skák. „Ég erfði bara nafnið, ekki skák- eða teiknihæfileikana. En svo sagði einn kunningi við mig að þetta væri bara spurning um þjálfun svo hver veit nema ég fari að stunda myndlist eða skák seinna.“ Birna á þrjú börn sem eru þau Elísabet Ýr Norðdahl, Jón Erlingur Stefánsson og Róbert Valur Stefánsson. „Svo á ég einn ömmuprins, það er hann Viktor Logi sem er dóttursonur minn.“ Á skákmóti Birna leikur fyrsta leikinn á minningarmóti um ömmu sína. Að tafli sitja Hrund Hauksdóttir og Hannes Hlífar Stefánsson. Hefur alltaf unnið í heilbrigðisgeiranum Birna E. Norðdahl er fimmtug í dag Ljósmynd/Hrafn Jökulsson P áll Pétursson er fæddur á Höllustöðum í Blöndu- dal og ólst þar upp og á Guðlaugsstöðum. Páll lauk námi í Mennta- skólanum á Akureyri 1957 og hóf bú- skap á Höllustöðum ásamt Helgu eiginkonu sinni árið 1959. Þau reistu nýbýli þar, Höllustaði II. Páll tók strax mikinn þátt í félags- og stjórnmálabaráttu innan héraðs og var formaður FUF í Austur- Húnavatnssýslu 1963-1969 og í stjórn kjördæmasambands fram- sóknarmanna 1959- 1972. Hann sat í hreppsnefnd Svínavatnshrepp og var formaður Veiðifélags Auðkúlu- heiðar, sat í stjórn bændasamtaka og var formaður Hrossaræktar- sambands Íslands 1974 og 1980. Páll var formaður Karlakórs Bólstað- arhlíðarhrepps um árabil og síðar kom Páll að stofnun Textílseturins á Blönduósi. Páll var kjörinn alþingismaður ár- ið 1974. Hann sat á þingi í 29 ár og var formaður þingflokks framsókn- armanna í frá 1980-1994. Hann var kosinn til starfa í fjölda nefnda á vegum Alþingis svo sem Norður- landaráði 1980-1991 og var í tvígang forseti ráðsins. Þá var hann fyrsti formaður Vestnorræna ráðsins. Páll sat í Flugráði og var í stjórn Lands- virkjunar. Páll var félagsmálaráðherra í tvö kjörtímabil 1995-2003 og hafði sem ráðherra forgöngu um margvíslega lagasetningu og breytingar á lögum. Má nefna breytingar á sveitarstjórn- arlögum, vinnulöggjöfinni, húsnæð- ismálum og lögum er vörðuðu jafn- réttismál. Ber einkum að geta laganna um foreldra- og feðraorlof sem var brautryðjandalöggjöf á heimsvísu. Alla tíð hefur náttúruvernd verið Páli hjartfólgin og átti hann þátt í stofnun ráðuneytis um þann mála- flokk. Blöndudeilan svokallaða reyndi mikið á samfélagið fyrir norð- an. Páll tók virkan þátt í baráttunni um tilhögun virkjunar Blöndu á sinni tíð, en beið þar lægri hlut. „Hestar hafa ætíð verið líf mitt og yndi og í gegnum tíðina hef ég átt nokkra verulega mikla gæðinga. Rætur mínar til heimabyggðar og Auðkúluheiðar eru sterkar og þrátt fyrir mjög fjölbreytt og mikilvæg störf hef ég alltaf fyrst og fremst verið bóndi. Heilagasta vika ársins voru göngur á Auðkúluheiði, sem sameinuðu hugðarefnin – að vera í nánd við skepnur og náttúruna, sitja hest og syngja með félögum á kvöldin.“ Fjölskylda Eiginkona Páls er Sigrún Magnúsdóttir, f. 15.6. 1944, hús- freyja og fv. alþingismaður og ráð- Páll Pétursson, fyrrverandi ráðherra – 80 ára Höllustaðafólkið Páll, systkini hans, börn og barnabörn þeirra þegar fjölskyldan hélt upp á 100 ára afmæli Péturs Péturssonar, föður Páls, árið 2005. Myndin er tekin hjá Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal. Fyrst og fremst bóndi Á Höllustöðum Sigrún og Páll brosandi í Blöndudalnum. Siglufjörður Jenný fæddist á Akureyri 17. mars 2016 kl. 08.09 og á því eins árs af- mæli í dag. Hún vó 3.450 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Sandra Finns- dóttir og Hjalti Gunnarsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.iswww.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 70 kr. stk. Nýt t Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Stærðir eru: 12 S, 15 S, 18 S, 20 S, 25 S og 12 B, 15 B, 18 B, 20 B, 25 B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.